Tíminn - 20.03.1951, Síða 3

Tíminn - 20.03.1951, Síða 3
€6. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 20. marz 1951. S. íslendingaþættir Dánarminning: Jón Magnús Helgason Hann var fæddur 16. apríl. 1928 í Reykjavík. Móðir hans var Elísahet Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar Árnasonar íshússtjóra á Vopnafirði, ætt uðum af Álftanesi. En faðir Jóns var Helgi Jónsson hús- gagnasmiður hér í bæ, sonur Jóns Helgasonar á Húsavík og konu hans Herdísar Bene i -diktsdóttur frá Auðnum í Laxárdal. Jón Magnús ólst upp hjá eftirlifandi foreldrum sínum . í Reykjavík og var hjá þeim, unz hann tók út af togaran- 'um Hallveigu Fróðadóttir 6. „marz s. L þá aðeins 22 ára að aldri. Á unga aldri var Jón í-svert-3'sumur norður 1 - ínngeyjarsýslu, hjá frænda sínum Birni heitnum Gísla- syni bónda á Prestshvammi i Aðaldal. Sú umhverfisfegurð, sem hann naut þar mun hafa átt ríkan hljómgrunn í hinni djúpu og þenkjandi barnssál hans og átt mikinn þátt í að þroska þann mikla fegurðar smekk, er síðar kom svo vel fram 1 honum. Hann minntist líka þeirra stunda jafnan .með hlýhug og þakklæti. Strax að barnaskólanámi - loknu fór hann að vinna fyr- ir sér og þá fyrst í almennri daglaunavinnu og síðar, eða frá 17 ára aldri á sjó. Sjó- mennskan mun aldrei hafa heillað hann verulega, enda fannst honum, að með henni gæti hann aldrei svalað til fullnustu þeirri fróðleiksþrá, sem honum var í blóð borin. Hann notaði allar þær frí- stundir, sem störf hans leyfðú til að lesa, og las hann sér þá jafnan til um marg- víslegustu efni og aflaði sér á skömmum tíma þekkingar, sem margur jafnaldri hans á . skólabekk hefði mátt vera hreykinn af. Hann hafði úr nægum bókakosti að velja, þegar hann var í landi á heim ili ástríkra foreldra og tveggja systkina. í hlýju og birtu heimilisins naut hann þeirrar friðsældar, sem veitti honum tóm til að auka þekk ingu sína og miðla öðrum af henni, en það veittist hon- um létt og hugleikið, þvi hann var gæddur skarpri greind og frábærri frásagnargáfu samfara léttri kímni. Allt þetta gaf orðum hans það líf,. að þau gátu svifið með þeim blæ, að unun var á að hlýða. Bljúg lund hans var létt og hrein og hann gat J ætíð séð tvær hliðar á mál- efni hverju, hina alvarlegu og þá broslegu. í vinahóp var hann alltaf glaður og reifur og hrókur alls fagnaðar, dáð- ur af þeim er hann þekkti fyrir öryggi og það traust, er honum mátti sýna í hvívetna. Hann var ávallt ákafur málsvari þeirra, er minna máttu sín i lífinu og gat þá verið óvæginn, þeim er á móti stóðu. Verkefni skorti hann aldrei, né efni til að leysa úr þeim en honum ent- ist aðeins ekki aldur. Lífið var sú taug er tengdi fram- kvæmdir hugsjónum hans og verkefnum. Nú er sú taug brostin. Þá ráðstöfun forlag- anna fáum við aldrei skilið og þegar okkur verður hugs- að til þess, að svo mikill og góður efniviður er frá okkur tekinn, án þess