Tíminn - 07.01.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.01.1951, Blaðsíða 5
5. blað. TÍMINN. sunnuðaginn 7. janúar 1951. r ttmm Sunnud. 7. jjan. ERLENT YFIRLIT Erfiðleikar báta- útvegsins Alþingi kemur saman til fundar á ný á morgun. Helzta verkefnið, sem fyrir því liggur, er að tryggja áfram- haldandi rekstur bátaútvegs- ins. Þótt gengislækkunin hafi mjög stutt að því að tryggja rekstur bátaútvegsins, eins og sjá má á því, að ella hefði fiskverðið nú veriö 40—45 aurar, þarf þó meira tií, ef bátaútgerðin á að vera arð- vænleg. Veldur þessu m.a., að verðlag sjávarafurða hefir heldur lækkað, en verðlag að- keyptra vara hækkað að sama skapi. Afkomu bátaútvegsins var og svo illa komið, þegar í gengislækkunina var ráðist, að gengislækkunin, sem ákveð in var, var tæplega nægi-' leg, ef hún átti að rétta hlut hans til fulls. Ýmsir hagfræð íngar, eins og t.d. Klemens Tryggvason hagstofustjóri, leiddu glögg rök að því um það leyti, sem gengislækkun- arlögin voru samþykkt, að gengislækkunin myndi þurfa að verða enn stórfelldari, ef hún ætti að koma útgerðinni á rekstrarhæfan grundvöll. Þrátt fyrir það, þótt geng- islækkunin reynist nú ónóg til að tryggja hlut bátaút- vegsins til fulls, hefir hún samt komið honum að miklu gagni. Hún kom í veg fyrir stöðvun hans á s.l. ári og hún gerir það að verkum, að nú þarf að gera miklu minni við- bótarráðstafanir en ella. Hér skal ekki rætt um þær ráðstafanir, sem ríkisstjórn og Alþingi munu hafa í huga að gera bátaútveginum til stuðnings, enda munu tillög- ur um það vart fullmótaðar enn. Betra tækifæri gefst því til að ræða þær, þegar þær liggja fyrir. Að þessu sinni verður aðeins bent á nokkur grundvallaratriði, er umrædd ar ráðstafanir verða að byggj ast á. Fyrsta atriðið er það, að stuðningur sá, sem útvegin- um verður veittur, komi raun- verulega þeim að notum, er eiga áð njóta hans, þ. e. báta- útvegsmönnum og sjómönn- um. Reyndin hefir viljað vera sú, að ýmsir milliliðir (verzl- anir, frystihús, smiðjur o.fl.) færu helst til langt ofan í vasa þessara aðila og tækju til sín meginhluta þeirra upp bóta, sem þeir hafa átt að fá. Annað atriðið er það, að útgerðin og fyrirtækin, sem er starfrækt í sambandi við hana (frystihús o. fl.), leggi aukna áherzlu á hverskonar sparnað í rekstri sínum. Það er ekki með góðu móti hægt að heimta aukin framlög til útgerðarinnar, ef þessi fram- lög fara svo að verulegu leyti aftur í súginn vegna óhag- kvæms reksturs. Af athug- unum og skýrslum, sem gerð- ar hafa verið á síðasta ári, er það Ijóst, að rekstur margra frystihúsa er mjög óhag- kvæmur. Vafalaust á þetta líka við um bátaútveginn. — Forseti íslands viðhafði um- mæli í nýársræðu sinni, er Alþingi og ríkisstjórn mega gjarnan hafa í huga. Þessi ummæii voru á þá leið, að einn útgerðarmaður græddi á út- Brottfluttningar frá Bretlandi Margir vilja hcldiir gcrast bændiir í fjar- lægri hcimsálfu, cn að vcra þjúuar ann- arra allt sitt llf Eftir styrjöldina hefir margt manna flutt burtu frá Englandi og sezt að í öörum löndum, eink um þó samveldislöndunum. Þetta hefir verið mörgum brezk um félagsfræðingum og stjórn- málamönnum íhugunarefni, þar sem atvinna hefir aldrei verið meiri og jafnari í Bretlandi en síðan styrjöldinni lauk, og kjör verkamanna líka betri en áður var. Þó eru það ekki sízt verka- menn, er flytja burtu. Yfirleitt er ekki talið, að hér sé neinni ævintýralöngun til að dreifa, eins og oft var áður, eða að ótti við styrjöld eigi sinn þátt í þessu. Enn hafa þessir fólksflutn- ingar ekki orðið svo miklir, að stjórnarvöldin