Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1950næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 15.12.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.12.1950, Blaðsíða 5
281. blað TÍMINN, föstudaginn 15. des. 1950 5, tmtmi Föstud. 15. des. Þokuheimar feigð- argöngunnar Þess er skammt að minn- ast, að Alþýðuflokkurinn j hafði forsæti í ríkisstjórn á íslandi. Á þeim árum fór dýr- tíð óðum vaxandi, en þjóðar- tekjur gengu saman vegna aflabrests og lækkandi af- urðaverðs. Þess vegna þurfti að leggja á nýja skatta til að mæta auknum útgjöldum ríkisins. Kommúnistar nefndu þess ar nýju álögur þá „Alþýðu- floksskatta“. Stundum nefndu þeir þær líka „jóla- gjöf Alþýðuflokksins“. En hafa þjóðartekjurnar dregist saman og minnkað á þessu ári, sem nú er að enda. Enn hefir dýrtíðin vaxið og laun verið hækkuð. Framlög rikissjóðs til almannatrygg- , inga vaxa líka að krónutali vegna aukins framfærslu- kostnaðar og hækkaðrar vísi tekjum til að mæta nýjum tölu. Enn þarf að hugsa fyrir útgjöldum. Það verður ekki aftur tek- ið, að þjóðartekjurnar þetta ár hafa gengið til rýrnunar. Síldveiðin brást í sumar, fisk verð féll og togararnir lágu aðgerðalausir mánuðum sam an. Á þeim grundvelli, sem þannig er til orðinn, verður að mæta framtíðinnu Það er ekki nema um tvennt að gera, þegar svo stendur á sem nú. Annað hvort er að létta gjöldum af rikissjóði, svo að honum dugi sínir gömlu tekjustofn- ar, eða að afla honum nýrra tekna, svo að hann geti risið undir auknum útgjöldum. Hér hefir sú leiðin verið farin, að láta kaupgjald hækka. Sú lelð verður þó ekki farin án afleiðinga. En það er bara fíflsháttur, að amast við afleiðingunum, þeg ar menn hafa knúið fram orsökina. Það er alltaf lítil mannlegt og lubbalegt. Hefðl atvinnulíf á íslandi gengið sæmilega þetta ár, hefði eki þurft að leggja á neina nýja skatta. Ef til vill hefði mátt komast hjá því, ef togararnir hefðu aldrei verið stöðvaðir. Að minnsta kosti hefðu þeir mátt vera miklu minni. Þetta er stað- reynd, — fræðileg staðreynd, sem hver maður verður að skilja. Á þessum málum verður ekki ráðin nein varanleg bót, sem kalla megi almenna kjarabót, nema með því móti að framleiðslan aukist. Ef dýr tíðarskrúfan snýst áfram og þjóðartekjurnar ganga sam- an getur það ekki farið nema á einn veg, — lífskjör almenn ings þrengjast og versna. Þetta er það meginatriði, sem menn verða að skilja. Nú hefir ríkisstjórnin lagt til að skattar hækki um 3%, svo að mæta megi aukinni gjaldabyrði ríkissjóðs í hækk uðum launagreiðslum og fram lögum til tryggingamála. Al- þýðuflokkurinn lætur sem sér vaxi það mjög í augum. Hitt er þó víst, að ef hans ráðum hefði verið fylgt í atvinnu- málum og fjármálum, hefðu Halldór Kristjánsson: NÝJAR BÆKUR skemmtilegt. En þá má ekki'p! * éii • • gleyma því, að In«a er bæði J)KattíiIIlál Á AlulIlgÍ stórlát og niðurbeygð, þjök- u 1 uð af vanmáttarkennd regna Sígurður Guðmundsson málari. Séra Jón Auðuns sá um útgáfua. Verð: kr. 65.00 ób. Leiftur Þetta er skrautútgáfa í minningu Sigurðar málara. Séra Jón skrifar um hann minningargrein í nokkrum þáttum og auk þess eru birt- ar ljósmyndir af ýmsum verkum hans. Loksins er þá þessum hug- sjónamanni sýndur sá sómi, að út er komin bók um hann. Skírnir hefir að vísu vel og maklega haldið minningu hans á lofti með því að blrta' greinaflokk Lárusar Sigur- ] björnsscaiar