Tíminn - 17.11.1950, Qupperneq 8
„l «LEi\T YFIRLIT“ t DAG:
llenrtf Cabot Lodqe
34. árg.
Reykjavik
„A FÖRMJM VEGV6 I DAG:
Bílflflðasafn Retfhjuríhur
17. nóvember 1950. 257. blað
Fegurðarglíma Ar-
manns i
Nú í kvöld fer fram að
EL£logalandi kappglíma um
liinn stóra og veglega fegurð-
arglímubikar Ármanns, sem
synir Péturs Jónssonar blikk-
ír.iiðs, aðalstofnanda Ár-
manns, gáfu félaginu og fyrst
tot keppt um í sambandi við
€0 ára afmælishátíahöld fé-
Ir.gsins fyrir tæpum tveimur
á:um. Þeir Bjarni og Krist-
í:m Péturssynir, sem gáfú bik
arinn, ákváðu í samráði' við
stjórn Ármanns, að í þessari
£. límukeppni, skyldu ekki bylt
nr einar skera úr um sigur,
heldur tekið tiJlit til, hver
glímir fegurst og er fjölhæf-
astur. Glímt er í einnar og
hálfrar mínútu lotum og gefn
ar einkunnir fyrir. Keppa á
um þennan stóra og veglega
farandgrip í 75 ár, en að þeim
tíma liðnum verður hann
geymdur áletraður á Þjóð-
minjasafni íslands.
11 keppendur.
Keppendur eru að þessu
sinni Steinn Guðmundsson,
Gunnl. Ingason, Sigurður
Hallbjörnsson, Hjörtur Elías-
son, Grétar Sigurðsson, Ing-
ölfur Guðnason, Sveinn Þor-
valdsson, Anton Högnason,
Kristmundur Guðmundsson,
Baldur Kristinsson og Ólafur
H. Óskarsson.
300 drengjum boðið.
Þá hefir Ármann ákveðið
að bjóða 300 drengjum á aldr
inum 11—16 ára að horfa á
þennan kappleik. Er það gert
með það fyrir augum að
glæða áhuga þeirra á þjóð-
aríþróttinni. Verða miðar
þessir afhentir i bókaverzl-
un Lárusar Blöndals frá kl.
12á föstudag, er engum vafa
bundið, að þeir munu renna |
út. Ferðir verða frá Ferða-
skrifstofunni.
Námskeíð fyrir drengi og'
byrjendur í glímu hefst hjá
félaginu mánudaginn 20. nóv. j
Áhugi fyrir íslenzku glím-
unni er nú mjög mikill.
í glugga bókaverzlunar Lár
usar Blöndals gefur að lita
hinn forkunnar fagra glímu-
bikar ásamt myndum af
skjaldarhöfum Ármanns frá
byrjun.
Vilja segja upp
brezka samningnum
Egypska þingið kom saman
i gær. í stefnuskrárræðu
stjórnarinnar var því lýst yf-
ir, að Egyptar mundu segja
upp samningum við Breta frá
1936 um Súesskurðinn og
krefjast þess, að allt brezkt
herlið yrði þegar flutt á brott
og Súdan innlimað í Egypta-
land. —
Shinwell landvarnarráð-
herra Breta ræddi mál þetta
á þingi í gær og sagði, að
gæzla umferðar um Súes-
skurðinn væri ekki brezkt
hagsmunamál, heldur alþjóð
leg skyldukvöð, sem Bretar
leystu af hendi. Annars kvað
hann Bevin mundu gefa yfir-
“lýsingu um málið snemma í
næstu viku.
I índlandi eru lifnaðarhættir fóiksins kallaðir frumstæðir,
en þeir eru cftast mjög hagkvæmir. Á þessum tveim þvotía-
snúrum hefir móðirin búið barni sínu váiggu á þann hátt að
leggja yfir þær teppi. Vaggan heiir auk þess þann mikla
kost, að sá iiíli getur alls ekki dottið út úr henni og hann
unir sér vel í rólunni, þótt hann líti myndatökumanninn
auðsjáanlega dálitið hvössu auga.
B.Æ.R. eflir fjársöfnunina til
byggingar æskulýðshallar
Þingi Bandalags æskulýðsfélaga í Reykjavík er nýlokið og
kvaddi stjórn sambandsins fréttamenn á sinn fund i gær
til að skýra þeim frá störfum B.Æ.R. á liðnu starfsári og
þeim verkefnum, sem næst eru framundan.
Aður hefir verið skýrt lítil-l
lega frá störfum þingsins.
Þar voru meðal annars sam-
þykktar þrjár tillögur í fjár-
öflunarskyni fyrir félagið.
