Tíminn - 17.03.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.03.1951, Blaðsíða 2
t. TÍMINN, laugardaginn 17. marz 1951. 64. blaff. Jrá kafi til keiia * Útvarpið ■Útvarpiff í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há-. degisútvarp. 15.30—-16.30 Mið- degisútvarp. — (15.55 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 118.30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Tónleikar. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvapstríó- ið: Tveir kaflar úr tríói í C- dúr eftir Mozart .20.45 Leikrit: „Erfðaskráin“ eftir James Barrie. — Leikstjóri: Ævar Kvar an. 21.45 Samleikur á tvo git- ara (Anna Hansen og Katrín Guðjónsdóttir). 21.45 Upplestur „Vögguvísa“, bókarkafli eftir Elías Mar (höf. les). 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. — 22.10 Pass íusálmur nr. 46. 22.20 Danslög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell er á Akureyri. M.s. Hvassafell er í London. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 11.3. til Frakklands og Hull. Dettifoss fór frá New York 15. 3. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Akureyri kl. 24.00 15.3. til ísafjarðar og Reykjavíkur. Goðafoss er á Húsavík. fer það- an í kvöld 16.3. til Dalvíkur, Kópaskers, Reyðarfjarðar og út lahda. Lagarfoss fór frá Reykja Vík 11.3. til New York. Selfoss er á Raufarhöfn. Tröllafoss kom til New York 15.3. Vatnajökull fermir í Antwerpen um 15.3. og í Hamborg til Reykjavíkur. Dux fermir í Heroya, Gautaborg og Kaupmanahöfn 16.—22.3. Skag en fermir í London um 19.3. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja verður væntanlega á Akureyri 4 dag. Herðubreið er á leið frá Austfjörðum til Siglufjarðar. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyr- 111 var í Keflavík í gær. Ármann átti að fara frá Reykjavík 1 gærkvöld til Vestmannaeyja.1 Straumey er á Húnaflóa. Flugferðir Loftleiðir: í dag er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja, fsafjarðar, Ak. ureyrar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur. Á morgun er áætlað að fljúga tll Vestmannaeyja. Messur á morgun Nesprestakall. : Messað i Fossvogskirkju kl. 2. Séra Jón Thorarensen. Laugarneskirkja. Messað kl. 2 e. h., séra Garðar Svavarsson. Bamaguðsþjónusta kl. 10.15, séra Garðar Svavars- son. Fríkirkjan. Messa á morgun kl. 2. barna guðsþjónusta kl. 11. — Séra Þor steinn Björnsson. Messur i Landakotskirkju Lágmessa kl. 8.30 árdegis. Há messa kl. 10 árdegis. Engin síð- degisguðsþjónusta. Árnað heilla Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Jóna Mar- grét Erlingsdóttir, Bergi við Þingholtsstræti, og Hannes Þor steinn Sigurðsson, Grettisgötu 76. — Ennfremur verða gefin Sigur yfir skallanum? Það kvað ríkja mikil bjart sýni meðal sköllóttra manna í Bandaríkjunum um þess- ar mundir. Það hefir nefni- lega loks tekizt að rækta hár á skalla, ef trúa má full- yrðingum Alberts Roberts, forseta kunnrar rannsóknar- stofu í Fíladelfíu. Tveir menn, sem í fimm ár hafa ekki haft hár á sinu höfði, kváðu vera í þann veginn að verða hinir hárprúðustu á ný. En tii þess að svo mætíi verða hafa þeir í fimm vikur smurt höfuð sín með hormónasmyrslum. Alls hafa verið talin