Tíminn - 02.11.1950, Side 5
244. blað
TÍMINN, fimmtHdaginn 2. nóvember 1950.
5,
ERLENT YFIRLIT:
Konungar Svíþjóðar
Svíar sakna Gustafs V. sem farsæls l>jó?S-
Iiöfðiiiííja, en g'era sér |h> ekki síður
vonir iiin Gustaf VI. Adolf
mmm
Miðvihud. 1. ttóv.
Stefnt í rétta átt
í fjárlagaræðu sinni gerði
Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra grein’ fyrir nokkr-
um breytingum í sparnaðar-
átt í rekstri ríkisins. Sumar
þeirra ráðstafana eru þegar-
ar komnar í framkvæmd
sem stjórnarráðstöfun en aðr
ar hafa verið ákveðnar og
koma, bráðum til fram-
kvæmda. Til sumra þarf
tagabreytinga og er alþingi
nú að fjalla um nokkur frum
vörp af því tagi.
Fj ármálaráðherrann boðaði
að sendiráðið í Moskvu
myndi verða lagt niður og
mun það spara fulla milljón
króna. Hann gerði grein fyr-
ir því, að yfirstjórn flugmál-
anna myndi verða sameinuð
hjá einum manni en nú eru
embættin tvö og er annar
forstjórinn kenndur við flug
mál, en hinn við flugvelli.
Enn gat ráðherrann þess,
að ákveðið væri að sameina
yfirstjórn áfengiseinkasölu
og tóbakseinkasölu ríkisins.
Embætti skattdómara myndi
verða lagt niður og sömuleið
is myndi ríkið hætta að
iauna sérstakan loðdýrarækt
arráðunaut. Um þetta. hvort
tveggja liggja nú frumvörp
fyrir Alþingi. Er ætlast til að
héraðsdómarar vinni störf
skattdómara en Búnaðar-
félag íslands taki við störf-
um loðdýraræktarráðunauts
ins, án þess að bæta við sig
nýjum starfsmönnum eöa
skrifstofum
Þá gerir fjárlagafrumvarp-
ið enn fremur ráð fyrir því,
að ríkið hætti að reka fasta
vinnumiðlunarskrifstofu í
Reykjavík og er komið fram
á þingi frumvarp um að
ieggja hana niður. Er þá ætl
ast til að bæjarfélögin sjái
sjálf um vinnumiðlun hjá
sér, Reykjavík eins og önnur.
Auk þessa er verið að eða
búið að fækka starfsfólki í
skrifstofum ríkisins um
nokkra tugi. Munar þar að
sjálfsögðu mest um þá breyt
ingu, sem varð á skömmtun-
arskrifstofunni, en auk þess
er fækkað um menn hér og
þar í stjórnardeildum og
ríkisstofnunum.
Þetta mun almennt þykja
góð tíðindi og spor í rétta átt.
Almenningur vill, að rekstur
ríkisins sé gerður sem ódýr-
astur. En hins er skylt að
gæta, að öll hreyfing í sparn
aðarátt er erfið og ekki fljót
unnin.
Þess er getið í fjárlagafrum
varpinu, að fjármálaráð-
herra hefir neinað ýmsum
ríkisstofnunum um sam-
þykki sitt til að fjölga starfs-
fólki. Þannig er alltaf að
verki nokkur tilhneiging til
útþenslu í ríkisstofnunum
og þarf staðfestu til að
standa gegn því svo að fjár-
hag alþjóðar sé ekki ofboðið.
En þó er jafnan örðugra að
leggja embætti niður en að
standa gegn myndun nýrra
embætta. Um hvert embætti
sem rýma skal, standa löng-
um átök. Menn vilja yfirleitt
halda atvinnu sinni og eiga
sér þá oft skjólstæðinga sem
hafa tilhneigingu til að
halda verndarhendi yfir
þeim.
Auk þessa verður fækkun
starfsmanna yfirleitt ekki
Aðfaranótt sunnudagsins lézt
hinn aldurhnigni konungur
Sví, Gustaf V. Með honum hné
í valinn einn merkasti þjóð-
höfðingi, er uppi hefur verið l
síðari tímum. Hann var 92 ára,
er hann lézt, en hafði þó gengt
embætisstörfum fram til sein-
ustu stundar, því að heilsa hans
hafði reynzt óvenjulega traust.
Á síðari árum lét hann þó
krónprinsinn oft gegna störf-
um fyrir sig.
Fráfall Gustafs V. hefur vald
ið þjóðarsorg í Svíþjóð og hefur
þó eftirmaður hans unnið sér
miklar vinsældir. Viðsvegar um
heim hefir fráfalls Gustafs V.
verið mjög veglega minnst.