um hann. En | höfuðborgin Reykjavlk hefir' fátt gert til að minna á þenn j an glæsilega sjáanda og braut ryðjanda menningar í staðn- um. Hann er nú úr hættu, en hirðið vel hans fræ kvað séra Matthías. Enginn dómur skal á það lagður hvernig þar hafi til tekizt. En ekki er helgi dómkirkj- unnar í Reykjavík minni fyrir það, sem þeir Sigurður Guðmundsson og Jón Árna- son voru þar. Þesssaui. bók verður eflaust vel tekið, því að auk þess, j sem hún er falleg bók og fróðleg, helgast hún af rækt arsemi við hugsjónamanninn, samkvæmt því, sem Stein- grlmur kvað: Og, haltu minning, móðurláð, þess manns i fullu gildd, sem hefði blóði feginn fáð hvern flekk af þínum skildi. Sigurður Guðmundsson elskaði þjóð sína, lifði fyrir hana og gekk svo nærri sér í þeirri þjónustu, að það kost aði hann lífið. En þessu hjarta og þessari fórn fylgdu miklar gáfur og framsýni. Því var hann maður, sem bæði verður dáður og elsk- aður. Öldin okkar. Minnisverð tíðindi ' 1901—1930. Rit- stjórn hefir annast Gils Guðmundsson. Stærð: 302 bls. 18x24 sm. Verð: kr. 115.00 ób. 135.00 innb. For- lagið Iðunn. Þetta rit er sérlega vel fall- ið til skemmtilesturs. Þar eru stuttar frásagnir um merk- ustu atburði sögunnar þetta skeið en auk þess frásagnir af ýmsu, sem umtal hefir vakið, þó að lítil spor hafi markað. Fjöldi mynda fylgir frásögnunum en alltaf er sagt frá samtímis, eins og frétt í blaði, þó að sú dag- blaðsfrétt, sem bókin flytur, sé stuttdum samin upp úr fátæktar sinuar og umkomu- leysis er; hefir óvenlulega rik an metnað Jg J)rá til frelús. löngu máli vikublaðanna.: Hitt er öllum gott umhugs- Jafnan er þó reynt að láta unarefn , hvort það sé yíir- samtímablæ haldast á frá- i leitt líklegt til þroska eða sögninni og sem mest haft j hamingj.u að fnna sig aldrei orðrétt úr samtímaheimild- ! óverðugan þess, sem líf ð veit um. | ir, en þvkjast eiga allt gott Þdir, sem eru teknir að ' skilið og m klu meira en það. reskjast, rifja þarna upp Engin gjöf verður gjöx, nema gamlar minningar, frá því, að atburðirnir voru að ger- asti En auk þess er þarna brugðið upp myndum af þró un þjóðlífsins. Þarna kemur síminn, fyrstu loftskeytin, kvikmyndir, dagblöð, raf- stöðvar, bílar, háskóli, út- varp, flugvélar og svo fram vegis. Ekkert af þessu var hér til þegar öldin hófst. En þarna er líka sagt frá spönsku veikinni, Kötlugos- inu 1918, frostavetrinum, stór brunum, mannsköðum o. s. frv. Og getið er margra merkismanna, sem lifað hafa og látizt á þessu tímabili. Því er þetta bæði fróðleg og skemmtileg bók. Og þarna er hægt að sjá með vissu hvenær hlutirnir gerðust. Auðvitað verða skiptar skoð anir um val í þessa bók, en almennast mun það þó verða, að mönnum finnist of lítið sagt frá. Seinna bindið er væntan- legt á næsta ári. Sóley í Hlíð: Maður og mold. Skáldsaga. Stærð: 341 bls. 13x21 sm. Verð: kr. 40.00 ób. 55.00 innb. Norðri. í ávarpsorðum til lesenda segist höf. hafa skrifað þessa sögu til að fullnægja þeiri álagaþrá, að búa til sögu og skrifa. Um þá þrá þarf ekki að kvarta, ef fólk ræður við hana. Það er hvíld í tilbreyt- ingunni og betra að skrifa litið af tilfinningu og þörf, vel hugsað, en mikið, af því það er orðin atvinna. Maður og mold er falleg saga. Hún er þrungin af lif- andi rómantík sveitalífsins. Sóley þekkir unaðsheim þess. Hér er því lýst óvenju hjart- anlega og rétt hvílík ham- ingjurót og hugsvölun