Tíminn - 17.02.1951, Side 6

Tíminn - 17.02.1951, Side 6
6 TÍMINN, Iaugardag'nn 17. febrúar 1951. 40. blaff. La traviata I Amerísk mynd gerð eftir 'hinni frægu óperu Verdis. ! Sýnd kl. 3, 5, 7, og 9. ; í TRIPOLI-BÍO OFLRHIJGAR (Brave Men) Gullfalleg ný, rússnesk lit- kvikmynd, sem stendur ekki að baki „Óð Síberíu“. Fékk 1. verðlaun fyrir árið 1950. Enskur texti. Aðalhlutverk: Gurzo Tshernova Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ ROBERTO. (Prélude á la Glorie) Stórfengleg tónlistarmynd, með hinum fræga 10 áral gamla tónsnillingi Roberto Benzi Tónlist: Liszt, Weber, Ross-j ini, Mozart, Bach. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ! BÆJARBÍÓ) HAFNARFIRÐI j Skakkt rciknaSi j Spennandi ný amerísk leynij lögreglumynd. ’ Aðalhlutverk: > Humprey Bogart Lizabeth Scott Bönnuð innan 15 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. cCvULlrungS&éíuAníaA. ^ejtaA) 0uufela$ur% ‘í Bergur Jónsson j Málaflutningsskrifstofa I Laugaveg 65. siml 5833. j Heima: Vitastlg 14. Askr iftar sírot 3 roiiunv 2222 Gerlzt áskrlfendnur. J j Áusturbæiarbíó |j»rundiir sniitSur. 1 Sýnd kl. 7 og 9. ] G»g og Gokke í fangelsi Sýnd kl. 3 og 5. | Sala hefst kl. 11 f.h. jTJARNARBÍÓ Ljiifi «ef ínér lítinn koss. 1 Bráðskemmtileg rússnesk 1 söngva- og músíkmynd. Ensk ' ur texti. A. Karlyev S. Klicheva Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. , Sala hefst kl. 11 f.h. GAMLA BÍÓ var fangi á Grini. i Norsk sannsöguleg stórmynd. Aðalhlutverk: Harald Heidestun Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. HAFNARBÍÓ GIMSTEINA- BÆRI\\. (Diamond City) Ákaflega spennandi og við- J burðarík ný kvikmynd er ger [íst í Suður Afríku. Aðalhlutverk: David Farrar Diana Dors Honor Blackman Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ógnarslóðin. (Trail of Terror) Bob Steel [Aukamynd: Chaplin til sjós. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f.h. Raflagnlr — Vlðgerðlr ! Baftækjavfinluoln LJÓS & HITI h. t. , ! Laugaveg 79. — Siml 5114 I V Erlent yftrlit (Framhald o/ 5. slOu.) skortir, og stundum kennir þess, að heilbrigða gagnrýni hefir skort hjá samstarfsmönnum hans. En forsetinn getur tekið fast og öruggt á málum, þegar honum finnst það óhjákvæmi- leg nauðsyn. Þegar Bevin og Stafford Cripps voru í Washing ton rétt áður en pundið var fellt, létu litlir karlar, sem vildu gera hlut brezku verkamanna- stjórnarinnar lítinn, talsvert á sér bera. Forsetinn sá við því í tæka tíð, og flutti ræðu, þar sem hann sagði, að þessir brezku verkamannaleiðtogar skyldu fá móttökur eins og hæfði beztu vinum Bandaríkjanna. Allt varð í samræmi við þessa ræðu og ferðin varð brezk-amerísku samstarfi góður styrkur. Eitt af þeim málum, sem Tru- man helgar sig persónulega, er fjárhagsleg hjálp til viðreisnar þeim löndum, sem skammt eru á veg komin. Þegar Walter Reuther, formaður sambands bifreiðaverkamanna, lagði til að veita frumstæðum þjóðum 13 milljarða dollara, las Tru- man greinargerð hans vandle^n og skrifaði um hana langa