Tíminn - 12.01.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN. föstudaginn 12. janúar 1951. 9. blað, Sýslu- og sóknarlýsingar Bók- menntafél. á árunum 1837-1873 Sýslu- og sóknarlýsingar Hins íslenzka bók- menntafélags 1839—1873. I. Húnavatnssýsla. Jón Eyþórsson bjó til prent- unar. Bókaútgáfan Norðri, Akureyri, 1950. Verð kr. 36.00 ób. I. Að frumkvæði Jónasar Hallgrímssonar skálds kaus Kaupmannahafnardeild Hins islenzka bókmenntafélags ár- ið 1838 fimm manna nefnd til að safna til nákvæmrar lýsingar á íslandi, er síðar skyldi prentuð. í nefndinni sátu Finnur Magnússon prófessor Jónas Hallgrímsson. Konráð Gíslason málfræðing ur, Brynjólfur Pétursson stjórnardeildarforseti og Jón Sigurðsson siðar forseti. — Nefndin sendi öllum sýslu- mönnum og prestum á ís- landi bréf og hét á þá til lið- veizlu. Prestum sendi hún sjötíu spurningar og óskaði góðra svara við þeim sem allra fyrst. Var ætlazt til, að prest- arnir semdu lýsingu hver á sinni sókn og lýstu þar m. a. landslagi (sóknarmörkum, fjöllum, heiðum, jarðlagi, gróðurlendi, vötnum og vatns föllum, veðráttu), bæjum, byggingum og búskaparhátt- um, hlunnindum, eyðijörðum, nýbýlum, samgöngum, skemmtunum, menntunará- standi (skriftarkunnáttu, siðferði, trúrækni), heilbrigð ismálum, fornmenjum o. s. frv. Má nærri geta, hvilík fróð leiksnáma tæmandi svör við þessum spurningum eru, á hvaða tíma sem er. Margir prestanna brugðust við vel og greiðlega, og flestir svöruðu einhvern tíma, en mjög mis- vel, svo sem vænta mátti. Svörin, sem bárust, eru nú geymd í Landsbókasafninu, I fjórum handritapökkum, merktum IB. 18—21, fol., og IB. 71, íol. Er þar margt girnilegt til fróðleiks og skemmtunar, og skulu sýnd hér nokkur dæmi: Séra Markús Jónsson í Holti undir Eyjafjöllum segir um sóknarbörn sín m. a.: „Til skemmtunar hafa menn viðræðu við sitt heim- ilisfólk og við kunningja sína og aðra á mannfundum. Hér að auki les margur sjálfur og lætur lesa gamlar sögubæk- ur. Þó sumar þeirra* séu lítt fróðlegar, þá láta menn samt einhvörn af heimilisfólkinu á hvörri sókn um vetrartímann lesa kafla fyrir hjúum sínum í einhvörjum þessara —eða þá að hann er látinn kveða enar oft og einatt dýrt kveðnu rímur um tröll og forynjur. — Á flestum bæjum er einn eður fleiri skrifandi í þessari sókn, og margur er nú farinn að láta börn sín, einkum pilt börn, læra að skrifa. Af kven fólki er hér mikið fátt skrif- andi. Málið er hér sæmilega gott, þó það meðfram blandað ein- um og öðrum sérlegum orða- tiltækjum og frábrugðnum hneigingum á einstöku orði. Bókmenntir eru hér viðlíka stundaðar og annarsstaðaf. Þó eru hér nokkrir bændur, sem munu taka flestum öðr- Eftir Árna Böðvarsson cand.niag'. um bændum fram að fróð- leikselsku og fróðleik. Það sem almenningur einkanlega les auk guðræknisbóka, sem menn helzt vilja hafa gaml- ar, eru fornmannasögur og rímur og hinar og aðrar upp- skrifaðar skröksögur, sem hér og hvar finnast hjá göml- um mönnum eða þeirra ætt- ingjum, því af enum nýjari fróðleiksbókum eru hér næsta fáar vegna efnaleysisins, sem varla leyfir þeim að kaupa þær bækur, sem þeir þurfa til