Tíminn - 15.04.1951, Síða 3

Tíminn - 15.04.1951, Síða 3
85. blað. TÍMINN, sunnudaffinn 15. apríl 1951. 3. f-^áttur hirhjunncir í skóla hjá fuglunum Brot íir .siiniarinjílaræðn eftir sr. Árelíus Níelssom. Fólkið vaknar snemma. Aug un blika af nýjum vonum. Sumarið kom í morgun. Vet- urinn er liðinn. Fögnuð þess- ara orða skilur enginn eins og fólkið í afskekktum fannadal við frostafjöt.ur og mjallar- hjúp, langt frá öllu öðru en að stoð guðs í eigin armi og barmi. En einmitt þannig hefir koma sumarsins orðið íslenzku þjóðinni ár og aldir liðinna tíma. Stærsta gleðiefni feðra og mæðra, næst ástinni sjálfri kærasta yrkisefni skáldanna. En nú er þetta breytt, sem bet ur fer. Rafljósin hafa rekið myrkur vetrarins á braut. Mið stöðvar og hverahiti gjört kuldann útlægan frá flest- um íbúðum íslands. Bráðum hættir þjóðin að skilja nafn síns eigin lands. Svona hefir frelsið og bókvitið ásamt tæknilegri þekkingu og stór- hug breytt öllu viðhorfi ís- lendingsins til lífsins og vors ins. Bráfkim gæti svo farið að fögnuðurinn yfir sumardegin um fyrsta yrði aðeins minn- ing löngu horfinna aldra. En ef svo færi, yrðum við þá ekki fátækari sem þjóð. Fátækari af æðstu verðmætum lífsins. Þau eru einmitt fólgin i gleð inni yfir fegurð og auði tilver unnar, gleðinni yfir sigri ljóss ins yfir myrkrinu, sigri manns ins yfir mótlæti og mann- raunum hins íslenzka vetrar. En slíkri fátækt megum við aldrei bjóða heim. Aldrei leyfa henni að setjast að í landinu okkar, né eyða gróðri þjóðarandans. Og bezta vörn- In gegn slíkri eyðingu er að gera sigur ljóssins að virkum þætti í lífi þjóðarinnar, hvar og hvernig, sem hún er stödd efnalega og stjórnarfarslega. Hlýðum boðskap meistarans Jesú. Lítið til fuglanna í loft- ínu, skoðið blóm vallarins. —- Þetta er boðskapur og kall sumardagsins fyrsta. En 'er þaö ekki óskiljanlegt kall að- elns út í bláinn. Boðskapur, tem á ekkert bergmál í hjört liin fólksins, eins og yfirleitt er talið um allt, sem sýnist gamaldags og því úrelt? Nei, Jesús er alltaf svo frumlegur, svo innilga í sam ræmi við lögmál lífsins. Þeg- ar landslögin Islenzku segja: Lokið börnin inni í loftvond- um skólastofum og bannið þeim að líta út um gluggann, látið þau svo skoða myndir í bókum, þá segir Jesús: Leyfið þeim að vera úti og njóta sólar og regns, ilms og óma náttúrunnar, söngva vorsins. Og hvað geta þau svo, hvað gétum viö svo lært af fugl- unlun.? Ahyggjuleysi, segið þið. Jú, Jesús benti samtíðar mönnum sínum þessum á- hygjufullu, nöldurseggjum og fariseum sérstaklega á þann lærdóm. En fyrst getum við lært af þeim starfsemi. Þeir unna sér naumast hvíldar. meðan sólin slcin. Drúpa að- eins höföi um lágnættið. Heimilið þeirra á að vera hlýtt og fagurt. Uppeldi barn anna undirbúið fyrirfram. Ekkert til sparað. Það er ekk ert annað en ástin, sem vek- ur slíka starfsþrá og vinnu- semi. Ætli hið rótfúna og stofnfeyskna heimilislif og ástasambönd nútíðarinnar á íslandi mætti ekki taka sér þarna lexíu utan skólastof- unnár. Lítið