Tíminn - 08.02.1951, Síða 5
12. -blað
TÍMINX. fimmtudaginn 8. febrúar 1951.
5
Fimmtud. S. feb.
Atvinnuleysismálin
Blöð st j órnarandstæðinga
halda uppi furðulegum skrif-
um um atvinnu'leysismálin
þessa dagana. Þau benda
réttilega á það atvinnuleysi,
sem nú á sér stað í kaupstöð
um og ýmsum kauptúnum
landsins, ög sýna fram á, hvað
mikið böl það sé. Hinsvegar
vanrækja þau alveg að gera
nokkra rétta grein fyrir or-
sökum þess eða hvernig því
verði afstýrt. Þvert á móti
halda þau uppi fáránlegustu
blekkingum um þessa hluti.
Það er ekki óverulegur kapi
tuli í orsök þess atvinnuleysis,
sem nú er, að togurunum
var haldið frá veiðum fjóra
mánuði á síðastliðnu ári
vegna verkfalls. Það skerti
gjaldeyristekjurnar um marga
tugi milljóna króna. Af því
drekka nú iðnaðurinn og iðn
verkafólkið seiðið. Verkfall
þetta stafaði fjrrst óg fremst
af innbyrðisbaráttu kommún
ista og Alþýðuflokksmanna í
verkalýðshreyfingunni. sem í
þessu tilfelli eins og mörgum
fleirum, hefir gert hana
óstárfhæfa. Með umræddu
atferli sínu bera þessir tveir
flokkar þvi meginábyrgð á
því atvinnuleysi, sem nú er.
Til viðbótar þessu, stafar
svo atvinnuleysið af því, að
útflutningsframleiðslan hef-
ir dregist saman. Það hafa
verið lagðar á hana þyngri
byrðar en hún fær undir ris-
ið. Samdráttur hennar dreg-
ur úr gjaldeyristfekjunum og
það leiðir svo til samdráttar
á þeim atvinnugreinum, sem
byggjast á iniiflutningi, m. a.
iðnaðinum. Þessi reynsla sýn
ir, hve mikið veltur á því, að
útflutningsframleiðslan sé
starfrækt af fullu fjöri.
Þennan sannleika hafa
stjórnarandstæðingar jafn-
an sniðgengið. Þessvegna
börðust þeir gegn gengislækk
uninni á síðastliðnum vetri
og bentu ekki á nein úrræði
í staðinn til að tryggja rekst
ur útgerðarinnar. Hefðu þeir
fengið að ráða, hefði útgerð-
in alveg Stöðvast. Því væri at
vinnuleysið nú margfallt á
við það, sem það er.
Með þessu er þó síður en
svo verið að segja, að gengis
lækkunin hafi verið æskileg
ráðstöfun. En hún var óhjá-
kvæmileg ráðstöfun vegna
stjórnarhátta undanfarinna
ára, ef atvinnureksturinn átti
ekki að stöðvast og fyllsta
neyð að halda innreið sína.
Meiri hræsrti er vissulega
ekki hægt að hugsa sér en
þegar stjórnarandstæðingar
eru nú að fárast yfir atvinnu
leysinu og kenna ríkisstjórn
inní um orsakir þess. Ef ríkis
stjórnin hefði ekki lækkað
géngið í fyrra, en farið í þess
stað að ráðum stjórnarand-
stæðinga, væri atvinnuleysið
nú mörgum sinnum meira en
það þó er, og er það þó vissu-
lega nógu tilfinnanlegt.
Þrátt fyrir þetta, látast
stjórnarandstæðíngar enn
ekki hafa lært neitt. Óhag-
stæð verðlagsþróun erlendis
veldur því ,að éera þarf nýj-
ar ráðstafanir útgerðinni til
stuðpings, ef hún á ekki að
stöðvast. Stjórnarandstæðing
ar leggja sig nú alla fram
við að rógbera slíkar ráðstaf-
anír. Þeir vita þó vel, að verði
ERLENT YFIRLIT:
Mannerheim marskálkur
Finnar saméinnðust jafnan nm lciðsög'n
lians, þegar mikil Iiætta var á ferðum
Eins og áður hefir verið sagt
, frá, lézt Karl Gustaf Manner-
heim, hipn kunni finnski hers-
höfðingi og stjórnmálamaður,
fyrir nokkru síðan í Sviss, 83
ára að aldri. Fráfall hans vakti
þjóðarsorg í Finnlandi, enda hef
ir enginn maður notið slíkrar
ástsældar finnsku þjóðarinnar
1 og hann, Hann var sjálfkjör-1
inn leiðtogi hennar á hættunn!
. ar stund um þriggja áratuga I
' skeið, eri þess á milli lét hann
ekki mikíð til sín taka opin-
berlega.
