Tíminn - 07.04.1951, Qupperneq 8

Tíminn - 07.04.1951, Qupperneq 8
ERLEHT YFIRLIT: Hefst Evrópustríð í sumar? 35. árgangur. Reykjavík, 7. apríl 1951. 78. bla«. Gúmmíbarðinn h.f. fimm ára Mikill erlendur gjaldeyrir sparaður síðan farið var að sóla notaða hjólbarða Um þessar mundir er Gúmmíbarðinn h. f. við Skulagötu 5 ára. Þetta fyrirtæki hefir um fimm ára skeið sóiað um 10 þús. hjólbarða fyrir bifreiðaeigendur í landinu og sparað þjóðinni sem næst andvirði jafnmargra hjólbarða í erlend- um gjaldeyri. — Ólafsfirðingar mót- mæla togaraút- hiutuninni Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði. Ólafsfirðingar og Dalvíking ar telja, að þeir hafi verið ranglæti beittir við úthlutun nýju togaranna. Var mál þetta til umræðu á bæjar- stjórnarfundi í Ólafsfirði á fimmtudaginn. Sigurður Baldvinsson, einn af fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, bar fram svolát- andi ályktunartillögu, sem samþykkt var í einu hljóði af öllum bæjarstjórnarmönnum: „Varðandi úthlutun ríkis- stjórnarinnar á nýju togur- unum, svo og kaup hennar á togaranum Garðari Þorsteins syni handa Siglfirðingum, telur bæjarstjórn Ólafsfjarð- ar, að ríkisstjórn íslands hafi framið stórkostlegt ranglæti gagnvart Ólafsfirðingum og Dalvíkingum í þvi máli. Skor ar því bæjarstjórnarfundur | 5. apríl 1951 á ríkisstjórnina, I að hún kaupi togara handa’, Ólafsfirðingum og Dalvik- ingum ekki verri en tegarann, sem hún keypti handa Sigl- firðingum, eða stuðli að ann- arri atvinnuaukningu á þess- um stöðum.“ * IsL námsmanni boðinn norskur námsstyrkur Norska utanríkisráðuneyt- ið hefir nýlega veitt styrk, að upphæð norskar krónur 3.200.00, handa íslenzkum listamanni til átta mánaða námsdvalar í Noregi. Umsóknir um styrk þenn- an eiga að vera komnar til skrifstofu Menntamálaráðs fyrir 1. maí n. k. Loðnuveiði á Húsa- vík en tregur þorskafli Frá fréttaritara Tímans á Húsavík. Hér hefir veiðzt dálítið af loðnu undanfarna daga og hafa bátar reynt að beita henni, en fiskafli þó verið á- kaflega tregur. Bátar hafa þó róið nokkrum sinnum því að gæftir hafa verið sæmilegar síðustu dagana. Það var 1. apríl 1946, sem fyrstu sóluðu hjólbarðarnir voru aígreiddir frá Gúmmí- barðanum. Það voru sex menn hér í bænum, sem hófu þessa starfsemi og vinna fjórir þeirra enn í fyrirtækinu. Þess ir menn, sem stofnuðu Gúmmíbarðann voru Sigurð- ur Jóhannesson forstjóri Gúmmíbarðans, Grimur Grimsson, Jón Bjarnason, Kai Andersen, Þórður Þorkels son og Úlfar Þorkelsson. Starf semi þessi hefir til umráða skúrabyggingar við Sjávar- borg við Skúlagötu. —- Nú vantar okkur góða lóð til að byggja á ýfir verkstæðið, sagði Sigurður Jóhannesson, en það kemur okkur ekki að gagni nema við fáum hana við ein- hvern aðalveg. Sem verkstjóra fékk fyrir- tækið þegar í upphafi vanan mann í þessari starfsgrein, Tékkann Karel Vorofka, sem unnið hafði að þessu fimm ár í Bretlandi. Karel er kunnur hér á landi eftir norrænunám sitt hér við háskólann og fjallaferðir sínar. Bílstjórar telja slika sólaða hjólbarða endast