Tíminn - 09.02.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.02.1951, Blaðsíða 5
33. blað TÍMINN, föstudaginn 9. febrúar 1951. 5 tmtnti Föstud. 9. feb. Olíufélagið Grein sú um starfsemi Olíu- félagsins, sem birtist hér í blaðinu í gær eftir Sigurð Jónasson forstjóra, hefir að vonum vakið mikla athygli. Greinin sýnir það óvéfengj- anlega, að stórfelldur árang- ur hefir þegar náðst af starfi Olíufélagsins, þótt enn sé starfstími þessi ekki lengri en fjögur ár. Með stöi'fum og starfrækslu Olíufélagsins hafa S. í. S., kaupfélögin og olíusamlög útvegsmanna unn ið þjóðinni mikið nauðsynja- verk, sem þegar hefir komið miklu góðu til vegar, en á þó tvímælalaust énn eftir að áorka miklú meiru í þessum efnum. Hér þykir rétt að rifja upp nokkrar .athyglisverðustu stað ..reyndirnar. sem skýrt var frá í grein Sigurðar Jónassonar: Hægt er að Sýna fram á það með glöggum tölum, að hagn aður sá, sem ríkisstofnanir, Reykj avikurbær og olisam- lög hafa notið af viðskiptun um við Olíufélagið undanfar in fjögur ár, sé a. m. k. sjö milljónir króna. Er þá haft til samanburðar það verð, sem þessir aðalar hefðu orðið að sæta, ef Olíufélagsins hefði ekki notið við. Hagnaður smurningsolíu- kaupenda af viðskiptunum við Olíufélagið nemur a. m. k. þremur milljónum króna á undanförnum 4 árum, ef mið að er við það verð, sem verið hefir hjá olíuhringunum. Við þetta bætist svo, að olíuhring arnir hafa orðið að lækka verð sitt verulega vegna sam keppninnar við Olíufélagið. Sést það m. a. á því, að fyrst þegar Olíúfélagið hóf að selja smurningsolíur var verð munurinn 56%, en hefir síð- an farið minnkandi, þótt enn sé hann verulegur. Hinsvegar hefir þessi verðmunur verið sáralítill eða enginn annars- staðar. Fyrir atbeina Olíufélagsins. hafa náðst hagstæðari inn- kaup á olíum, og farmgjald á olíum til landsins hafa lækk- að. Mun sú lækkun eigi vera minni en 6—9%. Með þessu móti hefir landsmönnum spar ast mikið fé og það í erlendum gjaldeyri. Seinast, en ekki síst, ber svó að hefha það, að með starfsemi Olíufélagsins var einokunarvald olíuhringanna hér brotið á bák aftur. Áður vorú þeir ráunverulega ein- valdix-xfm ver^lagningu. Þeir hótuðþ verkfalli, ef þeim mis ’ líkuðu fyrrimæli verðlagsyfir, Valdanna og fyrir því varð að beygja sig, ef landið átti ekki að verða olíulaust. Olíufélag- ið neitaði strax að vera þátt- takandi í slíkum verkfalls- samtökum. Síðan hefir álagn ingarprósentan á olíum líka farið sílækkandi, þótt rekstr argjöld olíuverzlananna hafi farið hækkandi. Slíkt hefði ekki getað átt sér stað, ef verkfallsvaldi olíufélag- anna hefði ekki verið hnekkt. Á þennan hátt hefir Olíufélag ið stuðlað að því að lækka verulega olíuverðið. Þetta, sem hér hefir verið greint, sýnir það ómótmælan lega, að Olíufélagið hefir á- orkað stórfelldum endurbót- um á olíuverzluninni þann stutta tíma, sem það hefir ERLENT YFIRLIT: frá Lake Succes 1952 Sérkennilcs' gagnrýni ,,The Ccon«inist“ á afstöðu ISreta í Kóreudeilunni Eins og kunnugt er, hafa Bretar um skeið haft nokkuð aðra afstöðu til Kóreumálsins en Bandaríkjamenn í stjórn- málanefnd S. Þ. Þetta stafar m. a. af því, að Bretar vilja koma í veg fyrir frekari styrj- aldarátök í Asíu, ef hægt er, af ótta við það, að Rússar fái þá frjálsari Kendur í Evrópu. Ýms ir, sem gagnrýnt hafa þessa stefnu Breta, telja, að hún mót- ist öllu meira af tilliti til sér- hagsmuna: en hagsmuna S.Þ. Afstaða, eins og Bretar hafa valið sér J þessu máli, hljóti að leiða til þess, að S.