að mega þroskast og fá að njóta sín, þá hljótum við að fyllast sár um trega og harma hinn góða dreng, sem hrifinn var burt frá foreldrum, systkinum og vinum mitt í blóma æskunn ar, á þeim tímamótum, er hann vænti svo mikils af líf- inu, þráði það og elskaði. Hann hafði ákveðið að leggja sjómennsku sína á hilluna, og fór þessa ferð meðan hann beið eftir starfi i landi, en þessi ferð reyndist nóg í þjón ustu hinna grimmu örlaga til að slíta upp hinn fegursta gróður meðal okkar á vor- degi æskunnar. Þótt leiðir hans og okkar lægju ekki lengi saman, þökkum við hon um góða og ánægjuríka cam fylgd og hinar björtu og hlýju minningar, sem við hann eru tengdar og biðjum huggunar foreldrum hans og systkinum. S. Hall. Enska knattspyrnan Fyrra sunnudag urðu úrslit í Preston — Barnley 7:0 brezku knattspyrnukeppninni Queens P. R. — Luton L:1 þessi: Staðan er nú þannig í 1. og 1. deild. 2 deild: Arsenal — Aston Villa 2:1 1. deiid. Burnley — Sunderland 1:1 Tottenham 32 18 8 6 64-38 44 Everton — Charlton 0:0 Middlesbro 31 16 9 6 69-44 41 Huddersfield — Fullham 1:2 Manch. Utd32 16 7 9 47-33 39 Middiesbro — Liverpóol 1:1 Arsenal 33 16 7 10 61-43 39 Portsmouth — Manch. Utd. 0:0 Newcastle 29 15 8 6 50-39 38 Stoke — Tottenham 0:0 Bolton 31 16 5 10 53-45 37 Blackpool 31 14 8 9 60-41 36 2. deild. Wolves 29 14 f. 9 60-38 34 Bury — Sheffield Utd. 1:1 Burnley 33 10 14 9 38-32 34 Cardiff — Doncaster 0:0 Liverpool 33 12 9 12 44-48 33 Chesterfield — Leeds 1:0 Stoke 33 9 14 10 37-40 32 Coventry — Hull 4:1 Derby 31 12 7 12 61-56 31 Grimsby — Blackburn 1:1 Portsm. 31 11 9 11 58-57 31 Leicester — West Ham 1:0 Charlton 33 11 8 14 52-67 30 Notts C. — Southamton ö 2:2 CFramhald á 7. siðu.) ÓDÝRAR BÆKUR Bókaverðið hefir eins og annað farið hækkandi á undanförnum árum, og líklegt að framhald verði á því. En vegna þes að allmikið hefir komið út árlega, er fljótt að fyrn- ast yfir bækur, þótt góðar séu. Verða þá margar góðar bækur undir skriðunni og gleymast. Hér er skrá yfir allmargar góðar bækur,sem komið hafa út á undanförnum árum. Margar þeirra eru nú því nær uppseldar, en allar svo ódýrar, að verð þeirra er ekki nema brot af núverandi bókaverði. Bókamenn, lítið yfir skrána og tryggið yður eintak, áður en það er of seint. Áfram, eftir O. S. Marden, 1.50. Á förnum vegi, eftir S. Jónss. kenn., 10;50 ib Af jörðu ertu kominn, ljóð, eftir Óskar Magnússon frá Tungunesi, 3.00. Aftur í aldir I, eftir Óskar Clausen, 6.00. Á bernskustöðvum, eftir Guðjón Jónsson. Andri litli á sumarferðalagi, barnas. 10.00 ib Andri litli á vetrarferðalagi, barnas. 10.00 ib Anna Farley, skálds. eftir Guy Flether, 8.00. Anna Ivanovna, eftir Erika Höyer, 15.00. Arfur, eftir Ragnh. Jónsdótt., 7.50 ób. 10.00 ib Baháulláh og nýi tíminn, 15.00. Barnavers úr Passíusálmunum, 1.50. Björnstjerne Björnsson, minningarrit, eftir O. P. Mondrat, 2.00. Bókin um litla bróður, eftir Gústaf Geijer- stam, 9.00 ib. Bréf frá látnum, sem lifir, eftir Elsu Barker 4.00 ób. 6.00 ib. Byron, 40.00 heft, 50.00 shirt. 