Tíminn - 02.11.1950, Side 2
TÍMINN, fimmtudaginn 2. nóvember 1950.
244. blað
8.
Jtá kafi til keiía
útvarpib
Útvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,30 Tónleikar: Hambro og
Zayde leika fjórhent á píanó
(plötur). 20,45 Lestur fornrita:
Fóstbræðrasaga; — upphaf (Ein
ar Ól. Sveinsson prófessor). 21,10
Tónleikar (plötur). 21,15 Dag-
skrá Kvenréttindafélags Islands
Erindi: Gamalt og nýtt um skóla
mál (Ragnheiður Jónsdóttir rit
höfundur). 21,40 Tónleikar (plöt
ur). 21,45 Frá útlöndum (Jón
Magnússon fréttastjóri). 22,00
Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Sin
fóniskir tónleikar (plötur). 23,05
Dagskrárlok.
Úr ýmsum áttum
Aðalfundur
Húnvetningafélagsins
var haldinn í fyrrakvöld.
Hannes Jónsson, fyrverandi al-
þingismaður lét samkvæmt eig-
in ósk af starfi sem formaður
féiagsins, og var í hans stað
kosinn Páll S. Pálsson lögfræð-
ingur. Tveir meðstjórnendur
voru kosnir — Friðrik Karlsson
og Karl Halldórsson, en fyrir
voru í stjórn félagsins Haukur
Eggertsson og Finnbogi Ji'ilíus-
son. Skemmtinefnd félagsins var
kosin, og eiga sæti í henni Ólaf
ur Pálsson, Sigríður Erlends-
dóttir og Halldór Sigurðsson.
Ýms mál, er voru til umræðu,
urðu ekki útrædd á þessum
fundi, og verður framhaldsaðal
fundur síðar.
Kristilegt ungmennafélag
í llailgrímssókn.
Fundur í kvöld kl. 8,30 i Gagn
fræðaskóla Austurbæjar. (Ingi-
marsskólanum) Sýndur verður
fyrri hluti kvikmyndarinnar
Björgunarafrekið við Látra-
bjarg. Vetrarstarfið undirbúið.
Gestir velkomnir, séra Jakob
Jónsson.
Háskólafvrirlestrar.
Þórhallur Þorgilsson bókavörð
ur mun flytja nokkra fyrirlestra
í háskólanum um klassisk og
suðræn áhrif á íslenzkar bók-
menntir frá öndverðu til siða-
skipta. í þessum erindum er
ætlunin að ræða um þann skerf,
sem latneskar og rómanskar bók
menntir hafa lagt til íslenzkra
bókmennta á ýmsum tímum,
eða öllu heldur að segja frá því
helzta í islenzkum bókmennt-
um, sem beint eða óbeint má
rekja til suðrænna fyrirmynda.
Efnið er umfangsmikið, og það
hefir ekki áður verið tekið til
meðferðar í heild. Verður sá
háttur á hafður að rekja sögu
þessara suðrænu áhrifa eftir
aldri hinna erlendu verka og
jafnframt greint í stuttu máli
frá bókmenntum hinna suðrænu
þ.ióða í kringum þau verk, til
glöggvunar á samhenginu. Get-
ið verður hinna afleiddu, ís-
lenzku ritsmíða eða þýðinga,
prentaðra sem óprentaðra, eftir
því sem tiltök eru og tilefni.
rætt um tilurð þeirra og aldur
og um höfunda eða þýðendur,
ef kunnir eru. 1 niðurlagi þessa
yfirlits verður svo leitast við að
gera grein fyrir helztu einkenn-
um þeirra tveggja löngu tíma-
bila, sem straumhvörf siðaskipta
aldarinnar marka svo glöggt í
íslenzkri bókmenntasögu, að þvi
er efn.i varðar. — Fyrirlestrarnir
verða fluttir annanhvern föstu-
dag kl. 6—7 í .1. kennslustofu
háskólans, hinn fyrsti föstudag
3. nóvember. Öllum er heimill
aðgangur.
Cíbreíðid Timann
Munið eftir bílstjórunum.