tuttugu þúsund hár á æruveríjpgum höfðum þessara ágætu manna, en aukizt þéttleiki hársins um helming, eru þeir aftur búnir að fá venju legan hárvöxt. Hárið er nú um eirin þumlungur á lengd. Hormónarnir, sem notað- ir eru, fundust fyrir tveim- ur árum. Við tilraunir á hár Iausum dýrum kom í ljós, að þeim tók að vaxa hár um allan líkamann, ef þess- um hormónum var dælt í blóð þeirra, en á einstökum stöðum, ef þeim var roðið á hörundið, þó því aðeins, að þar hefði áður vaxið hár. Þetta þykja hin mestu tíð indi, ef sönn reynast, því að um langt skeið hafa alls kon ar smyrsl og undralyf, er ekki hafa komið að haldi, verið seld fyrir stórfé i flest- um löndum heims. Fyrst um sinn verða smyrsl þessi ekki seld almenningi, heldur reynd í ýmsum tilraunastof um. saman í hjónaband af séra Þor steini Björnssyni í dag ungfrú Ágústa Jóhannsdóttir, Frakka- stíg 5 í Reykjavík, og Guðjón Ásbjörnsson frá Borgarnesi. Úr ýmsum áttum Helgidagsvörður j er Jóhannes Björnsson, Hverf isgötu 117, sími 6489. Blaðamannafélag fslands Fundur verður haldinn að Hótel Borg kl. 2 e. h. á sunnu- daginn. Áríðandi mál á dag- skrá. Kirkjubyggingarsjóður Kópavogshrepps. Nú og eftir- leiðis verða munir seldir til á- góða fyrir kirkjubyggingarsjóð Kópavogshrepps í búðinni á Grettisgötu 26, en hún er opin kl. 2—6 daglega alla virka daga. Kristindómur Vísis í landi „ástarinnar". Vísir flutti í gær stórfróð- lega grein um stærstu drottn- ingu í heimi, 190 sm. háa og 250 punda þunga, er ræður Tongaeyjum. Er þar sagt frá forkostulegri veizlu, er synir drottningar tveir gengu í heil- agt hjónaband. Endar frásögn- in af veizlunni á þessari máls- grein: „En þeir bræður voru samt gefnir saman samkvæmt kristn um sið, enda eru eyjarskeggj- ar kristnir." Dálaglegur kristindómur það. Kvenstúdentafélag íslands heldur fund í Aðalstræti 12 mánudaginn 19. marz kl. 8,30 e. h. Próf. Ólafur Jóhannesson flytur erindi. Skíðafélag Reykjavíkur vill að gefnu tilefni mælast til þess, að þeir, sem sækja skíðaskála þess í Hveradölum, noti að öðru jöfnu skíðabíla þess — afgreiðslan er í Hafnar- stræti 21, sími 1517 . Útgerðarmenn Höfum fengið ljósaperur 110 watta og 220 watta. — — Skrúfaðar og stungnar. — Sömuleiðis vatnsþétta hand- lampa. — Sendið pantanir sem fyrst. Birgðir takmark- aðar. Sendi gegn póstkröfu, Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23- — Sími 81279 Forðizt eldinn og eignatjon Framleiðum og seljum flestar tegundir handslökkvi tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækj um. Leitið upp- lýsinga. I Kolsýruhleðslan s.i. Siml 3381 Tryggvagötu 10 * fl ffcrhtíftt tieqii MARGIR UM BOÐIÐ Enn er formlega eftir að ákveða i hverra hlut þrir hinna nýju togara, sem í smíðum eru í Bretlandi, eiga að koma. Allmargir bæir og sjávarþorp munu hafa hug á að eignast togara til þess að tryggja atvinnu og aíkomu fólks. Mun þetta mál vera sótt af fullri al- vöru af Akranesi, Fáskrúðsfirði og Eskifriði, er vilja slá sér saman, Dalvík og Ólafsfirði, er einnig vilja slá sér saman. ísafirði, Þingeyri og Patreksfirði. — Siglufjörður, sem einnig sótti fast að fá einn togar- anna, hefir nú keypt Garðar Þorsteinsson. Nú mun Sauðárkrókur einnig hafa