Tíminn - 28.01.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 28. janúar 1951. 23. blað Ásmundarhlaupsð Síðaatliðinn þriðjudag birti Þjóðviljinn 6 dálka langa grein, sem var undirrituð Á. S. og almennt eignuð Ás- mundi Sigurðssyni alþm. Þessi grein byrjar á því, að slá því föstu, að Olíufélagið h. f. hafi ólöglega grætt 2 millj. kr. Er sagt, að það hafi verið „upplýst“ og talað um „verðlagsbrot“ þess, „þar sem stoíiff var tveim milljónum króna.“ Eftir þessu er annað. Og svo er lopinn teygður og lagt út af þessu um spillingu sam vinnufélaganna, og óheiðar- leik Tímans af því hann h'afi ekki birt nein illmæli um Olíufélagið. Þetta mal átti sér nokkurn aðdraganda og á undan Á. S. höfðu aðrir blaðamenn geng ið í þessari skrúðgöngu, svo sem ýmsir Mbl.-menn og Jón as póstur og höfðu sumir sneitt að mér persónulega fyr ír að þegja um „sekt“ Olíu- fél^gsins en aðrir létu sér nægja að nefna Tímann. Nú er það svo, að ekkert nafði verið „upplýst" um „sekt“ eða „verðlagsbrot" hjá Olíufélaginu fremur en það væru upplýsingar um sakir, pó að einhver kjaftakind fieipraði um það, að Ásmund ur á Reyðará væri sauðaþjóf- ur og þætti mér þarflaust að taka undir það. Ég hef held- ur ekki talið mér skylt að hlaupa með það í blaðagrein- ar um almenn þjóðmál, þó að sagt væri að einhver alíkálf- ur íhaldsins hafi týnt úr sjálfs síns hendi nokkur hundruð þúsund krónum, sem aðrir attu og höfðu trúað honum fyrir, enda hefðu frændur hans og venslamenn greitt hið týnda fé og manntetrið veíið látið hætta störfum. Slíkt misferli hefi ég ekki séð að snerti þjóðmálaátökin og værí það svipað, þó að sagt væri að einhver stjórnandi einhvers samvinnufyrirtækis hefði brotið verðlagsákvæði eða sjóðþurrð orðið hjá hon- um og eru slíkt þó vitanlega Iréttir. En nú hefir verðgæzlu stjóri sagt sitt álit um mál Olíufélagsins' og álítur verð- lagnlngu þá, sem Ragnar Ólafsson gerði í fyrra og far ið var eftir hafa verið rétta. En hér er meira mál á ferð. Á. S. notaöi illmæli það, sem félagar hans höfðu vakið, til að skrifa níð um samvinnu- félögin almennt. í því sam- bandi er rétt að líta um öxl og iæra betur að þekkja Sósíalista af vitnisburði lið- ins tíma. Fyrir 20 árum var ægileg heimskreppa n.ð byrja að segja til sín á íslandi. Þá féllu útflutningsvörur*þjóðar ínnar stórkostlega í verði, sölutregða var mikil, atvinnu- Jeysi varð tilfinnanlegt og fjár hagur almennings þröngur. Þetta muna allir miðaldra menn og eldri, en unglingum er þetta eins og hver önnur saga. Kaupfélögin víða um land höfðu reynt að bæta nokkuð úr lánsþörf bænda með því að veita þeim raunveruleg reksturslán. Það þótti þá víða gott ef bændur jöfn- uðu verzlunarreikning sínn að hausti, — ágætt ef þeir voru skuldlausir um áramót. Þetta verzlunarástand kom ekki til af góðu, en mörgum bóndanum var á þennan hátt ’crt fært að ráðast í þær Jramkvæmdir, sem björguðu Eftir Ilalldór Kristjánssoii búskap hans, og engin leiö hefði verið að gera annars. En það er hættulegt verzl- unarástand, að eiga að greiöa ifyrirfram keyptar vörur