Margt hefir verið ritað um
Mannerheim í tilefni af frá-
falli hans- og hefir hann hvar- !
vetna vejáð viðurkenndur sem
óvenjulegur hæfileikamaður og
mikill stjórnandi. Hér á eftir;
fer í lauslegri þýðingu grein
sú, sem birtist í danska blað-
inu „Poliííken“, er sagt var frá
fráfalli háns;
,~iZ'2T.X.
Rússneskur herforingi og
finnskur sigurvegari.
— Mahiiérheim fríherra, mar
skálkurinn finnski, mun seint
gleymastwi landi sínu. Nafn
; hans er svo nátengt sögu Finn-
I lands um meira en 30 ára
j skeið, að. þar verður naumast
j á milli skilið frá frelsistökunni
og fram yfír ósigurinn í styrj-
öldinni miíclu.
Mannérheim var af þýz-
hollenzkam ættum kominn og
ólst upp á’-tinnsk-sænsku heim-
ili. Hann varð herforingi í rúss-
neska hernum og tók þátt í
heimstyriöldinni fyrri. Hann
var staddöi' í Ódessu 1917 þeg-
honum Öárust fréttir af bylt-
ingunni óg ókyrrð þeirri, sem
þá var í Elrihlandi. Hann komst
heim til íátids síns eftir ævin-
týralegt ferðalag og í janúar
1918 var hann gerður yfirmað-
ur og síðar-æðsti maður finnska
hersins. -y-,-
Hann endurskipulagði her-
inn. Kommúnistar hertóku
HelsingforS með fulltingi rúss-
neskra herrhanna, en Manner-
heim hertðk höfuðborgina aft-
ur. Það ^var hann, sem var sig-
urvegarinnrenda þótt þýzk her
sveit undir. forustu von der
Gotts kæmi til hjálpar, mjög.
að óvilja, .Mannerheims. Hann j
var ekki þýzklundaður og fyrstu'
stjórnmáíaafskipti hans voru
þau, að 'iránn fékk þvi afstýrt,
að þýzkúf þrins væri fenginn.
til að verða konungur Finn- \
lands. Aftur á móti sneri hann,
finnska ríkinu til móts við,
bandamenn en burt frá Þjóð- i
verjum, sem þá vöru að tapa
styrjöldirini.
Forusta Mannerheims í
vetrarstyrjöldinni 1939—40.
Hann varð samt ekki fyrsti
forseti Finnlands. Finnar þráðu
innbyrðis frið og þeir voru
hræddir um að sáttahugur og
samlyndi næðist síður undir for
ustu þess manns, sem sjálfur
hafði sigrað í baráttu við hluta
af þjóðinni.
Stálhberg vann því mikinn
sigur í forsetakosningunum.
Hann fylgdi frjálslyndum og
jafnaðarmenn studdu hann.
Samt var alltaf ljómi um nafn
Mannerheims og þjóðin treysti
honum. Þegar Lappahreyfingin,
nazistahreyfingin finnska, varð
öflugust fyrir 1930, svo að til
vandræða horfði, var kallað á
Mannerheim og persónuleg á-
hrif hans áttu mikinn þátt í
því, að hættan leið hjá.
Nokkrum árum seinna var
erin kallað á hann. Það var
veturinn 1939—40. Hann var þá
72 árá, en finnski herinn og
þjóðin öll treysti honum betur
en nokkrum öðrum á þeirri
hættustund. Hann brást ekki
því trausti, enda þótt vetrar-
stríðinu lyki og hlyti að ljúka
með ósigri. Bæði stjórnaði hann
finnska hernum af aðdáanlegri
snilld og átti mikinn þátt í því,
að fá endi bundinn á þetta
100 daga stríð. Þeir menn voru
þá til í Finnlandi, sem væntu
þess að hreysti Finna gæti
vegið upp þann mun, sem ann-
ars var á aðstöðu herjanna.
Mannerheim var svo raunsær
herforingi, að hann vissi að ó-
friðurinn var fyrirfram vonlaus
og því væri áríðandi að fá hon-
um lokið fyrr en hann hefði
leitt til óviðráðanlegrar neyð-
ar.
Þarna var annað stórvirki
hans, þar sem hann sýndi ætt-
jarðarást sína álíka vel og 1918
í borgarastyrjöldinni og upp úr
henni.
Mannerheim og finnsk-rúss -
neska styrjöldin 1942—44.