fólki getur orðið að umgangast skepnur. Þetta er ástarsaga, sem fer yfirleitt vel með fólk og er hún sé þegin. Það er engmn remblngur vegna sveitamenningar í þees ari sögu. Þar ríklr hin hlióða, glaða nautn þess, að lifa i sveit an þess að þykjaat e',a Lta niður á aöra. Hér með er ekki sagt. a5 sagan sé ful'komin. Það má fínna að himr.n lengri sam- tölum, þó að oft sé haglega skipað orðum, og sjálfsagt er fleira gallað. En kostirnir eru yfirgnæfandi. Lesandinn fær sarnúð með óllum aðal- persónum, þrátt fyrir van- kanta þeirra og mistök. Þess vegna er bókin heilbrigð um leið og hún er ágætur skemmtilestur. Hitt er óskemmtilegt, að ekki hefir verið lesin próf- örk af þessari sögu, — nema þá sálarlaust. Fólk er karl- kennt og kvenkennt á vixl, hún búinn og haim farin, þýðingarmiklum orðum sleppt úr, svo að lesa þarf í málið og gott ef ekki vantar stundum heila linu. Þetta er bætt upp með aukalínum á tveimur stöðum. En látið ekki góða sögu gjalda þessa. Undirtektir við frumvarp Rannveigar Þorsteinsdóttur, Eins og frá hefir verið skýrt í blaðinu flutti Rannveig Þor steinsdóttir á öndverðu þingi frumvarp þess efnis, að gift kona sem ynni utan heimil- is síns megi draga frá skatt- skyldum tekjum af þeirri vinnu laun þau, sem ráðskonu á heimili hennar væru greidd. í greinargerð frv. er þessi kafli, sem fylgdi einnig frv. sama efnis, sem flutt var í fyrra: „Eins og kunnugt er, hefir það valdið mikilli óánægju og umræðum, að tekjur konu, sem vinnur utan heimils, eru skattlagðar sameg nlega með tekjum manns hennar þann- ig að tekjurnar samanlagðar lenda i miklu hærri skatt- stiga en ef skattlagt væri í tvennu lagi. Hefir þvi verið unnið að þvi af ýmsum aðil- um, sérstaklega samtökum kvenna, að fá komið í gegn þeirri breytingu á skattalög- um, að slíkar tekjur kvenna vegna starfa utan heimilis væru skattlagðar sérstak- lega. Nú hafa frv. í þessa átt verið felld hér á Alþ. og þessi lausn málsins mætt ýmiss konar andstöðu. Er því sér- staklega haldið fram af hálfu skattyfirvaldanna, að ef til þessa ráðs yrði gripið, yrði jafnframt að setja ýmis á- kvæði og gera vissar ráðstaf anir til þess að fyrirbyggja misnotkun í sambandi við slíka sérsköttun hjóna. Þyrfti þetta því meiri undirbúnings við er kostur væri á að svo stöddu og væri heppilegast að geyma ákvörðun varðandi þessa leið, þar til gengið yrði frá því heildarlagafrum- varpi um skattamálin, sem væntanlega verður innan tíð- ar lagt fyrir Alþingi. Enda þótt þeir aðilar, sem hafa beitt sér fyrir málinu, haldi fast við þá lausn þess að afnema samsköttun hjóna, þykir vonlítið á þessu þingi að fá þvi framgengt. Hins vegar veldur núverandi skatt lagningaraðferð svo miklu ranglæti eða auknum álög- um hjá þeim heimilum, sem hún snertir, að ekki verður Ferhendan lifi! í hinu mikla bókafljóði, sem veltur yfir þjóðina, og þó einkum fyrir jólin, er hætt við að gleymist eða sé ekki tekið eftir þeim bókum, sem lítið láta yfir sér og eru ekki auglýstar. Vildi ég vekja athygli á einni slikri bók, sem fyrir nokkru er komin út. Þetta eru: Ferhendur á ferða leiðum, eftir Hallgrím Jón- asson. Hallgrímur ferðast viða um landið á hverju sumri sem fararstjóri hjá Ferðafélagi íslands. Hann er mjög heillaður af náttúru- fegurð landsins, sögu þess og kyngikrafti öræfanna. Á ferðalögunum lætur hanm hjá því komizt að finna ein- bráðabirgðalausn til jafnframt