sem nýja. Gúmmíblanda er soðin á barð ann með sérstökum tækjum, sem hita aðeins þann hluta barðans, sem sólinn er settur á og skemma því ekki strig- ann innan i barðanum. Ýmsar nýjungar eru í þess ari grein, svo sem stálvír í sólunum, sem er eins konar „skaflajárn“ i ísingu. Einnig er í ráði að Gúmmíbarðinn taki að sér að sjóða gúmmí á valsa prentvéla fyrir prent- smiðjurnar. Þá er þarna fram leitt fjaðragúmmí og sólar á hækjur og stafi. Talið er að erlent efni í sól un eins hjólbarða sé um 1% af andvirði heils barða, en nokkuð af því vinnist aftur á því, hve farmgjald er miklu lægra fyrir gúmmíið í bví formi en hjólbarðana, sem taka svo mikið rúm í skips- lestum. Síðan sólun og viðgerð gamalla hjólbarða hófst með þessum hætti hafa bílstjórar hirt barða sína miklu betur og nú er ekki hent nokkrum barða, sem mögulegt er að sóla á ný, því að verð sólun- ar og viðgerðar er varla meira en þriðjungur af verði nýs barða. Otti við þjófa í þjóð- minjasafninu brezka Öryggisvarzlán í brezka þjóðminjasafninu hefir verið þrefölduð, og ljós er látið loga nótt og dag í öllum sölum, þar sem helztu dýrgripirnir eru geymdir. Lásasmiðir, sem njóta sérstaks trúnaðar, hafa verið Iáínir skipta um lása í safninu. Bretum er það enn í fersku varúðarráðstafanir, að ekki er fýsilegt fyrir neinn að hnýs minni, er krýningarsteinin- ast í safnið eftir lokunartíma. um var stolið, og óttast meira af því tagi. Hafði þess orðið vart, að lás innri dyra í þjóð- minjasafninu hafði verið fjar lægður, án þess að vitað sé, hverjir hafa verið þar að 1*4 verki. Þessi lás er þannig J serður, að þjófur, sem nær afsteypu af honum, getur smíðað sér lykla að læsingum 1 í heilli álmu í safninu. En í þessari álmu eru einmitt flestir mestu dýrgripir safns- Hérna er hann kominn aftur fram á sjónarsviðið þýzki trúðurinn Groch, sem eitt sinn var þekktur vfða um heim. Hann stendur nú á sjötugu og er aftur byrjaður að sýna listir sínar í f jölleika húsum í Þýzkalandi. ísiim á Hvammsfirði orðinn ótryggur Frá fréttaritara Tímans í Búðardal. ísinn á Hvammsfirði er nú mjög tekinn að meyrna af sólbráð, og er hann orðinn . . « , ótryggur, en þarf þó talsverða ins, og væn það tjón sem ó- hláku eða storm m þegs að bætanlegt er, ef þeim væn eyga honum. stollð- Yfir Bröttubrekku er nu Ekki beðið boðanna. En Bretarnir voru orðnir hvekktir, svo að þeir hafa' ekki beðið boðanna. Nú hefir verið skipt um- alla lása, sem ekki þóttu fullkomlega trygg ir, og gerðar svo rækilegar brotizt við og við. Kosið til danska landsþingsins í fyrrinótt fóru fram kosn- ingar á helmingi þingmanna í danska landsþingið. 28 þing- menn voru kosnir og fengu jafnaðarmenn 12, vinstri- menn 8, íhaldsmenn 4, rót- tækir 3 og réttarsambandið 1. Kommúnistar náðu engum manni. Avarp um þátttöku í norrænni sundkeppni Þing hins norræna sundsambands hefir ákveðið að efna til sundkeppni milli Norðurlandaþjóðanna í sumar. ísland tekur þátt í þeirri keppni. Þingið ákvað jöfnunartölur, sem reikna skal eftir stig þjóðanna að keppni lokinni. Jöfnunartala íslands var á- kveðin hæst, vegna þess að þingfulltrúar töldu íslendinga l mestu sundþjóð Evrópu. Sundskyldan mun eiga sinn þátt í iþeim dómi. Hver sundfær íslendingur getur tekið þátt i keppni þess- ari. 