Tíminn - 10.11.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.11.1950, Blaðsíða 5
251. blað TÍMINN, föstudaginn 10. nóvember 1950. S. Föstud. 10. nóv. Leiðrétting í verzl- unarmálunum Þegar gjaldeyrisbúskap þjóðarinnar er svo háttað, að erfitt er að láta innflutning- inn fullnægja eftirspurn og kaupgetu innanlands, er jafn an hætta á því, að einstakir menn reyni að skapa sér for- réttindaaðstöðu við verzlun og sérréttindi til að hagnast á sölu eftirsóttra vara. Þess vegna er aldrei meiri þörf, en einmitt á slíkum tímum, að vera vel á verði um frjáls- ræði neytandans til að velja sér vörur og viðskiptamenn. Framsóknarflokkurinn hef ir fundið til þess, að einmitt á þessu sviði væri mikill mis- brestur hin síðustu ár. Þess vegna hefir flokkurinn með yunsum ráðum reynt að bæta þar úr, þó að sú viðleitni hafi löngum átt erfitt upp- dráttar meðal annarra flokka og því torsótt að ná rétti al- mennra neytenda. Frumvarp það, sem nú er fram komið á þingi, um út- hlutun og innfiutning heim- ilisdráttarvéla, er þáttur í þessari baráttu fyrir verzlun- arfrelsinu. Samkvæmt því, eiga bændur að geta ráðið því sjálfir hvaða dráttarvéla- tegund þeir kaupa. Það á eng in stjórnskipuð nefnd að deila þeim milli innflytjendanna framar. Innflytjendur aug- lýsa tegund og verð þeirra véla, sem þeir hafa á boð- stólum. Bóndinn ræður því sjálfur af hverjum hann kaupir. Hér er á engan hátt verið að mismuna kaupmönnum og kaupfélögum eða skakka leik- inn í samkeppni þeirra um hylli og viðskipta neytend- anna. Allir aðilar standa jafnt að vígi. Mönnum er bara veitt frjálsræði til að velja á milli. Ríkisvaldið á að hætta að segja fyrir verkum á þá leið, að tíu bændur skuli kaupa þessa vélartegund af þessari verzlun, og tuttugu aðra teg- und hjá annarri og svo fram vegis án alis tillits til þess, hvers kaupendurnir sjálfir óska. í stað þess segja um- boðsmenn ríkisvaldsins að- eins, að þessa ákveðnu fjár- hæð sjái þeir fært að nota til að kaupa heimilsdráttarvél fyrir. Þeir menn, sem til þess eru settir að úthluta verk- færunum meta svo hverjum umsóknanna eigi að full- nægja. Og þegar bóndinn veit, að hann á að fá að kaupa sér heimilisdráttarvél, þarf hann ekki 'lengur að spyrja hjá hverjum innflytj- anna hann hafi lent í dilki, heldur segir hann sjálfur til hvaða verkfæri hann vill og biður þann sem það getur út- vegað, að gera það. Þetta er sú eðlilega leið í landi frjálsrar þjóðar, þar sem viðurkennt er í verki, að verzlunin eigi að vera til fyr- ir almenning en almenningur ekki fyrir verzlunina. Þetta er sú sjálfsagða leið, sem sem fara skal, þar sem neytandinn á að ráða hvað hann kaupir og hvar hann kaupir, en aimenningur er ekki meðhöndlaður sem kvik- fó verzlananna. Þess vegna er þetta mál UiEin á heimsmarkaöinum Um bæjarmálin á Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist í seinasta hefti Freys. Þar sem hún ræðir um mál, sem margir lesend- ur Tímans munu hafa á- huga fyrir að fylgjast með, tekur hann sér bessaleyfi til að endurprenta hana. Ull er ein þeirra fáu búvara, sem íslenzkir bændur flytja úr landi. Þess vegna þuría ullar- framleiðendur að fylgjast vel með framleiðslu ullarinnar i heiminum, markaðshorfum og verðlagi. Ulllarframleiðslan hefir tek ið litlum breytingum síðan stríði lauk, en mun þó heldur hafa dregist saman í Ástralíu og Argentínu vegna óstöðugrar veðráttu. Á stríðsárunum hætti fjöldi bænda á suðurhelmingi jarð ar, að framleiða merinóull, en jók í þess stað ullarfram- leiðslu af kynblendingum. Eft- ir stríðið hafa þessir bændur tekið upp