Tíminn - 25.02.1951, Síða 5

Tíminn - 25.02.1951, Síða 5
47. blað. TÍMINN, sunnudagrinn 25. febrúar 1951. 5 tmttm Sunnud. 25. febr. Hví þegir Þjóðvilj- inn um Titoismann? Þjóðviljinn notar jafnan mikið af rúmi sínu til að fjalla um útlenda viðburði. Bæði fréttir og greinar eru þar svo að segja daglega til að fræða menn um það, sem er að gerast í stjórnmálalífi og félagsmálum framandi þ j óða. Það er í sj'álfu sér gott, að blöðin fræði lesendur sína um gang heimsmálanna. En und arlegt er það, að þrátt fyrir alla þá rækt, sem Þjóðviljinn leggur við fréttaburð erlendis frá í ýmsu formi, er þó fyrir það brennt að hann minnist nokkurn tíma á sumt af því merkilegasta og fréttnæmasta sem er að gerast í heirninum á sviði stjórnmálalífsins. Blað ið segir aldrei með einu orði frá hinum svokallaða Tító- isma, það er hinum þjóðlega kommúnisma, sem neitar að lúta boði og banni Komin- forms í einu og öllu. Hér er þó um að ræða fyr- irbrigði, sem ruglar alla reikn inga um styrkleikahlutföll i styrjöld og auk þess hlýtur það að vera alveg sérstakt á- hugamál innan kommúnista flokkanna sjálfra, hvað ofan á verður um afstöðu þeirra gagnvart Rússum og blinda þjónustu skyldu við þá. Það er því mjög undarlegt, að Þjóðviljinn skuli ekki segja lesendum sínum neitt af hin um örlagríku átökum, sem eiga sér stað innan bræðra- flokkanna í öðrum löndum. Tveir af kunnustu kommún istaforingjum suður í álfunni Thores 1 Frakklandi og Togli- atti á Ítalíu hafa lýst því yfir að ef kommúnistaherir frá öðrum rikjum sæktu inn í lönd þeirra, myndu þeir veita innrásarherjunum fulltingi sitt. Þessi yfirlýsing hefir orð ið til þess, að fjöldi kommún ista og þar á meðal ýmsir kunnir baráttumenn, hafa yfirgefið flokka sína. Þessu fylgja auðvitað harðar deilur og átök eins og jafnan, þegar flokkar riðlast og leiðir gam alla samstarfsmanna skilja. Það hefir verið deilumál hér á landi eins og raunar víð ar, að hve miklu leyti flokkur kommúnista væri háður kommúnistaflokki Rússlands. Jafnvel hefir þvi verið, hald ið fram, að hér á landi væri enginn kommúnistaflokkur til, heldur einungis Samein- ingarflokkur alþýðu. Samein einingarflokkur sá hefir þó sent fulltrúa á ráðstefnur Kominforms og haft marg- háttað samstarf við útlenda kommúnistaf lokka. Nú gæti það verið mjög til skýringar fyrir almenning um íslenzk stjórnmál, ef Þjóðviljinn vildi upplýsa menn um afstöðu sína til á- taka þeirra, sem fram fara í flokkum kommúnista. Telur hann, að kommúnistar um heim allan eigi skilmálalaust að lúta boði og banni Komin forms? Telur hann að komm únistar í hverju landi eigi að bíða viðbúnir til að hjálpa er lendum kommúnistaher til að skipta um stjórn og stjórn arhætti í föðurlandi sínu, svo cem þeir Thores og Togiiatti? ERLENT YFIRLIT: Rússar vígbúa leppríkin Líkur aukast fyrir því að vorið sé að uud- irbúa árás á Júgóslavíu Bræðurnir Joseph og Steward Alsop eru í röð þeirra amer- ( ísku blaðamanna, sem einna bezt fylgjast með alþjóðamál-' um. Þeir eru jafnframt frjáls- | lyndir i skoðunum. Að jafnaði rita þeir í stórblaðið New York Herald Tribune og ræða þar ýms þau mál, sem efst eru á baugi í alþjóðastjórnmálum1 hverju sinni. Um s. 1. mánaða- j mót birtu þeir tvær greinar um ástandið í alþjóðamálunum og líkindin fyrir því, að styrjöld brjótist út. 1 greinum þessum koma fram ýmsar nýstárl'egar upplýsingar og sjónarmið og verður hér á eftir og i næsta blaði rakið efni þessara greina í aðalatriðum: Á síðustu sex mánuðum hafa einvaldarnir i