Bandalagið hefir efnt til
happdrættis og er sala miða
skipulögð innan hvers fé-
lags, sem í bandalaginu er.
Þá mun verða haldinn sér-
stakur æskulýðsdagur árlega
og merkjasala og að lokum
var samþykkt að efna á
næsta ári til happdrættis um
bifreið ef leyfi fæst.
Happdrættismiðasalan
stendur nú yfir og verður
dregið á Þorláksmessu. Mið-
arnir eru alls 60 þúsund og
kostar hver tvær krónur.
Vinningar eru þrír rafmagns
eldavél, ísskápur og þvotta-
vél. Er nú heitið á alla fé-
laga í bandalaginu að duga
vel við miðasöluna. Hafa
nokkur félög þegar tekið
miða svo þúsundum skiptir,
og mark bandalagsins er að
sjálfsögðu að selja þá alla og
þoka þar með aðalmáli þess,
byggingu æskulýðshallar,
nokkuð áleiðis.
Bandalagið hefir þegar
fengið útmælda lóð undir
höllina og hefir fyrr verið frá
því skýrt. Teikningu, sem
skautafélagið var áður búið
að láta gera af skautahöll,
hefir bandalagið yfirtekið.Þá
hefir Gísli Halldórsson, arki-
tekt, gert teikningu að gólfi,
sem hægt er að renna yfir
skautagólfið og gera þannig
geysistóran samkomusal úr
sama húsi. Eignir bandalags
ins eru nú um 44 þús. kr.
Stjórn bandalagsins næsta
ár var endurkjörin á þinginu
og skipa hana Ásmundur
Guðmundsson, prófessor, for
maður, Sigurjón Danivals-
son, Stefán Runólfsson, Þor-
steinn Valdemarsson, Kjart-
an Gíslason, Jón Ingimars-
son og Stefán Björnsson.
Mannfall Breta
í Kóreu
Shinwell landvarnarráð-
herra Breta skýrði frá því í
gær í þinginu, að mannfall
Breta í Kóreu frá upphafi
styrjaldarinnar þar væri 51
fallinn, 158 særðir og nokkr-
ir týndir. Hann sagðí, að að-
alherstyrkur sá, sem Bretar
hefðu sent til lands'ns, væri
enn í Suður-Kóreu, en færð-
ist nú óðum norður og nær
vigstöðvunum.
Hann sagði, að brezka
stjórnin mundi halda áfram
stuðningi við S.Þ. í Kóreu og
stuðla af öllum mætti að því
að þar rísi upp frjálst lýð-
ræðisriki.
Drengjakór
stofnaður
Allir þeir, sem kirkju og
kristni unna, gera sér grein
fyrir mikilvægi kirkjutónlist-
arinnar. Á ég þar ekki ein-
göngu við æfða kirkjukóra, er
leiða söng. við messugjörðir,
heldur miklu fremur kóra,
sem eru þess umkomnir að
geta flutt kirkjuleg meistara-
verk.
Það hefir lengi verið áhuga
mál ýmissa manna innan
Frikirkjusafnaðarins í Reykja
vik, að stofnaður yrði drengja
kór, sem gegnt gæti sama
hlutverki og sams konar kór-
ar í öðrum menningarlönd-
um, en hingað til hefir ekki
verið völ sérmenntaðra
manna, sem offrað gætu tíma
til slíks starfs.
Úr þessu hefir ml ræzt, og
ætlar Kristilegt félag ungra
manna fríkirkjusafnaðarins
ásamt nokkrum góðum stuðn
ingsmönnum að gangast fyr-
ir stofnun drengjakórs, sem
verður undir leiðsögu sér-
menntaðs listamanns.
(Framhald á 7. síðu.)
1
y SíSdin á hraðri ferð
upp að Reykjanesi
Misjöfn veiði hjá báíiini*ni í gser. — Átfnðu
sig ckki á liraðri göngn síldarinnar
Svo virðist sem síldin, sem verið hefir í Miðnessjó sé á
hraðri leið upp að landi, og í fyrrinótt sáu sjómenn síld
vaða í stórum torfum rétt út af Sandgerði. Voru síldarvöð-
urnar eins og þær gerast mestar úti fyrir Norðurlandi á
sumrin. Tveimur nóttum áður fengu þeir bátar, sem lögðu
grunnt, enga veiði, en í fyrrinótt urðu þeir af veiðinni, sem
íóru dýpra, á hina fyrri slóðir, en þeir veiddu bezt sem næst
voru landinu. Er síldin á svo hraðri ferð upp að landinu.
Engin síld inn í Faxaflóa.
Samkvæmt viðtali, er blað-
ið átti við sjómenn í gær,
virðast ekki neinar llkur til
þess að síldin sé ennþá kom-
in inn í Faxaflóa.
