Tíminn - 03.01.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.01.1951, Blaðsíða 1
RtUtiórt: Wirarinn Þórcrintton TritturiMjórit J6n Htlgaton Útgtfandt: TramtóknarjloklevTinn Skrifttofur ( Edduhútin% Fréttasimar: H3C2 og 81303 Afffreiö&lusimi 2323 AUff'ýsingasimi 81309 PrenismiSjan Kdda 35. árgangur. Reykjavík, miðvikudaginn 3. janúar 1951. 1. blað. Góður fiskafli kominn hjá Vestfjarðabátum Beztur aílí út af Siígamlafirði. Vélskip siíí'Ia með fiskinn «í ih’cílauífssuarkad Afli hefir nú mjög verið að glæðast á Vestfjarðamiðum, og hafa bátar frá verstöðvum vestra róiö milli jóla og nýárs og fengið góðan afla- Einkum hafa bátar frá Súgandafirði afláð vel, fengið 12—13 lestir í róori. Jólatré - jóla- trésfkemmíun Næslkomandi föstudag, næst seinasía jóladaginn, í gengst Félag Framsóknar- ^kvenna fyrir jólatrésfagn- iaði barna í Breiðfirðinga- | búð, er byrjar kl. 3,30 e. h. Að kvöldinu gengst sama í félag fyrir skemmtun, cr | hefst klukkan níu. Verða | þar dansaðir gömlu og i nýju dansarnir eftir tón- [ um liinnar einkar vinsælu \ hljómsveitar Björns R. Ein Íarssonar. Nokkrir eiguleg- ir jólabögglar verða boðnir upp i danshléi. t Búast má viö fjölmenni < á þessum jólasamkomum < kvennanna og er því var- |legra að panta aðgöngu- í miða í dag í síma 6066. En < þeir sækist á morgun í ‘ F.dduhúsið. Prá Súgandafirði er um þriggja stunda sigling á mið- in, þar sem bátarnir íá nú beatan afla. Á Súgandafirði er fiskurinn aðallega frystur, en á ísafirði og víðar hafa vélskip tekið fiskinn i ís tii sölu á Bretlandsmarkaði. j , Tveir fara í dag. j Vélskipið Isledingur er nú á leiðinni út með bátafisk til sölu í Bretlandi. og í dag fara , vélskipin ísbjörn og Freydís I af stað út. Er það fiskur sá, j sem aflast hefir vikuna milli jóla og nýárs. Arnarfell tekur saltfisk. Arnarfell var á ísafirði í gær og tók saltfisk. Var meðal ánnars ekið fiski á bifreiðum utan úr Bolungarvík, því að vegurinn þangað er nú fær og eins vestur til Súganda- fjarðar. Veður hafa verið góð þar vestra um hátíðirnar, stillur, bjartviðri en nokkurt frost. Maður hvarf á nýársnótt Á nýársnótt hvarf danskur maður, Svend Aage Nielsen að nafni. aí' dönsku skipi, Marie Toft. er lá hér í Iteykja vikurliöfn. Hann var á skips- íjöl á ramlárskvöld, og urðu skipsfélagar hans siðast varír við hann um tólf-leytið. En á nýársmorgun, er átti að ræsa hann. fannst hann ekki. Ucp úr hádegi i gær lct skip- ið héðan úr hcfn. Þeir, sem einhveriar bend- ingar kynnu að geta gefið um manninn, eða crðið hans var ir á nýársnótt eða siðar eru beðnir að hafa tal af rann- sóknarlögreglunni. Karlakór Reykjavíkur 25 ára: Hefir borið hróður ísienzkr- ar söngmenningar víða um : lönd i tveimur heimsáifum i Kartakcr Reykjavíkur hefir staríað í aldarfjórðung um þessar mundir. Munu margir senda kórnum hlýjar óskir á ; þessum tímamótum með þakklæti í lniga fyrir veittar á- 1 nægjustundir. Kórinn var stofnaður 4. janúar 1926 fyrir forgöngu Sigurðar Þóröarsonar, sem verið hefir söngstjóri lians frá bvrjun. kvöddu Mjólkin um Krísu- víkurleiðina Á gamlársdag stöðvaðist umferð um Hellisheiði vegna snjóa. Daginn áður áttu bíl- ar orðið i miklum erfiðleik- um við að komast yfir fjallið, en litlir bílar fóru þá strax Krisuvíkurleiðina, sem var snjólaus eins og um sumar- dag. Á nýársdag og í gær fóru hins vegar allir flutningar fram Krísuvíkurleiðna. Hefði þess vegar ekki notið við, hefðu Reykvíkingar oröið að vera mikið til mjólkurlausri í dag og í gær. Unnið var að því að ryðja snjóa af veginum á Hellis- heiði í gær og var búizt við að leiðin yrði