Hinn kunni bifreiðastjóri
Guðbrandur Jörundsson, sem
annast hefir bifreiðarekstur
um margra ára skeið og inörg-
um er kunnur undir nafninu
Dala-Brandur, sagðí eitthvað
á þessa leið í hófi Ferðaféiags
íslands á sunnudaginn var:
„Ég er búinn að liafa mikil
skipti við F. í. undanfarin átta
ár og hef látið félaginu í té
marga bíla og bílstjóra til
ferðalaga. Það er eitt, sem ég
hef sérstaklega tekið eftir í
sambandi við þetta. Það er
hve vel Ferðafélagið hugsar
alltaf um bílstjórana í ferð-
um sínum. Alltaf er hugsað um
það, að þeir fái hressingu,
máltíð, gistingu og annan
beina eins og ferðafólkið
sjálft“. Þessi orð mættu vel
verða mörgum athngunarefni.
F.f til vill eru það ekki allir,
sem gæta þess nógu vel að hiúa
að bílstjórunum í löngum ferða
lögum. Menn muna kannske
ekki alltaf eftir þeim. Öruggur,
traustur og hress bílstjóri er
þó höfuðnauðsyn hvers ferða-
lags í bifreið, og til þess að svo
sé verður að vera vel að honum
búið á áningarstöðum. Þess
vegna ætt.u allir þeir, sem taka
langferðabíla á leigu til
skemmtiferðalaga, að minnast
orða Guðbrands og hugsa vel
um bílstjórana sína.
Úr Suðursveit.
Síðustu viku hefir verið leið-
indatíð í Suðursveit. En annars
síðustu sumarvikurnar góðar og
siðari hluti septembermánaðar,
oftast stiilur og bjart veður.
Bætti það verulega um heyskap
en þó er heyfengur misjafn á
bæjum, en alls staðar rýr. Og
allt heyið er annað hvort hrak
ið eða úr sér sprottið.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
M.s. Arnarfell lestar saltfisk
fyrir norðurlandi. M.s. Hvassa-
fell lestar salt í Ibiza.
Ríkisskip:
Hekla var á ísafirði í gær-
kvöld á norðurleið. Esja er í
Reykjavík. Herðubreið er í
Reykjavík. Skjaldbreið er vænt
anleg til Skagastrandar í dag.
Þyrill er á leið frá Norðurland-
inu til Reykjavíkur. Straumey
var á Mjóafirði síðdegis í gær
á suðurleið. Þorsteinn var í Vest
manneyjum í gær.
i Fimskip:
Brúarfoss fór frá Ceuta 27.
10. til íslands. Dettifoss er í,
Reykjavík. Fjallfoss er í Kefla-
: vik. Goðafoss fer frá Siglufirði
! annað kvöld 2. 11. til Reykja-
víkur. Gullfoss er í Kaupmanna
höfn. Lagarfoss er í Reykjavik.
Selfoss kom til Ulea í Finnlandi
25. 10. Tröllafoss kom til New
York 31. 10., fer þaðan væntan-
lega 7.—8. 11. til Reykjavíkur.
Laura Dan fermir í Halifax um
20. 11. til Reykjavíkur. Pólstjarn
an fermir í Leith 1.—2. 11. til
Reykjavíkur. Heika fermir í
Hamborg, Rotterdam ög Ant-
verpen 3.—8. 11.
Telur innrásina í
Tíbet innanríkismál
Kinverska stjórnin í Pek-
ing hefir svarað orðsendingu
indversku stjórnarinnar varð
andi innrásina í Tíbet. Segir
þar, að hún sé innanríkismál
og komi engum öðrum við.
Hér sé ekki um raunverulega
I innrás að ræða, heldur aðeins
i björgunarstarf og aðgerðir til
að tryggja það, að Tíbet verði
ekki notað sem herstöð óvin-
veittrar þjóðar til árása á
Kína.
Indverska stjórnin svaraði
orðsendingunni aftur og sagði
að svar þetta væri ófullnægj-
andi, þar sem engar skýring-
ar væru gefnar á því, hvers
vegna rofinn hefði verið sá
samningur við Indland að
leysa Tíbet-deiluna friðsam-
lega og senda her inn í land-
ið meðan sendinefnd var á
leiðinni til samninga.
Acheson utanríkisráðherra
Barídarikjanna sagði í gær,
að innrásin í Tibet væri al-
varlegt áhyggjuefni, en hins
vegar lægju ekki enn nógu
ljósar fregnir um það, hvort
hér væri um raunverulega á-
rás að ræða.
Útvarpið í Peking skýrði
frá því í gær, að kínverski her
inn hefði unnið mikinn sigur
á her Tíbet um 400 mílur frá
Lhasa og hafi þar falljð her-
menn frá Tíbet svo þúsundum
skipti.