bætzt í hópinn og vill vera í samlögum við Ólafsfjörð og Dalvík. ★ ★ ★ Eigi að síður er ljóst, að tveir eru um boðið í hvern einn togara. Aftur á móti felst hugsanleg lausn í því að dubba upp eitthvað af gömlu togurunum, sem nú eru ekki gerðir út, og láta þá í té þeim stöðum, sem ekki getað fengið neinn hinna þriggja nýju togara, sem ekki er enn búið að úthluta. Að þessu mun líka verið að vinna. ★ ★ ★ Siðasta þingið samþykkti heimild til þess, að ríkis- sjóður ábyrgist tvær miljónir króna, er varið yrði til þess að olíkyndin yrði sett í hina gömlu togara, en það er skilyrði þess, að hægt sé að gera þá út af fjár- hagslegum ástæðum. Mun láta. nærri, að það kosti um hálfa miljón króna á togara. Stykkishólmur hefir á að skipa einum slíkum togara, Búðanesinu, og nokkrir aðrir gamlir togarar eru til, er taldir eru vel nothæfir, er slík breyting hefði verið á þeim gerð. ★ ★ ★ Mörg kauptún og sjávarþorp, sem óttast atvinnu- leysi, leggja hina mestu áherzlu á að fá til sín at- vinnutæki eins og vonlegt er. Flestir hafa þá eðlilega mestan hug á nýjum togurum, en fáis hinir gömlu á lágu verði, ættu þeir að vera notandi. — Verður þessum málum öllum senpiiega ráði9 til lykta, áður en mjög lá'ngt um líðurl' J. H. LÖG DÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um alli land. Fínpúsningsgerðin Reykjavlk — Síml 6909 Gerist áskrifendur að Hefi ávallt Jyrirliggjandi hnakka af ýmsum gerðum og beizli með silfurstöngum. Bendi sérstaklega á skíða- virkjahnakka. Þeir eru bæði sterkari og þægilegri en aðr- ir hnakkar. Sendi gegn kröfu. Gunnar Þorgeirsson, Óðinsgötu 17. Reykjavík. SKIPAUTGCKO RIKISINS „HEKLr fer vestur og norður um land til Akureyrar kl. 14 miðviku- daginn 21. þ. m. Farmiffar fyrir fólk, sem óskar að fara með skipinu án þess að fá rúm í svefnklefum, verða seld ir á mánudaginn. GÖMLU DANSARNIR í GÓÐTEMPLARAHtJSINU I kvöld kt. 9 Við bjóðum ykkur: bezta dansgólfið beztu loftræstinguna örugga dansstjórn ágáta hljómsveit BRAGI HLÍÐBERG stjórnar OKKAR hljómsveit Aðgm. frá kl. 4-6, Sími 3355 S. K. T. TENGILL H.F. Heiffi við Kleppsvef Simi 80 694 annast hverskonar raflagn- Ir og vlðgerðlr svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalugnlr, sklpalagnlr ásamt vlðgerðum og uppsetnlngu & mótorum, röntgentækjum og heimllls- vélum. ■.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.WI Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna — Ársafmæli MÍR — Tónleikar Sovetlistamanna \ verða í Austurbæjarbíó, sunnudaginn 18. marz J kl. 1.30 e. h. 1. Einleikur á píanó: Naum Walter 2. Einsöngur: Nadezda Kasantzeva Aðgöngumiðar seldust aliir upp á 5 tímanum í gær. Fólk er minnt á að sækja pantanir fyrir kl. 12r ann- ar seldar öðrum. s- í Tónleikarnir verða endurteknir n. k. þriðjudags kvöld kl. 7. Tekið á móti pöntunum í bókabúðum KRON og Máls 'og menningar. Stjórn MÍR V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.'.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V Norðlenzku ostarnir frá Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík fást i heildsölu hjá: Frystihúsinu Herðubreið Sími 2678 ÁUGLTSEVGASIMI TIMANS ER 81306

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.