aftur ræktun merinó fjár. í stríðslok höfðu safnast sam an miklar birgðir af ull, sem ekki var hægt að selja á stríðs árunum. Eftir stríðið urðu þær snöggu breytingar á ullarnotk un í heiminum, að hún fór langt fram úr framleiðslu- magninu, ef miðað er við ull- arnotkunina á árunum 1934— 39. Ullarnotkunin 1948—49 var 295 milljónir kg. umfram fram leiðslumagnið á sama tíma. Eftir því útliti, sem er á heims markaðinum nú, má gera ráð fyrir, að ullarnotkunin muni verða 279 milljónir kg. fram yf ir framleiðslumagn þessa árs. Útlit er því fyrir, að á síðari hluta þessa árs verði ullar- magn heimsins svo lítið, að það rétt hrpkkvi til iðnaðar- þarfa. Þess vegna má gera ráð fyrir, að eftirspurn eftir ull verði mjög mikil á árinu 1950—51. Ullarframleiðslan 1948—49 var undír meðallagi, miðað við 1934—39, en búizt er við, að framleiðslan 1949—50 verði um það bil eins og árið áður. Notkun ullar hefir farið ört vaxandi síðan í stríðslok og náði hámarki 1947—48. Síðan dró heldur úr henni á árinu 1948—49, en það ár var notkun in þó 224 millj. kg. meiri en meðalframleiðslan 1934—39. Fimm aðalframleiðslulönd heimsins, Ástralía, Argentína, Nýja-Sjáland, Suður-Afríka og Uruguay, hafa haldið sama framleiðslumagni eftir stríðið og þau áður höfðu. Þessi lönd framleiddu 60% allrar uUar í heiminum 1948—49 og 70% af vefnaðarullinni. Eftir stríð hef ir ullarframleiðslan i Suður- Afríku þó dregizt ögn saman. Framleiðslan í aðal innflutn ingslöndunum, Bandar'íkjum AmiU'íku, Bretlandi, Firakk- landi, Belgíu og ftalíu, var mun minni 1948—49 heldur en fyrir stríð. Framleiðslan í Bandaríkjunum, sem er mesta Eftir Eiiiar I. Sigurgeirsson ullarframleiðslulandið af inn- flytjendum, hefir farið jafnt og þétt minnkandi síðan á ár unum 1934—38 og er nú aðeins % móts við það, sem þá var. Líkur eru »111, að ullarframleiðsl an þar dragist ekki meira sam an fyrst um sinn en orðið er. 1 brezka heimsveldinu hefir framleiðslan ekki náð sér eftir fjárskaðann veturinn 1946—47. Eftirspurn hefir verið mikil þar eftir góðri og fínni vefn- aðarull, en það hefir aftur leitt til þess, að sú ull, sem safnað- ist fyrir á striðsárunum, hefir farið ört minnkandi hin síðari ár. Verð á fínni ull hækkaði mjög mikið 1948. en lækkaði heldur í febrúar, marz og april 1949. f maí sama ár fór ullar- verð hækkandi og varð 35. sinn um hærra en 1934—38. í Asíulöndum og Suður- Ameríku er ullarnotkunin mun meiri nú en hún var fyrir stríð. Hin mikla verðhækkun á ull, sem varð á árinu 1948, stafaði af gífurlegri eftirspurn í Bandaríkjunum, en þá var ull arframleiðslan um 73% meiri en fyrstu árln eftir striðslok. Hin mikla ullarnotkun i heiminum hin síðustu 4 ár hef ir numið um 1 billjón kg. fram yfir árlega framleiðslu. Ullarverzlunin hefir vaxið mjög eftir stríðið og er mun meira selt af ullinni á heims- markaði nú en gerðist á þriðja tug þessarar aldar. Aðalfram- leiðslulöndin fimm, á suður- hveli jarðar, hafa í höndum sér tún 90% af öllu ullarmagni, sem er á heimsmarkaði. Ev- rópa er aftur orðinn aðalmark aðstaður umræddra landa og síðustu árin hefir Evrópa keypt 69% af ull Ástralíu, Argentínu, Nýja-Sjálands, Uruguay og Suður-Afríku. Um langt árabil var brezka heimsveldið stærsti ullarinn- flytjandinn, en á síðari árum hafa Bandaríkin tekið það sæti. Árið 1948 keyptu þau 31% af allri ull á heimsmarkaðin- um, en fyrir stríð keyptu þau aðeins 10% af heimsmarkað- inum. Innflutningur á óunn- inni ull til Bandaríkjanna va.r þrisvar sinnum meiri á árinu 1947 en að meðaltali árlega fyrir stríð, og á árinu 1948 var hann fjórum