Tíminn - 03.04.1951, Blaðsíða 3
74. b'að.
TÍMINN, þriSjudaginn 3. april 1951.
3
í slendingaþætúr
Dánarminning: Þorleifur Eiríkr-son
Með hverju ári fækkar nú
þeim mönnum, sem tóku
virkan þátt í framsókn ísl.
þjóðarinnar um síðustu alda-
mót, en háðu þá sína lífsbar-
áttu líka lund og feður þeirra
og mæður höfðu gert um
aldaraðir.
Aðalmarkmið bóndans og
lconu hans var að annast upp-
eldi margra barna, sem gætu
nrðið hraustir menn og harð-
fengir í stríði því, sem hver
maður varð að heyja fyrir
daglegu brauði, innan þess
ramma siðgæðis og ráðvendni
sem kverið og biblíusögurnar
mótuðu.
Einn í þessum hópi var
Þorleifur Eiríksson, fæddur
árið 1873 að Hvalnesi í Lóni.
Hann var sonur Eiríks Hall-
dórssonar bónda þar og fyrri
konu hans, Oddnýjar Steins-
dóttur, er bæði voru komin af
góðum bændaættum austur
þar. Ungur missti hann móð-
ur sína og ólst upp hjá föður
sínum og stjúpu. Þá var tví-
býli á Hvalnesi og heimilin
efnalítil, en oft gott til veiði-
fanga. Þorleifur tók strax
þátt í heimilisstörfunum þeg-
ar kraftar leyfðu og fékk þá
að kynnast hinu harða veður-
fari á árunum 1880—90.
Vel tvítugur að aldri fór
hann vinnumaður að Bæ til
Ólafs Einarssonar bónda þar,
en Ólafur drukknaði við Pap-
ós árið 1895, er bátur hafn-
sögumannsins sökk við hlið
skipsins „Koreá“, er flutti
vörur til verzlunarinnar.
Aldamótaárið var Þorleifur
orðinn bóndi i Bæ — óðals-
jörð Úlfljóts lögsögumanns —
giftur ekkjunni Sveintajörgu
Sigurðardóttur bónda 1 Bæ.
Það sem einkenndi mest þenn
an unga bónda, var hans létta
lund og lífsgleði í óvenju rík-
um mæli, þreklegur vöxtur,
mikill dugnaður, samfara
hæfni til allra hinna mörgu
starfa, sem bóndi þeirrar tið-
ar þurfti að inna af höndum,
ef hann átti að vera sjálfum
sér nægur, svo að ekkert þyrfti
að sækja til annarra.
Á fyrstu árum aldarinnar
hófust kynni okkar Þorleifs
og með okkur tókst vinátta,
sem aldrei féll skuggi á, oft
vorum við sammála um fram-
faramálin, sem fyrir lágu á
öllum sviðum þjóðlífsins, en
stundum deildum við um leið-
ir með nokkrum hita og há-
vaða, þó aldrei svo, að undan
sviði, og að siðustu vórum við
sáttir við allt og alla.
Það yrði of langt mál ef
telja ætti nákvæmlega öll
-framfaramálin, sem Þorleifur
stóð að í sinni sveit, og jafnan
var hann í brjósti fylkingar.
En nefna má þátt hans í
Málfundafélagi Lónsmanna,
samkomuhússbyggingu, verzl-
unarsamtökum bænda, vöru-
skýlisbyggingum og vegalagn-
ingu heim á nær alla bæi í
sveitinni.
Hann var félagsmaður mik-
ill og starfsfús. Hjálpsamur
við alla, vann mikið hjá öðr-
um, einkum við byggingar.
og ekkert mátti hann aumt
sjá.
En það sem hæst ber nú á
himni minninganna að loknu
míklu dagsvérki, eru börnin
hans, sem nú taka þátt í bar-
áttu namidO,ai aiua,. junr
synir hans og tvær dætur, auk
stjúpsonarins, Sigurðar Ól-
afssonar, sem nú er umboðs-
maður Flugfélags íslands á
Höfn í Hornafirði. Þar er fólk
á ferð, sem treysta má í hverri
raun og gott er að eiga sam-
leið með.