með i fallandi afurðum. Það ruglar j alla reikninga, þegar fram- j leiðslan verður allt í einu jlitlu meira en hálfvirði á við jþað, sem búizt var við. Það voru því óvenjulegir j erfiðleikar, sem mættu ís- jlenzkum kaupfélögum fyrstu i árin eftir 1930. í þeirri ikreppu breyttu þau verzlun- j arháttum sínum í staðgreiðslu viðskipti, en þó á þann veg, að menn fengu undantekn- ingarlaust að taka út frá áramótum í samræmi við það, sem líkur bentu til að þeir hefðu til að borga með. Sjálfstæðismenn hafa allt af séð marga galla á starf- semi kaupfélaga. Þeir töluðu margt um skuldaviðjar á þessum árum, þó að þeim Ifinnist nú að það yrði bænd ' um helzt til bjargar austan- ' lands, ef sömu verzlunarhætt- ! ir kæmust á að nýju. En í baráttu heildsalanna við kaupfélögin bættust sér- gróðamönnum nýjar hjálp- arsveitir. Þá var nýlega orð- inn til kommúnistaflokkur hér á landi og hugði mjög til landvinninga. Hann gaf út sérstakt málgagn til að koma á framfæri við bændur því, sem honum var mest í mun. Það blað hét Nýi tíminn og ritstjóri þess var Gunnar Benediktsson. Hér skal nú sýna með nokkrum tilvitnunum hvern- ig dómur kommúnsta um kaupfélögin var á þeirri tið. í 9. tbl. Nýja tímans í októ- ber 1932 segir svo: „í stað dönsku verzlunar félaganna er enska auð- valdið komið, og í slóð dönsku faktoranna Búnað- arbankastjórarnir, Sam- bandstjórarnir og kaupfé- lagsstjórarnir. Sambandið og kaupfélög in eru umboðsmenn banka valdsins, en ekki smábænd anna. Sambandið og kaupfé- lögin eru nú fullkomnustu tækin, sem bankarnir hafa til að arðræna með bænd- urna. Kaupfélagsstjórarn- ir flestir. virðast líta þann ig á, að höfuðhlutverk þeirra sé það, að hremma eignir smábændanna und- ir bankana og neita þeim um allar nauðsynjar þegar ekki er lengur neitt af þeim að hafa. Reynir nú á hvort ís- lenzkir bændur láta enn bjóða sér hið sama og á tímum selstöðuverzlan- anna“. Þetta dæmi sýnir, að það er ekkert nýtt að kommúnist ar ráðist aftan að kaupfélög unum. Þeir gerðu það fyrir 19 árum. Þeir gerðu það á þriðjudaginn. Og þeir munu gera það hvenær sem þeir þora og sjá sér færi, því að kaupfélögin eru óháð og sjálf stæð, en ekki flokkstæki. Litlu fyrir stríð kom til Reykjavíkur þýzkt skemmti- ferðaskip. Kommúnistar voru þá sem nú. ólatir til bréfa- skrifta. Þeir sömdu og létu prenta á þýzkri tungu ávarp til gestanna, þar sem þeir fórú illum orðum um ríkis- stjórnina í heimalandi þeirra. Fáum árum seinna kröfðust þessir sömu menn þjónustu ís lendinga við hina sömu stjórn í Þýzkalandc Litlu þar á eftir kröfðust þeir þess að íslendingar segðu hinni sömu stjórn stríð á hendur. Þá var það ævarandi skömm að þola friðinn. Nú þykjast þessir menn vera stefnufastir og óumbreytanlegir friðarsinnar hvað sem á gangi. Þetta er þó ekki af því, að það sé beinlínis eðli kommún- ista að fara í gegnum sjálfa sig og þeir geti ekki án þess verið. Hitt er það, að þeim er ekki sjálfrátt. Á sama degi, sem þeir svívirtu kaupfélögin almennt fyrir staðgreiðsluvið skipti hrósuðu þeir pöntunar félagi verkamanna í Reykja vík, þó að það lánaði engum manni. Það voru heilbrigðir verzlunarhættir þegar komm únistar stjórnuðu þeim, en miskunarlaus kúgun og böð- ulstarf í anda einokunarkaup manna ef aðrir báru ábyrgð á því. Alveg eins var hernað ur og vígaferli dyggð og naz- isminn andstyggð 1936, þegar skemmtiferðaskipið þýzka kom og borgarastyrjöldin ge saði á Spáni. 