'Þrautin er ein og hún er sú, að synda 200 m. bringusund. íþrótta- og ungmennafélög landsins munu, hvert í sínu I byggðarlagi, hafa á hendi forustu og undirbúning norrænu j sundkeppninnar. Hlutur almennings er sá, að æfa sig í j bringusundi og koma á einhvern sundstað á tímabilinu frá 20. maí til 10. júlí og synda 200 m. bringusund. Jöfnunartala íslands í sambandi við norrænu sundkeppn- ina er eigi hærri en svo, að íslendingar ættu að geta borið sigur af hólmi. Hér er um hollt og heilbrigt metnaðarmál að ræða. Þess vegna er oss undirrituðum ljúft að beina þeirri áskorun t.il allra sundfærra íslendinga, að láta eigi sitt eftir liggja, til þess að vegur vor og heiður í þessum efnum megi verða sem mestur. íslendingar ! Hjálpumst að þvi að létta undirbún- ingsstarfið. Lærum sund. Æfum sund. Tökum þátt í hinni samnorrænu sundkeppni. íslendingar eru af mörgum taldir mesta sundþjóð Evrópu. Sýnum það á norrænu sundkeppninni i sumar, að það sé eigi ofmælt. Allir sundfærir íslendingar á sundstað í sumar! Björn Ólafsson, Helgi Elíasson, Guðm. Kr. Guðmundsson, Bragi Friðriksson, Gauti Arnþórsson, Karl Guðmundsson, Þorsteinn Einarsson, Ben. G. Wáge, Erlingur Pálsson, Þor- geir Sveinbjarnarson, Þorgils Guðmundsson, Frímann Helga- son, Hermann Guðmundsson, Logi Einarsson, Úlfar Þórð- arson, Kjartan Bergmann, Eiríkur J. Eiríksson, Guðrún Pétursdóttir, Stefán Jóh. Stefánsson, Guðbjartur Ólafsson, Jón Bjarnason, Helgi Tómasson, Daniel Ágústínusson. Finnskur laumufar- þegi, skráður skipverji Nú í vikunni kom hingað til lands með sementsfarm flutningaskipið Beatriz, er siglir undir Panamafána. Er það kom hér á ytri höfnina reyndist vera með því laumu farþegi, finnskur maður, er komið hafði á skipið í Blyth í Skotlandi. Engin vandræði urðu þó að Finna þessum, því að skip- stjórinn á Beatriz leysti vand- ann með því að ráða laumu- farþegann sem skipverja. Israel og Sýrland kæra til S'.Þ. ísraelsstjórn og stjórn Sýr- lands hafa báðar kært til S. Þ. vegna óeirða, sem urðu í fyrradag við landamærin. I Kenna þær hvor annarri um j upptökin. Segir stjórn ísra- ! els, að þær hafi hafizt með því, að hermenn Sýrlands á landamærunum við Galileu- vatn hófu skothríð á lög- reglulið ísraels og skutu sex lögregluþjóna til bana. Þessu svaraði ísraelsstjórn með því að láta herflugvélar sínar gera árás á bælcistöðvar hers Sýrlendinga við vatnið. Sæluvika Skagfirð- inga hefst á morgun Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Sæluvika Skagfirðinga, sem frestað var í vetur vegna in- flúensuhættu að boði sýslu- manns, verður í næstu viku. Verða sýndir fjórir sjónleik- ir, auk revýu. Að þessu sinni verða aftur teknir upp málfundir tvö kvöld vikunnar, en slikir um- ræðufundir hafa ekki verið síðustu árin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.