Tíminn - 05.01.1951, Síða 4
4.
TÍMINN, föstudaginn 5. janúar 1951.
Ábyrgð — ábyrgðarleysi
i.
Órjúfanleg samstaða við
frelsi einstaklings og heilda
er ábyrgðin. Ábyrgðin á
sjálfum sér og gjörðum sín-
um. Einstaklingur, sem glat-
ar ábyrgðartilfinningu sinni
getur átt á hættu að verða
meira eða minna leyti að búa
við skert frelsi. Svo er og um
hverja aðra heild, sem vera
skal og þá ekki sízt þjóðfé-
lagið. Frelsi og mannréttindi
eru þau lífsgæði, sem mann-
kynið hefir eytt mestri orku
og baráttu í að höndla. Séu
nú þessir hlutir þess virði
sem búast má við eftir þvi,
hvað barist er fyrir þeim,
hlýtur það að vera fyrsta boð
orð hverrar löggefandi þjóðar
samkomu sem er, að tryggja
það, að þessi lífsgæði verði
ekki af tekin. Svo ég snúi
mér að okkur íslendingum, er
það frumskilyrði fyrir lög-
gjöf Alþingis, að lög þau, sem
það setur, tryggi fyrst og
fremst frelsi þjóðarinnar, og
geri það á þann veg, að eyða
ekki ábyrgðartilfinningu þegn
anna. Glatist hún, er sjálf-
stæði og frelsi þjóðarinnar
hætta búin. Mér virðist sem
á síðari árum hafi slæðst
inn í ýmsa löggjöf frá Alþingi
atriði, sem geta slappað mjög
ábyrgðartilfinningu fólksins
og sérstaklega á þetta við um
framkvæmd ýmsra laga. Svo
kuldalegt, sem það kann að
vera fyrir sjónum sumra, virð
ist þessi þróun byrja með á-
hrifum sósialista á löggjöf
þjóðarinnar. Og fara vaxandi
eftir því, sem þessi áhrif hafa
aukizt. Skulu hér tilgreind
nokkur atriði, sem mér virð-
ast hníga mjög í þá átt, að
sljófga ábyrgðartilfinningu
manna fyrir því að þeir eiga
að standa reikningsskil gerða
sinna.
II.
Fyrst skal þá frægan
telja. Hin svokallaða „ný-
sköpun“, er svo að segja öll
byggð á þeim grundvelli, að
létta ábyrgðinni af þeim, sem
njóta hennar. Ríkið og stofn-
anir þess semja á einu bretti
um smíði fjölda togara og
annarra skipa. Rikissjóður er
látinn kaupa þetta á sama
veg eins og heildvdrzlun
semur um kaup á kaffikönn-
um eða öðrum iðnaðarvörum
við verksmiðjur þær, sem
framleiða þessar vörur. Svo
byrjar hin sérkennilegasta
verzlun með þessa hluti sem
sögur fara af. Skip og bátar
reyndust mjög dýrir og til
þess að tryggja, að ríkið gæti
selt heildsölu byrgðir sinar,
voru samin lög um ábyrgð
ríkissjóðs á lánum handa
þeim, sem vildu kaupa þetta.
Þegar þessu var ráðstafað,
spruttu upp kaupendur í
hundraðatali. Fæstir þeirra
áttu neitt til að borga með.
Nú hafði ríkið riðið á vaðið
og gengið í ábyrgðir, sem
skiftu hundruðum milljóna.
Þá var ekki mikil ástæða fyr-
ir bæina og önnur sveitar-
félög að taka ekki ábyrgð á
lánum fyrir hinn glæsilega
kaupendahóp, sem Alþingi
hafði stappað upp úr jörð-
inni með lögum sínum um tog
ara- og vélbátakaup ríkis-
ins. Til voru þeir bæjarfull-
trúar, sem létu sér um munn
fara, að aldrei þyrfti að borga
þessar stóru fúlgur og um að
gera væri að ná í hlutina.
Tillaga Framsóknarmanna
um að taka meirihlutann af
Eftir Sigurð Vilhjálmsson
erlendu innstæðunum og
leggja á nýbyggingarreikning
með það fyrir augum, að selja
gjaldeyrinn smám saman
þeim, sem vildu, og gátu lagt
fé í endurreisn sjávarútvegs-
ins, var að engu höfð og dæmd
af þeim sem með völdin fóru,
sem afturhaldsvottur. Fyrir
Framsóknarmönnum vakti,
að þeir, sem keyptu ný tæki,
bæru ábyrgðina fyrst og
fremst sjálfir og yrðu sjálf-
stæðir atvinnurekendur.
