Tíminn - 03.04.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.04.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, þriðjudaginn 3. april 1951. 4. blaS. Sterkasta þráin Mjög skemmtileg sænsk kvik mynd um ástir og ævintýri þriggja systra. Sýnd kl. 7 og 9. Það hlaut að verða þú Sýnd kl. 5 TRIPOLI-BÍÓ Fanginn í Zenda Hin spennandi og skemmti- lega ameríska stórmynd, gerð eftir hinni heimsfrægu skáld sögu eftir Anthony Hope. Ronald Colman, Madeleine Carroll, Douglas Fairbanks. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðeins þetta eina sinn. NÝJA BÍÓi Hættnr stórbortí- arinnar (Naked City) Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Smámyndasafn: Músík, söngva og teiknimyndir. Chaplin í hnefaleik. Vetrar- íþróttir o. fl. Sýnd kl. 5 BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Gimsteinarnir (Love happy) Bráðskemmtileg og spenn- andi ný amerísk gamanmynd með: Marx-bræðrum. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Bergur Jónsson Málaflutningsskrlfstéfa Laugaveg 65. Sltnl 5833. Heima: Vltastlg 14. JnlulrurujJoéUUlUiA áejteU; 0UufeUi4U?% Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött. Sendum 1 póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Sími 5184. I*----------------------- Austurbæjarbíó Orrustan um Iwo Jima Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. Hljómleikar kl. 7. TJARNARBÍÓ A Kon-Tiki vfir Kyrrahaf Hin einstæða kvikmynd. ______Sýnd kl. 9.___ Slyngnr töframaður Boston Blackie and the Law Óvenjuskemmtileg amerísk leynilögreglumynd. Aðalhlutverk: Chester Morris. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 7. GAMLA BÍÓ Hawaii-nætur (On an Island with you) Ný amerísk dans- og söngva- mynd í eðlilegum litum. Esther Williams, Peter Lawford, Cyd Charisse, Xavier Cugat og hljómsveit. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. HAFNARBÍÓ Svarti galdnr (Black Magic). Amerísk stórmynd. Orson Welles. Sýnd kl. 9. Á hættusvæðinu (Á heimleið). Spennandi amerísk kvik- mynd eftir leikriti Eugene O’Neill, er leikið var í útvarp ið í vetur. John Wayne, Barry Fitzgerald. Sýnd kl. 5 og 7 ELDURINN gerir ekkl boð á nndan »ér. Þelr, tem eru hyggnJr, tryggja atrax hjá Samvinnutrygglnsum ♦♦♦♦♦♦♦•♦••»«♦ Aakriftar símJ i TIHINW 2SSS Gorlzt ifkrifeaiar. llm söfnun örnefna og útgáfu (Framhald af 4. síðu.) varð lika mínu erindi til bjarg ar, því nærri undantekningar laust vildu allir, sem ég hitti, greiða götu mína, veita mér beina, ljá mér hesta, og tefja sig frá önnum til þess að láta mér í té upplýsingar, svo sem þeir vissu bezt, og það var ekki ósjaldan sem ég varð þess var, að bóndi var að sjóða saman uppkast af ör- nefnalýsingu, að gott væri að þessu verki væri lokið, það hefði of lengi dregizt. Þessi góðfúsa aðstoð gerir örnefnasöfnun aðkomumanna mögulega, og er því mikilla þakka verð. Síðast en ekki sízt, má telja það til happs örnefna- söfnuninni í Rangárvalla- sýslu að ungur menntamað- úr úr sýslunni, Björn Þor- steinsson, hefir sýnt mikinn áhuga á þessu máli og lagt því mikið lið. Árið 1947 var rætt um það á fundi í Rangæingafélaginu hér í Reykjavík, að ráðast í að hefja útgáfu á örnefna- safni, þar sem söfnun var þá komin vel áleiðis. Stjórn félagsins og félags- menn tóku þessu mjög vel, og var hallast að því, að láta fjölrita örnefnasafn úr ein- um hrepp í fáum eintökum og var hugmyndin að halda pví áfram smátt og smátt. Áður hafði verið talað við Pétur sál. Guðmundsson fjöl- ritara og áttum við þar að mæta góðum skilningi og sanngjörnum viðskiptum. En svo illa vildi til, að hann dó áður en þetta kæmist í fram- kvæmd. Var þá leitað til ann arra, og þar fengum við þá leiðu reynslu, að fjölritun reyndist mun dýrari en prent um þrefalt fleiri inntaka. — Þetta varð til þess, að sjálf- sagt var að staldra við með útgáfuna og bíða átekta. í upphafi þessa máls var vikið að hugmynd Norðra um útgáfu örnefnasafna. Sú hug- mynd ætti að verða til þess, að hvert sýslufélag reyndi eftir mætti að fá yfirlit yf- ir það, sem þegar hefir verið safnað, og fylla svo í skörð- in, til að vera viðbúið, ef út- gáfa skyldi hefjast. Því er raunar ekki að leyna, að þeir, sem hafa ráðist í út- gáfu þjóðlegra bóka, sem telj ast til heimildarrita, hafa ekki hlotið skjótan gróða, en því vænlegra hefir það reynzt til góðs orðstírs. Nægir þar sem dæmi að benda á Bókmenntafélagið, sem með dæmalausri þraut- seigju hefir komið á prent fjölda