Tíminn - 02.11.1950, Side 6
TÍMINN, fimmtudaginn 2. nóvember 1950.
244. blað
Brostnar
bor nsku\onir
Fallen Idol)
Sýnd kl. 9.
Strawbery Roam
Sýnd kl. 5 og 7.
TRIPOU-BÍÓ
Sími 1182
INTERMEZZO
Aðalhlutverk:
Ingrid Bergmann
Leslie Howard.
Sýnd kl. 7 og 9.
Tumi litli
Sýnd kl. 5.
NÝIA BIO
Ósýnilcgi
veggurinn
(The Invisible Wall).
Mjög spennandi og dularfull
ný amerísk leynilögreglu-
mynd.
Aðalhlutverk:
Don Castle,
Viginia Christie.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
■BUIIIIII'lllllllllllllllllllllllllOiOtlllllllMilllllltatt* *
■uMiiiiiiiiiiimiuiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiuHMiiikiiaiiii .
BÆJARBÍÓ
HAFNARFIRÐI !
Kalkútta
Afar spenr.andi ný amerísk
sakamálamynd.
Aðalhlutverk:
Alan Ladd,
William Bendix,
June Dupres.
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184
Draugarnir í
Leynidal
Sýnd kl. 7
ELDURINN
gerir ekki boð á undan sér.
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
Samvinnutrygrgingum
uiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiimi |
Nýja fasteigna-
salan
Hafnarstræti 19. Sími 1518
Viðtalstími kl. 10—12, 1—3
og 4—6 virka daga nema
iaugardaga kl. 10—12.
Fasteigna-, bif- j
reiða-, skipa- og j
verðbréfasala
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< j
Bergur Jónsson |
| Málaflutningsskrifstofa
| Laugaveg 65. Sími 5833. j
| W Helma: .Vitastíg 14.
Köld borð og
beitur matur
| sendum út um allan bæ. j
1 S í L D & FISKUR !
j Austurbæjarbíó
„Carneg'ie Hall44
| Hin stórfenglega og ógleym-
* anlega ameríska músikmynd
Arthur Rubenstein,
Jascha Heifetz o. m. fl
Sýnd kl. 9.
| Góðs manns g'etið
| (Framhald af 3. síðu.)
1! þeim við góðu minningarnar
j1 sem þau og við öll, sem hann
þekktum, eigum um hann.
Orðstírnum góða, sem
aldrei deyr. Farðu vel til
ljóssins landa, látni vinur.
Captain Kidd
Hin afar spennandi sjóræn-
ingjamynd.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5 og 7.
TJARNARBIO
Klukkan kallar
(For whom the bell tolls)
Hin heimsfræga ameríska
stórmynd í eðlilegum litum.
Ingred Bergman,
Cary Cooper.
Sýnd vegna fjölda áskorana
en aðeins í tvo daga.
Sýnd kl. 5 og 9.
GAMLA BÍÓ
Dansmeyjar
í Hollynood
Amerísk söngva- og dans-
mynd kvikmynduð á leiksviði
frægasta „Burlesque“-leik-
húsi Ameríku.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
iiiMiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaaiiiiiiiiiiia Z
HAFNARBÍÓ
SINGOALLA
Ný sænsk- frönsk stórmynd,
gerð eftir skáldsögu Viktor
Rydebergs.
Sýnd kl. 9.
Sláðu hann út
Oeorg'!
Hin sprenghlægilega fjöruga
gamanmynd með:
George Formby
Sýnd kl. 5 og 7.
j Raflagnir — Viðgerðir
Raftækjaverzlunln
LJÓS & HITI h. f.
I Laugaveg 79. — Sími 5184
I
Noregskvöld Víkings
(Frainhald á 6. síðu.)
förum. Heimskt er heimaaliö
barn og gott er að sjá siðu
og háttu annarra manna. En
ekki getum við allir verið lúx
usflakkarar. Þvi eiga menn-
ingarfélög að flytja okkur
fræðslu um lífshræringar
annarra þjóða.
Hér er enginn hörgull á
fólki, sem framast hefir ut-[
an lands og framandi þjóðir
eiga hér fulltrúa og sendi-
menn, sem eru boðnir og bún
ir til að greiða fyrir kynn-
ingu á landi sinu og þjóð,
bæði almennt og einstökum
dráttum úr sögu þeirra og lifi.
Auk þess eru hér alþjóðleg-
ar og samþjóðlegar hreyfing-
ar, sem að sjálfsögðu væru
fúsar til að veita fræðslu um
starfsemi sína og sögu úti í
heimi annars staðar en inn-
an sinna eigin félagsmarka.
Þess vegna er þetta skrif-
að, sem þakkarorð til Vík-
ings, sem raunar var engin
þörf að fara með á prent og
bending til annarra menning
arfélaga, sem eru starfandi
hér á meðal okkar. H. Kr.
HúretöiÍ TintahH
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«
Frímerkjaskipti
Sendið mér 100 fslenzk frl-
merki. Ég sendi yður um hæl
200 erlend frímerki.
JON AGNARS,
Frímerkjaverzlun,
P. O. Box 356, Reykjavík.
»♦♦♦♦♦♦
| Fasteignasölu
i miðstöðin
| Lækjarg. 10B. Sími 6530 I
í Annast sölu fasteigna, f
j skipa, bifreiða o. fl. Enn- i
! fremur alls konar trygging {
| ar, svo sem brunatrygging i
j ar, innbús-, líftryggingar |
I o. fl. i umboði Jóns Finn- j
I bogasonar hjá Sjóvátrygg-j
i ingarfélagi íslands h. f. |
{ Viðtalstími alla virka daga i
1 kl. 10—5, aðra tíma eftir |
| samkomulagi.
| •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦|
Askriftarsími:
2323
TIMINIV
UPPÁHALD ALLRAR
FJÖLSKYLDUNNAR!
