Tíminn - 07.04.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.04.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, laugardaginn 7. apríl 1951. 78. blað. Skuldnskil (Corner Creek) Afar spennandi ný amerísk mynd í eðlilegum litum með Randolph Scott, Margaret Shappman. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ ADAI o» EVA (Adam and Evelyn) Heimsfræg brezk verðlauna- kvikmynd. Hinir frægu leik- arar Jean Simmons, Stewart Granger leika aðalhlutverkin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BfÓ Viðburðarík og spennandi ný amerísk mynd frá ævintýra- heimum Alsírborgar. Aðalhlutverk: Ivonne de Carlo, Tony Martin, Peter Lorre. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARB HAFNARFIROI Frumsýning á „ IVótíin langas< í kvöld kl. 8,30. Simi 9184. fiergnr Jónsson MAIftflntnlngsJikrifstofft Laugaveg 65. Slml 5833. Helma: V'tastlg 14. tf'HuAtusujSoéíuA/uíl elu áestaA,' 0uufelG$i&% Bafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum í póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin UÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Sími 5184. Austurbæjarbíó Bæjarráðið o g ít á ð li ú s i ÍS Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. GÖG og GOKKE Sýnd kl. 3 og 5 Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍÓ Síðasta liulan (The Seventh Veil) Afar fræg og hrífandi músík- mynd. Aðalhlutverk: James Mason, Ann Todd Sýnd kl. 5, 7 og 9. Regnbogaeyjan Ævintýramyndin fræga. Sýnd kl. 3. GAMLA BÍÓ Næturljóð (Night Song) Dana Andrews, Merle Oberon, píanósnillingurinn heims- frægi Arthur Rubenstein. Aukamynd: Fréttamynd, brezka bikar- keppnin — „Sugar Ray Rob- inson o. fl. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Signrmerkið (Sword in the Desert) Ný amerísk stórmynd, byggð á sönnum viðburðum úr bar- áttu Gyðinga og Breta um Palestínu. Aðalhlutverk: Dana Andrews, Marta Foren, Stephen McNalIy. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. ELDURINN gerir ekkl boð i undan sér. Þelr, tem eru hjggnir, tryggja strax hjá SamvinnutrygglnKuin Agkrlftarsfmii TIMINIV Gerlzt áakrlfenáÍMr. J •MM Erlent yflrllt (Framhald af 5. síðu.) þau. Nathan vissi, að hann hafði tvöfaldað sigur sinn með því að setja upp angurværan svip eina morgunstund. Deila Nathans og Englandsbanka. Jafnvel sjálfur Englands- banki varð að lúta fyrir Roth- schild. Á þeim tímum var það alsiða að fésýslumenn og fyrir- tæki þeirra gæfu út sina eigin seðla, sem voru raunverulega þeirra tíma tékkávísanir. Eng- landsbanki neitaði að taka við þessum seðlum. Þá sagðist Nathan Rothschild skyldi sýna bankanum hvað hér væri um að ræða. Þremur dögum seinna kom Nathan í Englandsbanka í sín um snjáða frakka eins og hann var vanur og hópur skrifstofu- manna var með honum. Hann bað að skipta fyrir sig fimm pundaseðlum í gull og menn hans gerðu það sama hjá öðr- um afgreiðslumönnum. Brátt var þrotið allt það gull, sem bankinn hafði uppi við og sækja varð nýjar birgðir i kjallar- ann. Eftir að Nathan hafði þannig sótt að bankanum í tvo daga, komu forstjórar bankans sam- an um, að háttalag Nathans væri ófyrirleitið en löglegt væii það. Til þess að komast hjá þroti urðu þeir að fallast á það, að veita seðum Rothschilds við töku. Málaferli í París. Þegar James Rothschild barún mataðist í París á vel- mektardögum sínum, var hann vanur að henda gulli og seðlum út um glugga til betlaranna, eins og menn gefa snjótittling- um korn út á klaka. Fyrir 40 árum tóku þeir frændur í Frakk landi höndum saman við Morg- ansfrændur til að bjarga franska ríkinu. En árið 1940 úr- skurðaði Signu-rétturinn að taka skyldi fjárnámi banka- innstæður, dýrgripi, málverk, verðbréf og allar eignir barún- anna Henrys, Eugenes og Mau- rices Rothschild og er þeim deil um ekki ráðið til lykta ennþá. Breytt um atvinnu. Er nú farið að skyggja að kvöldi hjá þessari auðugu ætt? Sá, sem nú er Rothschild lá- varður, en Nathan gamli var langa-langafi hans, álítur að menn eigi ekki að réttu lagi að eiga annað en það, sem þeir hafi sjálfir unnið sér inn. Hann fékk heiðursmerki á stríðsár- unum vegna hugrekkis síns með skemmdarverkasprengjur. Hann er aldrei ánægðari en þegar hann vinnur í lifeðlisfræðirann sóknarstofunum í Cambridge, og hann segir sjálfur, að ætt hans hafi látið frá sér banka- bókina til að taka tilraunaglös- in. Faðir hans er vísindamaður og átti drjúgan þátt í því