Tíminn - 07.01.1951, Side 4
4.
TÍMINN. sunnudaginn 7. janúar 1951.
5. blað
Tómas Guðmundsson
Það var árið 1933, sem
Fagra veröld kom út í fyrsta
sinn. Með þeirri bók vann
Tómas Guðmundsson sér
fastan og varanlegan sess í
fremstu röð íslenzkra ljóð-
skálda.
Við sundin blá, er lítið kver,
sem kom út miklu fyrr (1925)
með fyrstu ljóðum Tómasar.
Þau vöktu ekki verulega at-
Jiygli. Og siðan bar lítið á ljóð
um frá Tómasi. Hann vann
sér ekki þjóðarfrægð og við-
urkenningu með kvæðum,
sem smám saman birtust í
tlöðum og tímaritum. En svo
kom bókin, Fagra veröld. Og
þá sýndi það sig, að Tómas
var fullmótað skáld, sem fór
sínar eigin götur og orti öðru
vísi en aðrir.
Það er ekki sagt, að skáld
séu öðrum betri, þó að þau
skeri sig úr hópnum, en til-
breytingin er þó alltaf vel
þegin. Kvæði Tómasar voru
í bezta lagi fáguð að formi
og áferð. Hann ortí öllu
meira um Reykjavík og reyk-
vísk efni en áður hafði ver-
ið gert og því kölluðu sumir
hann skáld borgarinnar, —
fyrsta borgarskáld fslands.
Og hann lék sér oft að léttri
glettni og gamansemi, græsku
iaust og meinlaust.
Tómas var barn síns tíma.
Hann hafði auga fyrir fegurð
veraldarinnar. Hann gat
brugðið upp myndum af feg-
urð náttúrunnar, fegurð æsk
unnar og fegurð ástarinnar.
En yfir honum hvíldi skuggi
lífsþreytu. Þess vegna gekk
tregi hverfleikans gegnum
allan skáldskap hans. Hann
sá lestina miklu, „kynslóð af
kynslóð og fet fyrir fet. Og
ferðinni er he}tið í dauð-
ann.“
Hann orti um það á ýmsa
vegu að „alls, sem lífið lán-
aði, dauðinn krefst." Og hann
var lengstum með það í huga
hve snemma daprast vorsins
vígða bál, hve vínið dofnar
ört á tímans skál og hve
skamma stundu æskan okk-
ur treindist. Stundum bar
hann þennan trega hnípinn,
stundum klökkur, en stund-
um með æðrulausri glettni
og karlmennsku, sem kveink-
ar sér ekki við náttúrulögmál
unum, eins og þegar hann
segir: !
„Menn eru bara ungir einu
sinni,
og ýmsir harla stutt í þokka-
bót.“
Þannig var það áberandi í
þessari bók, að gleði hins
írjálsa æskulífs væri vegsöm-
uð en í fullri meðvitund þess,
að hún hlyti að vera skamm-
vinn og hverful. Skáldið hafði
ekki neitt að boða í hennar
stað. Hann þekkti ekkert
skjól í vetrarhríð vaxinnar
ævi, enga köllun fullorðnu
fólki. Og hann dró jafn-
vel dár að þvi, að snúa frá
glaumi og svalli til að rækja
lítið hlutverk og fjölskyldu-
líf.
Það voru líðin 10 ár frá því
síðasta bók Tómasar kom út,
þegar Fljótið helga kom
núna fyrir jólin. Segja má,
að með þeirri bók sé fullkomn
uð sú þróun, sem gætti nokk-
uð í Stjörnum vorsins. Þar
með er engu spáð um framtíð
ina, en lífsskoðun skáldsins og
hugsun hefir til þessa hald-
ið áfram að þróast í sömu
átt.
Þó að blærinn og formið sé
enn hið sama á Ijóðum Tóm-
asar, er efni þeirra allt ann-
að en í bókinni frá 1933. Nú
er það ekki lífsþreyttur ungl-
ingur, sem tregar hverfult
gjálífi æskunnar. Hér fer
vaxinn maður, sem þekkir
kjarna lífsins og kennir til
í stormum sinna tíða.
Kvæðið heimsókn, lýsir að
nokkru andlegri reynslu eða
vakningu skáldsins. Það byrj-
ar svo:
„Frá gullnu víni, ljúfum
perluleik
við ljóð og draum, frá rós
sem angar bleik
því hrekkur upp með andfæl-
um og hlustar."
Það er ónotalegt að vakna,
þar sem
„við augum þínum blasir kalt
og grátt,
þitt land, þín veröld, séð í
fyrsta sinni.“
Þá var annað áður er
„vaktir þú og last við stjörnu-
hrap
þín dægurblóm og gekkst því
villur vegar
um draum til draums.“
En skáidið vaknar til á-
byrgðar og sér að
„meðan til er böl, sem bætt
þú gazt,
og barizt var á meðan hjá
þú sazt,
er ólán heimsins einnig þér
að kenna.
