Tíminn - 09.12.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.12.1950, Blaðsíða 8
34. árg. Reykjavik 9. desember 1950. 27«. blað Lokaðir frá umheimiruim Síitiinn slitinn oj»' veg ir lokaðir Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Mikill hluti Snæfellinga, þar á meðal kauptúnin Ólafs- vik og Sandur hafa verið lok að’r frá umheiminum nú í hálfa aðra viku, þar til síma samband komst aftur á i gær. Óánægja er mikil í Ólafs- vík vegna þess að ekki var látinn fara fram bráðab’rgða viðgerð á símanum, meðan venð var að vinna að fulln- aðarviðgerðinni. Loftskeytastöðin í Reykja- vík neitaði að verða við þeim tilmælum að koma ále'ðis símskeytum frá Ólafsvík og Sandi, sem hægt hefði verið að senda í gegnum talstöð. Fróðárheiði hefir ver'ð með öllu lokuð síðan í of- viðrinu um daginn. Lokast hún í fyrstu snjóum, þar sem vegurinn er óupphlaðinn á stuttum kafla. Er það mikils vert fyrir Ólafsvíkinga að þessari vegaviðgerð verði lok ið, svo að hægt sé að halda opinni leiðinni yfir Fróðár- heiðl mestan hluta vetrar i venjulegu árferði. Féll í stiga og l Orgeltónleikar í Landa- kotskirkju á þriðjudag Ih'. Lrlinncie iniin leika þar á hið iiýja ojí mikla pípuorgel sigild orgelverk eftir ýiusa liöfunda Blaðamönnum var í gær boðið að skoða hið nýja pípu- orgel I Kristskirkju í Landakoti, sem vígt var á ártíð Jóns Arasonar 7. nóv. s. 1. Dr. Urbancic, sem er organleikari kirkj unnar sýndi þeim orgelið og lék nokkur lög á það. llið mikla tónskáld Finna Sibelius varð 85 ára í gær. Sibelius er brosandi á myndinni, og er það talin sjaidgæf sjón, því liann er mikill alvörumaður og ákafur æitjarðarvinur. En skuggi alvörunnar hcfir um langt skeið hvílt yfir framtíð Finnlands. Sibelius er mikill aðdáandi íslendingasagnanna og Eddu kvæðanna. Brezk-amerísku hersveitim- ar brjótast til Hamhung licrskip S. I*. safnast saman í hafuarborg- imii til aö bjarga bersveitunum brott. Brezkar og amerísku hersveitirnar, sem innikróaðar voru við Choshin-stífluna í Norður-Kóreu brutust í gær af miklu liarðfengi áleiðis til sjávar í fannkyngi frosti og hvassviðri os áttu í hörðum bardögum við kínverskan her. Hersveitir þessar, sem í eru 15 þús. manns, héldu suðaust ur frá Kotory og höfðu brot- izt um 15 km. leið þaðn í gær kveldi og voru komnar í ná- munda við bæinn Sangtongni. Áttu þær þá aðeins eftir 10 km. leið til þeirra bandarísku hersveita, sem sótt hafa á móti þeim inn frá hafnarborg inni Hamhung. Það eru sjö kínverskar her deildir, sem þarna reyna að verja liði S. Þ. undankomu- leiðina og hafa staðið harðir og blóðugir bardagar á þess- um slóðum undanfarna daga. Bandarískar hersveitir hafa sótt 15 km. á móti hinum innikrónaða- her og létt hon- um þannig undakomuna. Flugvélar hersins hafa og haldið uppi þrotlausum árás um á kínverska herinn og stutt her S. Þ. þannig. í gær var þó illt flugveður og gat flugherinn ekki hafizt að sem skyldi. | Frumleg röksemd j \ Borgarstjórinn las á | I bæjarstjórnarfundi grein- i | argerð frá forstjóra strætis | i vagnanna, þar sem hann | I lagði til, að fargjöld með I i vögnunum yrðu hækkuð i | úr fimmtíu aurum í sjötíu | | og fimm aura. Meðal ann- | I arra röksemda var það, að | | burðargjald undir einfalt | | bréf væri fimmtíu aurar i } innan bæjar, og gæti ekki I | talizt ósvinna þótt burðar- | I gjald undir heilan mann i i væri sjötíu og fimm aur- | I ar! I Flugferðirnar mikil samgöngubót heið bana Seint í fyrrakvöld varð það slys á Bræðraborgarstig 21 í Reykjavík, er Þorsteinn Ó. Jónsson verkstjóri var að koma heim til sín, að hann féll aftur á bak í brcttum og handriðalausum stiga og beið bana af. Lögreglan var feng:n til þess að fara með hann í sjúkrahús, og var hann ör- endur er þangað kom. Þorsteinn heitinn var 43 ára, kvæntur maður og lætur eftir sig tvö börn. Orgel þetta er hinn mesti gripur, keypt í Danmörku. Dvöldu sérfræðingar verk- smiðjunnar hér í sumar við að setja orgelið upp. Þetta nýja orgel er smíðað sam- kvæmt síðustu reynslu í orgel smíði og hafa orðið miklar framfarir á síðustu árum á þessu sviði. Þetta er ekki raf magnsknúið hljóðfæri heldur í belnu vogstangarsambandi við nóntaborð. Loftstraumn- um um pípurnar er stjórnað með rennilokum sem hreyfð- ' ar éru með loftdgelum. Miklum vandkvæðum var bundið að koma orgelinu fyr- Algert samkomulag um utanríkismálastefnuna Fumli Attlces «jí Trnmans lank í gaerkveldi ViðræiVum þeirra Trumans og Attiee lauk í gærkveldi og var gefin út opinbcr titkynning um viðræðurnar. í henni segir, að algert samkomulag hafi ríkt um utanríkisstefnu Breía og Kandaríkjanna