Eftir 40 ára búskap fluttist
Þorleifur með Eiríki syni sín-
um og konu hans, Siggerði
Magnúsdóttur, að Höfn í
Hornafirði. Þar hafa þessir
bræður gert garðinn frægan
með því að vera í fararbroddi
útvegsmanna þar heimilis-
fastra, og er sjósókn þeirra og
dugnaði við brugðið.
Áður var árabáta útvegur í
hverri sveit en Austfirðingar
komu með fyrstu vélbátana á
Hornafjörð.
Hinn 5. marz s. 1. var lík
Þorleifs lagt í gröf við hlið
konu hans í Stafafells kirkju-
garði, en þar hvíla forfeður
hans og aðrir gengnir ætt-
menn, nema elzti sonurinn,
Ólafur, er fórst á togaranum
Leifi heppna árið 1925.
Það hlýnar í hugans ranni
þegar litið er yfir lif og starf
Þorleifs Eiríkssonar.
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Jónsson,
Stafafelli.
Fagurt fordæmi
Eftir séra Halldór Jónsson
Fræðslumálastjórinn, herra
Helgi Elíasson, hefir leyft
mér að hafa þetta eftir sér:
Það er um farkennara í
Skagafirði austanverðum, en
því miður má ég ekki láta
nafns hans getið.
Hann er söngelskur maður
mjög, en raddlaus og kann
ekki að leika á hljóðfæri.
Hann lætur börnin byrja
hvern dag með því að syngja
sálm. Auk þessa lætur hann
þau syngja síðar hvern dag,
og lætur þann!g sönginn vera
einn lið í kennslunni og læt-
ur þau læra sálma og önnur
ijóð.
Á hverjum laugardegi eftir
kannslutima tekur kennar-
nn börnin heim til sín. Þá
kennir kona hans, sem syngur
og leikur vel, börnunum nýtt
ag í hvert sinn meðal annars,
?r hún lætur þau syngja og
Dr þetta lag ásamt öðru notað
og sungið vikuna á eftir. En
af því að kennarinn er radd-
laus sjálfur, skiftir hann börn
unum í hópa og lætur þessa
hópa til sk ftis hafa foryst-
una um sönginn og nær með
þessum hætti ágætum á-
rangri.
Þetta sýnir óvenjulegan og
athyglisverðan áhuga fyrir
góðu málefni. Þessi he'ðurs-
maður skilur, hve söngurinn
er áhrifamikill og merkilegur
þáttur í sönnu þjóðaruppeldi.
Hjá því verður ekki komizt,
að láta sönginn skipa veglegra
sess í skólum landsins en verið
hefir, svo göfgandi og mann-
bætandi, sem hann er.
Það þarf ekki að taka bað
fram, að umræddur söngur
skólabarnanna var einraddað
ur söngur, lag’ð sjálft.
Þetta að láta börnin sjálf
stjórna söngnum, er ein leið
af mörgum til þess að vekja
hjá þeim hollt sjálfstraust og
gera þau sjálfstæðari í allri
hugsun og líklegt til að hjálpa
þeim að öðru leyti. Þetta yrði
og til þess að gera þau ó-
deigari við að taka lagið
heima fyrir. og á mannfund-
um og skapa hcjlari fjöl-
breytni í félagslífi fólksins,
meðal annars, er fram liðu
stundir. Einnig að koma á
framfæri göfgandi ljóðum og
CFramhald á 7. siðu.)
Sannleikskorn um Heimdall
Vegna greinar í Alþýðu-
blaðinu um Heimdall þykir
mér rétt að taka fram eftir-
farandi atriði:
Enda þótt Heimdallur hafi
i lögum þau ákvæði, að félags
|menn geti orðið allir Sjálf-
^stæðismenn, 16—35 ára, hef-
j ir hann samkvæmt upplýs-
| ingum Morgunblaðsins og
manntalsskrifstofu Reykja-
víkurbæjar, veitt inntöku
fólki á sextugsaldri og börn-
um innan 16 ára aldurs, allt
niður að 12 ára aldri.
í áróðri sínum í framhalds-
skólum bæjarins hafa Heim-
dellingar haldið því á loft, að
^með því að ganga í Heimdall,
I ættu krakkarnir aðgang að
skemmtunum Bláu stjörnunn
jar fyrir hálfvirði. Þetta mun
ekki byggjast á því, að félags-
j skírteini í Heimdalli veiti rétt
; til afsláttar við aðgöngumiða-
kaup hjá Bláu stjörnunni hve-
jnær sem er, heldur hinu, að
Heimdallur kaupir stundum
j skemmtiatriði Bláu stjörn-
| unnar á sínar samkomur og
þá komast Heimdellingar að
þeim fyrir hálfvirði eða því
sem næst.