álits- gerð. Yfirleitt hlustar Truman eftir athugasemdum og tillögum frá samtökum alþýðustéttanna, sem hann telur höfuðstyrk sinn í stjórnmálabaráttunni. Hann lít- ur þó fyrst og fremst á sig sem fulltrúa Bandaríkjaþjóðarinnar allrar, en ekki neins ákveðins hluta eða hóps innan hennar. Hann ber meiri ábyrgð en Walt- er Reuther og verður því betur að gæta hófs í tillögum sínum og yfirlýsingum. Venjulegir menn. Truman myndi eflaust viður- kenna fyrir sitt leyti, það sem Clement Attlee hefir sagt um sjálfan sig og forsetann, að þeir séu venjulegir menn, sem ó- venjuleg ábyrgð hvíli á. Því fylgja óþægindi beggja megin Atlantshafsins. Á þeim tímum, sem færa þjóðunum ný og erfið viðfangsefni, sem bæði þarf djörfung og þrautseigju til að leysa, finna þær stundum til þess að vanti volduga og snjalla rödd, til að segja þeim hverjar byrðar erfiðir tímar krefjist að lagðar séu á hvern og einn. Þess vegna veldur það sárum*sökn- uði í Bandaríkjunum, að rödd Roosevelts er þögnuð, og ef til vill í fleiri löndum. En fyrst hinir óvenjulegu menn, Stalin, Roosevelt og Churchill, gátu ekki lagt grundvöll varanlegs friðar, er rétt að venjulegir menn fái að reyna það. Síðustu ár hafa margir Evr- ópumenn talað um Truman eins og hann væri einhverskonar heiðursfélagi sósíalismans. Það gera líka andstæðingar hans innanlands. Þeir deildu lengi á hann fyrir það, að ætla að gera Bandaríikn að „sælu- ríki“ en þegar þeir sáu, að þær ásakanir juku lýðhyfíli hans, breyttu þeir um orðalag og nú ásaka þeir hann um „skríðandi sósíalisma". Þetta er alveg út í hött. Það er eins og forsetinn hefir sjálfur sagt: „1 mér finnst hvorki marxískur né sósíaliskur blóðdropi“. Þvert á móti er hann sannfærður fylgismaður „einka- framtaksins", en hann telur að hægt sé að skipuleggja það svo, að það geti orðið þjóðinni allri til góðs, en ekki aðeins hluta af henni. Truman hefir valið sér sjálfur einkunnarorð í tilefni af hinum þungu skyldum og ábyrgð for- setans. Mark Twain var sá höf- undur, sem hann dáðist mest að á æskuárunum og frá hon- um hefir hann tilvitnun í ramma á vinnuborðinu sínu: Gerðu alltaf það, sem rétt er. Það mun verða nokkrum mönn- um til gleði, og hinum undrun- arefni. AnglÝsingasími TÍMA\S oi* 81300 Cjina JCc auó: SKIPS- LÆKNIRINN 35 góða hegðun og var nú að leikfimiæfingum á þilfarinu. Samt renndi hún oft til hans augunum, og ekki hvað sízt gerði hún sér mjög far um að draga að sér athygli Wolzogens. En Wolzogen mátti ekki vera aö því að gefa henni gaum. Hann varð að andmæla orðum Maríusar. — Heldurðu þá, að Stefanson, sem gekk berfættur, þeg- ar hann var drengur, eigi velgengni sina að þakka skorti á hugmyndaflugi? spurði hann. — Nei, sagði Maríus hlæjandi. Stórgróði fæst á allt ann- an hátt. Stefanson á uppgang sinn til dæmis að þakka, hve skarpskyggn hann er á, hvar von er um mikinn gróða, og þar næst hugrekki sínu að voga miklu. Þessu næst á hann konum að þakka velgengni sína. — Ég get með góðri samvizku sagt, að ég hefi aldrei hreppt happ úr hendi kve