og ekki kæmi til mála að hverfa til undansláttarstefnu við friðspilla í heiminum. í tilkynningunni segir og, að þessi tvö r ki muni standa hlið við hlið í baráttunni 11 verndar friði í heiminum og séu algerlega sammála um allar aðgerðir til tryggingar he'msfriði. Þá segir og um Kóreudeil- una, að Bretar og Bandaríkja mejin séu reiðubúnir til samn ingii í henni um réttláta lausn og tryggingu friðar og lýðræðis í Kóreu. Aðeins um það atr'ði að ve ta Peking- stjórninni fulltrúarétt hjá S. Þ. eru þessi ríki ósammála. Bretar vilja veita réttinn, en (Framhald á 7. siðu.) IVeliru sendir Mao persúnulcgn orösend Íllg'II Fregnir frá Nýju-Dehli herma, að Nehru forsætisráð herra Indlands hafi sent Mao, Tse-tung forsætisráðherra Kina persónulega orðsend-1 ingu varðandi Kóreu-deiluna. I Ekkert er þó vitað um efnij orðsendingarinnar, en búizt j er við að það sé hvatning um1 að kínverski herinn verði ekki sendur suður fyrir 38. breiddarbaug. ir í turni kirkjunnar. Varð að byggja svalir inn í aðalkirkj- una og kostaði mikið fé að setja orgelið niður. Orgelhijómleikar á þriðjudaginn Til þess að gefa bæjarbú- um kost á að heyra hljóm hins nýja hljóðfæris, muri dr. Urbancic efna til orgelhljóm- leika í I.andakotskirkju á þriðjudaginn kemur. Verður þar leikin sígild orgeltónlist eftir yngir og eldri höfunda, og verða viðfangsefnin valin þannig að fjölbreytni radd- anna komi sem skýrast fram. Dr. Urbancic gat þess, að hinn fámenni söfnuður hefði með þrautseigju og þolinmæði safnað til kaupa á þessu dýra og mikla hljóðfæri. Hefði Hannes Árnason, formaður söfnunarnefndarinnar þó lagt þar drýgstan skerf fram og væri það dugnaði hans mest að þakka að orgelið væri nú komið. ! Fuiidur í Félagi | Framsóknar- | kvenna 1 Fimmludagiun 14. des. I heldur Félag Framsóknar- I kvenna í Reykjavík féiags I fund í Aðalstræti 12 kl. | 8,30. Mikilsverð og áríðandi | mál eru á dagskrá og er I því nauðsynlegt að félags- 1 konu fjölmenni á fundinn. | Einnig verður kvikmynda- I sýning. Félagskonur, f jöl- I mennið og takið með ykk- l ur nýja félaga. Skipin safnast í Hamhung. Nú er svo komið, að allar líkur virðast á að hinum inni króaða her ætli að takast að brjóta sér braut til strandar, og safnast herskip S. Þ. nú saman í höfninni í Hamhung og bíða þess að taka á móti hernum og flytja hann brott. Eyð lögð höfn. í gær voru heldur litlir bar dagar á vesturvígstöðvunum og miðvígstöðvunum. Þó urðu nokkur átck þar sem kín- verskur her er að brjótast suður yfir fljótáð Taedong við ósa þess. Suðurherinn yfirgaf borgina Kyomipo, sem er hafnarborg Pyongyang við ósa fljótsins. Eyðilögðu þe'r höfnina að mestu áður en þeir yfirgáfu borgina og urðu þar miklar sprengingar. Fagnað í Kína. í Moskvuútvarpinu var til- kynnt i gær, að Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu væri nú aftur algerlega í hönd- um kínverska hersins og Norð ur-Kóreumanna. Af því til- efni var efnt 11 fjöldafunda í Peking, Shanghai og fle ri stórborgum Kína til að fagna sigrum kínverska hersins. Collins yfirmaður banda- ríska herforingjaráðsins kom heim 11 Washington úr Kóreu förinni i gær. Hann lét svo um mælt, að þrátt fyrir und- anhaldið í Kóreu stæðu von- ir til þess, að her S. Þ. mundi ekki þurfa að líða mikil töp úr því sem komið er á undan- haldi sínu og mannfall hers- ins væri vonum minna, enda hefði undanhaldið verið gert með fullu skipulagi og ör- yggí- Frá fréttaritara Tímans á Hellissandi. Flugferðir eru nú hafnar til Sands að nýju á vegum Flugfélags íslands. Verður haldið uppi vikulegum ferð- um í vetur, en tvær ferðir í viku að sumrinu. Er mikil samgöngubót að þessum flug ferðum. Undanfarið hefir ekki ver- ið hægt að fljúga vegna þess að símasambandslaust hefir verið við Sand vegna bilana sem urðu á símanum í ofviðr inu. Með flugvélunum er flutt all mikið af ýmis konar vör- um, enda eru þetta einu sam göngurnar, sem um er að ræða við Sand að vetrinum. Vegir ófærir lengst af vegna snjóa og sk paferðir mjög stopular. Bunch kominn til Osló Veitir viðtöku friitnr verðlnuniun IXHbels Ralp Bunch, fyrrum sátta- semjari S. Þ. i Palestínu kom til Osló í gær, þar sem hann veitir viðtöku friðarverðlaun um Nobels, er hann hlaut á þessu ári. í gær átti hann tal við blaðamenn. Hann var m. a. spurður að því, hvort hann vildi takast á hendur ferð til Kóreu til að semja þar frið, og kvaðst hann fús til að fara hvert sem væri í þágu friðarins. .Hann var og spurður að því, hvort hana áliti, að notkun kjarnorku- sprengju mundi geta leyst (Framhalá. á 2. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.