daglegrar guðræknisiðkun ar, enda eru og sumar af þeim orðnar lítt fáanlegar, þar gömlu bækurnar hafa á seinni tíð helzt verið að nýju prentaðar, og skal ennþá vera mikið af þeim óselt. Þess vegna hefir það ennþá ekki tekizt að stofna hér lestr arfélag fyrir almúgann, eins og gjört hefir verið fyrir vest- an og þar er alltaf að blómg- ast. Fáeinir almúgamenn, sem skynugastir eru, hafa verið þess allfúsir, en enga von haft um, að það mundi takast, meðan fjárhagur manna ekki dálítið yrði viðréttur“. Séra Þorvarður Jónsson prestur að Hofi í Skagaströnd segir 1840 m. a.: „Lengst af mun verða erfitt hér með lækna, helzt á útkjálkum. En i héraði þessu er einn kirurgur, sem erfitt á með að vera nálægur í því öllu, yfir margar þingmanna- leiðir, og ráðfátt verður án hans með notkun innlendra urta- og grasameðala eður skynsamlegra húsráða. — Yfirsetukona er engin hér, yfirheyrð, sín brúkuð í hvört sinn, eftir t»ví sem bezt þykir henta. Þegar eitthvað I þeim efnum venju fremur á bjátar, er vitjað prestsins hérna — og læknisins, þegar ei verður varkfæralaust af komizt“. II. Nú hefir bókaútgáfan Norðri að forgöngu Jóns Ey- þórssonar og Pálma Hannes- sonar ráðizt í það stórvirki að gefa út sóknarlýsingar allar. Eiga bæði þeir og forstjóri út- gáfunnar, Albert Finnboga- son, stórþökk skilda fyrir framkvæmdasemina. Jón og Pálmi hafa tekið að sér að sjá um útgáfu fyrstu bind- anna til aö hjálpa útgáfunni af stað, en á miklu ríður, að vel sé til útgáfunnar vandað af þeim, sem um hana sjá> svo að verkið sé þann veg unnið, að því megi fullkom- lega treysta um allt, -sem stendur í handritunum, bæði efni, frásagnarhátt og mál- far allt. Þetta eru þær lág- markskröfur ,sem gera verður til útgáfu gamalla handrita sem sóknarlýsinganna, og ætti ekki að þurfa að rök- styðja þær, en rétt er að fara um þær fáum orðum, áður en athugaður er frágangur bind isins, sem út er komið. Oft hafa ýmsir fræðimenn, svo sem náttúrufræðingar og landfræðingar, leitað sér heimilda í handrit sóknarlýs- inganna og studdist Þorvald- ur Thoroddsen mjög við þær (sbr. Sóknarlýsingar, I., XVII. bls. í formála), en útgáfan er slíkum mönnum því aðeins einhvers virði, að hún sé á- byggileg heimild um texta handritanna. Annars verða þeir eftir sem áður að pæla gegnum óaðgengilega og reg- isturslausa handritabunka. Sama er að segja um mál- fræðinga, að þeim er í sókna- lýsingunum búin mikil fróð- leiksmáma um útbreiðslu orða og talshátta, merkingar þeirra og afbrigðilegar beyg- ingar á þessum tíma, að ó- gleymdum örnefnunum öll- um. Þeir geta ekki heldur treyst að neinu leyti útgáfu, þar sem breytt kann að vera athugasemdalaust af útgef- anda orðmyndum eða þeim rithætti höfundar, sem af- brigðalegur er frá samtíma hans. í einstökum annarleg- um orðmyndum —, sem útg. telur ef til vill málleysur, — eru iðulega fólgnar mikils- verðar upplýsingar. Þeim upp Jýsjngum sviptir útg. burtu, ef hann breytir orðmyndum án þess að geta þess. Hlið- stæðar upplýsingar er oft að finna í ýmsum afbrigðum rit háttar, svo sem hvort ritað er Kólkumýrar eða Kolku- mýrar. Ég hef aðeins drepið á helztu