Æviferill Gustafs V.
Gustaf V. var fæddur 16. júní
1848, sonur Oscars II. og konu
hans, Soffíu af Nassau. Hann
varð krónprins 1872, er faðir
hans kom til valda. Noregur
heyrði þá undir sænsku krún-
un og var Gustaf því látinn
stuntía nám bæði við háskcl-
ann í Uppsölum og Osló. Hann
ferðaðist og mikið á uppvaxtar
árum sínum og fékk mjög al-
hliða menntun. Hann gegndi
fyrst störfum fyrir föður sinn
1877 og oft síðan, svo að hann
var orðinn konungsstörfum van
ur er hann tók endanlega við
þeim eftir fráfall föður síns,
í desember 1907. Árið 1887 gift
ist hann Viktoríu prinsessu af
Baden og eignaðist með henni
þrjá sonu og eru tveir þeirra
á lífi. Annar þeirra, Gustaf
Adolf, hefur nú tekið við kon-
ungdómi. Viktoría drottning
lézt 1930.
Vinsæll stjórnandi.
Gustaf V. vann sér miklar vin
sældir sem stjórnandi. Ilann
stjórnaði á þeim árum, þegar
lýðfrelsi fór sívaxandi og völdin
drógust meir og meir úr hönd-
um þjóðhöfðingjans. Hann sam
ræmdi stjórn sína vel þesum
breytingum, en á vissum stund
um beitti hann þó hiklaust þjóð
höfðingj arétti sínum, er hann
taldi þess við þurfa. Einkum
lét hann utanríkismál til sín
taka. Hann fylgdi eindregið hlut
leysisstefnu Svíþjóðar i báðum
styrjöldunum. Hann var einn-
ig fylgjandi samvinnu Norður-
landa og gekkst því m. a. fyrir
norræna þjóðhöfðingjafundin-
um í Mahnö 1914. 1 síðari heims
styrjöldinni greip hann og í
taumana, þegar hann taldi hlut
leysi Svíþjóðar í hættu, en jafn
framt lét hann koma þeim orð
um til Hitlers, að Svíar myndu
verjast, ef á þá yrði ráðist. Á
síðari árum styrjaldarinnar
beitti hann áhrifum sínum við
komið við, án þess^, að gera
einhverja tilfærslu og taka
upp nýja tilhögun í vinnu-
brögðum. Allt slíkt kostar að
sjálfsögðu talsverða. athugun
og krefst síns tíma.
Enn bætist það svo við, að
menn eru ekki látnir íara
fyrirvaraláust úr starfi.
Af öllu þessu má það vera
ljóst, að það kostar bæði
vinnu og elju að fækka starfs
mönnum hins opinbera og
draga úr opinberum kostnaði
og hlýtur auk þess að taka
talsverðan tíma.
Það fer alltaf bezt á því,
að þjóðin geri sér ljóst við
hvaða skilyrði starfsmenn
hennar vinna. Ef almenning
ur ætlast til þess, að eitthvað
verði létt af ríkisbákninu,
eins og það er stundum orðað
verður hann að kunna að
Þjóðverja til biálpar ýmsum
föngum, meðal annars norsk-
um stúdentum.
Bændaförin 1914.
Afskifti Gustafs V.,af stjórn-
máluni Svíþjóðar gerðust sjald
an opinberlega, því að hann
beitti áhrifum sínum við stjórn
ina, er honum þótti nauðsyn til
bera. Aðeins einu sinni skarst
hann í leikinn svo að um mun-
aði. Fyrir fyrri heimstyrjöldina
1914 var almenningur í Svíþjóð
mjög uggandi yfir því, að varn
ir landsins væru ófullnægjandi.
Um 30 þúsund sænskir bændur
fóru þá í febrúarmánuði til
Stokkhólms og gengu fylktu liði
til konungshallarinnar og kröfð
ust þess, að konungur beitti
sér fyrir auknum vörnum lands
ins. Konunugur tók bændum vel
og hélt ræðu, þar sem hann
lofaði að beita sér fyrir málum
þeirra. Þáverandi ríkisstjórn
baðst lausnar vegna þessarar af
stöðu konungs. Hin nýja rikis-
stjórn vann hinsvegar að því
að auka stórlega landvarnirnar.
Fyrst um sinn hlaut konung
ur nokkra gagnrýni Vegna þess
arar framkomu sinnar, en rás
atburðanna sýndi síðar, að
hann hafði rétt fyrir sér. Land
varnarmálin voru jafnan eitt
af helztu áhugamálum kon-
ungs.
Mikill íþróttagarpur.