60.00 skb. Börnin og jólin, eftir Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Brautarholti, 3.75. Cluny Brown, skáldsaga, eftir M. Sharp, 12.00. Dagmál, ljóð, eftir Ingólf Kristjánsson, 7.50. Daglegar máltíðir, eftir Björgu C. Þorláks- son, 2.00 ób. 3.00 ib. Davið og Díana, skáldsaga, eftir F. L. Barc- ley, 35.00 ób. 42.00 ib. Drengirnir mínir, barnas., eftir B. Nylurd, 10.00. Dýrin tala, barnasögur, 8.00. Dýrasögur, eftir Bergst. Kristjánsson, 5.00. Ég skírskota til allra, eftir W. Gren, 2.00. Ég ýti úr vör, eftir Bjarna M. Gíslason, 6.00. Einstæðingar, eftir Guðl. Benediktsd., 2.50. Endurminningar E. Benediktssonar, eftir Valgerði Benedikts, 30.00. Endurminningar Jóns frá Hliðarenda, 3 00. Evudætur, eftir Þórunni Magnúsdóttur, 15.00 ób. 20.00 ib.‘ Ester, skálds., eftir Richard Blake, 37.50 ib. Ferðasaga Árna Magnússonar, 30.00. Ferðasaga Fritz Liebig, eftir Jóh. Sigvalda- son, 8.00. Ferðasögur frá öllum löndum heims, eftir H. Pálsson, 20.00. Florence Nigthingale eftir L. Strahcey, 80.00 Flugeldar, eftir Pétur Jakobsson, 10.00. Fólkið i Svöluhlíð, eftir Ingunni Pálsdóttur frá Akri, 7.50 ób. 9.00 ib. Frá liðnum kvöldum, eftir Jón H. Guð- mundsson, 2,50 ób. 3.25 ib. Framhaldslií og nútímaþekking, eftir Jakob Jónsson, 4.00 ób. 6.00 ib. Frekjan, eftir Gísla Jónsson, 10.00. Friðþjófssaga Nansen, eftir Jón Sörensen, 50.00. Fyrir miðja morgunsól, eftir Huldu, 6.50. Fyrstu árin, eftir Guðr. Jónsd. 5.00 ób. 6.00 ib 160 Fiskréttir, eftir Helgu Sigurðard, 3.00. Gamlar glæður, eftir Guðbjörgu frá Brodda nesi, 40.00 ób. 50.00 ib. Glens og gaman, eftir Þorl. Einarsson, 12.50 Gráa slæðan, skálds. eft. M. G. Eberhart 8.00 Guðmundur Friðjónsson sjötugur, 7.00. Guðsríki, eftir Jón Helgason, 5.00. Hafið bláa, eft. S. Helgason, 16.00 ób. 28.00 ib Heldri menn á húsgangi, eftir Guðm. Dan- íelsson, 18.00 ób. 20.00 ib. Hjá sól og byl, eftir Huldu, 10.00 ób. 15.00 ib. Hlekkjuð þjóð, eftir I. Solonewitsch, 16.00. Hjartarfótur, 14.00. Hjólið snýst, eftir Knút Arngrímsson, 4.00. Horfin sjónarmið, eftir J. Hilton, 35.00 ób. 50.00 ib. Hreiðar heimski, eftir Sig. Magnússon, 9.00. Höndin mín og höndin þín, eftir Jóhönnu Sigurðsson, 8.00. í biðsal dauðans, eftir S. Stolpe, 20.00 ób. 30.00 ib. Ilmur daganna, eftir Guðm. Daníelss. 6.50 ib Innan um grafir dauðra, Guðbr. Jónss. 4.80. lsl. ævintýramaður í styrjöldinni á Spáni, 3,50. íslenzk myndlist, 65.00. í útlegð, eftir Torry Gredsted, 12.00 ib. Jakob og Hagar, 20.00 ób. 30.00 ib. Jón Þorleifsson, 15.00. Bækurn?r eru sendar gegn kröfu, meðan upplag endist. > ÍU ciuerziun ^3áciioldt t Jósafat, eftir E. H. Kvaran, 4.00. Kímnissögur, eftir Þorl. Einarsson, 12,50. Krapotkin fursti, sjálfsævisaga, 4.00 skb. Kristín Sviadrottning, 20.00. Kristin trú og höfundur hennar, eftir Sig- urð Einársson, 15.00. Kristur í oss, 10.00 ib. Kristur og mennirnir, eftir Fr. Hallgr.s., 2.50 Kvæði, eftir Höllu frá Laugabóli, 5.00. Leiðarvísir um fingrarím, eftir S. Runólfs- son, 2.50. Leikir og leikföng, eftir S. Jóh. Ágústss. 