atriðin úr þeim kröf- um, er gera verður til allra þeirra manna, sem fást við að gefa út gömul rit, en þær virðast öllum þorra íslenzkra bókaútgefenda óljósar. Það er þó hinn mesti misskilning- ur, að sögugildi bóka rýrni á nokkurn hátt við það, ef af vandvirkni og vísindalegri ná kvæmni er unnið við útgáf- una. Þvert á móti er það hag- ur kostnaðarmannsins, ef út- gáfan er bæði aðgengileg öll- um almenningi — til dæmis vegna skýringa, þar sem þarf — og traust heimild fræði- mönnum að byggja á. Nokk- uð öðru máli gegnir um rit, sem hægt er hafa mark- að fyrir bæði I vísindalegri og alþýðlegri útgáfu, eins og íslendingasögum, þó að hroð virkni eigi auðvitað engan Irétt á sér í útgáfustarfsemi | fremur en annarsstaðar. Hitt er sannast sagna skemmdarverk í útgáfustarf- semi, þegar kröfum tímans til vandaðrar útgáfu er fullnægt í orði, en ekki verki, og grandalausir notendur þar með stórlega blekktir. III. Um það bindi sóknalýsing inganna, sem út er komið, er sannleikurinn sagna beztur, að frágangur allur á hand- ritinu, sem hefir verið skrifað eftir frumritinu í Landsbóka- safni ,hefir verið slíkur, að þessu bindi er að engu leyti treystandi sem heimild um það, hvað í handriti Lands- bókasafnsins stendur. Útgef- andann hefir bersýnilega hent sú reginskyssa að bera aldrei afritið eða próförk saman við frumritið í Lands- bókasafni eða sjá um, að það væri gert af manni trúverð- ugum til þess verks. Einnig hafa í útgáfunni þrásinnis verið brotnar þær starfsregl- ur, sem útgefendur hafa sett (Framhald á 7. síðu.) Refur bóndi fer hér með vís- ur sínar að þessu sinni með þeim skýringum, er hann telur við eiga. „Árs og íriðar óska ég ykk- ur öllum í baðstofunni og þakka góðar viðtökur á liðnu ári. Ekki vil ég láta þetta nýbyrjaða ár líða svo lengi, að ég sendi ykk- Ur ekki línu og verður bréfs- efnið sem fyrr stökur, þar sem ég hefi orðið þess var að marg- ir hafa haft gaman af stök- um þeim, er ég hefi sent ykk- ur í baðstofuna, án þess þó að ég telji sjálfur að þær séu sum ar merkilegur kveðskapur. Ein- hverjir hafa fundið að því, að ég skuli ekki hafa fyrirsagnir fyrir stökum þeim, er ég sendi, en því vil ég svara á þann hátt, að ég tel ekki fyrirsagnir þurfa við* þær stökur, sem sögð eru tildrög til og verð ég að telja það fyrlrsagnir. Svo leysi ég frá skjóðunni: Mikið hefir verið auglýst og selt af bókúhum fýrir jólin og marg ar skrumauglýsingarnar birtar í blöðunum. í tilefni þess varð eftirfarandi staka tll: Islands þjöð er oít til meins auglýsiþga-skrumið. Fer þó stundum undir eins af ýmsu nýjabrumið. Margir bölva fátæktinni og telja hana versta , alls hins vonda, en fátt er svo með öllu1 illt, að ekki boði nokuð gott. Um það eru eftirfarandi stök- ur: Örbirgðin er illa 'ræmd enn á voru landi. Verði hún til dáuða dæmd dvínar máske vandi,- Eitt er þó, sem oss í vil örbirgð virðist skapa, að þeir sem ekkert eiga til engu hafa að tapá. Það hefir stundum borið við, margur fær af litlu lof. 1 til- efni þess varð þes^i' staka til: Hljóta margir iirös um of — hrós þó sizt ég lasti. , Verra er stundum væmið lof en vottur af