Það er eitt hið furðuleg-
asta og óskiljanlegasta fyrir-
brigði í íslenzkum stjórnmál-
um, að Sjálfstæðisflokkurinn
þ.e. yfirgnæfandi meirihluti
þess flokks, sem telur sig
flokk einkaframtaks og sjálf-
stæðis borgaranna, skyldi
ganga í fararbroddi fyrir þess
um afkáralegu ráðstöfunum.
Flokkurinn, sem taldi sig ein-
an færan um að fara gætilega
með fjármuni.
Afleiðingarnar af þessari
„nýsköpunarlöggjöf“ hafa
orðið hinar hörmulegustu,
eins og vænta mátti. Á hverju
ári hafa verið saman lög um
að létta ábyrgðinni af þeim
fyrirtækjum og einstakling-
um, sem spruttu upp og ætl-
uðu að verða „landstólpar.“
Við erum vottar að kæruleysi
þessara nýju „landstólpa“ í
meðferð þeirra tækja og fjár-
muna, sem þeir hafa af lít-
illi fyrirhyggju klófest. Og
enn er samið til að létta byrð
ar þessara manna og leggja
þær á hið breiða bak þeirra
manna, sem leitast við að
standa skil skuldbindinga
sinna, og neita sér um ýms
gæði til þess að geta það.
Illu árferði er kennt um og
á það e. t. v. einhvern þátt í
erfiðleikunum.
En þó skeður það merki-
lega fyrirbrigði, að sum þess
ara „nýsköpunarskipa“ skila
sæmilegri raun og þurfa
engrar aðstoðar. Það skyldi
þó aldrei vera, að forustu-
menn þeirra skipa séu gædd-
ir meiri karlmennsku og á-
byrgðartilfinningu samfara
heilbrigðum metnaði en all-
ur þorrinn. Árferði á íslandi
hefir alltaf verið misjafnt
og með þvl verður að reikna.
Það er ekkert vit í því að
halda lengra á þeirri braut,
sem farin hefir verið í því
að krefja ekki þá menn til á-
byrgðar á skuldum sínum, er
lenda hvað eftir annað í van-
skilum, en nota samt stórfé
árlega til persónulegrar eyðslu
á margan veg. Það er á al-
manna vitund, að svo mikið
af gjaldeyri þeim, sem skip-
in selja fyrir á erl. markaði,
er notað til margvíslegra inn
kaupa og eyðslu erlendis.Það
er einnig á almanna vitund,
að eigendur þessara tækj a
eiga ýms „lúxus“-tæki, svo
sem bíla og óþarflega íburð-
armikil húsgögn, sem hinir
skilvísu láta sig ekki dreyma
um að eignast. Þessar óþörfu
eignir fá vanskilamennirnir
að braupsa með, þó að rík-
issjóður sé alltaf að taka á
sig byrðar vegna þeirra.
Fjöldi þessara ,,Bör Börs-
son“ starfa á þennan hátt í
skjóli þess, að mynda hluta-
félög um tækin og til rekstr-
ar þeirra, en draga út úr
rekstrinum í mynd fram-
kvæmdastjóralauna, sem ekki
eru skorin alltaf við nögl, stór
fé árlega. Alþingi verður að
hætta að samþykkja lög um
eftirgjafir skulda vegna van-
hugsaðs atvinnulífs og mis-
heppnaðra útgerðarmanna og
sjómanna. Rétturinn verður
að fá að gilda, annars tapa
fleiri og fleiri sjálfsvirðingu
sinni og öll ábyrgðartilfinning
hverfur. Það eru takmörk fyr
ir því, hvað má bjóða heið-
arlegu fólki upp á.
III.
Lög um almannatrygging-
ar eru að ýmsu leyti mikils-
verð menningarbót. Þó er þvi
ekki að leyna, að þau eru tví-
eggjað sverð, eins og þau eru
hér nú í framkvæmd. Hér
skulu aðeins nefnd tvö dæmi,
sem sérstaklega stuðla að því
að veikja ábyrgðartilfinn-1
ingu þeirra hlutaðeigenda, er,
um er að ræða, auk þess, sem j
það er óeðlilegt og ofbeldis-1
kennt, hvernig framkvæmd
þeirra er hagað.