hafi talið ástæðu til að taka í taumana. Margir hagfræðingar halda því líka fram, að Bretland geti ekki sæmilega framfleytt öllu fleira fólki en þar býr nú, og frá því sjónarmiði sé ekkert við brott- flutningana að athuga. Á það er og bent, að það styrki brezku áhrifin í samveldislöndunum, að brezkir þegnar flytja þang- að. Þrátt fyrir þetta, eru brott- flutningarnir íhugunarefni fé- lagsfræðinga, því að þeir vilja finna orsakir þess, hvers vegna fólkið leitar í burtu. f grein, sem birtist í danska blaðinu „Infor- mation“ í haust og var eftir fréttaritara þess í London, var þetta mál nokkuð rætt og verður efni hennar rakið í höfuðdrátt- um hér á eftir: Vaxandi útflytjendastraumur Enskir félagsfræðingar glíma nú mjög við þá spurningu hvers vegna brezkir verkamenn flykkj ast úr landi í sívaxandi mæli meðan verkamannastjórn fer með völd i Bretlandi og vinnur að því að framkvæma stefnu sósíalismans í landinu, en það ætti að gera lífskjör verkalýðs- ins betri. En hagfræðilegar stað reyndir í málinu eru á þessa leið: Árið 1949 fóru rúmlega 200 þúsund manns úr landi til að setjast að i samveldislöndunum. Þar af fóru rösklega 80 þúsund- ir til Ástralíu, en Ástralíumenn þykjast vera of fáir og gera sér mikið far um að fá menn til að flytja til landsins, enda eru far- gjöld lægri frá Englandi til Ástralíu en annarra samveldis- landa. Árið 1950 fluttust liðlega 63 þúsund manns frá Englandi til Ástralíu. Það er lægri tala en árið áður vegna þess, að skipt var um reglur fyrir land- vistarleyfum og Ástralíumenn skiptu um ríkisstjórn. Allt bend- ir þó til þess, að á þessu ári verði útflytjendahópurinn til ' Ástralíu meiri en nokkru sinni fyrr og stjórnarvöld Ástralíu gera ráð fyrir sívaxandi inn- flytjendafjölda frá Englandi með hverju komandi ári um | alllangt skeið. Meirililuti útflytjenda fer upp á eigin spýtur. j Hvers vegna tekur allt þetta fólk sig upp til þess að setjast að í þessu fjarlæga landi, því að fjarlægt er það jafnvel fyrir Englendinga? Árið 1950 fengu langflestir útflytjendanna styrk frá ríkissjóði Ástraliu. Sérhver brezkur ríkisborgari getur hve- nær, sem honum sýnist keypt sér farmiða til Ástralíu, tekið föggur sínar saman og farið með allar eigur sínar til nýja lands- ins. Þegar innflytjandinn er kominn til Ástralíu, verður hann að sjá sér sjálfum fyrir atvinnu, og það er engum vand- kvæðum bundið. En hann verð- ur lika að útvega sér húsaskjól og það getur orðið torsótt. Ástralskur ríkisfarmiði frá enskri höfn til Sidney kostar 10 pund fyrir fullorðna og 5 pund fyrir unglinga 14 til 18 ára, en börn þurfa ekkert far- gjald að borga. Það eru í rauninni iðnlærðir verkamenn, sem fá miklu mest af þessum ríkisfarmiðum. En það eru lika margar enskar skrif stofustúlkur og hjúkrunarkon- ur, sem fara úr landi. Af þeim, sem fluttust út árin 1945—1948, voru það ekki nema 40%, sem fengu ríkisfarmiða, en meðal þeirra, sem borguðu ferðakostnað sinn sjálfir, var mikill fjöldi verkamanna, sem notuðu allt sparifé sitt í far- gjaldið, svo að þeir þyrftu ekki að bíða eftir því, að komast tii fyrirheitna landsins. Hver er orsök brottfaranna? Merwin Jones heitir áhuga- maður um félagsfræðileg efni, sem kunnur er af skrifum sín- um í Bretlandi. Hann hefir ný- lega skrifað rækilega grein um þessi efni í hið frjálslynda blað „New Statesman and Nation". Þar reynir hann að finna ástæð ur fyrir þessum útflutningi. Hann heldur því fram, að þeir séu fáir, sem fari til þess, að dvelja nokkur ár í Ástralíu og koma síðan heim aftur. Það séu heldur ekki margir, sem fari af gerð