Skemmtanalif í Heimdalli
er með þeim blóma, að það
mun láta nærri, að lögreglu-
stjóri hafi veitt félaginu vín-
veitingaleyfi vikulega síðast-
liðið ár, og er það ekki ó-
verulegur þáttur í uppeldis-
málum og menningarmálum
borgarinnar, sem félagið ann-
ast á þann hátt. Á þessari tölu
get ég þó ekki tekið ábyrgð
fremur en öðru, sem lekur út
frá Sjálfstæðishúsinu, en lög-
reglustjóri og dómsmálaráð-
herra vilja ekki birta neinar
tölur um þetta.
Þessi atriði um æskulýðs-
starfsemi Heimdallar þykir
mér rétt að taka glöggt fram,
svo að þar þurfi ekki að verða
um að ræða neina ósann-
gjarna sleggjudóma byggða á
misskilningi.
Halldór Kristjánsson.
AuyhjAit í Tmanum
Knattspyrnufréttir:
,Lið ársins' í Bretlandi
Eftlr Walter Pilkington
Knattspyrnufélög, sem hafa
samspil og hraða efst í huga,
munu ná lengra en lið, sem
treysta á „kick and rush“. Til
þess að fá algilda sönnun fyr-
ir því, þarf helst að líta yfir
langt tímabil. Oft kemur fyr-
ir að góð lið eru slegin út. í
keppninni um Football Asso-
ciations Challenge Cup (Bik-
arkeppninni) mjög fljótlega.
Oftast er það þó vegna þess,
að liðin eru óheppin með
dráttinn, þeir þurfa að leika
i alls konar veðrum, eða þá
að góðir leikmenn meiðast,
sem er ekki fátítt i Bikar-
keppninni.
Þegar Arsenal sigraði í Bik
arkeppninni á s.l. keppnis-
tímabili, skeði það einkenni-
lega, sem er einsdæmi á síð-
ustu árum, að liðið lék alla
sína leiki í London. Arsenal
lék fjóra leiki, og undanúr-
slitin og úrslitin fóru fram
á umráðasvæði höfuðborgar-
innar, þrátt fyrir að liðið
léki á hlutlausum velli. í ár
hefir Sunderland notið góðs
af álíka heppni. Liðið slapp
við ferðalög í fjögur skipti.
Þeir, sem setja spurningar-
merki við mikilvægi þess, að
leika Cupleiki á heimavelli,
samtímis og þeir segja að gott
lið eigi að geta sýnt getu
sina bæði heima og úti, fengu
svar þegar Arsenal var sleg-
ið út í fimtu umferð í Man-
chester. Nágranni Arsenal í
Norður-London, Tottenham
Hotspur, heflir aðeins einn
sigur 1 cupumferð. Liðið tap-
aði i Huddersfield og í fyrsta
skipti á þessu keppntstíma-
biil tókst þeim ekki að skora
— þrátt fyrir að þeir mættu
aðeins venjulegum varnar-
leikmönnum, sem einnig nú
eru meðal þeirra „íölinu“.
Sólin og harka Huddersfield
„rush“ eyðilagði samspil Tott
enham. Þrátt fyrir það þarf
maður ekki að hugsa sig um,
þegar maður velur Totten-
ham „lið ársins" í enskri
knattspyrnu. Undanfarna 12
mánuði hefir liðið unnið sig
upp úr 2. deild í toppinn á
þeirri fyrstu. Þegar Totten-
ham hafði náð forustunni í
ligunni, lét Attlee forsætisráð
herra, sem fylgdist með knatt
spyrnunni af miklum áhuga,
veg og velferð ríkisins eiga
sig einn eftirmiðdag til þess
að geta séð liðið leika. Þegar
liðið vann sig upp úr 2. deild
var það mun betra en hin lið-
in í deildinni og sýndi þá,
sem er metnaður hvers félags,
úthald, dugnað og hraða.
Leikaðferðin.