1940, þegar griðasáttmáli Rússa og Þjóðverja gilti, var ísland svívirt, ef ensk byssa sást þar og þá var íslendingum skylt að framleiða fyrir nazista og sýna Bretum fjandskap. 1941 var stríðið aftur orðið dyggð og heilög skylda og nazism- inn villimennska. 1945 voru I „einangrunarsinnar“ sem ekki t vildu að íslendingar segðu Þjóðverjum stríð á hendur, hinir verstu fjandmenn is- lenzkrar sæmdar og íslenzkra hagsmuna, enda voru þá ÍÞjóðverjar sigraðir. j Penninn, sem notaður var til að skrifa Eisenhower, er gamalt verkfæri og hefir ver- ið notaður ýmislega. En all- ur þessi snúningur skýrir sál arástand kommúnista og ’ stefnu. • Þeir hafa enga ákveðna afstöðu í samvinnumálum fremur en þeir höfðu gagn- vart nazismanum. Þeir eru reiðubúnir til að ráðast á allt, sem ekki er skil málalaust flokkstæki og það fer bara eftir atvikum og því hvað hagkvæmt þykir þá stundina, hvort þeir berjast á móti eða vilja styðja. Þeir hlýða þegar foringinn skip- ar: Til vinstri! Snú! Til hægri! Gakk! Og þeim virð- ist vera alveg sama hvort heldur skipað er til hægri eða vinstri. En eitt er öllum upplýst- um kommúnistum illa við: Það er sjálfstæði fólksins og traust þess á einhverju ut- an kommúnistaflokksins. Allt slíkt er fráfall frá hinni einu, s nnu trú. Þess vegna er það flokksleg skylda að brjóta niður traust manna á kaupfélögunum. Þess vegna getur dagfarsgóð ur sveitamaður orðið sá ó- lánsgarmur að fullyrða um sekt og spillingu allrar sam- vinnuhreyfingarinnar í land inu vegna þess að ljúgvætti hefir verið borið gegn einu fyrirtæki, sem henni er ná- komið. Þjóðviljamenn ættu að læra það, að það er enginn fremdarauki að hlaupa með óiökctutt illmæli um sak- (Framhald á 7. síðu.) Eftir 50 ár lesa menn frá- sagnir dagblaðanna af heim- sókn Eisenhowers hershöfð- ingja til íslands 1951. Senni- lega verður sá mæti maður þá flestum íslendingum gleymdur og væntanlega liðinn úr huga þeirra allra. En blöðin geyma frásagnir og þær eru ekki allar alveg samhljóða. Þjóðviljinn segir, að umhverf is hershöfðingjann hafi verið t amerískir lögregluþjónar „með I alla vasa úttroðna af skot- vopnum“. Og svo „hafði safn- azt allmargt manna á Lækjar- torgi ðg virti útsendara banda- ríska auðvaldsins fyrir sér með þögulli andúð“. Ennfremur seg ir blaðið að nokkur hundruð hvítliða hafi verið kvaddir á vettvang. | l Vísir segir hins vegar, að kommúnistar hafi ætlað sér að gera uppþot í sambandi við komu Eisenhowers, en vegna þess hve seint var vitað ná- kvæmlega um komu hans, hafi ekki orðið neitt úr því. Lætur Vísir, sem hér hafi mikil her- brögð og viðbúnaður farið út um þúfur og hafi verið snúið glettilega á kommúnistana. j Það er ekki