sinnum meiri en að meðaltali á árunum 1934— 38. Ullarverksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa notað 7 sinnum meira ullarmagn til iðnaðar en raun var á að meðal tali árlega á árunum fyrir síð- ustu styrjöld og útlit er fyrir, að þörfin aukizt enn á þessu ári og því næsta. Á þessu ári hefir innflutningurinn til Bandaríkjanna verið mun minni en á sama tíma 1948, en Bretland hefir flutt inn 30% meira í ár en þá, og á árinu 1949 er Bretland stærsti ullar- innflytjandi heimsins. Ullarverðið hefir verið mjög hátt eftir stríð, miðað við vöruvísitölu annara bú- einskonar prófmál um vilja og stefnu Alþingis í verzlunar málunum almennt. Það er satt, að þetta frum- varp nær ekki yfir nema eina vörutegund. Það er því alls fjarri því að vera alls- herjarlausn á almennum vanda. En það er. réttlætis- mál og getur leyst einn þátt verzlunarmálanna svo að vel sé. Menn tala stundum miður vel um Alþingi og finnst, að þingmenn sofi á verðinum um hagsmunamál alþýðu. Þess er þá að vænta, að hin- ir sömu gagnrýnandi menn gefi því gaum, þegar barizt er innan þingsins fyrir leið- réttingum í þessum málum. Væntanlega fær því þetta frv. þá samúð og stuðning, sem það þarf til framgangs, líka utan þingveggjanna. * Það er skylda almennings, að láta sig varða hvað gerist á Alþingi og láta í ljós samúð sína með hverju góðu máli, sem miöar að þvi að auka rétt hinna smáu en brjóta niöur forréttindi og rýmka um þvingandi afskipti og valdboð rikisins. Þetta frum- varp stefnir að því. Það er lítill þáttur í miklu starfi. En verði sá þáttur torveldaður og slitinn eða að engu gerð- ur, þurfa menn naumast að vera bjartsýnir um fram- gang og allsherjarleiðrétt- ingu þessara mála. vara. Þegar gengi sterlings- pundsins var fellt um 30,5% 1949, lækkaði verð ullarinnar í doliurum, en þá keyptu doll- aralöndin og aöalinnflutnings löndin miklar birgðir af ull. Þessar snöggu viðskiptahreyf- ingar höfðu þau áhrif, að ullar verð stórhækkaði í janúar 1950 og um líkt leyti var ullarverð á heimsmarkaðinum orðið jafnt, og jafnvel hærra en það § var fyrir gengislækkunina. Þessar miklu verðsveiflur á ull inni, sem orðið hafa á fáum vikum, valda truflunum í ullar iðnaðinum. Ull er sú búvara, sem um undanfarinn áratug hefir verið háð meiri verðsveifl i um en gerist um aðrar búvör- ^ ur. Vegna óvissu um ullarverð á heimsmarkaði og miklar ullar birgðir, sem söfnuðust á stríðs árunum, sérstaklega í brezku samveldislöndunum, var sýni- legt árið 1945, að ullarverð héldi áfram að dragast saman og ullarbirgðir að aukast. Á fyrri hluta ársins 1945 settu ríkisstjórnir Ástralíu, Nýja- ; Sjálands, Suður-Afríku og Bretlands á stofn sameiginlega ullarnefnd til að sjá um sölu j og verðlag á ullarbirgðum stríðsáranna. í janúar 1945 var svo komið, að ullarbirgðir þær, sem nefndinni var úthlutað í júní 1945, voru nær til þurrðar gengnar. Gert er ráð fyrir, að nú í október séu allar gömlu ullar- birgðirnar þrotnar. Eftir þann tíma hafa ríkisstjórnir ofan- greindra landa ákveðið að láta ullarnefndina starfa á- fram og hafa eftirlit með sölu og verði á ull. Nú standa svo sakir, að eft- irspurn á ull í heiminum hefir aukizt gífurlega í sumar. Síð- an um áramót hefir ullarverð ið hækkað um 35%, en á sama tíma hefir ullarframleiðslan dregizt saman í Suður-Afríku, Bandaríkjunum og Uruguay og eru litlar líkur til, að hún muni aukast um næstu tvö ár. Ýmiskonar gerviiðnaður, svo sem nylon, rayon og osion, hef ir aukizt mjög hin síðari ár og svo hefir bómullarfram- leiðslan í heiminum einnig auk izt. Hversu mikil