sinni, þótt annar tapaði, enda þótt aflamagn beggja væri hið sama. Þetta stafar einfaldlega af því, að sfr fyrr nefndi hefir haft hagkvæm- ari rekstur. Það er áreiðan- lega ekki síður þörf á því, að útgerðarmenn fái leið- beiningu um rekstur sinn, þar sem stuðst er við reynslu hag- sýnustu útgerðarmannanna, en að gefa út handbók fyrir bændur. Þriðja atriðið er svo það, að brýnt sé til hins ýtrasta fyrir öllum þeim, sem að út- gerðinni vinna á einn eða annan veg, að kappkosta sem mesta vöruvöndun. Ef vöruvöndunin bregst, koma engar gengislækkanir, upp- bætur eða styrkir aö gagni fyrir útgerðina. Hún verður þá eilífur hallarekstur. Það er víst, að almenning- ur mun áreiðanlega sætta sig betur við auknar byrðar til viðreisnar útgerðinni, ef kapp kostað verður að fullnægja framangreindum skilyrðum. Þeim mun meiri áherzla, sem á það verður lögð, að full- nægja þessum skilyfðum, þeim mun betur munu menn taka þeim ráðstöfunum, sem gerðar verða útgerðinni til stuðnings. Slikar ráðstafanir eru að sönnu þjóðarnauðsyn, því að starfi útgerðin ekki, fellur flestur annar atvinnu- rekstur í rúst. Til þess hins- vegar að slíkar ráðstafanir mæti nægilegum skilningi og samúð, þarf útgerðin að sýna, að hún gæti hagsýni og hófs í rekstri sínum, og valdhafarn ir verða að tryggjn það, að aðstoð við útgerðina komi Taunverulega sjómönnum og bátaútvegsmönnum að gagni, en auki ekki gróða millilið- anna. Þessum sj ónarmiðum mega valdamenn þjóðarinn- ar ekki gleyma, er þingið tek- ur enn einu sinni að fjalla um vandamál útvegsins. ATTLEE ævintýraþrá eða aí þvi að þeir fella sig ekki við venjulegar borg aralegar lífsvenjur eftir styrj- öldina. Merwin heldur, aö lang oftast flytji fólk til Ástralíu vegna þess, að það vilji fara frá Englandi. Og þá er ástæða til að spyrja hvers vegna meira en hundrað þúsund manns vildu yfirgefa land sitt árið 1950, þó að þar væri nóg atvinna, félags legt öryggi og aðstoð eins og bezt þekkist og endurreisnin eftir, stríðið er komin mjög vel á veg. Þetta viðfangsefni verður því merkilegra, þar sem enginn nefnir ótta við kjarnorkustríð,1 sem ástæðu þess að hann flytur úr landi og meginhluti útflytj- endanna er auk þess jafnaðar- menn. Og þeir flytja nú til lands, þar sem íhaldsmenn eru við völd. Launin eru að vísu hærri fyrir flesta iðnlærða starfsmenn í Ástraliu en Englandi, en það er líka dýrara að lifa í Ástralíu að sama skapi. Mönnum leiðast tiibreytingarlaus störf. Merwyn Jones er kominn að þeirri niðiírstöðu, að einmitt fasta atvinnan i Englandi sé orsök þess, hve margir flytja úr landi. Föstu atvinnunni fylg- ir það, að tækifærin til að skipta um starf eru fá. Þaöjer (Framhald á 6. síðu.) Raddir nábúanna í forustugrein Mbl. í gær er rætt um gengislækkunina. Þár segir m. a.: „Hitt þykir ástæða til að vekja athygli á, að ýmsar þær afleiðingar af gengislækkun- inni, sem koma illa við menn, eru sízt þeim að kenna, er stóðu að setningu laganna um gengisfellinguna. Þetta stafar einfaldlega af því, að löggjöf- in var prðin óumflýjanleg nauðsyn, annars vegar viður- kenning á þeirri lækkun krón- unnar, sem átt hafði sér stað og var fram komin, og hins vegar ráðstöfun til þess að koma í veg fyrir algera stöðv- un atvinnulífsins og ríkisgjald þrot í framhaldi af því. Hvernig halda menn, að það hefði tekizt að leysa togara- verkfallið, ef gengi krónunnar hefði verið óbreytt, fengist 26 krónur fyrir pundið, eins og áður var, í staðinn fyrir 46 krónur nú. Karfaveiðarnar, sem stundaðar voru á s. 1. ári, og gáfu þjóðinni milljónatugi í gjaldeyristekjur, sjómönnum og