gott að segjá, hvort þessar frásagnir blað- anna eru gerðar í góðri trú eða þær eru vísvitandi uppspuni. Ég átti leið um Lækjartorg, þeg ar þar voru flestir og sá engan öryggisútbúnað né heldur þögla andúð. Þetta var þó rétt áður en Eisenhower fór úr stjórnarráðshúsinu, að mér var sagt. En þegar ég las frásögn Þj.v. um andúðina, kom mér í hug það sem Þorsteinn segir í Jörundarkvæði sínu: Og sjáðu hvort danskinum svima það fær að sjá þennan byltingar- her? Þú kannast þá fljótt við þá forvitnisös, það flekkótta mislita bland og svo framvegis. Þetta var forvitnisös og annað ekki af því hér var á ferð um- talaður maður og sjaldséður gestur. Þjóðviljinn og Vísir segja hvor um sig, að hinna menn hafi haft illt í hyggju. Þjóð- viljinn sér hundruð hvítliða og menn með alla vasa fulla af skotvopnum. Og jæja. Hvítliða- greyin gátu þó bælt niður „kvalalostann“ í þetta sinn og neitað sér um að ráðast með kylfum á varnarlausan og sak- lausan múginn! Vísir veit hins vegar um ráðabrugg kommún- ista. Þeir höfðu bara ekki tíma til að fylkja. Hamingjan veit hverjir hefðu sagt frá tíðind- um, ef koma hershöfðingjans hefði vitnast nákvæmlega dag- inn áður. En kommarnir báru það ekki einu sinni við að kasta snjókúlu í þetta sinn! Það hefðu þeir þó getað. Æsingaskrif þessi eru þó al- varlegri en svo, að þau séu bara til að hlæja að. Látum svo vera að þau séu ósjálfráð, sprott in af taugaveiklun bilaðra manna, er ekki er sjálfrátt. Það er þó alltaf annað en gott að hafa slíkt fólk við víðlesin dag- blöð. Það er engin þjónusta við friðarhugsjón eða friðarstefnu að ala á tortryggni og telja mönnum trú um það, að allt í kringum okkur séu herskáir ójafnaðarmenn í vígahug, reiðu búnir til að vinna hermdar- verk. Það hefir sín áhrif, ó- hjákvæmilega, ef við látum telja okkur trú um að það sé í raun og veru hernaðarástand í landinu. Sjáum við ekki af þessu smækkaða mynd af ástandl heimsmálanna? Er ekki verið að stefna traustinu á mennina og friðarvonunum í hættu með því að sverta og brennimerkja andstæðinga í augum sam- herja? Hvaða hugmyndir fá menn um Bandaríkjamenn af lestri kommúnistablaða, hvort sem það er Þj.v. eða eitthvað annað? Og hvaða hugmyndir fáum við um Rússa af að lesa Mbl.. Vísi eða Alþ.bl.? Finnst ykkur að þær skoðanir séu til að auka samúð milli þjóða og styrkja friðarhorfurnar. Megi friður haldast verður það af því, að nógu margir trúa því að mennskir menn búi hinum megin við tjaldið og neita að láta siga sér til að hata þá, sem þar búa. Blöð eins og Þj .v. og Vísir eru þann- ig skrifuð, að menn ættu að hugleiða rólega eftir lestur þeirra, hvaða einkenni stríðs- æsingablöð hafi og hvernig grafið sé undan anda friðar- ins í sálum mannanna. Viljið þið ekki hugsa um það og tala um það ykkar á milli um þessa helgi? Starkaður gamli. Þakka sveitungum mínum og öðrum vinum hlýhug, skeyti og gjafir á 70 ára afmæli mínu. Guðrún Hallgrímsdóttir, Víkingavatni. Aminning. blaðgjöld árs- ins 1950 fyrlr janúarlok Innheimta Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.