Kreml hljóðlát- lega gert ýmsar ráðstafanir, sem á ytra borði líta út eins og und irbúningur að árás á Vestur- Evrópu í vor eða sumar. Þetta er í reyndinni þungamiðja á- standsins í alþjóðamálunum i dag og • ýfirskyggir í rauninni hinar dáglegu fréttir. Það er kominn Tími til — fyrir löngu kominn tími til — að skoða nán ar, hvað mennirnir í Kreml hafa gert, og-reyna að ráða þá gátu, hvað það^tnuni þýða. Á meðai margra breytinga á stjórnmálasviðinu í Evrópu, er sú hættulegust, sem orðið hefir í við landáinæri Júgóslavíu. Fyrir sex mánúðum var enginn efi á því, að' her Títós — 400.000 menn — mnndi sigra sameinaða heri leppríkjanna rússnesku, Ungverjalands, Búlgaríu og Rúmeníu._af þessi leppríki réð- ust á JÚSQSlava. En í dag er málið ekki lengur þannig vax- ið. Stóraukíhn herafli lepp- rík jannail SkömiirÖ eftir að Kóreustríðið hófst, hófst aukning herja lepp ríkjanna í Evrópu. Árgangurinn 1927, sem^átti að losna úr her- j þjónustuí sumar, er enn í her- búðum. Urval hefir verið kallað 1 til vopna Gr varaliðinu. Með þess um hættf'hefir herstyrkur lepp ríkjanna 'Verið aukinn um meira ' en 50%, ifg mun nú vera sam- tals um 600.000 menn, en það er 1 sú tala, sem Tító marskálkur , hefir nefnt í þessu sambandi. Á sama tímá hefir Sovétstjórnin sent leppríkjunum miklar birgð (ir skriðdreka, fallbyssna og ann arra hergágna, ásamt skotfær- | um, og þáftnig hafa Rússar bætt úr mestíT ágalla hernaðargetu leppríkjaifna, en hann var skort ur á hergögnum. Þar við bæt- ist, áð enda þótt Rússar haii ekki aukið mannafla ungversku rúmensku og búlgörsku herj- anna, enn sem komið er; hafa þeir aukið verulega við eigin herstyrk í Karpato-Úkraníu. Þetta nýja rússneska hérað iigg ur vestan Karpataijallanna. Vélahersveitii, sem réðust vest- ur yfir Pannonian-sléttuna, frá Karpato-Úkraníu, mundu kom- ast til Belgrad, höfuðborgar Júgóslavíu, á fáum döguni A ytra borðinu virðist hér vera um að ræða undirbúning til þess að ráðast á Júgóslavíu af leppríkjunum, sem næst henni liggja, ásamt með hluttoku rúss neska hersins ef þurfa þætti. Þannig lítur Tító marskálkur a. m. k. á málið. Þetta er ástæðan fyrir því, að hann lcggur nú megináherzlu á að vera tiibú- inn að mæta árás í apríl eða maí. Skoðun Títós verður senni legri þegar athugaðar eru ráð- stafanir, sem Rússar hata gert í Austur-Þýzkalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. 25 herfylki í Austur- Þýzkalandi. í þessum síðast töldu löndum, er herstyrkur sá, sem Rússar gætu fært til með stuttum fyrir vara, svipaðar og fyrr, en þess ber þó að gæta, að eftirlit með pólitískum trúnaði pólska og tékkneska hersins hefir mjög verið hert síðustu 12 mánuðina. I Enn eru 25 herdeildir rússneskar i Austur-Þýzkalandi og 10 her- ( deildir í Póllandi, og flestar eru búnar vélahergögnum. f þess- um löndum er um að ræða að- gerðir til þess að unnt sé að færa þennan her til með litlum fyrirvara, og aðeins þarna er her, sem er miklu sterkari en nokkur herafli. sem Vesturveld In geta boðið út á sama tíma. Allt fram & Biðasta eramai", éndurtóku f&fóðlr menn þá full yrðingu hver eftir öðrum, að rússneski herinn gæti lagt undir sig alla Vestur-Evrópu á nokkr um vikum. Stórir, nýtízku herir, þurfa flutningatæki og eftir styrjöld- ina rifu Rússar upp og sendu heim sem herfang mikið af járn brautarteinum í hinu nýja aust ur-evrópska yfirráðasvæði. Á meðan viðgerð á þessum járn- brautum var ekki lokið, gat V.