hressileg tilbreyt-, oft fjúka í ferskeytlum. Og, hverja ing frá tízkuskrifum í þeim j er þessi bók hans, sem er efnum. Höfundur sækir meira í skóla lífsins en til hinna lærðu, en við megum segja eins og Árni bLskup Helgason að betra sé eitt lóð af viti en 10 pund af lærdómi. Þess ar myndir etu engu síður sannar. Þessi saga verður mikið !es in og verðskuldar þaö. Að sönnu er taugastrið elskend- anna í það langdregnasta og tvísýnasta til að vera nýju skattarnir þurft að vera margfallt meiri en þetta. Alþfl. segir, að byggja þurfi á reynslu þessa árs. Sú reynsla er á þá leið, að, verð tollur gefur 18 milljónum minna en áætlað var. Fram hjá því gengur Alþfl. án þess að nefna það eða látast sjá það. Sjáandi sér hann ekki. Alþýðuflokkurinn hefir enn sem fyrr tekið þann kostinn að afneita staðreyndum og reyna að þræta fyrir það, sem er. Þannig einangrar hann sig i þokuheimum falskra ímynduna utan við allan veruleika og allan skyn heim hugsandi manna. Þess vegna er vegur hans 1 þess- um þokuheimum blekking- anna helvegur, sem sviptir hann trausti sérhvers hugs- andi manns. Enn einu sinni er Alþýðuflokknum hér með ráðlagt að snúa af þeim vegi og gefa gaum að þjóðhollu samstarfi íslenzkra alþýðu- stétta. Hvaða loftsjónir, sem leiðtogar flokksins þykjast benda leifum liðs sfns á, er það vist, að ganga þeirra er feigðarflan fyrir ætternis- stapa, eins og nú horfir. nokkuð yfir 100 blaðsíður, úr val þeirra. Er þarna fjöldi vel kveðinna og eigulegra visna og væri gaman að birta nokkrar þeirra sem dæmi um réttmæti þessarra orða, en rúmið leyfir það ekki. í ferskeytlunni felst eins og kunnugt er einhver helsta og sérkennilegasta andleg íþrótt íslendinga. En oft eru vinir ferhendanna hræddir um að þessi þjóðaríþrótt liði undir lok. Páll Ólafsson kvað t. d. forðum: Þegar mín er brostin brá og búið er Grím að heygja og Þorsteinn lika fallinn frá ferhendurnar deyja. En það varð ekki þannig. Ennþá „klappa þær yndis- þýtt eins og barn á vanga". Og Hallgrímur hefir nú lagt hér fram nýjan og góð- an skerf ferhenda. Erindi þessarra örfáu lína er, að minna þá á, sem hafa yndi af ferðalögum og vel kveðnum vísum, að veita at- hygli hinu ágæta vísnasafni Hallgríms Jónassonar: Fer- hendur á ferðaleiðum, V. G. úrbóta.“ Fjárhagsnefnd hefir nú þríklofnað um þetta mál. Bernharð Stefánsson og Karl Kristjánsson mæla með frv. og sömuleiðis Kristinn And- résson, sem flytur þó við það breytingartillögu. Þorsteinn Þorsteinsson vill vísa málinu frá með dagskrártillögu, þar sem vænta megi nýrra til- lagna um skattalög á næsta þingi og breyting þessi „virð- ist ekki mjög aðkallandi“. Gísli Jónsson leggur hins veg ar til, að lög um tekjuskatt og eignaskatt falli niður í árslok 1951 og verði enginn tekjuskattur eða eignaskatt- ur greiddur eftir það. Jafn- framt vill hann fela rikis- stjórninni nauðsyniegan und- irbúning vegna þessarar breyt ingar á komandi ári, svo sem að fella niður embætti vegna skattheimtu, endurskoða launalög og tollskrá. Soffía Ingvarsdóttir flutti hins vegar frumvarp um að skattleggja hjón hvort I sínu lagi, — ef konan ynni utan heimilis, og hefir Alþbl. hrós- að þeirri tillögu mjög. ,!

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 281. tölublað (15.12.1950)
https://timarit.is/issue/58485

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

281. tölublað (15.12.1950)

Aðgerðir: