Tíminn - 17.11.1950, Page 1

Tíminn - 17.11.1950, Page 1
RUttjóri: Pórarinn Þórarintton Fréttaritstióri: Jón Helgason Útgefandi: rramtóknarlloWcurinn Skrifstofur i Edduhúsir.v Fréttasimar: 91302 0(7 S13C3 AfgreiBslusími 2323 Auglýsingaslmi S13C0 PrentsmiBjan Edda 1 34. árg. Reykjavík, föstudaginn 17. nóvember 1950. 257. bia< ’ Það hafði enginn hengt sig í heilsu- verndarstöðinni í gær barst sú fregn um alla Reykjavlk, að börn úr Austurbæjarskólanum hefðu fundið hengdan mann í lieilsuverndarstöðinni, sem er i smíðum í grennd við skól- ann. Komu sum barnanna í skólanum grátandi heim til sín yfir þessum válega at- burði. En sem betur fór hafði •enginn hengt sig í heilsu- verndarstöðinni. Lítill dreng- ur hafði heyrt tvo aðra drengi segja, að hengdur maður væri í heilsuverndarstöðinni. Hann hljóp óðar í dauðans •ofboði til kennarans í bekkn- um og tjáði honum tíðindin, og kennarinn sneri sér sem rétt var, til lögreglunnar. Kom lögregian hið bráðasta á vettvang og var nú hafin leit í heilsuverndarstöðinni, en dimmt var þar víða í skot- um og afkimum. En enginn fannst þar hengdur, enda kom á daginn, hvernig heng- ingarsagan hafði orðið til. Samgönguerfiðleik- ar Smálandahverfis Þórður Björnsson lögfræð- :ingur, sem er nýkominn heim frá útlöndum, bar í gær fram ,-á bæjarstjórnarfundi tillögu um það, að strætisvagnar Reykjavíkur byrjuðu ferðir í aSmálandahverfið. í því búa :nú nær 200 manns, og horfir til vandræða fyrir menn, sem stunda vinnu í bænum eða þurfa að senda þaðan börn ;sín í skóla, vegna þess, hve erf itt er um samgöngur milli hverfisins og bæjarins. Enginn andmælti þessari tillögu, og enginn greiddi at- kvæði gegn henni. Aðeins þrír bæjarfulltrúar greiddu at- “kvæði með henni, og féll hún sökum ónógs stuðnings. All- ir bæjarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu :sem fastast að sér höndum. Keyptu fiakið á 8 þús. - véiin 100 þús. kr. virði Búið er nú að bjarga miklum verðmætum úr rússneski skipinu, sem strandaði i Þorgeirsfirði í sumar. Keyptu þríi Siglfirðingar skipið á uppboði fyrir tæpar átta þúsund kron ur, en hafa nú, að vísu með mikilli fyrirhöfn, bjargað úi' skipinu mestuin hluta nýlegrar vélar, sem talin er meir*. en 100 þúsund króna virði. Bandaiíski ilugherinn og sjóherinn naia nú teaid helikopt- crvélarnar í þjónusíu sína. Gerð sú, sem myndin sýriir er sér- staklega ætluð sjóhernum, því að hún getur „lent“ á sjó jafnt sem landi. Eldur í gistihúsinu í Forna- hvammi í ívrrinótt Ilcrfierjíi 96 ti^lur^osiu og' 9 lielmamainna fitil af reyk, er siarisstúfiia vakttaði Það munaði minnstu, að stórslys yrði í gistihúsinu í Forna- hvammi í Noróurárdal í fyrrinótt. Kviknaði þar í út frá olíu- miðstöð í kjallara, en húsið fyiltist af reyk. Vildi það til, að ein af starfsstúlkunum, Anna Guðmundsdóttir, vaknaði og gat gert viðvart um eldinn, áður en það var um seinan. Góð karfaveiði Akranestogarinn Bjarni Ólafsson er væntanlegur til Akraness um hádegi í dag með um 270 lestir af karfa. Hefir þessi afli veiðst á sex dögum og má telja það góða veiði. Karfaveiðin er því mikil ennþá, þó að talsverð brögð séu nú að því, að mikið af þorski og ufsa sé innan um karfann, einkum hjá þeim, sem eru grynnra á Halamið- unum. Annars verða menn nú varir við karfamagn á ýms- um stöðum við landið, þar sem karfaveiðar hafa ekki áður verið stundaðar. Sextán næturgestir voru í Fornahvammi þessa nótt, ell- efu frá Húsavík og hinir ann a:rs staðar af Norðurlandi. Heimamenn í Fornahvammi eru níu, og sváfu tveir af heimapiltum í herbergi í kjall ara. Margir orðnir dasaðir. Þegar Anna Guðmundsdótt ir vaknaði, var klukkan á fimmta tímanum. Var húsið ' orðið fullt af reyk. Hljóp hún þegar til og vakti aðra, og voru margir þá orðnir mjög dasaðir af reyknum, svo að engar líkur eru til, að þeir hefðu vaknað af sjálfsdáðum. Voru piltarnir í kjallaranum ekki sízt orðnir þrekað.r. I Gestum varð tafsamt. | í Fornahvammi er olíumót- or til ljósa, og er hann ekki í gangi um nætur. Var því . dimmt og ljóslaust í húsinu, og varð gestum, sem ókunnug ir voru, tafsamt að komast út. En þótt reykur væri mikill í húsinu, var eldurinn aðe’ns í tæ». miöstöövarklefanum, húsið steinsteypt. enda Skemmdir af reyk. Páll Sigurðsson gistihús- stjóra og fólki hans tókst þó brátt að slökkva eldinn, enda voru góð slökkvitæki til í gisti húsinu. En talsverðar skemmdir voru orðnar á hús- inu af völdum reyks. Nokkur óhugur var í