að rannsaka sýkingarhættu í sam bandi við kýlapest. Frændi hans í Frakklandi stofnaði lífeðlis- vísindastöðina í París. Annar frændi hans, sem líka var vís- indamaður, var meðlimur í Royal Society, systir hans vinn- ur vísindastörf og ennfremur frændi hans í Austurríki. Cjina JC auá : í * iti ÞJÓDLEIKHÚSID Laug&rdag kl. 20. Heilög Jóhanna eftir Bernard Shaw 1 aðalhlutverki: Anna Borg Uppselt. Sunnudag kl. 14.00. Snædrottnlngin Sunnudag kl. 20 Heilög Jóhanna Aðgöngumlðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntnnum. Sími 80009. SKIPS- LÆKNIRINN 70 Stefansson og Wladimir munu harma það mest, að þeir sneru þakinu við mér. Lovísa hafði margan ósigur beðið hin síðustu ár. En hún hafði ávallt risið jafnskjótt á fætur með nýjar vonir og nýja trú. Lífsþróttur hennar var ótrúlegur, og örlítil hvatn- ing var henni nógur stuðningur í mótlætinu. Tíu mínútum síðar kom Lovísa aftur út úr baðherberginu. Hún tók báðum höndum um höfuð Tómasar og kyssti hann beint á munninn. — Fyrir tiu árum hélt ég, að þú væri bara laglegur piltur, og eftir fjögurra vikna viðkynningu hélt ég að ég þekkti þig út og inn. Fyrirgefðu mér! — Það eru ekki nema fáir dagar síðan ég komst að raun um, að ég þekkti mig ekki einu sinni sjálfur, ságði Tómas, Þau urðu samferða út. Fyrir framan víxlarabúð Trau- gotts var þröng af fólki. Það voru þæði karlár og kónur, sem staðnæmdust þar til þess að líta á verðið á hlutabréfum skipafélagsins, í þeirri von, að geta haldið leiða? sinnar í öruggri vissu þess, hve gróðinn getur verið auðfenginn. En allir stóðu kyrrir í sömu sporum, agndofa og skilningsvana andspænis ótrúlegu fyrirbæri: Hlutabréfin voru laliin um áttatíu mörk frá því kvöldið áður. Traugott stóð þögull í dyrunum með gildan vfndil í munn inum. — Þér græðið að minnsta kosti, sagði hann við Exl gim- steinasala. Þér keyptuð bréfin á 98 mörk. — Ég vil samt selja bréfin mín hið bráðasta, svaraði gim- steinasalinn. Ég hefi lagt allt of mikla peninga í vafasöm fyrirtæki. — Þér hljótið að vera genginn af göflunum, ságði Pyrker frá Berlín, sem þó hafði aldrei fyrr séð Exl. Hvers vegna fáist þér við kauphallarbrask, fyrst þér verðið strax hrædd- ur morguninn eftir? Síðan sneri hann sér að hinum, sem safnazt höfðu saman hjá víxlaranum og reyndi að sefa ótta þeirra. Því hafði verið opinberlega lýst yfir, að Stefansson hefði keypt mikið af hlutabréfum, og þetta afturkast á verði hlutabréfanna var aðeins stundarfyrirbæri, sagði hann. Serafína Himmelreich frá Dortmund skorðaði sig fyrir framan Traugott, fijúpuð rándýrri greifingjakápu sinni, er hún hafði keypt í ölvun ríkidæmisins og skyndígróðans. Hún spurði formálalaust: — Hvað ráðleggið þér okkur að gera? Eigum við að selja bréfin eða ekki? Traugott yppti öxlum. — Hvernig ætti ég að vita það? Þér tapið að minnSta kosti ekki neinu, ef þér seljið nú. Svo hafið þér fengið skemmtilega dægradvöl i kaupbæti. Traugott hafði farið að ráðum föður síns. En selji kaup- endurnir bréf sín nú, hlýtur hann tvöfaldan hagnað. Það skipti mestu máli, að það væri einhver hreyfing. En svo voru ýmsir, sem keyptu seint og við háu verði. Og þeir hefðu hætt hæstum upphæðum. En þeir voru af þeim stigum, að þeim leyfðist ekki að láta þess gæta, að þeir óttuðust um peninga sína. Þeir reyndU að hughreysta hvorn annan. Næstu fréttir af kauphallargengi bréfanna komu klukkan hálf-tólf. Það hafði enn stórfallið. Bréfin voru seld á 105 mörk. — Þér sögðust vita það með fullri vissu, hrópaði Serafína Himmelreich framan í frísneska baróninn. Þér réðuzt á mig með þessar fréttir. En sá, sem hún ávarpaði, heyrði ekki einu sinni, hvað hún sagði. Hann þreif í öxlina á kornsalanum frá Hamborg og hvæsti: — Hvaðan er eiginlega vitneskja yðar um þessi hluta- bréf? í gær höfðu allir fréttir, sem studdust við beztu heim- ildir og voru hreyknir af því, hve mikið þeir vissu. En nú vissi enginn neitt. Karolína Kroll, sem hafði erft helminginn af skógunum í Efra-Þýzkalandi, stóð titrandi i heimasaumuðum kjól og starði á svörtu töfluna. Harðlegt andlit hennar var gráfölt, og hún rak upp angistaróp, þegar Traugott tók krítina, til að þurrka út töluna 130 og skrifa 105 í staðinn. í bessari andrá kom Stefansson á vettvang í fylgd með frú Morris og fylgdarmönnum hennar. Þau settust við lítið borð fyrir framan blómabúðina. Frú Morris brá einglyrninu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.