Tíminn - 17.02.1951, Side 8
„ERLEJVT YFfRLÍT“ I DAtí:
Vinnubriiyð Trumans forseta
35. árgangur.
Reykjavík,
„A FÖRIVIIIH VEGIíe t DAGi
Óvœnt niðurstaðti
17. febrúar 1951.
40. blað.
íburðarmikið brúð-
kaup Persakonungs
6000 dcmantar, 20000 silfurffaðrir og'
1.500.000 pallícttur I kjjól brúðarinnar.
Veglegt brúðkaup fór fyrir fáum dögum fram í ^ílabeins-
salnum í k onungshöllinni í Teheran í Persíu. Móhameð
Reza, sha í Persíu, gekk þar að eiga nítján ára síú'ku, Sor-
aja Isfandjari-Bakhtjarim. Fór vígslan fram að sið Múham-
eðstrúarmanna og með austurlenzkri viðhöfn.
Snjór nn heillaboði.
Göturnar í höfuðborg
Persíu voru þaktar snjó að
morgni brúðkaupsdagsins og
þótti það góðs vlti og fyrir-
boði um það, að hamingja
vildi fylgja hjónabandi þjóð
höfðingjans. Allar búðir í
borginni og mörg hús önnur
voru fagurlega skreytt fán-
um, listvefnaði og blómum.
Meira en smálest blóma hafði
verið send flugleiðis frá Hol-
landi til Teheran vegna brúð
kaupsins til þess að skreyta
konungshöllina.
Annað hjónaband þjóð-
höfðingjans.
Shainn er þrjátíu og eins
árs að aldri, og var áður
kvæntur Fawzíu prinsessu frá
Egyptalandi: En við hana
skildi hann 1948.
Hin nýja brúður hans er
af persneskum höfðingja-
ættum, en móðír hennar var
þýzk. Upphaflega átti brúð-
kaupið að fara fram 27. des.,
en var frestað þar til nú,
vegna sjúkleika brúðarinnar.
Skrúði brúðar'nnar.
Brúðurin kom til konungs-
hallarinnar í fylgd með systr-
um konungs, prinsessunum
Kams og Ashraf, -er höfðu
sótt hana í bifreið, sem roðin
hafði verið gulli. Bræður
Rannsókn að ósk
verðgæzlustjóra
Undanfarið hefir nokkuð
verið rætt opinberlega um
meint verðlagsbrot Olíufélags
áns h.f. og hefir verðgæzlu-
stjóri verið sakaður um að
hafa brugðizt embættis-
skyldu sinni með því að vísa
málinu ekki til verðlagsdóms,
þótt hann telji sig hafa kom-
izt að raun um, að nefnt
félag hafi ekki framið verð-
lagsbrot, samkvæmt greinar
gerð, dags. 26. f. m., sem birt
hefir verið opinberlega.
í bréfi 11 ráðuneytislns, dag
se.ttu 30. f m., hefir verð-
gæzlustjóri óskað þess, að
rannsókn verði látin fram
fara um það, hvort hann
hafi brugð zt embættisskyldu
sinni í meðferð þessa máls.
Ráðuneytið hefir eftir atvik-
um fallist á að láta fara fram
athugun á því, hvort telja
megí að ástæða hafi verið
til frekari aðgerða í áður
nefndu máli Olíufélagsins
h. f.
Ráðuneytið hef r falið þe'm
Jónatan Hallvarðssyni, hæsta
réttardómara, og Teodór Lín-
dal, hæstaréttarlögmanni, að
framkvæma þessa athugun.
(Frá viðskiptaráðuneytinu)
konungs, prinsarnir Alí. Kúl-
am og Abdor, tóku á móti
þeim, ásamt forsæt sráðherra
landsms og 140 háttsett.um
embættsmönnum. Brúðar-
kjóllinn, sem saumaður var í
París af tízkuhöfundinum
Christian Dior, var hvítur
með perlusaumuðu tulli og
settur 6000 demöntum, 20 þús
und silfurfjöðrum og 1,500
þúsund pallíettum.
Þá voru brúðargjaíirnar
ekki af lakara taginu. Stalin
gaf pels fyrir þrjár milljón:r
íslenzkra króna, auk skrif-
borðssetts, er skreytt var
svörtum steinum, og Truman
gaf krystalsbúnað af heldur
skárra taginu.
Vígsluathöfnin.
Shainn leiddi brúði sína síð-
an i fílabeinssal konungshall
arinnar, þar sem vígslan fór
fram. Ekkjudrottningin, kon-
ungsfjölskyldan og fjölskylda
brúðarinnar tóku þátt í skrúð
göngunni í salinn.