landverkafólki gífurlega at- vinnu, hefðu aldrei komið til sögunnar með hinu gamla gengi krónunnar. Sama er að segja um síldarsöltunina hér við Faxaflóa á s. 1. hausti, og mætti halda svo lengi áfram. Ef einhverja er að saka um gengisfellinguna, þá bera þeir ábyrgðina fyrst og fremst, sem mesta sök eiga á vaxandi dýr- tíð undanfarinna ára, vaxandi verðbólgu á öllum sviöum, sem að sjálfsögðu gerði kaupmátt krónunnar stöðugt minni". Þetta er allt rétt hjá Mbl., en hins vegar víkur blaðið nokkuð mikið af vegi sann- leikans, þegar það telur Sjálf stæðisflokkinn ekki eiga þátt i þeim orsökum, er gerðu geng islækkunina óumfiýjanlega. Enska knattspyrnan Veöur var mjög óhagstætt, þegar 26. umferð fór fram og varð að fresta 17 kappleikj- um, þar af 5 í 1. deild, en hinir [ 6 leikirnir í 1. deild fóru ; þannig: j Derby — Stoke 1:1 ; Fullham — Sunderland 1:1 IjMiddlesbro — Burnley 3:3 ; Wednesday — Arsenal 0:2 i Tottenham — Charlton 1:0 , West Brom. — Everton 0:1 Tottenham er nú í efsta sæti með jafn mörg stig og Middlesbro, en ívið betri markatölu 1,8 á móti 1,79 hjá Middlesbro. Arsenal tókst nú loks að vinna leik og sýndi liðið mikla yfirburði yfir Shef field W. Sunderland og Ever- ton hafa staðið sig mjög vel að undanförnu (hlotið 7 stig í 4 leikjum) og eru nú komin af hættusvæðinu. í 2. deild var 4 leikjum frest að, en úrslit annara leikja urðu þessi: Birmingham—Notts County 1:4 Brentford — West Ham 1:1 Cardiff — Preston 0:2 Coventry — Bury 5:2 Southamton — Luton 1:1 Keppnin er mjög skemmti- leg í 2. deild og úrslit óviss. Coventry og Preston eru enn í efstu sætunum og miðfram- herjinn hjá Coventry, Chis- holm, hefir sýnt mjög góða leiki að undanförnu. Þá hefic liðið keypt nýjan bakvcrð, Springthorpe, frá Wolves. Car diff tapaði nú í fyrsta skipti heima, en er samt í 6. sætl Keppnin er mjög hörð í 3. deild og kapphlaupið um að komast upp er byrjað fyrir al- vöru. í syðri deildinni er Nott ingham Forrest efst með betri markatölu en Norwich, sem hefir leikið 21 leik án taps. í nyrðri deildinni er Rotherham efst, en það er lið- ið, sem undanfarin þrjú ár hefir staðið mjög nærri því, að komast upp i 2. deild og ef til viil rætist draumur þeirra nú. Staðan er nú þannig í 1. og 2. deild: 1. deild: Tottenham 25 15 6 4 56-30 36 Middlesbro 25 14 8 3 61-34 36 Arsenal 26 14 5 7 51-29 33 Wolves 24 13 5 6 51-30 31 Newcastle 24 12 7 5 43-34 31 Burnley 25 9 10 6 33-26 28 Bolton 24 12 3 9 42-38 27 Stoke 26 8 11 7 30-32 27 Blackpool 25 10 6 9 46-37 26 Derby 25 10 6 9 49-43 26 Manch. U. 25 10 6 9 33-29 26 Fullham 26 8 8 10 32-42 24 Portsm. 24 8 7 9 40-45 23 Liverpool 24 8 7 9 32-37 23 Sunderl. 25 7 8 10 39-49 22 Everton 26 8 5 13 36-54 21 West Brom.26 7 6 13 33-33 20 Aston Villa 25 4 10 11 37-44 18 Charlton 25 6 6 13 37-60 18 Huddersf. 25 7 4 14 36-62 18 Chelsea 23 7 3 13 29-35 17 Wednesday 25 6 5-14 36-54 17 2. deild: Coventry 26 14 4 8 55-32 32 Preston 26 14 4 8 51-32 32 Manch. C. 23 12 6 5 52-36 30 Southamp. 25 12 6 7 36-39 30 Birmingh. 26 12 5 9 41-36 29 Blackburn 25 12 5 8 40-38 29 Cardiff 25, 9 10 6 32-27 28 Doncaster 24 9 9 6 35-35 27 West Ham 25 11 6 9 40-41 27 Barnsley 25 10 6 9 51-33 26 Sheffield U.24 9 7 8 44-36 25 Notts C. 25 9 7 9 36-32 25 Leicester 25 9 7 9 38-34 25 Hull 25 8 9 8 42-38 25 Leeds 24 9 6 9 36-34 24 Brentford 25 8 5 12 33-50 21 Chesterf. 25 5 10 11 26-39 20 ÍQ. P. R. 24 8 4 12 38-52 20 j Luton 25 5 8 12 28-39 18 j Bury 24 7 4 13 32-46 18 j Swansea 24 8 2 14 32-50 18 . Grimsby 25 4 9 12 39-58 17 1 H. S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.