Tottenham notar árásar-
aðferðir, sem hefir náð aftur
þeirri frægð, sem enska knatt
spyrnan hafði á árunum fýr-
ir „offside-reglurnar". Mið-
framvörðurinn eða þriðji bak
vörðurinn leikur bæði í sókn
og vörn, en er ekki aðeíns ríg
bundinn við miðframherja
mótherjanna, eins og tíðk-
aðist hjá hinum liðunum. Lið-
ið sýndi skemmtilega knatt-
spyrnu og framlínan skoraði
mörg mörk, sem orsakaði að
fjöldi fólks sótti alltaf leiki
liðsins, og meðaltalið var á
síðasta ári um 50 þús. áhorf-
endur á hvern leik.
Margir álitu, að það mundi
verða öðruvísi, þegar Totten-
ham mætti beztu liðunum í
1. deild. Liðið yrði þá að vera
varkárara og leggja meira upp
úr að gæta framherjanna, á
kostnað hraðans, til þess að
geta betur mætt hættuleg-
um upphlaupum. Svar Tott-
enham var að halda áfram
með sömu leikaðferð. Fram-
kvæmdastjóri félagsins, Arth
ur Rowe, sem áður lék með
Tottenham og var auk þess
enskur landsliðsmaður, sagði
leikmönnum sínum að sú leik
aðferð, sem hafði komið lið-
inu aftur í 1. deild, væri einn
ig nógu góð til að halda því
þar. Og það hefir einmitt kom
ið á daginn.
Tottenham vakti undrun
með því að sigra Newcastle,
sem hafði verið spáð meist-
aratitlinum, með 7—0, vinna
Portsmouth, lígumeistara
undanfarin tvö ár, með 5—1
og geta bókað 6—1 á móti
Stoke og 4—1 á móti Bolton.
Hæfni liðsins kom á óvart og
þó einkum Ditchburn, Rams-
ey, Nicholson, Burgess og
hinna nýju vinstri innherja
og útherja Englands Bailey
og Medley, en þessir menn
hafa allir verið valdir lands-
liðsmenn. Tottenham sann-
aði enn betur en fyrr ágæti
leikaðferðar sinnar, hinn
hraða samleik, sem fá lið
stóðust. En spurningin er:
Tekst Tottenham að vinna
það afrek, sem aðeins hefir
skeð tvisvar á hinum 51.
keppnistimabilum — að kom
ast upp úr 2. deild og vinna
meistaratitilinn næsta ár.
Liverpool — Everton.
Slíkt var fyrst gert 1906.
Heiðurinn féll í skaut Liver-
pool og þrjú keppnistímabil
var árangur liðsins þannig:
Féll niður úr 1. deild, komst
upp aftur, og lígumeistara-
titill! Annað lið frá Liver-
pool, Everton, sem alltaf hef-
ir verið 1 1. deild að undan-
skildu tímabilinu 1930—31,
vann líkt afrek á árunum á
milli styrjaldanna. Everton,
sem í fyrsta skipti féll niður
1929-—30, komst aftur upp i
1. deild eftir 12 mánuði, og
vann meistaratitilinn árið
eftir, og til þess að gera alla
félaga sína ánægða, klykkti
liðið út með þvi að vinna Bik
arkeppnina 1934.
Bristol City, sem nú er í
3. deild, komst upp í 1. deild
1906 og varð nr. 2 í þeirri
deild á næsta keppnistima-
bili. Nokkrum árum áður
hafði Manch. City eftirfar-
andi árangur: Féll niður,
komst upp og árið eftir hlaut
liðið tvöfaldan heiður, var.n
Bikarkeppnina og var „runn-
er-up“ í lígunni sama vetur-
inn. En árangur Liverpool og
Everton er þó athyglisverð-
astur, því að liðin urðu bæði
meistarar í 2. deild árið, sem
þau komust upp í 1. deild.
Það getur verið skemmti-
legt að nefna, að Everton hef
ir verið fleiri keppnistímabil
í 1. deild en nokkurt annað
lið. Núna er það liðsins 51.
Sunderland og Aston Villa eru
með 50 keppnistímabil hvort
félag. Og að endingu skal
þess getið, að Sunderland hef
ir aldrei fallið niður úr 1.
deild.
H. S. þýddi.
AnglTsingasimi
TÍMANS
»*>■ 81300