Þ. verði þýð- ingarlausar eins og Þjóða- bandalagíð varð á sínum tíma vegna þess, að samtakamætt- inum er aðeins beitt til að hindra yfirgang veikburða inn rásarmanna eins og Norður-1 Kóreumanna, en hins vegar sé slegið undan, þegar öflugri á- ] rásarmenn eins og Kinverjar eiga í hlut. Bretar verja sig með því, að S. Þ. megi ekki færast meira í fáng en þær hafa bol- magn til, því að annars koll- sigli samtökin sig. Það mun hafa verið til þess að skýxa þessi sjónar- mið, sem enska blaðið „The Economist“ birti fyrir skömmu grein *"þá, sem hér fer á eftir í lauslegri þýð- ingu. Méð því að bregða upp dæmi, þár sem Bretar og Banda ríkjamenií eru látnir skipta um hlutverk vegna breyttrar að- stöðu, er ieitast við að skýra þau átöfc,- er átt hafa sér stað innan S, Þ. milli þessara sam-' starfsþjóðcj að undanförnu. Gagnrýninni er valið það hóf- j sama en markvissa form, sem' Bretum er títt að bregða fyrir sig í rökrééðum. Hefst sva greinin úr „The Ec- onomist"-:- Lake Succes, 22, jan. 1952. Síðan fiersveitir Sameinuðu þjóðanna hörfuðu frá Bonn hef ir sjónarmið Bandaríkjanna átt vaxandi fylgi að fagna á þingi þeirra, að nauðsynlegt sé að láta allan her hverfa úr Þýzka- landi og gefa upp varnir þess til að tryggja friðinn í Evrópu. Fulltrúi Breta, sir Gladwin Jebb, hefir hins vegar barizt ákveð- ið fyrir því, að fá Rússa við- urkennda árásaraðila, jafn- framt því sem hann heldur því fram, að Sameinuðu þjóðirnar séu að tortíma tilveru sinni sem þjóðasamtaka, ef þær neiti að viðurk’enna innrás Rússa í Vestur-Þýzkaland ofbeldisað- gerð. Fulltrúi Bandarífcjanna, Warren Austin, hvetur hins veg- ar til varfcárni og bendir á að það sé engin þjónusta við hug- sjón friðarins, að rasa fyrir ráð fram af .hvatvísi og nú þurfi að kynna sér vandlega alla málavexfi í sambandi við síð- ustu aðgerðir Rússa. Rússar höfnuðu tillögu stjórn málanefndarinnar um vopna- hlé í Þýzkalandi og utanrík- isráðherrafundi um málið þegar í stað. Þeir héldu því fram, að það yrði að fullnægja höfuð- skilyrðum Rússa áður en samn- ingar gætu tekizt um vopnahle og hinar sigursælu rússnesku sjálíboðaliðasveitir yrðu hvatt- ar til að stöðva sókn sína. Rúss 1 ar krefjast þess, að allur út.- lendur her verði fluttur brott úr Þýzkalandi og að Þjóðverj- ar sjálfir ráði úr öllum innan- ríkismálum sínum. Þar sem all ir þýzkir stjórnmálamenn, sem ekki hafa flúið yfir Rín eða skipað sér til liðs við komm-1 únista, hafa verið skotnir, er talið í Moskvu, að Ulbricht geti ráðið fram úr málunum án sér stakra erfiðleika. Rússar eru1 fúsir til að fallast á utanríkis- ] ráðherrafund með því skilyrði,» að þar verði líka fulltrúar frá ítalíu, Iran og Mongoíiu og fundurinn verði hafður í Len-, ingrad. Brezki herinn hefir misst 50 þúsund manns í bardögunum í Þýzkalandi og þar af leiðandi er nokkur beizkja ríkjandi í landinu og stjórnin mætir harðri gagnrýni vegna þess hve festulaust er tekið á Evrópu- málunum. Forsætisráðherrann hefir bent á það, að ekki er hægt að nota loftherinn til á- rása handan hernámssvæðis Breta, nema Sameinuðu þjóð- irnar taki áður ákvarðanir þær, sem til þess þarf, en hann hefir lofað' að gera allt sem hann geti til þess, að fá Sameinuðu þjóðirnar til að lýsa Rússa árás arþjóð, þó að það sé almennt viðurkennt, að naumast sé um það að ræða, að beita refsiað- gerðum. Fróðir menn í Wash- ington eru hins vegar þeirrar skoðunar, að Bandaríkin þurfl að vera á verði gegn því að láta draga