2.50 Lífið er leikur, eftir Rósu B. Blöndals, 4.00 ób. 6.00 ib. Liljur vallarins. Lísa í undralandi, eftir L. Carol, 10.00 ib. Ljóðmæli, eftir Björgu C. Þorláksson, 6.00. Ljóðmæli, eftir Magnús Gíslason, 20.00 ib. Ljósaskipti, eftir Guðm. Guðmundsson, 1.00. Ljósmóðirin í Stöðlakoti, 3.60. Lögreglan í Reykjavík, eftir Guðbr. Jóns- son, 7.50. Mánaskin, ljóð eftir Hugrúnu, 6.00 ób. 7.50 ib Matjurtarækt, 1.50. Mataræði og þjóðþrif, 6.00. Magnús Eiríksson, 15.00. Má ég detta?, eftir Kr. Sig. Kristjánss. 2.50. Meðal Indíána, 10.00. Nýr bátur á sjó, Th. Oleson Lökken, 5.00. Og árin líða, 4.50 ób. 6.50 ib. Ósigur og flótti, eftir S. Hedin, 30.00 ób. 44.00 ib. Pála, leikrit, eftir Sig. Eggerz, 10.00. Pési og Maja, barnasaga, 10.00. Rauðar stjörnur, eftir Jónas Jónss., 12.00. Rödd hrópandans, eftir Douglas Read, 20.00 ób. 30.00 ib. Sagnir og þjóðhættir Odds Oddssonar, 12.00 Sagnaþættir úr Húnaþingi, Theodór Arn- björnsson safnaði, 12.00. Saga Eiríks Magnússonar, 8.00. Saga Skagstrendinga og Skagamanna, eftir Gísla Konráðsson, 12.00. Sagan af Wassel lækni, eftir J. Hilton, 12.00. Samferðamenn, eftir Jón H. Guðmundss. 9.50. Saratoga. Síldveiðar og síldariðnaður, eftir Ástvald Eydal, 6.50. Sindbað vorra tíma, 20.00. Skíðaslóðir, eftir Sigm. Ruud, 7.50. Skriftir heiðingjans, eftir Sig. B. Grönd. 3 00 Skrítnir náungar, eftir Huldu, 6.00 ób. 7.50 ib Skólasystur, saga eftir ungar stúlkur, E. Reumert, 15.00. Spítalalíf, eftir James Harpole, 25.00. Sjórnmálarefjar, eftir H. N. Casson, 3.00. Sumar á fjöllum, eftir Hjört Jónsson frá Skálabrekku, 10.00. Sumardagar, eftir Sig. Thorlacius, 15.00. Stýrimannaskólinn í Reykjavík, minningar rit, 20.00 ib, Svart vesti við kjólinn, eftir Sig B. Gröndal, 16.00 ób. 22.00 ib. Sögulegasta ferðalagið eft. P. Sigurðss. 12.00 Töfraheimur mauranna, eftir Wilfrid S. Bronson, 10.00. Udet flugkappi, 10.00. Um loftin blá, eftir Sig. Thorlacius, 6.00. Undir sól að sjá, eftir Jakob Jóh. Smára, 8.00. Uppruni og áhrif Múhameðstrúar, eftir De Fontenay, 4.50. Við sólarlag, eftir Hugrúnu, 15.00. Við dyr leyndardómanna, eftir Guðl. Bene- diktsdóttur, 2.00 ób. 3.00 ib. Vinir vorsins, eftir Stef. Jónss. kenn. 12.00. Virkir dagar II., eftir G. G. Hagalín, 4.00. Vor á nesinu, eftir Jens Benediktss. 3.50. Vorið kallar, 4.00. Völuspá, eftir Kjerúlf, 40.00 heft. 50.00 shirt. 60.00 skb. Þegar skáldið dó, eftir Skugga, 0.50. Þroskaleiðir, eftir Símon Jóh. Ágústsson, 40.00 ib. Þráðarspottar, eftir Rannv. K. G. Sigur- björnsson, 3.00. Þættir um líf og leiðir, eftir próf. Sigurð Magnússon, 9.00.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.