Makkarónur,
Súpur,
Súputeningar,
Maisduft o. m. fl.
SIS.
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Fimmtud. kl. 20.00.
PABBI
Uppselt
★
Föstudag:
ENGIN SÝNING __
★
Aðgöngumiðar seldir frá
kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr
ir sýningardag og sýningar-
dag. — Tekið á móti pönt-
unum. — Sími 80 000.
JÐKN KNITTEL:
FRÚIN Á
GAMMSSTÖÐUM
________________ 144. DAGUR ________________________
í harðneskju, eins og það vildi segja: Nú förum við til lög-
reglunnar og komum honum undir mannahendur.
Hann svimaði. Hann greip báðum höndum í borðbrúnina
og horfði með angistarsvip í kringum sig. Hann varð að
komast út og anda að sér hreinu lofti. Hvers vegna gat
hann hvergi fundið vin, sem var reiðubúinn til þess að bera
með honum vitneskjuna um hinn hræðilega glæp, sem hann
hafði drýgt?
Hann komst með naumindum út úr veitingahúsinu. Og nú
slangraði hann reikull i spori i áttina að vatninu.
LIII.
Hann hvatti sporið, er hann kom niður á vatnsbakkann.
Ljósadýrð brá ævintýraljóma á borgina og hlíðarnar. Smá-
ar öldur gljáfruðu við bryggjurnar, og lítill bátur með
skærum ljósum kom siglandi frá Thalwil.
Gottfreð gekk hratt, en þótt einhver hefði stöðvað hann
og spurt hann, hvert hann væri að fara, hefði hann svar-
að: Ég veit það ekki.
Allt í einu settist hann á bekk. En í huganum var hann
heima á Gammsstöðum. Hann hugsaði um Teresu, og þá
fann hann aftur til hins gamla sársauka. Honum flaug í
hug, að nú væri hún að ala barnið, og það kvaldi hann að
hugsa um, hversu miklar þjáningar væru samfara barns-
fæðingu.
Hann taldi sjálfsagt, að hún myndi vitja hans í anda,
þegar stundin kæmi. Var stundin komin? Hann þóttist viss
um það. Hann fann það á sér. Og hann reis á fætur og
gekk út á brúna, sem lá yfir Limmatána við enda vatnsms.
Hann sá einhvern koma gangandi á móti sér. Fyrst í
stað var hann ekki viss um, hvort það var karlmaður eða
kona, en hver, sem þarna var á ferð, þá hélt hann annarri
hendinni fyrir munni sér. Það var ljósker við brúarsporð-
inn, og þegar þessi næturhrafn kom í bjarmann frá því,
þekkti hann, að þetta var kaþólski presturinn, sem setið
hafði að snæðingi i veitingahúsinu. Hann var að stanga
úr tönnunum.
— Þetta er maöurinn, sem getur veitt mér frið og hugg-
un, hugsaði hann undir eins. Þetta er vinurinn, sem ég
þarfnast. Ég veit ekki, hvaðan harm kemur eða hvert hann
er að fara, en hann er maðurinn, sem hjálpræðið sendir
mér í raunum mínum!
Hann sneri við dg skundaði á eftir prestinum, gekk frarn
hjá honum og nam svo staðar undir næsta ljóskeri. Þar
dró hann upp úrið'sitt, eins og hann væri að vita, hve fram-
orðið væri, leit svo upp, þegar presturinn kom.
— Gott kvöld, sagði hann lágt. Gætuð þér ekki sagt mér,
hvað klukkan er? Úrið mitt er bilað.
Presturinn leit tortryggnislega á hann. En svo brosti
hann til hans, fiLetti frá sér svörtum frakkanum 6g dró
upp gullúr.
— Klukkan er hálf-tólf, sagði hann.
— Kærar þakkir, svaraði Gottfreð. Ég vona, að þér fyrir-
gefið mér, þótt spurning mín væri ekki annað en yfirvarp.
Ég þekkti yður aftur er ég mætti yður við brúna. Ég borð-
aði í soa veitingahúsinu og þér núna í kvöld.
— Ég kannast líka við yður, svaraði presturinn. Eruð þér
kaþólskur? ;’V,
— Nei. Ég heyri ekki til neinni kirkju.
— Þejr menn éru einmitt næmastir á sannindi lífsins, ef
þeir komast í kynni við þau, sagði presturinn.
— Má ég tala við yður fáeinar mínútur? spurði Gottfreð.
Mig langar til þess að bera fram fáeinar spurningar.
Presturinn leit út á vatnið. Gottfreð kipptist við. Var
hann svona glæfralegur? Hann sótroðnaði.
— Þér skuluð ekki vera hræddur við mig, sagði hann
gremjulega. Ég ef ekki venjulegur glæpamaður. Ég er ekki
íæningi.
— Misskiljið mig ekki, ungi vinur, sagði presturinn. Ég
er ekki hræddur við yður.
— Fyrirgefið, sagði Gottfreð.
Þeir gengu þegjandi dálítinn spöl.
— Ég las guðfræði, byrjaði Gottfreð. Ég var við nám í
Túbingen, en hvarf frá því. Ég er of mikill efnishyggjumað-
ur í eðli mínu. Upphaflega byrjaði ég að læra lögfræði.
— Þér hafði ekki lent í höndum nógu góðra manna, sagði
presturinn. ■
— Það var kópa, sem ég elskaði of heitt.
Presturinn blístraði.