áhrif ofan- greindar iðnaðarvörur hafa á ullarframleiðsluna og verðlag ullar, er hægt að deila um, en aðalatriðið fyrir bændur er, að ullarverð haldist sem jafnast og sé háð litlum sveiflum, en auðvitað þurfa þeir að fá gott verð fyrir framleiðslu sína. Ofangreindar upplýsingar um ullarframleiðslu og mark- aðsskilyrði í heiminum eru frá Alþjóðasambandi búvörufram- leiðenda. TENGILL H.F. Heiði við Kleppsveg Sími 80 694 annast hverskonar raflagn- lr og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnlr, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimills- vélum. Frímerkjaskipti Sendíð mér 100 íslenzk fri- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. JON AGNARS, Frímerkjaverzlun, F. O. Box 356, Reykjavfk. Fyrir nokkru síðan rak Al- þýðublaðið upp óp mikið í tilefni af því, að Siglufjarð- arbær hefði fækkað starfs- fólki sínu. Blaðið reyndi að túlka þetta á þann veg, að hér væri eingöngu um að ræða atvinnuofsóknir á hend ur Alþýðuflokksmönnum.sem eru í andstöðu við núv. bæj. arstjórnarmeirihluta. í ítarlegri grein eftir Jón Kjartansson bæjarstjóra, er birtist hér í blaðinu í gær, eru þessar fullyrðingar Al- þýðublaðsins hraktar lið fyrir lið. Siglufjarðarbær á nú við stórkostlega erfiðleika að búa, eins og öllum má ljóst vera, þar sem afkoma hans er nær algerlega hájð síld- veiðunum, en þær hafa brugð izt mörg ár í röð. Undir for- ustu hins nýja og ötula bæj- arstjóra hefir bæjarstjórnar- meirihlutinn m. a. snúist gegn þessum vanda á þann veg, að reyna að draga eftir megni úr reksturskostnaði bæjarins. Þetta hefir leitt til þess, að bærinn hefir sagt upp nokkrum starfsmönnum, án þess að aðrir hafi verið ráðn ir í stað þeirra. Svo hefir vilj að til, að ýmsum þeim störf- um, sem reynzt hefir auðið að losna við, hafa gegnt Al- þýðuflokksmenn. Má vera, að það hafi þá skýringu, að fyrrv bæjarstjóri var Alþýðuflokks maður. Það er annars ekki óvenju- ieg saga, þegar sparnaðarráð- stafanir eru geröar, að þeim er talið beint gegn mönnum þeim, sem fyrir þeim verða, þótt sá sé vissulega ekki til- gangurinn, heldur eingöngu sá, að koma á hagkvæmari rekstri. Þessi túlkun stendur ekki sízt í vegi sparnaðarað- gerða og aftrar oft frá því, að í þær sé ráðist. Það er sómi fyrir Siglfirzka bæjarstjórn- armeirihlutann að láta fvrir- sjáanlegt aðkast af þessu tagi ckki hindra sparnaðaraðgerð ir sínar. Fyrst á annað borð er far- ið að minnast á þetta mál, verður ekki hjá því komist, að vekja athygli á því, að Alþýðuflokkurinn hefir leikið furðulegan og ábyrgðarlausan leik í bæjarstjórn Siglufjarð- ar. Fjárhagur bæjarins og af koma almennings er hin erf- iðasta af ástæðunum, sem að framan er greint. Undir þeim kringumstæðum hefðu allir þeir bæjarbúar, sem stuðla vilja að hagsæld bæjarins, átt að taka höndum saman um viðreisn bæjarfélagsins. Forvígismenn Alþýðuflokks- ins eru hinsvegar ekki á þeirri skoðun, heldur skerast úr leik, þegar verst gegnir. Þeir meta meira að reyna að hagnast á andstöðunni, þeg- ar gera þarf erfiðar og óvin- sælar ráðstafanir, en að ger- ast ábyrgir þátttakendur í viðreisnarstarfinu. Þessi framkoma Alþýðu- flokksmanna á Siglufirði er annars ekki nema lítil eftir- öpun á því hlutskipti, sem aðalforustumenn flokksins hafa valið sér á þessum erf- iðu tímum. Þeir hafa tekið sinn fulla þátt í stjórninni meðan verið var að sigla út í ófæruna, en hlaupa síðan eins og rottur úr sökkvandi skipi, þegar til þess kemur, að reynt er að bjarga því, sem bjargað verður. Þá þykjast (Iramhald á 6. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.