- Evrópa verið nokkuð örugg. Nú er svo komið, að viðgerðarstarf ið, sem hófst á s. 1. ári, hefir verið stóraukið. Samkvæmt á- reiðanlegum heimildum hefir fjölspori verið komið upp á brautinni frá Berlín til Frank- furt-við-Oder, og tvíspori frá TITO Frankfurt-við-Oder til Ngarlye, en þar hefst hið rúsneska járn brautarspor, sem er öðruvísi en notað «r í Evrópu. Þá er og ver- ið að ljúka við Autobahnann frá Berlín til Varsjá, Hitler byrjaði á honum, en Rokossov- sky lætur ljúka við hann. Torfærum rutt úr vegi. Byggingu flugvalla og stækk- un þeirra, til þess að taka þrýsti loftsflugvélar, hefir mjög verið hraðað og hefir þvingunarvinnu afl verið notað til þess í stór- um stíl. Og þó er það enn ó- talið, sem er óhugnanlegast af þessu öllu: í Austur-Þýzkalandi er verið að koma upp miklum birgðastöðvum. Þar er safnað benzíni, skotfærum og öðrum birgðum. Allar þessar aðgerðir gefa til kynna ákveðna stefnu, en enginn á Vesturlöndum veit með vissu, hvort þetta boðar á- rás á Vestur-Evrópu með vor- inu. En það verður að horfast í augu við þann sannleika, að verið er að ryðja úr vegi öll- um hugsanlegum torfærum. Undirbúningurinn í Tékkóslóva kíu, Austur-Þýzkalandi og Pól- (Framhald á 6. síðu.) Eða telúr Þjóðviljinn, að sér- hver kommúnistaflokkur eigi að vera'Tfjáls að ráða stefnu sinni sjáífur án þess að lúta erlendu valdboði og án þess að geðþöttl kommúnista i öðr um löndum hafi þar nokkuð að segja?' Vill Þjóðviljinn við urkenna sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóðernislegra minni hluta gagnvart Rússum og Kominfórm? Þetta eru þýðingarmiklar spurningar og það er raunar undarlegt ef kommúnistablað getur látið vera að svara þeim beinlínis. Þess vegna er ástæða að óska upplýsinga um afstöðu blaðsins og skoð anir á þessum efnum. vilji blaðið byggja fylgi manna Sinná á lýclræðislegu mati staðreyndir. Og hér er sannar hafi nokkra ástæðu til að hliðra sér hjá því að tala um saðreyndir. Og hér er sannar lega ekki um neina hégóm- lega smámuni að ræða. Kommúnistaflokkar Norð- urlandanna hafa beðið af- hroð mikið í atkvæðamagni síðustu árin. Þeir hafa flokks forustu, sem í framkvæmd- inni fordæmir Títóisma og er í rauninni á sömu línu og þeir Thores og Togliatti. Það er skýringin á fylgistapi og gengisleysi þessara flokka. Hér á landi hefir ekki komið til samskonar átaka og víða erlendis í flokkum kommún- ista og afstaða flokksins til þessara þýðingarmestu mála er öll nokkuð óljós. Þjóðviljinn ætti fyrir sitt leyti að stuðla að hreinni lín um í stjórnmálum með því að taka afstöðu þarna. Að minnsta kosti ætti hann að geta sagt frá því, sem er að gerast. En að þessu sinni skal það ekki rætt nánar en treyst á það, að Þjóðviljinn taki bendingar þessar til greina. Ráddlr ríSEuanna Dagur ræðir í forustugrein 21. þ. m. um þá áskorun Al- þýðusambandsst j órnarinnar t’l verkalýðsfélaganna að segja upp kaupsamningum. Dagur segir m. a.: „Kaupkröfubarátta nú með vordögunum mundi óhjá- kvæmilega valda reksturstrufl unum við sjávarsíðuna og verða til þess að minnka fram leiðsluafköst þjóðarinnar í heild og möguleika hennar til sæmilegra lífskjara. Það er gagnslaust, þegar svona er komið, að samþykkja háa launastiga og kauptaxta. Þeir hafa ekkert raunverulegt gildi lengur. Þjóðarbúið siglir þá hraðbyri til fjárhagslegrar upp lausnar og gjaldþrots. Enn sem komið er hafa verkalýðsfé- lögin ekki sagt upp kaupsamn ingum neins staðar, þar sem til hefir frétzt. Áður en verka menn hverfa að því ráði, ættu þeir að hugleiða, hvaða stefnu Alþýðusambandsstjórnin er að hvetja þá