Tveir Múhameðstrúarprest-
ar færðu tákn hjónabands-
ins fram fyrir brúðhjónin:
ljósastjaka með logandi kerti
i, spegil og kóraninn. Síðan
lýsti Soraja því yfir í heyr-
anda hljóði, að hún gæfist
shainum, og dró brúðguminn
þá hring á fingur henni.
Líknarstarf í stað veizlu-
Að ósk shains var aflýst
veizlum þeim, sem í raun-
inni áttu að standa í fjóra
daga, nema hvað boð var í
Gulistahöllinni, þar sem hið
fræga páfuglahásæti er. Fé
það, sem nota átti til veizlu-
halda, hefir verið látið ganga
til líknarstarfsemi í landinu.
rezka stjórnin mun
biðja um skýringar
Bamlaríkjastjórnar á orðnm Trumaiis
forseta, all Mae Artlmr sé sjálfráður hvort
haim sciadir hér S.i*. yfir 38. breiddarhaug
Samkyæmt fregnum frá London er talið fullvíst, að brezka
stjórnin ntuni fer-áðlegá senda bandarísku stjórninni sér-
staka orðsendkigu og biðja hana um nánari skýringar á
stefnu hennar um það, hvort senda skuli hersveitir S.Þ. norð
ur fyrir 38. breiddarbaug, ef suðurherinn hefji sókn norður.
Húsaleigulögin
sennilega ekki
framlengd
Það má nú telja litlar lík-
ur til annars en húsale'gu-
lög.'n falli algerlega úr gildi
í Reykjavík á þessu ári, en
slíkt er á valdi bæjarstjórn-
arinnar.
Á bæjarstjórnarfundi í
fyrradag báru allir minni-
hlutaflokkarnir fram ó-
breytta tillögu Þórðar Björns
sonar frá síðasta bæjarstjórn
arfundi um það, að húsaleigu
lögin yrðu framlengd um eitt
ár, svo að rannsókn gæti far
ið fram á því, hvaða áhrif
það hefir að fella þau úr
g.'ldi. Þórður Björnsson og
S 'gfús Sigurhjartarson höfðu
framsögu um málið.
Fulltrúar minnihlutaflokk-
anna greiddu tillögunni atkv.
en allir fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins sátu hjá, og féll
hún þannig.
Persadrottn ng — Soraja Is-
fandjari-Bakhtjar m.
Sjúkrahús- og vist-
heimilamál Rvíkur
enn til umræðu
Álit sparnaðarnefndar í
sjúkrahús- og vistheimilamál
um Reykjavikurbæjar var til
umræðu á bæjarstjórnarfundi
í fyrrad. Hefir bæjarráð haft
þetta álit til meðferðar frá
því 21. des. í haust, en litlar
sögur farið af aðgerðum þess.
Sigriður Eiríksdóttir flutti
ýtarlega ræðu um álit þetta
á bæjarstjórnarfundinum.
Benti hún á margt á þessu
sviði, er betur mætti fara, og
væru þessi mál þess eðlis, að
bæjarstjórnin ætti að taka af
skarið, í stað þess að láta
þau dragast á langinn von úr
viti, þegar engin ástséða væri
til að bíða.
Lagði Sigríður til, að
rannsókn væri látin fara
fram á eyðslu við matar-
kaup handa Farsóttarhús-
inu, svo að þau yrðu færð
í eðlilegt horf, þvottahúsi
að Arnarholti komið í starf
hæft ástand og brauð bök
uð handa hælinu heima,
aukinn búrekstur að Arnar
hölti og Kumbaravogi til
styrktar hælunum og
sparnaðar í reksturkostn-
aði og athugaðir möguleik
ar á að flytja he mavistar-
deild vangæfra barna að
Laugarnesi á þann stað,
þar sem hún kæmi að betri
notum.
Öllum þessum tillögum var
vísað til bæjarráðs af me'ri-
hluta bæjarstjórnar, og báru
Sjálfstæðismenn því við, að
bæjarstjórn mætti engar til-
lögur gera meðan bæjarráð
hefði málið t'l meðferðar.
Brezka stjórnin mun biðj -
ast þessarar skýringar vegna
þe rra orða Trumans forseta
á síðasta blaðamannafundi
hans, að hann liti svo á, að
Mac Arthur hefði fuljt vald
til að ákveða, hvort hann
sendi hersveit r S Þ. norður
fyrir 38. breiddarbaúg, með
an ríki þau, sem ættu heri
í landinu hefðu ekki tekið á-
kvöröun um annað.
Álit brezku stjórnarinnar.
Attlee forsætisráðherra lét
hins vegar svo um mælt að
brezka stjórnin teldi, að ekki
bæri að senda her norður fyr
ir baug'nn fyrr en ríkin sem
eiga her í Kóreu hefðu látið
á ný í ljós vilja sinn um það
efni.
Meðal stjórnmálamanna í
London er l'.tið svo á, að
stefnubreytmg hafi orðið um
þetta atriði hjá brezku stjórn
inni síðan herlnn var send-
ur fyrra sinn norður fyrir 38.
breiddarbaug.
HERLIÐ TIL MZKALANDS
Bandaríska stjórnin til-
kynnti í gær, að bráðlega
mundi hernámslið Bandarikj
anna í Þýzkalandi verða auk
ið allverulega og bætt þar við
fjórum herfylkjum.
Sænsk bóklist á
sýningu hér
Á þriðjudaginn kemur kl.
2 e. h. verður opnuð í nýja
þjóðminjasafninu sænsk
bókasýning er nefnist Sænsk
bókl'st. Það er stofnunin
Svenska Institutet, sem á
frumkvæði að sýningU þessari.
Stofnun þessi hefir það mark
mið að vera miðstöð sænskra
menningarviðskipta við önn
ur lönd.
Sænsk bókagerð er á mjög
háu stigi, vönduð, traust og
smekkleg svo af ber. Búning-
ur sænskra bóka er oftast
fagur og • stílhreinn, enda
hafa Svíar lagt sig fram um
umbætur á þessu sviði eink-
um með því að efna tfl sam-
keppni meðal bókaútgefenda
um slíkt og verðlauna það,
sem vel er gert.
Auk aðalsýningarinnar sem
á að sýna útlit og búning
sænskra bóka, verða þarna
tvær aðrar deildir, önnur
deild bóka um ísland, sem
komið hafa út í Svíþjóð síð-
ustu árin og hina með íslenzk
um bókum, sem gefnar hafa
verið út í Svíþjóð.
Byggja íbúðarhús
í tómstundunum
Norska blaðið, Vort Land,
í segir frá því, að í ráði sé að
j reisa átján þúsund íbúðir í
, Osló á þessu ári. Eigi einkum
, að veita byggingaleyfi þeim,
' er geta unnið að íbúðum sín-
. um sjálfir í tómstundum sín-
' um — á þeim tíma, sem þeir
hafa afgangs utan síns venju-
lega vinnutíma.
Er hér ekki athyglisverð
hugmynd á ferð fyrir íslenzka
kaupstaðarbúa?
Grunur um garnaveiki
- sýking fannst ekki
Guðmnndur Gislason læknlr raimsakaði
kvr á Ilwlum í Iljaltadal o» Kýrholti.
Frá fréttari tara Tímans á Sauðárkróki.
Guðmundur Gíslason læknir er á ferð hér nyrðra um
þessar mundir til þess að rannsaka búpening, sem grunur
hefir leikið á, að haldinn sé garnaveiki. Voru kýr rannsak-
aðar að Hólum í Hjaltadal og í Kýrholti, en veikin fannst
ekki í þeim. — í fyrradag fór Guðmundur norður til Ólafs-
fjarðar.
I haust varð vart við garna-
veiki í nautgripum að Sleitu-
bjarnarstöðum í Kolbeinsdal,
og að undanförnu hefir grun-
ur leikið á því, að garnaveiki
væri í kúm að Hólum í Hjalta-
dal og Kýrholti í Viðvíkur-
holti. Hafði garnaveiki áður
verið á þessu svæðií og var
mikill uggur í mönnum, að
hún væri að blossa upp á ný.
Veikin fannst ekki.
Guðmundur Gíslason hefir
nú verið á Hólum og í Kýr-
holti. Að Hólum var lógað
þremur kúm, sem slæm þrif
höfðu verið í, og að Kýrholti
ein kýr. Við rannsókn fannst
þó ekki neitt, er þenti til
garnaveiki.
100 þús. bandarísk-
ir hermenn til
Evrópn
Acheson utanrík'sráðherra
Bandaríkjanna sagði í gær í
gær, að Bandaríkin mundu
innan skamms senda tvö her-
fylki eða um 100 þús. her-
manna sem fyrstu þátttöku í
Evrópuhernum. Lið þetta
mundi verða sent til nokk-
urra landa álfunnar til að
treysta varn'.r þar sem helzt
þætti þörf.