mönn- um að kaupa skipið í haust, þegar það var boðið upp. Sannleikurinn var líka sá, að brugðið gat til beggja vona um björgun, og áður en skipið komst á uppboð, var orðin á því mikil rýrnun, sökum þjófn aðar úr strandinu. Hrepptu því Siglfirðingarnir þrír skip ið fyrir hið lága boð. Þeir, sem keyptu, voru Þór- oddur Guðmundsson, fyrrver andi aiþingismaður, Jón Guð mundsson skipstjóri og Aage Jóhannsen kafari. Hafa þeir nú að undanförnu unnið að björgun úr skipsflakinu í Þor geirsfirði með ágætum árangri. Hafa þeir fariö nokkrar ferðir með varning á milli með vélbátnum Milly. Hefir þeim nú tekizt að bjarga úr skipinu aflvélinni, sem er ný- leg June Munktellvél. Vélin náðist svo til öll, þótt ýmis- legt smálegt hafi ekki náðst. Stefnisrörið náðist til dæmis ekki. Vél þessi var 225 hest- afla og eru nýjar vélar eins og hún taldar um 200 þús. kr. virði. Mörgu öðru hefir tekizt að bjarga. Kona slasast Um tíulevtið í morgun varð kona, Halldóra Jónasdóttir, Viðimel 37, fyrir fólksbifreið- inni R-2345 á Hringbraut, skammt austan við Hofsvalla götu. Halldóra var flutt í Land- spítalann, og mun hún hafa rifbrotnaö. Hafnarfjarðartogari kemur með 270 lestir í dag Hafnarfjarðartogarinn Júlí er væntanlegur heim í dag með um 270 lestir, mestmegn is karfa, sem skipið hefir veitt undanfarna daga. Tals- vert mun innan um aflann af öðrum íiski, þorski og ufsa. Aflinn mun verða látinn ganga beint i verksmiðju- vinnslu í fiskimjöl og lýsi. Liðsauki til Vest- ur-Berlínar í gær kom til Vestur-Ber- línar liðsauki sá, sem vestur- veldin hafa ákveðið að bæta við setuliðið í borginni. Var þetta brezkt og bandariskt fótgöngulið, sem dvalið hefir vestar í Þýzkalandi. Sendinefnd frá Tíbet til S.Þ. Sendinefnd er nú lögð af stað frá stjórninni í Tíbet til New York. Fer hún til Ind- lands. Á hún að styðja kæru stjórnar sinnar vegna innrás ar Kínverja í Tíbet. Engar| fregnir bárust í gær um sókn kínverska hersins i Tíbet. Vilja nú heldur karfa en þorsk Einn af togurum Tryggva Ófeigssonar mun hafa átt að leggja upp afla sinn á Akra- nesi. Var vonast til þess, að afli skipsins yrði karfi og var ætlunin að vinna hann til frystingar og bræðslu á sama hátt og afla Bjarna Ólafs- sonar. En þegar til kemur, reynist afli skipsins vera mjög bland aður. Mikið af þorski og ufsa innan um karfann. En vegna þess að ekki er nægilega mik- ið af karfanum munu at- vinnurekendur ekki geta greitt sama verð fyrir afl- ann og um karfa hefði ein- vörðungu verið að ræða. Ffóð og fjara í strandaða skip- inu á Raufarhöfn Frá fréttaritara Tímam á Raufarhöfn. Norska skipið Einvika, sen strandaði við hafnarmvnni? á Raufarhöfn í fyrrakvöld, ei enn á grunni, og er nú kom- inn svo mikill leki að því, aí í þvi gætir flóðs og fjöru. Skipstjórinn fór út í skip- iö í gær með nokkra menr. sína og tóku þeir eitthvað af dóti sinu. Talið er vonJaust að draga skipið sjálft at grunni eða bjarga þvi, enda er þetta 62 ára kláfur. Síld sú, sem skipið tók i Raufarhöfn var hið síðasta, af sumarsíldinni, sem þar var Reynt verður að bjarga henni úr skipinu og ætti það að vera hægt, ef sæmilega viðr- ar, á þann hátt að taka tunn- urnar í uppskipunarbáta vi? skipshlið. Skipið liggur nokk- uð í vari, vestan megin í haft. armynninu. Þegar skipið lét frá bryggji í fyrradag, stöðvuðust vélar þess á höfninni'en fóru síóar., af stað aftur, en hafnsögu- maðurinn álítur að þær haL unnið illa, og skipið aldrei. fengið nægilega ferð og þess vegna hafi það rekið undan. norðansjóunum í hafnar- mynninu, enda má þarna engu muna. Skipverjar voru 15 og auk: þess einn færeyskur maður farþegi og hafnsögumaður- inn. Voru þeir flestir dregnir í burðarstól upp á malar- kambinn, sem er svo hár þarna, að enginn þeirra blotn aði einu sinni. Vátryggingar- félag skipsins og farmsins er nú að athuga hvað gera skuli. Veður var sæmilegt á Raufar höfn í gærkvöldi en norðaust anátt og nokkur sjór. íililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiniiiiiiiiiiiiiiiiiMiiii I Frarasóknarvist í | Hafnarfirði i Framsóknarfélag Hafn- | I aríjarðar efnir til Fram- | | sóknarvistar í Alþýðuhús- [ = inu við Strandgötu í Hafn- 1 | arfirði í kvöld. Dansað á i I eftir. | Vistin hefst klukkan | i hálf-níu. Aögöngumiðar | | við innganginn. Fjölmenn- i i ið á samkomuna. iiiiiiiiimiiiiMiMiimimtnimiimiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiic

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.