hnútukasti. ÍKr > Um sjálfan mig hefi ég kveð- ið eftirfarandi stökur: Lífið hefir langa hrið lítinn veitt mér unað. Fífil minn á fyrri tíð fegri get ég munað. Þó ég sofi syndum í — svo ég ekkert dylji, skáka ég í skjóli því að skrattinn mig ei vilji. Síðari vísan var mælt af munni fram í vinahópi eigi fyrir löngu síöan. Svo kemur hér staka, sem kveðin var við það tækifæri er hún skýrir sjálf: Oft við skálar margskyns mas manna brjálar siðinn. DeiíUmál og dægurþras deyða sálarfriðinn. Svo kemur hér önnur staka um sama efni, en í öðrum tón: Oft með rögg en aldrei nóg um þó glöggir masi, ekkert döggvar andann þó eins og lögg í glasi. Fyrir löngu síðan datt mér þessi vísa í hug: Fýrir því jná finna staf — forn er þessi saga, að margir súpa seyðið af syndum æskudaga. Við athugun hefir það komið í Ijós að allmargir íslendingar sérstaklega af yngri kynslóð- inni kunna ekki „Faðirvorið" sitt. í tilefni af því varð þessi staka til: Margir stiga mennta-spor menn er fræðslu unna. Finnst mér þó að „faðir vor“ fleiri þyrftu að kunna. Gamalt spakmæli segir. að allir séu ógiftir í verinu. Um það hljóðar þessi staka: Til eru dæmin tvenn og þrenn tjón þó stundum geri, að eru jafnvel eldri menn ógiftir í veri. Góðvinur minn einn varð fyrir því einu sinni að missa allt hár af höfði sér og var svo nauðasköllóttur um tíma, en hár fékk hann á höfuðið aft ur. Meðan hann var sköllóttur bar fundum okkar saman og þá kvað ég við hann: Þú mátt sýna þrek og kraft þegar móti gengur. Enginn getur hendur haft í hári þínu lengur. Margir girnast fé og frægð og er eftirfarandi staka orðin til í tilefni þess: Aldrei mun ég óska þess að ég verði 'frægúr."' " Lötum manni lágur sess löngum reynist hægur. Margir halda að hið fegursta og besta sé í fjarlægð geymt. Eftirfarandi staka lýsir skoðun minni á þvl máii: Fjarlægðin þó finnist þér fegurð mesta geyma. sannast þó að ætíð er alira fegurst — heima. Ennfremur eftirfarandi staka Víða fósturfoldar mér fegurð birtist sýnum. Sveitin mín þó ávalt er efst í huga mínum. Fyrir löngu síðan kvað ég eftirfarandi stöku: Hryggur sízt ég yfir er auðnuleysi mínu. Gæfan stundum miðlar mér mola af borði sinu. Ennfremur þessa stöku: Eigi má þeim ætíð lá auðnu er þráfalt misstu Hægt er að sjá það eftir á er enginn sá í fyrstu. Ég fluttist búferlum s. 1. haust til bæjar nokkurs ekki langt frá Reykjavík. Þar hefir veiðst mikið af síld og karfa, sem veitt hefir mörgum at- vinnu. Eftirfarandi vísa var kveðin í tilefni þess: Af því hefir alþjóð not allir nóg að starfi. Verður ei á vinnu þrot veiöist síld og karfi. Fyrir skömmu síðan dreymdi mig að ég kvæði eftirfarandi stöku, sem ég mundi þegar ég vaknaði: Margt er lýst oss lítilsvert, lífs er braut vér skundum, Það er það, sem getur gert gæfumuninn — stundum. Nú er komið nóg af svona góðu nú er bezt að loka orða- skjóðu. í guðs friði. Næsta vísnaþátt er ég sendi ykkur mun ég helga kvenþjóð- inni eingöngu, og verður sá kveðskapur eigi í ferskeytlu- formi.“ Þá held ég nú að kvenþjóðin bíði með óþreyju eftir lofi sínu, Starkaður gamli. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.