Vinsældir Gustafs V. byggð-
ust mjög á því, að Svíar fundu,
að hann var frjálslyndur og lýð
ræðissinnaður þjóðhöfðingi, er
gat þó veitt trausta forustu á
örlagastundum. Það jók einnig
vinsældir hans, að hann var
mikill íþróttamaður. Hann var
frábær skytta og fór oft á
veiðar. Þó var hann enn þekk-
ari fyrir tennisiðkanir og tók
hann oft þátt í alþýðlegum
teunismótum og vann þar
fræga sigra. Gekk hann þá
undir nafninu „Mr. G.“. Á
sumri hverju dvaldi hann viss-
an tíma í Suður-Frakklandi og
iðkaði þar íþróttir sínar af
kappi. Hann fór þangað í sum
ar, og varð í þeirri ferð fyrst
vart við þann heilsubrest, er
dró hann til dauða. Eftir heim-
komuna hresstist hann aftur
og var allvel hress, unz hann
veiktist skyndilega, er hann var
á ríkisráðsfundi í seinustu viku.
Hann reis ekki á fætur eftir
það.
Vinsældir nýja konungsins.
Hinn nýi konungur Svía, er
ber nafnið Gustaf VI. Adolf,
hefur ekki síður unnið hylli
þjóðar sinnar en faðir hans.
Hann er 68 ára gamall. Eftir
meta þá viðleitni, sem sýnd
er í þeim efnum. Það starf
er örðugra en svo, að hægt
sé að ætlast til að nokkur
maður vinni það, nema hann
finni samúð þjóöarinnár í
því sambandi.
Ef almenningur vakir og al
menningsálitið fagnar þeim
byrjunarsparnaði, sem nú er
að koma í framkvæmd hjá
hinu opinbera, er þess að
vænta, að þetta sé aðeins góS
byrjun að allsherjar siðabót
á vettvangi hinnar opinberu
þjónustu. En stefnan þarf að
verða sú, aö ríkiskostnaður-
inn verði sem minnstur og
flestir , vinni hin óarðbæru
framleiðslustörf. Fámenn
þjóð, eins og íslendingar
þurfa að láta sem flestar
hendur vinna að framleiðsl-
unni.
Gustav V.
að hafa stundað nám í Upp-
sölum, var hann um skeið í
hernum, en síðar hefur hann
einkum fengist við vísindastörf.
fræðingur og fyrir áhuga sinn
Hann er heimsfrægur sem forn
fyrir öllu því, sem að fornleif-
um lýtur. Fyrir störf sin á
þessu sviði hefur hann verið
gerður heiðursdoktor við ýmsa
þekktustu háskóla í Bandaríkj
unum, Bretlandi og víðar. Hann
er einnig mikill listfræðingur
og grasafræðingur, er fróður um
bókmenntir og ritfær vel. 1-
þróttamaður er hann góður og
var um skeið forseti Iþrótta-
sambands Svíþjóðar. Hann h>f
ur að verðleikum haft það orð
á sér að vera með fjölhæfustu
gáfumönnum sem nú eru uppi.
Starfsmaður er hann mikill og
manna alþýðlegastur í fram-
göngu. Vinsældir hans eru líka
óvenjulega miklar.
Gustaf VI. Adolf giftist 1905
Margaret prinsessu af Stóra-
Bretlandi, en missti hana 15
árum síðar. Meðal barna þeirra
er Ingrid Danadrottnig. Elzti
sonurinn, Gustaf Adolf, fórst í
flugslysi 1947, og er sonur hans,
sem enn er kornungur, nú krón
prins. Gustaf Adolf giftist aft-
ur 1923 Lady Louise Mount-
batten, systur Mountbattens
flotaforingja og náfrænda Breta
konungs.