Því hér er lif, sem þú berð
ábyrgð á.“
Þetta er l stuttu máli sú
breyting, sem orðið hefir á
skáldskap Tómasar Guð-
mundssonar.
Hér verður ekki tekið und-
ir það, sem ógætilegast hefir
verið sagt þessari bók til lofs.
Þó að hún eigi tvímælalaust
hefðarsæti meðal íslenzkra
Ijóða, er það ofmælt, að hvert
kvæði hennar skeri sig úr og
taki langt fram öllu því, sem
samtíðarmenn yrkja. Aðrir
hafa ort og yrkja öðru hvoru
kvæðí, sem eru sambærileg
við þessi ljóð að minu viti.
En þessi bók er engu verri
fyrir því.
Mörg kvæðin í Flfótinu
helga, eru tækifæriskvæði,
rímaðar tækifærisræður. Sum
ir kreddupokar hafa ógeð á
því að slík ljóð séu birt i bók-
um, og vilöu þá sennilega ekki
hafa tækifæriskvæði eins og
Ó, guð vors lands, Hvað er
svo glatt og Þá hugsjónir fæð
ast í bókum höfunda sinna,
að ekki sé talað um erfiljóð,
þó að sum beztu kvæði Bjarna
Thorarensens, Jónasar Hall-
grímssonar og Matthíasar séu
af því tagi. Á þetta er minnst
til að andmæla kreddunum.
Og bók Tómasar er enn mót-
mæli gegn þessum kreddum
og þeim bókmenntalegu poka
prestum, sem að þeim standa.
Vitanlega eru þessi tæki-
|færiskvæði Tómasar misjafn-
lega góð. Sum eru ekki nema
fallegar hugvekjur en önnur
eru skáldskaparperlur. En
öll eru þau mjög vel læsileg,
þvi að Tómas hefir enn vald
á mjúku formi og léttleika í
hugsun. Hann getur verið
bæði mildur og hlýr og mein
lega napur í glettinni gaman-
semi.
Hér skal nú minnast tveggja
kvæða úr þessari síðustu bók
því að þau bæði saman sýna
hvað Tómas getur. Annað er
um Jónas Hallgrímsson. Það
er sennilega tækifæriskvæði,
en hefir Jónasi og þar með
vissri hlið á gildi alls skáld-
skapar verið minnst betur
en þarna?:
„Við komum enn í kvöld á
fund þinn, Jónas,
því nú er sumarsólin komin
heim
um langan veg og það er sól-
in þín.
Brosfögur sól, er gengur
glöðu skini
um bláan veg að gleðja grös-
in smá.
Svo hefir vorið leitað okkur
uppi
í Ijóðum þínum alla daga og
ár,
því hjarta okkar settist ungt
i þar að
og fann sér þar þá ættjörð,
| sem við unnum
heitast í dag og ávallt. Síðan
er
hver brekkusóley bernsku-
systir okkar
og leikbróðir hver lítill foss
i gili.
Þú tengdir okkur móðurmold
og sól
og gerðir okkur skyggn á ör-
lög okkar.
Og veiztu, að enginn ungur
maður bar
söknuð og ást i hjartahrein-
um barmi
síðan þú fórst, að ætti hann
sér ei
dálitla stjörnu, er skín á bak
>við ský.“
Ég átta mig að sönnu ekki
alls kostar á tímaákvörðun-
inni „heitast í dag og ávallt.“
En hér er óvenjulega • vel
brugðið upp mynd af þýðingu
skáldanna og sýnt hvernig
Jónas Hallgrímsson hefir
auðgað daglegt líf þjóðar
sinnar með þvi að opna henni
nýja fegurð, sem hún er
skyggn á síðan.
j Hitt kvæðið er Að Áshild-
'armýri. Það er snilldarljóð,
(svo gott, að einungis fáum
Hér hefir mér borizt bréf frá
Ragnari Ásgeirssyni í tilefni j
þess, sem til hans var vitnað
um daginn og er bréf hans á
þessa leið:
„Ég sé að í „baðstofuhjali"
Timans 4. ja.n. er minnzt á mig
í sambandi við vísur eftir hr.
Lárus Sigurjónsson, um maríu-
erluna, sem ég á sínum tíma
eignaði Páli Ólafssyni, sam-
kvæmt fullyrðingu manns á
Austurlandi um að þær væru
eftir hann. Erindi mitt birtist
í síðasta hefti tímaritsins
„Jörð“.
Fróð kona, frú Þorbjörg Páls-
dóttir á Gilsá í Breiðdal, benti
mér á að vísurnar væru ekki
eftir Pál, heldur kveðnar af hr.
L. S. og samkvæmt því skrifaði
ég strax leiðréttingu á þessu, er
koma skyldi í næsta hefti Jarðar
— en síðan hefir það tímarit
ekki komið út, og leiðréttingin
því ekki birzt. En Lárus Sigur-
jónsson bað ég engrar afsökun-
ar á þessari villu, mér fannst
það honum til sóma að þessar
þrjár vísur hans skyldu vera
eignaðar einum mesta snillingi
þjóðarinnar, gamla Páli. Læt ég
svo útrætt um þetta mál“.