merkisrita af þessu tagi, og ekki látið það standa í veginum, þótt það tæki tugi ára. En að lokum hefir reynsl an orðið sú, að verk þessi hafa selzt upp. !il WÓDLEIKHÚSID Miðvikudag kl. 20.00 Heilög Jóhanna eftir Bernard Shaw t aðalhlutverki: Anna Borg Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum. Sími 80000. SKIPS- LÆKNIRINN a'álitið fram eftir nóttinni, og ég heyrði, að fyrst söng Ste- fansson. Það var útlend vísa, rúmensk eða itöísk. Hann syngur sjaldan, en þegar hann syngur, þá liggur óvenju- lega vel á honum. Svona leið hálftími. Þá hætti hann að syngja, en hann hélt áfram að ganga um gólf. Svo fór hann að blístra. Og Stefansson blístrar ekki nema það liggi sér- lega illa á honum. Hann gekk um gólf og' blístraði 1 heila klukkustund. Tómas hristi höfuðið undrandi. Hann sá Stefansson í anda, og gat gert sér í hugarlund, að honum gætist illa að því að bíða lengi eftir „drottningu“ sinni. En hvað hafði orðið af Friðriku? Hafði hún hopað af hólmi á síðústu stundu? Hann gat ekki að því gert — honum var undir niðri ánægja að þessari tilhugsun. En samt vorkenndi hann Stefansson. — Svo mun hann hafa lagzt fyrir dálitla stund, hélt ung- frú Fielding áfram. Það varð dauðaþögn inni hjá honum. En hann hefir ekki sofnað, því að nokkru síðar tók hann að æða fram og aftur um herbergið. Við og vjð tók hann sér hvíld, en aðeins litla stund. Og á þessu gekk í alla nótt. Klukkan hálf-sjö var barið að dyrum hjá honum .... — Og svo? — Það var bara léttadrengur. Ég náði tali af honum. Hann sagði, að kona hafði sent sig með bréf til hans. Hann vissi ekki, hver konan var .... — Það hefir sennilega verið Friðrika. Vitið þér, hvað var í þessu bréfi? — Nei. Þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í sjö barði ég að dyrum hjá honum, eins og ég er vön, ef vera kynni, að honum þóknaðist að láta mig gera eitthvað...... Hún fór að snökta, og eyrnahringarnir hristust eins og þeir væri skeknir. Og þá — og þá sagði hann mér að fara til fjandans. Smettið á mér hefði kvalið hann nóg í fimmtán ár, þó að ég væri ekki að trana því framan í hann núna .... Tómas reyndi að hughreysta hana — fólk gæti stundum verið ónærgætnast við þá, sem það treysti bezt. — Og eins og hann var á svipinn, hrópaði ungfrú Field- ing. Hann hefir elzt um tuttugu ár. Það, sem þér fáið að sjá, er gamall og sjúkur maður. Farið til hennar, og biðjið hana að vera líknsama .... — Ég skipti mér ekki af einkamálum barónessunnar, sagði Tómas um leið og hann skundaði brott. Þjónn sagði Tómasi, að Bandaríkjamennirnir væru að snæða morgunverð á þiljum uppi, þar sem fólk beið þess nú að sjá Zeppelín-loftfarið. — Veit læknirinn, hvað verðið var á hlutabréfum skipa- félagsins í New York í gærkvöldi? spurði lyftudrengurinn, er Tómas fór upp í lyftunni. Takið bara eftir: 210. Tómas brosti. — Hvað mikið hafa þessar góðu fréttir fært þér I drykkju- peningum? sagði hann. — Þeir, sem hafa stjanað við gesti frá tíu ára aldri, læra náttúrlega ýmsar brellur, sagði lyftudrengurinn. Og ég er að reyna að draga saman tíu þúsund mörk, svo að ég geti farið í skóla og lært stærðfræði og eðlisfræði. Það birti yfir svip drengsins, og það var hægt að láta sig gruna, að nú vantaði ekki svo ýkjamikið á þessi tíu þúsund mörk. Á þilfarinu var krökt af fólki. Það var líkast veitingahús- garði á hlýjum og björtum sunnudegi. Þeir, sem bezta höfðu sjónaukana, höfðu þegar komið auga á loftfarið. Stefansson sat þarna hjá tveimur Bandaríkjamönnum. Hann hafði ýtt stól sínum langt frá borðinu, sem þeir sátu við, og hélt á gildum staf í hendinni. Með honum dró hann hvern hringinn af öðrum á þilfarið, ýmist frá hægri til vinstri eða frá vinstri til hægri, eins og væri hann með þessu að hlaða einhvern hringmúr um sjálfan sig. Tómas heilsaði honum, en ógreinilegt urr var eina svarið, sem hann fékk. — Ég verð því miður að setja yður nýjar og strangar regl- ur um mataræði, sagði Tómas. Ég er ekki ánægður með síðustu sjúkdómsgreininguna. — Einmitt — þér eruð ekki ánægður, rumdi Stefansson og studdi hökunni á fílabeinshúninn á stafnum. Og hvers sök skyldi það vera? Það er ekki yður að kenna — það er mér að kenna — að ég skyldi fara út í þetta skip, án matsveins míns og læknis. Yður hefir sennilega aldrei dottið í hug að fylgjast með þvi, að matsveinninn færi eftir þeim reglum um tilbúning matar handa mér, er hann átti að fylgja?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.