sig inn í vaxandi fjandskap og deilur, og þeir hafa það á tilfinningunni, að Englendingum hætti til nokkurs ofstækis í sambandi vlð varn- irnar í Evrópu og gamall heims veldisandi þeirra geri þá að vonum nokkuð herskáa. Utan- rikisráðuneytið í Washington hefir ekki ennþá varpað frá sér allri von um að Rússland verði ekki í neinum tengslum við Kína og fordæmir hverja þá aðgerð, sem getur hrakið Stalín í arma Maos. Behop öldungadeildarþing- maður hefir flutt örlagaríka ræðu í .Cincinnati, þar sem hann varaði Bandaríkjaþjóðina við því, að láta tilleiðast að binda Bandaríkjaher í Evrópu, jafn alvarleg hætta og nú væri á því, að Alaska, Japan og Fil- ippseyjar yrðu fyrir árás frá Rússlandi og Kína. Hann sagði, BEVIN að það væri mjög óheppilegt, að enginn væri til að stjórna Eisenhower hershöfðingja, sem bersýnilega gerði alltof lítið úr þessari innrásarhættu, þar sem hann léti fylgja innrásarsveit- unum frá Austur- Þýzkalandi eftir inn á hernámssvæðið. Allt yrði að gera til að jafna mál- in og koma á friði sem fyrst, svo að hin forna vinátta rúss- nesku og bandarísku þjóðanna bíði eng&n hnekki. Hann sagði að Rússar væru svo stoltir og mætu sóma sinn svo mikils, að þeir myndu aldrei una því til lengdar að vera háðir manda- rínunum í Peking. Ræða, sem John K. Poffen- heimer frá hlutafélaginu Adria- 1 tisk Export, flutti í félagi utan- * ríkismála, hefir líka haft mikil áhrif. Hann sagði áheyrendum sínum, að hann hefði gert glæsi leg viðskipti austur fyrir járn- tjaldið í gegnum Triest og það væri engin hætta á öðru en þau gætu haldið áfram nokkur ár ennþá, ef Bandarík- in létu útþensluna rússnesku afskiptaiausa. Hann sagði, að kommúnismínn í Evrópu yrði ekki stöðvaður með ofbeidi, og það væri því betra, sem. Eng- lendingar áttuðu sig fyrr á því. Forsætisráðhcrra Indlands (Framhald á 6. siðu.x starfað. Það hefir sparað landsmönnum upphæðir, sem skipta morgum milljónum króna, er ella hefðu runnið í vasa erlendra og innlendra gróðamanna. Það hefir lagt grundvöíl að auknum mögu- leikum til að bæta olíuverzlun ina enn meira á komandi ár- um. Samvinnufélögin og út- vegsmenn eigg, skilið mikiar og óskiptar þakkir þjóðariirn ar fyrir þá stórmerkilegu og heillaríku framkvæmd, sem þessir aðiiar hafa ráðist í, þar sem stofnun og starfræksla Oliufélagsins er. Það er líka óræk viðurkenn ing þess, að Olíufélagið hefir unnið mikið og gifturíkt starf að Mbl. og Þjóðviljinn skulu hafa horn í síðu þess. Þjóð- viljinn vill allt það feigt, er til umbóta horfir í ríkjandi þjóðskipulagi, og Mbl. er auð sveipur þjónn auðhringanna, sem grætur yfir hverjum eyri sem þeir missa úr pyngju sinni. Fjandskapur þessara aðila er aukin hvatning til allra umbótasinnaðra og þjóðhollra manna um að stuðla að því, að Olíufélagið geti eflzfc og styrkzt og haldið áfram um- bótum á olíuverzluninni, er séu í samræmi við hina glæsi legu byrjun þess. Raddir nábúanna Þjóðviljinn þykist nú hafa fundið lausn á atvinnuleys- ismálinu. Það er að stofna atvinnuleysissjóð og veita at- vinnuleysisstyrki, sem yrðu % dagkaupsins. Sigurður Guðnason flytur nú um þetta frv. á þingi og telur Þjóð- viljinn þetta aðallið þess: „Samkvæmt lögum er stétt- arfélögum heimilt að stofna atvinnuleysissjóði og eru tekj- ur þeirra ákveðnar sem hér segir: 1. Þrjár milljónir króna á- samt vöxtum sem Trygginga- stofnun ríkisirís geymir og skal því fé skipt milli sjóð- anna í hlutfalli við félagatölu. 