En á þeim tíma, sem nú fór
í hönd, virðist glöggskyggni
hans og raunsæi á stjórnmála-
sviðinu hafa brugðizt. Það er
ekki nema mannlegt. Auðvitað
hefir hann eins og finnska þjóð
in öll fundið sárt og biturt til
vegna árásar Rússa 1939 og
þess, að þeir lögðu undir sig
finnskt land. Þetta sár var enn
þá opið og svíðandi þegar Þjóð-
verjar freistuðu Finna. Finnar
kannast ekki við mótmælin
miklu í Helsingfors gegn þeim,
sem væru ábyrgir fyrir stríðs-
56%
þátttöku Finna, því að allt það
umstang byggðist á valdboði
sigurvegaranna. En þrátt fyrir
allar þær rannsóknir er margt,,
sem enn er óljóst í þeim mál-
um, og þar á meðal hlutdeild
Mannerheims i því, að Finnar
drógust inn í ógæfuna. Hann
var ekki þýzksinnaður þá, frem
ur en 1918. Þegar Hitler kom í
skyndiheimsókn til Finnlands
1942, en á þeim tíma gek hern-
aðurinn á hendur Rússum held
ur þunglega og löngu voru liðn-
ar þær sex vikur, sem yoru
fresturinn, sem Þjóðverjar
höfðu sett sér til að gjörsigra
Rússa, er sagt að Mannerheim
hafi tekið kuldalega á móti for
ingjanum þýzka. En það er
ljóst af sögusögnum, sem fyrir
liggja, að Mannerheim var öll-
um málavöxtum kunnur. Við
réttarhöldin hjá Hornbærg
nefndinni, sem skipuð var strax
eftir að finnsk-rússneska strið-
inu lauk 1944 til að upplýsa
rökkurþætti styrjaldarmál-
anna, gaf Mannerheim langa
skýrslu, en hún er ekki kunn
nema örfáum mönnum.
Ef til vill hefir hermaðurinn
í honum borið stjórnmálamann
inn ofurliði. Ef til vill hefir
hernaðarlegt mat hans á þýzka
áróðrinum látið hann trúa full
yrðingunum um leifturstríð, því
að það hlaut hann að vita, að
Finnland var alltof fátækt til
að þola langvinnt stríð. Ef til
vill hefir mestu ráðið, að hann
eins og margir aðrir Finnar,
hafi óttast það, að rússneska
(Framhald á 6. slðu./
þær ekki gérðar, er margfallt
stórfelldára atvinnuleysi boð (
ið heim en því, sem þjóðin
horfist nú í augu við. Þeirj
vita það /fennfremur, að eina
ráðið til.lað útrýma því at-
vinnuleysi, sem nú er, er að
efla framleiðsluna.
Eina leiðin, sem þeir látast
sjá til að. auka atvinnuna, er
að auka ýmsar opinberar
framkvæmdir. Öllum má þó
vera ljóst; að eftir að fram-
leiðslan er stöðvuð, hefir það
opinbera enga möguleika til
að afla fjár til slíkra fram-
kvæmda.
Svo blirtdir látast stjórnar-
andstæðingar vera fyrir þess
um staðreyndum, að þeir ógna
með nýrri kauphækkunarbar
áttu. Þeir tala um að vinna
þannig upp þær álögur, sem
óhjákvæmilegt er að leggja
á almenning, til að tryggja
rekstur framleiðslunnar. Þeir
vita þó vel, að ný kauphækk
un nú, myndi ekki bæta þetta
upp, heldur stöðva fram-
leiðsluna og valda allsherjar
neyð. Það, sem nú þarf að
gera, er að treysta grundvöll
framleiðslunnar og efla hana.
Meðan verið er að vinna það
verk, verða menn að sætta
sig við nokkura kjaraskerð-
ingu. Þegar þeim áfanga er
náð, hafa fyrst skapast skil-
yrði til raunhæfra kjarabóta.
Raunar er það ekki undar
legt, þótt kommúnistar hafi
þessa stefnu. Þeir vilja skapa
atvinnuleysi, neyð og glund-
roða. Þeir telja slíkt ástand
vænlegast til framgangs fyrir
sig. Hitt er furðulega að for-
ingar Alþýðuflokksins skuli
hafa gerst aftaniossar þeirra.
Þess verður að vænta, að al-
menningur vari sig betur en
þeir, og geri sér þess grein, að
eina leiðin til að hindra vax-
andi atvinnuleysi er að efla
framleiðsluna og íþyngja
henni ekki meðan hún er að
rétta við. Nokkur kjaraskerð
ing í bili er margfallt betri
en atvinnuleysið.
Raddir nábúanna
Alþýðublaðið ræðir um at-
vinnuleysið í forustugrein
sinni í gær og segir m. a.:
„Atvinnuleysið hefir mánuð
um saman herjað kaupstaðina
og kauptúnin úti á landi, svo
að víða sverfur skörturinn að.