til að taka. Það er sama „kjarabóta“ stefnan, sem uppi hefir verið með þjóð inni síðustu árin, og hefir nú leitt hana út í fjárhagslega ófæru. Alþýðusambandið er ekki með bréfi sínu að hefja baráttu fyrir bættu skipulagi framleiðslunnar, það er ekki að leggja á ráðin um að verka lýðsfélögin ausi úr neinum nægtabrunni auðs og sældar. Það er að hvetja til einhliða kauphækkunarbaráttu og auk inna vandræða fyrir atvinnu- veg, sem raunverulega er kom inn á ríkisframfæri." Dagur segir að lokum, að vonandi sjái verkamenn, að vísitöluvísindi Alþýðusam- bandsins séu hrein gjörninga þoka, og að það, sem gera þurfi nú, sé að taka upp bar- áttu fyrir verðgildi pening- anna. Flokkaskipun og samsteypustjórnir (Framhald af 4. síðu.) en hollustu við innlend um- bótamál. Svipaðar vonir mætti einnig gera sér um þá Sjálfstæðisflokksmenn, sem hafa villst til fylgis við flokk inn^ en eru raunverulega and stæðir sérhagsmunastefnu hans. Það, sem þjóðin hefði þá fyrst og fremst um að velja, væri sérhugs- munastefna Sjálfstæðis- flokksins annarsvegar og framsækin og félagslynd umbótastefna alþýðlegra stjórnmálasamtaka annars- vegar eða líkt og var hér á árunum 1923—37. Það má segja, að slík sam tök umbótaflokkanna ættu að geta komist upp, án þess að að til þess þyrfti að gera breyt ingar á stjórnarskipan ríkis- ins. Umbótaöflin ættu að geta gert sér þess grein, að óþörf sundrung þeirra er aðeins þeim og þjóðinni til ógagns og meiri áherslu beri því að leggja á það, sem sameinar þau, en hitt, sem aðskilur þau. Misskilinn metnaður, foringjavöld og fleira af slíku tagi eru þó illu heilli líklegt til þess að geta mátt sína meira um alltof langahríð enn en samstarfsvilji hinna ó- breyttu liðsmanna. Það glund roðastj órnarkerfi, sem nú rík ir og veitir lífsskilyrði smá- flokkum, sem hafa raunar ekki annað hlutverk en að dreifa kröftunum, skapar og umræddri sundrungarstarf- semi hinn bezta jarðveg. Þess vegna þarf að öllum líkindum alveg nýtt viðhorf að koma til, eins og róttækar breyting ar á stjórnarkerfi landsins. Af þeim ástæðum, sem hér eru greindar, ættu umrædd- ar breytingar á stjórnarkerf- inu ekki síst að eiga fylgi að f agna hj á alþýðustéttum landsins. Vegna sundurlyndis þeirra er nú ógerningur að hafa þá stjórn á fjárhags- og atvinnumálum, sem henta myndi hagsmunum þeirra bezt, og sérhagsmunaöflin hafa af sömu ástæðum betri aðstöðu til að koma ár sinni fyrir borð á flestum sviðum en ella. Það var alþýðustétt- unum mikið tjón, að sú sam fyiking Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins komst ekki á, sem Framsóknarmenn beittu sér fyrir á siðastliðn- um vetri, en þó er það búið að valda þeim margfallt meira tjóni, að í undanfarin 14 ár hefir sundrungarstarf- semi kommúnista staðið I vegi þess, að starfhæf vinstri stjórn gæti myndast í land- inu. í skjóli þeirrar sundrung arstarfsemi hefir Sjálfstæðis mönnum skapast aðstaða til að geta unnið á víxl með kommúnistum, Alþýðuflokkn- um og Framsóknarflokknum og öðlast á þann hátt miklu meiri völd og áhrif en ella. Það er nú kominn tími til þess, að umbótaöflin og al- þýðustéttirnar læri af þessari reynslu og fylki sér um þá stjórnarhætti, sem eru líkleg astir til að leggja grundvöll að traustum, samstæðum og sigurvænlegum umbótasam- tökum alþýðunnar. Endurbætur stjórnarkerfis ins er nú tvímælalaust það mál, sem er mest aðkallandi, og einkum er nauðsynlegt fyr ir alþýðustéttirnar að láta til sín taka. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.