á hjónaskilnað- ina og tryggðrofin, frjálsu ástirnar og hvað það allt sam an heitir á reykvísku. En þó er eftir í námsbók fugla- kennslunnar það sem yndis- legast er, en það er starfs- gleðin, söngurinn, fegurðin. Þeim er nú ekki aldeilis sama hvernig þeir eru í augum og eyrum umhverfisins. Hvert hljóð verður ómur, fullur af lífi og vonum, þakklæti, þrá og ást, eða kannske söknuði og vonbrigðum, en umfram allt lífi, lífi, lífi, — og fegurð. Hve yndislegar eru þær mann eskjur, sem hafa tileinkað starfi sínu og lífi sönginn, ljóð in, léttlyndið og lipurðina, án þess þó að verða þurr og köld steingervingsleg og tillitslaus. En einmitt þetta lærist í skólastofunni stóru hjá vor- fuglunum íslenzku. Og einn félagsskapur unglinga á ís- landi veit þetta, þótt mis- jafnlega gangi að gera þá vitneskju lifandi. Það eru skátarnir. Þeir vita vel að náttúran sjálf er bezti náms- skóli lífsins. Náttúran með öllum sínum breytileik dutt- lungum og töfrum, öllu sínu stríði, stundum upp á líf og dauða. Heill þeim, heill þeim sem óskar að verða og vera vorsins barn og vilja fá að stækka í öllu góðu og fögru. Glatið ekki hæfileika um- komulausa afdalabarnsins ís- lenzka, sem kom út úr mold- arkofanum og myrkrinu, til að gleðjast helgasta fögnuði lífs ins, yfir fuglasöng og blóma- brosum. Týnist hinn sanni fögnuður sumardagsins fyrsta úr hjarta íslendingsins er þjóðin orðin sýnu fátækari mitt í rafljósadýrðinni og I hveravatnsylnum. Við ættum | sem flest að komast í skól- , ann til fuglanna og blómanna. Fylgja kalli vorljóðsins fagra. Lítið til fugla himinsins. Skoð ið liljur vallarins. Drottinn Jesús, gef þú öllum gleði vors ins. fluglýAii í Titnanutn Utan úr heimi 16 dagar í kæliklefa. Dunkley heitir maður einn, sem frægur er orðinn af ferð sinni frá Jamaica til Nýja- Sjálands. Hann sofnaði inni í kælirúmi skipsins, sem hann fór með og enginn heyrði til hans þegar hann vaknaði. ( Hann hafði nógan ávaxtasafa og romm að drekka og á þeim kosti lifði hann 31. janúar til 16. febrúar að hann fannst. ★ Stríðsvagnar, sem fara undir vatn. Svíar hafa nýlega verið að reyna stríðsvagna af nýrri gerð. Þeir eru þannig út búnir, að hægt er að aka þeim undir vatni og hafa tilraunirnar ver ið gerðar í Vátteren og ánni Tidan. Reynast vagnarnir vel og er þeim ekið hiklaust eftir botninum. Þeir eru með eins konar mastri til að leiða reyk- inn upp úr vatninu. ★ Trú, Von og Elska. Nýlega áttu 83 ára afmæli þríburasystur amerískar, sem að réttu lagi heita Nóra, Anna og Nellie, en voru hins vegar kallaðar strax í bernsku Trú, Von og Elska og hafa þau nöfn jafnan fylgt þeim. Systurnar eru allar ekkjur og ætla þær sér nú að búa saman og fylgj- ast að héðan af það sem eftir er ævinnar. ★ Gervitunga. Drengur nokkur í frlandi missti tunguna í slysi, þar sem hann ók dráttarvél fyrir bónda einn. Hann er 12 ára gamall. Honum hefir verið gerð gervi- tunga og vona menn að með henni geti hann talað líkt og þeirri gömlu en sennilega verð ur hún honum of litil, svo að