1. Um langt skeið hafa
verið i gildi lög um slysa-
tryggingar. Upphaflega áttu
hinir tryggðu að greiða helm
inginn af tryggingariðgjaldi
sínu en atvinnurekandi sá,
sem þeir unnu hjá, hinn
helminginn. Síðan var hinn
tryggði undanþeginn greiðslu
skyldunni, en hún lögð á at-
vinnurekendann. Eðlilegast
er, að hver sá, er réttinda nýt-
ur, taki beínan þátt í að upp-
fylla þær skyldur sem rétt-
indunum fylgir. í raun og
veru er það vansæmandi fyrir
hvern sem er, að hljóta rétt-
indi og fríðindi án eigin til-
verknaðar. Öll ákvæði trygg-
ingarlaganna, sem kveða á
um að annar aðili skuli greiða
iðgjald, en sá tryggði, ætti að
hverfa úr þeim. Því aðeins
verða menn sér þess meðvit-
andi, að þeir séu ábyrgir. að
þeim sé gert öllum jafnt undir
höfði og að hver og einn upp-
íylli þær skyldur beint, sem
réttindum hans eru sam-
fara.
2. Eitt er það í framkvæmd
tryggingarlaganna, sem mér
virðist sérlega varhugavert.
Konur, sem eiga börn utan
hjónabands, geta fengið sér
úrskurðað barnsföðurmeðlag,
sem Tryggingarstofnunin svo
greiðir hlutaðeigandi móður,
án þess á nokkurn raunhæf-
an hátt, að kynna sér allar
aðstæður. Meðlag þetta get-
ur svo Tryggingarstofnunin
krafið samstundis hjá fram-
færslusveit föðursins, án þess
að hafa gert minnstu tilraun
til þess að krefja hann sjálf-
an eða fá hann til að grúða
beint með barni sínu. Fram-
færslusveit föðurins er alls
ekki spurð um álit eða henni
gefinn kostur á að tryggja
sig fyrirfram gagnvart hon-
um, fyrr en hún er krafin og
skuldin fallin á hana. Oftast
er það svo að ábyrgðartilfinn
ing þessara feðra er af skorn-
um skammti, og þyrfti því
frekar að glæða hana en
slæva.
Þessi aðferð getur haft ó-
þægilegar afleiðingar fvrir
sVeitarfélögin. Og sérstaklega
óviðfeldið er það fyrir sveit-
arstjórnir að láta þannig ó-
viðkomandi aðila ákveða út-
gjöld sveitarsjóðanna. Híns
vegar geta kærulausir menn
bakað sveitum sínum óátalið
þungar byrðar með fram-
ferði sínu og valdið margs-
konar aukastörfum fyrir illa
launaða forsvarsmenn sveit-
(Framhald á 6. síðu.)
Halldór Kristjánsson svarar
Vilhjálmi Einarssyni á Laugar-
bökkum hér, svo sem Vilhjáim-
ur ætlaðist til. Bréf Halldórs
er svo:
„Það er vel, að Vilhjálmur
Einarsson hefir komið orðum
sínum á framfæri. Mér er ljúft
að tala við hann um skilning
á ljóðum Stephans G. en það
hygg ég þó, að sé grunnfær
skilningur á þeim, að höfundur-
inn hafi miðaö allt við „þetta
jarðlíf“. |
Stephan G. var utankirkju-
maður og taldi sig vantrúar-
mann. Það er ekki nema mann-
legt, þó að andstöðu hans gegn
kirkjukenningum gæti ef til vill
víðar hjá honum en brýn á-
stæða virðist vera til efnislega.
En það breytir þó engu í þessu
sambandi. Hér er ekki verið að
ræða um nein trúarbrögð eða
kreddur, og það hélt ég að væri
þó að minnsta kosti sæmilega
glöggt tekið fram í grein minni
á Þorláksmessu.
Þegar ég taia um „þetta jarð-
líf“, á ég við persónulgt líf ein-
staklingsins hér í heimi en ekki
allt lif á þessum hnetti eða alla
tilveru mannkynsins í þessum
heimi. Þetta sá ég ekki fyrir
að væri beinlínis ástæða til að
taka fram, en ég sé það nú,
eftir að hafa merkt viðbrögð
Vilhjálms. Það skal svo ekki
frekar rætt, en því aðeins bætt
við, að ég mun enn telja mér
frjálst að tala um „þetta jarð-
líf“ í sömu merkingu og fyrr.
Stephan G. vissi, að það væri
metið til „klæks að koma ei
vanans leiðar í kór og bekk, þar
landsdómurinn þingar“ og fyrir
þeim kröfum og ofríki gat hann
aldrei beygt sig. En hann trúði
því, að í lífi manna væru eilíf
verðmæti. Vilhjálmur má vita
það, að enda þótt við myndum
ekki til okkar eftir þetta líf, —
þó að vitundarlífi einstaklings-
ins og persónulegri tilveru hans
væri lokið með þessu jarðlífi,
kynni að halda áfram að vera
til eitthvað, sem með honum
bjó og þroskaðist. Og um þetta
orti Stephan G„ að hann væri
þess fullviss að:
„að í heiminum vari þó enn
hver von mín með ljós sitt og yl,
það lifi, sem bezt var í sálu mín
sjálfs“.