Ástandið hefir verið talið mun
skárra hér í höfuðstaðnum. En
nú hefir atvinnuleysisskráp-
ingin sýnt og sarinað, hversu
mikil alvara er á ferðum einn-
ig hér. Atvinnuleysið í Reykja
vík er nær helmingi meira en
á sama tíma í fyrra og hefir
stóraukizt frá því fyrir þrem-
ur mánuðum. Þetta er mesta
atvinnuleysi í höfuðstað lands
ins síðan fyrir stríð. Og þó er
síður en svo, að öll kurl séu
komin til grafar. Atvinnuleys-
ingjarnir hafa að sjálfsögðu
gamalmenni á framfæri sínu
og bera mun þyngri byrðar
en hinar fram komnu skýrslur
votta. Auk þess er engum blöð
um um það að fletta, að fjöl-
margir atvinnuleysingjar hafa
ekki látið skrá sig. Ástandið
er því miklu ískyggilegra en
skýrslurnar sýna og er þó vissu
lega ástæða til að gefa boð-
skap þeirra gaum út af fyrir
sig.“
Það stendur vonandi ekki
| á leiðtogum Alþýðuflokkslns
að gefa þessum boðskap
gaum, og láta ekki komm-
únista hafa sig til þess að beit
ast fyrir nýrri kauphækkun-
arbaráttu, sem ekki getur nú
haft aðrar afleiðingar en stór
aukið atvinnuleysi.
Hallgrimur Benediktsson
fer á stúfana í Mbl. í gær og
hyggst þar að afsaka þann
óeðlilega mikla mismun, sem
er á smurningsolíum hjá fvrir
tæki hans og Olíuverzlun ís-
lands (BP) annars vegar og
Olíufélaginu hins vegar, en
þessi verðmunur hefir nú
hald zt um fjögurra ára skeið
og alltaf verið á þann veg,
að verðið hjá Olíufélaginu
hefir verið stórum lægra.
Langmestur var þessi verð-
munur þó fyrstu árin. Sam-
keppn'n við Olíufélagið hefir
bersýnilega neytt H. B. og
Olíuverzlunina til að lækka
verð:ð.
Skýring Hallgríms er sú, að
smurningsolíur þær, sem
hann og Olíuverzlunin hafa á
boðstólum, séu miklu betri en
Essoolíurnar, sem Olíufélagið
selur. Umræddur verðmunur
sé eðlllegur, þegar tekið er
tillit til gæðamunar.
Við nánari athugun fer því
fjarri, að þessi skýring Hall-
grims geti talizt viðunandi.
Það er ekki aðems, að Esso-
olíurnar hafi rutt sér mjög til
rúms víða um heim að und-
anförnu og hafa því reynzt
meira en vel samkeppnisfær-
ar, hvað gæði snertir. Þetta
sézt m. a. á því, hve ört sala
þeirra hef Ir vaxið hér á landi,
eins og sýnt er fram á í grein
Sigurðar Jónassonar for-
stjóra á öðrum stað í blað-
inu í dag.
Við þetta bætist svo einnig
það, að þegar Olíufélagið hóf
að selja Esso-oWurnar hér á
landi, var 56% verðmunur á
þeim og smurningsolíunum,
sem H.B. og Olíuverzlunin
seldu. Hins vegar var þá nær
enginn verðmunur á þessum
olíum i Bretlandi og á Norð-
urlöndum.
Á þessu fyrirbæri gefur
H.B(. enga skýringu. Hvaða
orsakir voru hér að verki?
Höfðu H.B. og Olíuverzlunin
gert svona óhagstæð innkaup
fram að þessu, eða höfðu
þessir aðilar okrað svona gíf-
urlega á almenningi? Það er
sannarlega ástæða til þess að
óska fyllri skýr.ngu á
þessu fyrirbæri.
Umboðslaun
kommúnista
Á síðastl. sumri stofnuðu
kommúnistar hér heildsölu-
fyrirtæki, sem á að reka verzl
un við Austur-Evrópulöndin.
Það virðist njóta sérstakrar
náðar þar. því að það hefir
fengið fjölmörg umboð, sem
eldri fyrirtæki hér höfðu áð-
ur.
Hins vegar hefir þetta ekki
orðið til að lækka vöruverð-
ið hér heima. Það kynlega
hefir gerzt, að innkaupaverð
þeirra vara, er þetta nýja
fyrirtæki hefir umboð fyrir,
hefir hækkað um 2—5% eða
sem svarar þeim afslætti, er
þau fyrirtæki fengu, er áður
höfðu umboðin. Verður ekki
annað séð, en hér sé um að
ræða umboðslaun. er renna
í vasa hins nýja fyrirtækis.
Það verður því ekki sagt,
að kommúnistar séu að stofna
verzlunarfyrirtæki í þeim til-
gangi að bæta verzlunina til
hags fyrir almenning. Hins
vegar virðast þeir ekki hafa
neitt á móti því að stinga á
sig umboðslaunum, sem
almenningur verður að borga
í hækkuðu vöruverði.