hann þarf nýja, þegar hann er orðinn stærri. ★ Stjörnuspár. Brezkir stjörnuspekingar hafa reiknað út að utanríkis- ráðherrar stórveldanna muni mætast i júní og samkomulag náist um Kóreumálin í ágúst. Þessir spádómar og margir aðrir verða lagðir fyrir stjörnu spekingamót í London. Meðal þess, sem í stjörnunum er skrif að, er þetta: Það verður engin heimsstyrj öld næstu 20 ár. Innan tveggja ára verður Molotov leiðtogi ráðstjórnarríkjanna, því að þá er Stalin veikur. Winston Churchill mun vinna næstu kosningar í Bretlandi, senni- lega í nóvember eða desember. Efnahagsmál almennt verða í klúðri 1952—1953. Þegjandi tökum við því ekki Eftir Þorbjörn Björnsson, Gcitaskarði. Ymsar eru þær nú þreng- ingarnar, sem yfirganga norð lenzkar byggðir, og því meiri er austar dregur. Tekur nú mjög til þreks, þolgæðis og manndóms bændalýðsins, — sem fyrr oft. Þessum erfið- leikum og vanda valda óvið- ráðanleg náttúruöfl, og tjáir ekki yfir að æðrast, fyrir þá, er við búa, en hitt má ekki kyrrt liggja, eða orðalaust yf- ir ganga, að þessum fann- barða harðbakkalýð, er þrot- laust heyja baráttuna, við ili veður og harðæri, sé skuld- laust beittur þeim þræla- brögðum, af hálfu ráðamanna póstmála, þannig að þessir opinberu starfsmenn bregðast svo algjört og herfilega þeirri skýlausu skyldu sinni, að dreifa pósti nokkurn veginn reglubundið um norðlenzkar byggðir. Þessi orð mín og aðfinnsl- ur eru fram settar aðallega vegna okkar^ Húnvetninga austan Blöndu, en geta þó vafalaust gilt sem kvörtun fyrir mikið stærri heild á víðari svæðum. Okkar saga hér um slóðir, er sú, að síðan snjóalög og illveður lögðust á, hafa liðið 2—3 vikur milli þess, að póstur hefir verið sendur út og fram til byggð- anna frá Blönduósi, og blöð þá gjarnan búin að tapa gildi að verulegu leyti, og svaraþörf nauðsynjabréfa eyðilögð. — Ég býst við ,að þeir, sem hér eiga að svara til ófremdar- innar, beri sér þá vörn á tungu, að illviðri og snjófergi eigi hér alla sök á, að ekki er út dreift póstinum, en þetta eru rökleysur, hvað snertir Langadal og fleiri byggðir A.-Hún., því mjólkur- flutningar á bílum hafa aldr- ei fallið niður nema viku í senn, og sjaldan þó svo lengi, og engu síður hefði verið hægt að flytja póst frá Blöndu ósi út um héraðið. Ég býst við, að svipaða sögu af þessari póstflutningavan- rækslu hafi æði margir að segja um norður- og austur- héruð. Ég veit ekki til, að neinn eða neinir þar syðra hafi tal- ið það til þrekraunar fyrir norðlenzkt búalið, að taka sig upp frá heimaannríki og brjót ast með mjólk sína langleiðis gegn óveðrum og illfæri, og ég beiðist heldur ekki eftir, fyrir bændanna hönd, neinu vorkunnsemdarmjálmi, en lík lega hafa þeir póstmálaherr- ar þar syðra haldið, að belj- ur og harðæri hafi hnýtt þann rembihnút að hugsun- um og tungum okkar Norð- lendinganna, að ýms mættu endemin fyrir okkar dyr setja, án þess að við fengjumst um eða kvörtuðum. Lítii virðist nú úrræða- mennskan eða dugurinn orð- inn innanvesta hjá þeim, er með póstmálin