Fyrirlestur
Næstkomandi sunnudag kl. 2 flyt ég fyrirlestur í
Listamannaskálanum:
Tillögur um atvinnumál
í erindinu er leitast við að benda á úrræði í sumum
af helstu atvinnu- og viðskiptavandamálum þjóðar-
innar.
KRISTJÁN FRIÐRIKSSON
Söiusamband íslenzkra
fiskífamleiðenda
I
|
::
H
ii
biður alla félagsmenn, að gefa upp nú þegar, og eigi
síðar en fyrir helgi, hve mikinn óverkaðan saltfisk þeir
eigi. — Taka skal fram, hve mikill hluti fisksins er
stórfiskur, 20 tommur og yfir.
Þetta er nauðsynlegt vegna næstu afskipana.
Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda.
::
wtnimmiimiiiiimiiiaiiitamiimnngimnminiiiiiiiiiimiamiammuc'
♦$■
♦♦
Nátturlækningafélag I
íslands
Happdrætti Heilsuhælisjóðs
VINNINGAR:
1. Bólstruð húsgögn, útskorin
2. Silfurbúið kaffistell fyrir 12
3. Ljóslækningalampi
4. ELNA-saumavél
5. Hrærivél
6. Málverk eftir Eyólf Eyfells
7. Púði
8. Flugfar innanlands
9. Fimm hundruð krónur
10. Fimm hundruð krónur
DREGIÐ 24. DES.
FIMM KRONUR MIÐINN
ornunt
uecýi
Rangar sakargiftir
Það eru bílarnir, sem annars
eru í ferðum milli Vífilsstaða
og Reykjavíkur, sem flytja fólk
frá Trípóiíbíó og niður í bæ á
kvöldin. Bílstjóri, sem þarna á
hlut að mali, kom á minn fund
í gær, og var þungur á brúniija,
því að hann hafði verið hafður
fyrir rangri sök í bréfinu, sem
birtist hér á þriðjudaginn.
! 1 bréfinu var því haldið fram,
að á sunnudagsávöidið hefðu
þrjár krónur verið teknar fyrir
sætið frá bíóinu og niður á torg.
Bilstjórinn sagöi: Fargjaldið er
i ein króna, og hefir alltaf verið.
Hafi svo ólíklega viljað til, að
einhver manneskja hafi borgað
| þrjár krónur, er um misskilning
I að ræða og vangá, er gefið var
til baka, og er þá leitt að ekjá
skyldi fremur vera kvartað strax
við bifreíðastjóra, í stað þess að
rjúka'í biöð.:
Bílstjórinn sagði ennfremur,
að á þessum akstri frá Tripólí-
bíói, sem ætti að vera fólki til
þæginda, hefði verið byrjað í
fyrra, er strætisvagnarnir stöðv
uðust. Fargjaldið hefði verið á-
kveðið ein króna með leýfi for-
stjóra Strætisvagna Reykjavík-
ur, og Vífilsstaðabílarnir hefðu
síðan annast þessar kvöldferðir
frá Trípólíbíói í fyrravetur og í
allt haust. Gjaldið alltaf sama
— jafnt í góðu veðri og vondu
— ein króna.
Við þetta er ekki miklu að
bæta. Mér þykir leitt, að ég
skyldi verða til þess að birta
hér bréf, sem svo reyndist á mis
skilningi byggt, og reyni að bæta
fyrir það á þann eina hátt, sem
ég get: með því að birta leið-
réttingu í þessum sömu pistlum.
J. II.
Hjálpið okkur til að koma upp hæli
fyrir sjúka
Sölubörn komi á skrií'stofu NLÍ, Laugaveg 22
GóÖ sölulaun
Konan mín og móðir okkar,
ÁSA ÞORKELSDÓTTIR, Miðfelli,
sem andaðist 28.' október verður jarðsett frá Þingvalla-
kirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 2 e. h. Húskveðja
að Miðfelli kl. 11 f. h. — Eftir ósk hennar, eru blóm og
kransar afbeðnir, en þeir, sem óska að minnast henn-
ar, eru beðnir að láta Slysavarnafélag íslands verða
þess aðnjótandi. Ferðir verða frá Bifröst kl. 9,30 f. h.
og 1 eftir hádegi.
Guðmundur Jónsson, Miðfelli, og börn.
Auglýsingasími Tímans 81380