Hann trúði því, að einstakling
urinn byggi yfir eilífum verð-
mætum, sem þróuðust með hon-
um í lífi hans og gætu orðið
meiri eða minni eftir þroska
mannsíns.
Með þessari sömu trú, sagði
hann:
„og glötuðu sálirnar sækja að
mér,
sem sviku það gott í þeim bjó“.
Ég ætla ekki að snúa þessu
upp í neina kenningu um for-
dæmdar sálir, en það er einmitt
vegna þess, að skáldið trúði því,
að hér væri um eilíf verðmæti
að ræða, að því sveið svo sárt
allt sem miður fór að þessu leyti.
Stephan taldi mannslífin eilíf
verðmæti. Fyrir honum hafði
einstaklingurinn gildi, sem ekki
var einskorðað við þetta jarð-
líf. Þess vegna vildi hann að
menn reiknuðu í cldum en ekki
árum.
Einar Benediktsson er al-
mennt talinn trúmaður. Mér hef
ir fundizt, að það væri skammt
bil frá heimspeki hans að lífs-
skoðun Stephans. Einar orti um
listarneistann, sem lifir þó að
hna og litir máist og steinninn
eyðist og bjóst við að hverfa til
upphafs síns, sem bára í hafið,
og trúði því þó, að okkar stutta
og stopula líf stefni á æðri leiö-
ir. Báðir trúðu þeir á perluna
ódauðlegu í hugans hafi, sem
aldrei glatast en varir hversu
sem fer -um þjóðir og lönd.
Stephan G. orti líka um það, að
tilveran væri bundin óþekktum
lögmálum. En þegar ég les grein
mina um jólaboðskap guðspek-
innar yfir, finnst mér hún að
flestu falla við lífsskoðun Step-
hans og er reiðubúinn að tala
um það við Vilhjálm miklu nán-
ar en hér er gert. Þar kemur
víða frani sami skilningur og
Stephan G. leggur svo. oft á-
herzlu á í skáldskap sinum og
bréfum. Ég gat líka um þá,
sem gleyma sér við mannbóta-
störf, eins og Vilhjálmur vitn-
ar til hjá Stephani, svo að mér
kemur það sjónarmið ekkert á
óvart.
Enn vil ég biðja Vilhjálm að
hugieiða, hvort sá, sem kvaddi
son sinn þessari kveðju, hafi
miðað allt við þetta jarðlíf?:
„Af kærleik þínum engu veröur
eytt,
hann er og varir mér í tímans
sjóði.
Þó von um framtíð, um þig
byggð, sé breytt,
ég bý við auð frá samvist þinni,
góði!
Og þegar berst ég út af lífsins
löndum
mun lífið verja hann sínum
geymsluhöndum.
Svo vil ég að lokum minna
á það, að smágrein mín, sú, sem
hér varð tilefni umræðunnar,
batt „lífsskoðun kristindómsins,
— trúna á manninn og framtíð-
ina“ engan veginn við neina á-
kveðna hugmynd um varanlegt
vitundarlíf einstaklingsins. Þar
stendur meira að segja, að hvort
sem menn aðhyllist ódauðleika
einstaklingsins með sama vitund
arlífi eða ekki (þ. e. telji hann
sennilegan, reikni með honum)
sé það þessi trú, sem opni mönn
um undralöndin og hefji allt
okkar líf á æðra stig og gefi
iþví ljóma og líf frá dýrð hins
; eilífa. Ef til vill hefir Vilhjálm-
j ur ekki lesiö svo langt. En hvað
' um það. Þessa trú átti Stephan
' G. og hún kemur víða fram í
kvæðum hans. Hann tapaði
aldrei skilningnum á gildi hins
andlega“.
Ekki Iasta ég það, að menn
slái hér í brýnur um bókmennt-
ir cg iífsspeki okkar ágætustu
höfunda. Það er gott með. Og
Vilhjálmur kemur aftur, ef
honum þykir ástæða til.
Starkaður gamli.
Innieysiö póst-
kröfurnar þegar
Þeir kaupendur sem fengið hafa tilkynningu um
póstkröfu frá blaðinu og eigi hafa leyst út kröfuna
eru alvarlega áminntir um aö gera þfCð nú þegar eða
eigi síðar enn fyrir janúarlok
Innheimta Tímans