Raddir nábúanna
Alþýðublaðið ræðir um inn
rás kommúnista i Tibet i gær
og segir m. a.:
„Það er máski fátt, sem sýn
ir betur svík Moskvakommún
ismans við allar gamlar hug-
sjónir sósíalismans, en sú
breyting, sem orðið hefur á
afstöðu hans til sjálfstæðis
smáþjóðanna og til þjóðfrelsis
yfirleitt, síðan byltingin fór
fram i Rússlandi fyrir rúmum
þrjátíu árum. Þá lét stjórn
Leníns það vera eitt sitt fyrsta
verk, að ljúka upp dyrum
rússneska þjóöafangelsisins og
láta lausa þaðan Finna, Eistur
Litlendinga, Lithaugalands-
menn og Pólverja, sem um
langt skeið höfðu verið und-
irokaðir af hinu.gamla rúss-
neska keisaraveldi. Gerðu þá
margir sér von um það, að
rússnesku kommúnistarnir
myndu reynast sjálfsákvörðun
arrétti smáþjóðanna sterk
stoð í framtíðinni; en sú von
varð skammlíf. Nú, rúmum
þrjátíu árum seinna, er stjórn
Stalins búin að leggja undir
ok Rússa á ný allar þær þjóðir
se mLenin viðurkenndi frjáls
sem Lenin viðurkenndi frjáls
skildum; en þeir og allar
aðrar nágrannaþjóðir Rússa
lifa nú í stöðugum ótta um
það, að röðin sé komin að
þeim, að vera innlimaðar í
hið nýja rússneska þjóðafang
elsi.“
Alþýðublaðið segir ennfrem
ur, að það sýni vel hræsni
kommúnista, að á sama tíma
og þeir skammist yfir „heims
valdastefnum“ og , imperial-
isma“, séu það kommúnista-
ríkin ein, er fylgja slíkum
yfirgangsstefnum í verki.
Verðgæslan og
neytendur
Að tilhlutan Framsóknar-
fiokksins varð sú breyting
gerð á verðlagslöggjöfinni á
síðasta þingi að verðlagseftir
litið var lagt undir sérstakan
verðgæzlustjóra, sem tilnefnd
ur væri af fulltrúum nevt-
enda. Tilgangurinn með
þessu var að gera verðlags-
eftirlitið óháðara hinum
pólitísku stjórnarvöidum.
Ungur maður, Pétur Péturs
son, er unnið hefir hjá Lands
smiðjunni og getið sér þar
gott orð, hefir nú tekið við
embætti verðgæzlustjóra.
í greinargerð, sem hinn
nýji verðgæzlustjóri hefir
sent blöðunum hefir hann
sérstaklega beint máli sínu
til neytenda og óskað eftir
samvinnu og aðstoð þeirra.
Hann segir m. a.:
„Það, sem ég vildi biðja
alla neytendur um, er að láta
skrifstofuna tafarlaust vita,
þegar þeir verða varir við
verðlagsbrot og reyna að stað
festa umkvörtun sína, annað
hvort með reikningi eða á
annan hátt. Slíkar upplýsing
ar verða tafarlaust teknar til
athugunar og brotið kært til
verðlagsdóms, ef um sök
reynist vera að ræða.
Ef fólki finnst einhver
vörutegund vera óeðlilega dýr
er alveg sjálfsagt að hringja
til skrifstofunnar og fá upp
Iýsingar um hvað verðið eigi
að vera. Við erum einmitt
hérna til þess að gefa slíkar
upplýsingar, enda erum við
fulltrúar neytendanna i þess
um málum og tilnefndir af
þeirra samtökum, og leyfum
okkur því að vænta fyllsta
stuðnings til að framkvæma
þau verk sem okkur hefir ver
ið falið að vinna“.
Verðgæzlustjóri víkur síðar
í greinargerð sinni að svarta
markaðinum. og segir m. a.
„Verðlagseftirlitið veit um
nokkra menn, sem stunda
þessa verzlun, en sannanir
vantar enn til að kæra þá.
Slíkra sannana er oftast ill-
kleift að afla, nema með
fullri samvinnu, samúð og
skilningi neytenda.
Ég vil leyfa mér að nota
þetta tækifæri til að skora á
alla þjóðholla og heiðarlega
borgara að láta verðlagseftir
litinu í té upplýsingar um
þessa svokölluðu svartamark
aðsbraskara, því dýrtíðin er
sannarlega nóg, þótt ekki sé
alin upp heil stétt manna,
sem beinlínis lifir á því að fé
fletta almenning og sem vissu
lega á sér engan tilverurétt.
Að endingu vildi ég segja
þetta: Við, sem vinnum við
verðlagseftirlitið, erum ekki
mörg og eigum við ýmsa örð-
ugleika að stríða. Aftur á
móti er ég alveg sannfærður;
um, að ef neytendur vilja
rétta hjálparhönd, líður ekkl
á löngu, þar til árangur næst.
Þaö er betra að hafa ekkert
eftirlit en máttlaust eftirlit.
Það væri þó sannarlega ekki
máttlaust eftirlit, sem allir
neytendur stæðu einhuga
að“.
Undir þessi ummæli verð-
gæzlustjóra er fyllsta ástæða
að taka mjög öfluglega. Verð
gæzlan getur því aðeins kom
ið að tilætluðum notum, að
neytendur veiti henni fulla
aðstoð sína enda er það mest
í þágu þeirra sjálfra, að það
sé gert. Því verður að treysta
að neytendur bregöist veli við
framangreindum tilmælum
verögæzlustjóra. X+Y.