nna, mælti Wolzogen. — Það getur þú áreiðanlega sagt með góðri samvizku. Það þarf ekki annað en sjá yður sjálfan til þess að trúa því. Það duldist ekki, að Wolzogen varð að heyja harða baráttu við sjálfan sig, svo að hann glataði engu af hinum virðu- lega svip sínu. Hann reyndi nú að beina samtalinu inn á aðrar og geðþekkari brautir. — Hvernig líður hinum fallegu dætrum þínum? spurði hann. Ég sá Landshof greifafrú fyrir hálfum mánuði. Öldungurinn kinkaði kolli. — Dætrum mínum líður öllum vel. Svo stakk hann ann- ari hendinni í brjóstvasann á vaðmálsj akkanum sínum og dró upp mynd af stúlku. — Þetta er sú yngsta, bætti hann við. Tómas fékk einnig að líta á myndina. Hún var af korn- ungri, prúðbúinni stúlku með hund i bandi. — Þessi mynd var tekin í Deauville, sagði Tómas. — Dætur þínar ættu að hlynna betur að þér, sagði Wol- zogen. — Tómas hafði einmitt flogið hið sama í hug. Hvers vegna var faðir þessarar prúðbúnu stúlku hér á þriðja far- rými í götugum skóm? — Þetta er á misskilningi byggt, sagði gamli maðurinn. Dætur mínar vilja bera mig á höndum sér. Það rignir yfir mig bréfum og gjöfum frá þeim. — Og nú dró hann upp þykkan bunka af bréfum. Þessi bréf fékk ég til dæmis dag- inn áður en ég fór að heiman. Tómasi varð litið á bréfin. En honum virtust þetta frem- ur vera viðskiptabréf, en bréf frá konum, sem héldu sig rik- mannlega. — Má ég setjast hér? sagði Milla, sem nú kom aðvífandi og hlammaði sér niður við fætur gamla mannsins. Og nú sneri Wolzogen, sem orðinn var reiður við hinn gamla hús- j bónda sinn, orðum sínum til hennar. X. Klukkan var meira en ellefu, er Tómas hafði loks lokið skyldustörfum sínum þennan morgun. Hann hafði hjart- slátt, er hann nálgaöist dyrnar á klefa 36. Hann barði að dyrum. — Hver er þar? var spurt inni fyrir með rómi konu hans — þessari áhyggjulausu, glaðlegu rödd, sem hann þekkti svo vel. Hver er þar? Skyldi hún vera ein? Hjartslátturinn jókst um allan helm- ing. Hann hlustaði góða stund við dyrnar, áður en hann gat sagt: Það er ég, Sybil. Opnaðu! Sybil rak upp óp — hálfkæft. Svo varð dauðaþögn. Tómas beið með höndina á hurðarhúninum — langa, langa stund. Hurðin var læst, og hún var ekki opnuð. — Sybil, kallaði hann aftur. Opnaðu fyrir mér! — Ekkert hljóð. — Sybil, þú skalt ekki vera hrædd við mig. Ég skal ekki gera þér neitt. Ég vil bara tala við þig — sjá þig! Ekkert svar. Tómas kraup á kné og reyndi að gægjast inn um skráargatið. Hann gat séð Sybil. Hún var alein. Hún stóð bak við hæg- indastól og starði agndofa af skelfingu á hurðina. Hún sá hann auðvitað ekki í gegnum skráargatið, og þó mætti hann augnaráði hennar. —• Sybil — hvers vegna ertu hrædd við mig? hrópaði hann hátt. Þú skalt ekki vera hrædd við mig. En hún opnáði ekki. — Getur það verið satt, að þú viljir ekki einu sinni tala við mig? hrópaði hann örvita. Hvað hefi ég gert þér? Við vorum saman í fimm ár. Og hvenær gerði ég þér mein? Ég vil bara tala við þig stutta stund;

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.