kannske aftur fær í dag, Rólogra gamlnrskvöld on umlanfarið Þótt veður öll séu válynd í heiminum um þessar mundir, voru gistihúsin í Noregi troðfull um þessar hátíðir. Útlend- ingarnir streymdu inn í landið, þrátt fyrir öll fréttaskeyti frá Kóreu og Lake Success, og nutu jóla og áramóta upp ti! fjalla I Noregi. Ástæðurnar til þess, að | bæjarbúar gættu meira hófs| en oft áður, eru vafalaust' margar. í fyrsta lagi var nokk uð til þess gert að forða því,! að menn söfnuðust mjög sam an í miðbænum, þar sem flest gamlárskvöld hefir kveðið nokkuð að óeirðum nú 1 seinni tíð. Voru í því skyni brenn- ur hafðar á þremur stöðum í úthverfunum. Kom þagnað ailmargt af fólki, einkum börn og unglingar, er sKemmtu sér við að horfa á brennurnar. í þriðja lagi telur lögregian, að ástæða sé tii þess að ætla, | að veruleg hugarfarsbreyting | sé orðin í þessum efnum. Það | hafi ekki verið sami jarðveg- ! ur og áður fyrir óhófleg ærsl | og óspektir, og þótt mjög margir af þeim er á ferð voru úti við um kvöldið og nóttina, hefðu neytt áfengis, voru þeir tiitölulega fáir, er voru miður sís af þeita sökura. Reynt að brjótast yfir Holtavörðuheiði Að undanförnu hefir ekki verið bilfært yfir Holtavörðu heiði. En í dag mun stór bíll með drifi á öllum hjólum reyna að brjótast norður og til Sauðárkróks, ef unnt verð ur. Munu farþegar einkum verða skólafólk, er þarf að komast norður eftir jólafríið. Jólatrésfagnaður F.U.F. í Eyjum Félag ungra Fi-amsóknar- manna í Vestmannaeyjum gekkst fyrir myndarlegum jólatrésfagnaði fyrir börn milli jóla og nýárs. Var skemmtunin haldin í aðalsamkomusalnum í Hótel H. B. Aðsókn að þessum jóla- trésfagnaði var mikil, eða eins og húsrúm frekast leyfði og skemmtu börnin sér hið bezta lengi dags við jólatréð. 4 ai' stofnendunum syngja enn. Þegar kórinn var stofnaður gengu 36 söngelskir menn þegar í liðið. Flestir þeirra hafa nú helzt úr lestinni, en fjórir af kórmönnum nú voru rr.eðal stofnende.nna, auk söngstjórans. Annars hefir kórinn jafnan átt því láni að fagna, að þeir sem á annað borð hafa viljað mikið á sig leggja til að taka þátt i fjör- ugu kórlífi, hafa haldið ör- ugglega hópinn og þannig jafnan verið stór hópur á^ gætra söngmanna að störf- um í Karlakór Reykjavikur undir öruggri forustu söng- stjórans Sigurðar Þórðarson ar. Þrír kórfélaganna hafa starfað og sungið með kórn- um hvíldarlaust öll þessi ár. Eru það þeir Hallgrímur Sig- tryggsson, Lárus Hanson og Sveinn Björnsson, sem jafn- framt hefir verið formaður kórsins, lengur en nokkur j annarr maður, eða talsvert á annan áratug. Meðal annars í öllum utanförum kórsins. Frægastur allra íslenzkra kóra. Karlakór Reykjavíkur hef- ir borið íslenzkri söngmennt (Framhald á 7. siðu.) Heybruná í Eyjafirði Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Á gamlársdag kom upp eld- ur í fjóshlöðu að Kaupangi í Eyjafirði og brunnu þar eða ónýttust um 300 hestar aí töðu og öðru góðu heyi. Hlað- an sjálf brann þó ekki og fjós ið sakaði heldur ekki. Elds- upptök eru ókunn. Heyið var eign bóndans í Kaupangi, Árna Ásbjarnarsonar. Slys á Snorrabraut Það slys varð um sjöleytið í fyrrakvöld, að tíu ára gam- all drengur, Hreinn Jónsson, Óðinsgtu 20B, varð fyrir bíl og lærbrotnaði. Slysið varð á Snorrabraut, móts við Austurbæjarbíó. Bif- reið var á leið suður götuna. Bílar voru á bílastæðinu, og skauzt drengurinn þar á milli tveggja bíla og ætlaði að hlaupa yfir götuna, en varð fyrir bifreiðinni, sem kom að norðan. My»d þessi var tekim af Karlakár Reykjavíknr sMastliAiá tuwar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.