fara, og ólíkir og óskyldir eru þeir með öllu þeim mönnum, er með slík mál fóru kringum og upp úr síðustu aldamótum, hér á landi, þegar brotizt var með póst á klökkum, sleðum eða mannabökum, land, þvert og endilangt, hvernig sem féll með veðráttu og fannalög. En nú er sá aumingjaskap- ur uppi hafður, að þegar ill- viðri sækja á og snjór leggst á malbrautir, svo að ekki verð ur auðveldlega á bílum rennt, þá verður fleiri vikna stöðv- un á póstdreifingu um norð- urbyggðir. Núr þegar þannig er kom- ið póstflutningaaðstöðunni, að flugvélar flytja meginpóst til aðalpóststöðva norðan- lands, ættu forráðamönnum, sem hér eiga hlut að máli, að vera vorkunarlaust að hafa tiltæka menn með hesta og sleða — ef ekki verður bílum við komið, til að dreifa pósti út um byggðirnar frá aðal- stöðvunum. Það ættu menn að vita og skilja, að mun meiri þörf er afskektu sveitafólki að fá greiðlega sendan póst vetrarmánuðina en á sumr- um, því í fábreytni vetrarins (Framhald á 7. síðu.) Rafgeyma 6 volta, 125, 140, 160 og 200 ampersstunda. — Fáum við. Hentugur fyrir vindrafstöðv- ar og smárafstöðvar í sveit. — Góð tegund, gerið pantan ir sem fyrst. Sendum gegn póstkröfu. Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23 — Sími 81279 Mimiiiigarspjöld Krabliamcinsfclags Bcykjavíkur fást í Verzluninni Remedia, Austurstræti 7 og í skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilis- ins Grund. Viðurkenningarorð um Mbl. Mbl. segir frá þvi i gær, að ég hafi verið dæmdur fyrir „sannieikskorn" um Heimdall. Þetta er notaleg frásögn hjá blaðinu, því að vel gat það sleppt því, að ég hefði verið dæmdur fyrir að segja satt, þó að flestir viti nú orðið, að fyrir það má dæma menn að, islenzkum lögum. Hitt er eftirtektarvert, að Mbl. mótmælir engu af því, sem ég sagði um Heimdall 3. apríl, en það var þetta: Heimdallur hefir í lögum, að félagar geti orðið allir Sjálf stæðismenn 16—35 ára, en inn í féagið hafa verið tekin yngri börn, allt niður í 12 ára aldur, og eldri menn, jafnvel á sex- tugsaldri. Heimdellingar hafa sagt skólabcrnum í framhaldsskól um, að með því að gánga í Heimdall fái þau aðgang að skemmtunum Bláu stjörnunn ar fyrir hálfvirði. Þetta mun þó ekki vera, nema þegar Heimdallur kaup ir Bláu stjörnuna til að skemmta á félagsskemmtun- um. Lögreglustjóri mun hafa veitt Heimdalli vínveitinga- leyfi einu sinni í hverri viku eða sem því svarar allt síðasta ár. Ég get ekki látið vera að fara viðurkenningarorðum um Mbl. og vekja sérstaka at- hygli á þessu, að það minnist á þessar upplýsingar mínar án þess að mótmæla þeipi á nokkurn hátt, og tekur það beinlínis fram sjálft, að ég hafi verið dæmdur fyrir „sann leikskorn". Getsakir blaðsins um „hatursköst“ mín „í garð æskunnar“, tek ég ekki hátíð- lega. Eitthvað varð að fylgja viðurkenningunni. Haíllór Kristjánsson. X Tillaga Ingimars Jóhannessonar o. fl. Aðnlskrifstofa lýðræðissinnaðra sainvinmiinanna í Oildfcllow Símar 1308, 5892 og 6451.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.