Afli bátanna í gær var
mjög misjafn. Nokkrir bátar
fengu ágæta veiði, eða tals-
vert á annað hundrað tunn-
ur, en sumir urðu ekki síldar
varir, aðrir fengu 20—30 tn.
Misjöfn veiði.
Til Akraness komu í gær
sjö bátar með síld. Voru þeir
með samtals 610 tunnur.
Mestan afla hafði Ásbjörn,
114 tunnur. Margir Akranes-
bátanna fóru of langt út og
fóru á mis við veiði. Þeir,
sem minnst öfluðu leituðu
ekki hafnar í gær.
Til Keflavíkur komu í gær
um 25 bátar með mjög mis-
jafna veiði. Alls munu hafa
borizt þar á land um 1700
tunnur síldar í gær.
Lambadauði
í Fljótum
Frá fréttaritara Tímans
í Haganesvík.
Á milli tuttugu og þrjátiu
lömb af fjárstofni þeim, sem
kom í Fljótin — Holtshrepp
og Haganeshrepp — í haust
i stað stofnsins þess, sem farg
að var i fyrra, hafa drepizt.
Ekki er vitað, hvað veldur
fjárdauða þessum, en sumir
geta sér þess til, að lömbin,
sem flest komu af útigöngu-
jörðum á Melrakkasléttu og
Vestfjörðum, hafi ekki þolað
túnbeitina í hinum nýju átt-
högum. Aðrir geta þess til, að
þau hafi sleikt í sig kalk í fjár
húsunum og ekki þolað það.
En fjárhús öll í Fljótunum
hcfðu verið kölkuð innan til
sótthreinsunar, áður erx. nýi
fjárstofninn kom.
Peking-stjórnin
neitar þátttöku
í Kóreu-stríðinu
Suðurherinn í Kóreu sótti
talsvert fram fyrripart dags
í gær en þá brá til snjókomu
og stöðvaðist framsóknin. Á
miðvígstöðvunum gerði norð-
urherinn gagnáhlaup og sótti
fram nokkra km. Flestir her-
menn S.Þ. hafa nú fengið sér-
stakan vetrarbúning, er hæfir
_ a
1 FBokksþingið 1
l Flokksþing" Framsóknar- I
I manna hefst að Hótel 1
1 Borg kl. tvö í dag.
I Formaður flokksins, Her i
I mann Jónasson, setur i
I þingið og verða síðan kosn §
| ar ýmsar nefndir, er f jalla |
i um þau mál, er þingið i
i tekur til meðferðar.
I Áríðandi er, að fulltrú- i
i ar, sem sækja ætla flokks- f
i þingið og ekki hafa enn i
= afhent kjörbréf sín komi i
i fyrir hádegi með þau í i
i skrifstofu flokksins í Eddu f
1 húsinu og vitji þar um leið f
i aðgönguskírteinis síns.
IIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII"'lllllllllllllllllllllllllll|.
Stúkan Einingin
65 ára
Stúkan Einingin í Reykja-
vík er 65 ára í dag. Hún er
næstelzta stúkan í Reykja-
vík. Verðandi aðeins hálfu
ári eldri. Eitt af helztu áhuga
málum stúkunnar var frá upp
hafi að reisa hús yfir starf-
.íemi reglunnar og hóf hún
baráttu fyrir því þegar á
fyrsta ári. Einingin hefir átt
ríkan þátt í því að koma á
fót margs konar starfsemi í
bænum, sem of langt yrði
upp að telja, og er starf henn
ar geysimikið. Einingin hefir
haldið alls 3273 fundi og alls
hafa gengið í stúkuna 3890
menn. Aðalmál Einingarinnar
er sem fyrr að koma upp veg
legu templaraheimili í
Reykjavík, Templarahöll-
inni, og vinnur hún að því
ásamt öðrum stúkum í bæn-
um. —
Fyrsti æðstitemplar stúk-
unnar vár Guðlaugur Guð-
mundsson, sýslumaður en nú
verandi æðstiiemplar lienn-
ar er Freymóður Jóhannes-
son, listmálari og 2. æðsti-
templar hennar Ólafur Hjart
ar bókavörður.
Stúkan minnist afmælis
sins með veglegu hófi.
hinu kalda loftslagT í Kóreu.
Stjórnin í Peking hefir sent
S.Þ. mótmælaorðsendingu við
þeirri ákæru MacArthurs, að
kínverskur her berjist í Norð-
ur-Kóreu. Segir í tilkynning-
unni, að stjórnin hafi engan
her sent inn 1 landið, en
hins vegar sé ekki nema eðli-
legt, að sjálfboðaliðar frá
Kína berjist með Norður-
Kóreumönnum.