2. Atvinnurekendur skulu greiða í sjóðina sem svarar 4% af heildartekjum hverS sjóðsfélaga sem hjá þeim vinn ur. 3. Ríkissjóður greiði 150 kr. á ári á hvern sjóðsfélaga að viðbættri verðlagsuppbót. 4. Bæjar- og sveitarsjóðir greiði helming á við framlög ríkissjóðs. 5. Sjóðsfélagar greiði sjálfir iðgjöld.“ Það er gallinn á þessu frv., að hætt er við, að smá yrðu framlög ríkis’ns og atvinnu- rekenda, ef framleiðslan stöðv aðist. Styrkirnir eru líka ætl- aðir svo lágir, að styrkþeg- arnir myndu búa við full- komið sultarlíf og iðjuleysi í þokkabót. Þessi tillaga komm únista er því engin lausn, en gæti hins vegar tafið fyrir raunhæfri lausn- Eina raun- hæfa úrræðið er að efla svo framleiðsluna, að hún geti veitt næga, lífvænlega' at- vinnu. Framlenging húsa- leigulaganna E'ns og kunnugt er, gerSi Alþingi þá breytingu á húsa leigulögunum í fyrra, að bindingarákvæði þeirra varð- andi leiguíbúðir skyldu smátt og smátt falla úr gildi. Sam- kvæmt því féllu bindingar- ákvæði þeirra varðandi ein- stakl ngsherbergi úr gildi á síðastliðnu hausti, en í vor falla úr gildi sams konar á- kvæði varðandi ie.guíbúðir, sem eru í sama húsi og eig- andinn býr í. Þar sem Alþingi le t svo á, að aðstaða gæti verið nokk- uð mismunandi í þeim kaup- stöðum, er húsaleigulögin náðu t'l, vildi það veita und- anþágu frá niðurfelLngu bindingarákvæðis'ns, þar sem sérstaklega stóð á. Þess vegna lét það svo fyrirmælt, að hlutaðeigandi bæjarstjórnir gætu framlengt bindingará- kvæðin, ef þær teldu þess sérstaka þörf. Það var í samræmi við þetta ákvæði, sem Þórður Björns- son flutti snemma á síðastl. sumri tillögu þess efnis, í bæjarstjórn Reykjavíkur, að fram færi athugun á því, hver áhrif það hefði, ef bind ingarákvæði húsaleigulag- anna væru látin falia niður, án íhlutunar bæjarstjórnar- innar. Tillögu Þórðar var vís- að 11 bæjarráðs, en jafnframt lýst yfir, að borgarlækni yrði falið að athuga málið. Þessari athugun borgar- læknis er ekki lok ð enn, en hins vegar ekki hægt að fresta lengur ákvörðunum um málið. Þórður Björnsson flutti því þá tillögu á sein- asta bæjarstjórnarfundi, að bindingarákvæði húsaleigu- laganna skyldu enn fram- lengjast um eitt ár til við- bótar, þar sem enn væri ekki lokið athugun á því, hver á- hrif niðurfelling þeirra hefði. íhaldsmeirihlutinn tók þá einkennilegu afstöðu að fella þessa tillögu með því að sitja hjá við atkvæðagreiðsl- una. H'ns vegar studdu aðrir bæjarfulltrúar hana. Væntanlega þýðir hjáseta íhaldsmeirihlutans það, að hann hefir enn ekki tekið ákveðna afstöðu til málsins, enda mátti á honum skilja, að hann myndi láta taka mál ið fyrir á ný í bæjarstjórn- inni. Það ætti því ekki að vera útilokað, að bæjarstjórn armeirihlutinn fallist á fram- lengingu bindingarákvæðis- ns. Frekari athugun hans á því máli getur ekki le-tt til annarrar niðurstöðu en að hér skapist m'kil vandræði og glundroði, ef ekki verður að því ráði horfið. Fraratal Einars Þjóðviljinn segir í fyrradag, að Olíufélagið ætti sjálft að le ta úrskurðar verðlagsdóms um ákæru þá, sem blaðið hef- ir borið á það. Með því sýni félagið, að það teldi sig hafa hre-nan skjöld. Samkvæmt þessu ætti vissu lega að mega vænta þess, að Einar Olge rsson óski rann- sóknar á skattaframtali sínu, þar sem ýms blöð hafa dregið í efa, að hann hafi talið olíu gróðann fram. Sé ályktað samkvæmt framangreindri kenningu Þjóðviljans, álítur Einar sig sekan, ef hann ósk- ar ekki eftir umræddri rann- sókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.