Skeggi nefriist sá, sem á
næsta pistil:
„Bæjarpóstur Þjóðviljans birti
nýlega hugleiðingu eftir Brúsa
eða úr brúsa. Þar er því haldið
fram, að hnappa hafi alltaf
mátt búa til á íslandi frá því
á dögum Ingólfs þar til nú, en
nú sé fyrir það tekið, og er þetta
talið dæmi um vonda stjórnar-
hætti. Ekki hefir bæjarpóstur
sjálfur neitt við þctta að athuga.
Nú vil ég spyrja þá Brúsa og
bæjarpóstinn hvaða efni í
hnappa menn hafi haft fyrr á
öldum en ekki nú? Ég hef vitað
hnappa búna til úr bandi og
tölur tálgaðar og renndar úr
horni og beini, hnappa gerða úr
tré og látúni. Engan mann hef
ég hitt síðustu misserin, sem
hafi barmað sér yfir því, að
hann vantaði efni í hnappa, og
hef ég þó heyrt menn kvarta
um sitt af hverju. Brúsi veit
betur.
En svo var það annað. Hvar
er getið um hnappa í fornum
sögum íslenzkum? Ætli það hafi
ekki verið fremur lítið um
hnappa í Norðurálfunni á dög-
um Ingólfs, því að ég tek þetta
svo, að átt sé við Ingólf Amar-
son en ekki Ingólf Kristjánsson
frá Hausthúsum? Ég man ekkl
eftir því, að talað sé um neina
hnappa í fornsögunum nema
þjóhnappa, en við þá mun Brúsi
tæplega eiga. Svo hef ég ein-
hvern tíma heyrt það, að tölur
og hnappar hafi ekki tíðkast í
Norðurálfunni fyrr en eftir
krossferðir og því finnst mér
ólíklgt, að hnappatizkan hafi
borizt til íslands meðan Ingólf-
ur Arnarson lifði. Hitt er nátt-
úrlega óhrakið fyrir því, að
menn hefðu getað smíðað
hnappa á þeirri tíð, eins og
Brúsi segir, en það hefir líka á
öllum öldum íslandsbyggða ver
ið gnægð.fallvatna til virkjun-
ar, jarðhiti mikill til upphitunar
og köfnunarefni í lofti til áburð-
arvinnslu. Þó kveikti Ingólfur
Arnarson ekkert rafljós, hafði
enga hitaveitu í bæ sinn, og
notaði aldrei innlendan gervi-
áburð. Ilann og samtíðarmenn
hans kunnu ekki neitt af þessu
fremur en að nota tölur og
hnappa, prjóna sér vettling
eða rækta jarðepli“.
Það er víst áreiðanlega rétt
hjá Skeggja, að hvorki prjónar
né tölur hafa tíðkast á Islandi
á söguöld. Annars sé ég enga
ástæðu til að fjölýrða um bréf
hans.
Starkaður gamli
góðskáldum auðnast að yrkja
| slíkt. Betur hefir naumast
j verið ort um alþýðumennina,
(sem föru héðan nafnlausir
jhjá en fátækar kynslóðir
jþurftu samt á að halda, sem
áttu sér fábreyttar þakkir og
gleymsku vísa en unnu ætt-
jörð sinni af barnslegri tryggð
Tómas skilur dæmi og giidi
slíkra manna og þess vegna
mun íslenzk alþýða meta Ijóð
hans og elska, því að hann er
hennar skáld, svo lengi, sem
hún ber gæfu til að elska
land sitt og sýna ást sína í
verki.
Það er svo mikið í þessu
kvæði, að skrifa mætti rit-
gerð um hverja vísu, og væru
ýmsar hendingar þess glæsi-
leg stílsefni í unglingaskól-
um. Það er full ástæða til að
leggja ungu fólki á hjarta
annað eins og þetta:
„En það er vor hugsjón, sem
heiminum lifir ein
(Framhald á 6. síðu.)
J ÓLATRÉSSKEMMTUN
Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík
verður í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 11. jan. kl.
4 e. h. Um kvöldið verður haldinn almennur dansleik-
ur. Aðgöngumiðar seldir í verzl. Brynju, Júlíusi Björns
syni Austurstræti og í skrifstofu Trésmiðafélagsins
Kirkjuhvoli.
Skemmtinefndin
< >
(>
i»
(>
(>
o
o
(>
(>
o
(>
TILKYNNING
til
skuldugra kaupenda
Enn eru |»cir kaupcndur scm cigi
hafa grcitt hlaðgjald ársins 1950
mjög alvarlcga áminntir um að
Ijúka greiðslu þess fyrir jan.lok.
Scndið g'rciðslu um hæl cða imi-
lcysið póstkröfnrnar scm hafa ver
ið scudar ykkur.
Innheimta TÍMANS
■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*o»»»m»»»óö»»»»ö»ö»»m»»»»»»»»«»»»m«»»»»ow»*»ö»M»»ooé4éM*<
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS