Tíminn - 28.04.1951, Qupperneq 8

Tíminn - 28.04.1951, Qupperneq 8
ERLEVT YFIRLIT: MucAvthur oy Eisenhotcer 35. árgangur. Reykjavík, „4 FÖRNLM \ EG1“ t DAG: Er eorifí þtí komið? 28. apríl 1951. 94. blað'. Fræ og plöntur frá Eld- landi á leið hingað §tnrla Friðriksson grasafræðingur va*nt« anleg'ur úr Eldlamlsför innan skamniK Nú einhvern daginn kemur hingað til lands Sturla Frið- riksson grasafræðingur, sem farið hefir suður á Eldland við við suðurodda Suður-Ameríku til þess að safna þar ýmsum jurtum. trjáplöntum og fræi ,sem líkur eru til! að dafni hér á iandi. . Sturla Friðriksson var hinn 18. apríl í Buenos Aires á norö urleið, og liklegt, að hann sé nú kominn til New York og komi loftleiðis heim, áður en margir dagar líða. í farangri sínum hefir hann plöntur af mjög gagnsam- legri barrviðartegund, sedrus- tegund, sem vex þar syðra, og fræ af beykitegund, sem ætti að geta þrifizt hér. Auk þess er hann væntanlega með fræ af ýmsum fleiri tegund- um gróðurs, sem nú verður í fyrsta skipti reyndur í ís- lenzku loftslagi. * Drengjahlaup Ar- manns á morgun Ákveðið hefir verið að drengjahlaup Ármanns fari fram á morgun, sunnudag. Hefst hlaupið kl. 10.15 f. h. hjá Iðnskólanum í Vonarstr. Að þessu sinni senda sjö fé- lög 30 þátttakendur í hlaup- ið. Ármann sendir flesta eða sjö, Knattspyrnufél. Þróttur sendir fimm þáttt. og er það í fyrsta skipti, sem félagar úr því fél. taka þátt í drengja- hlaupinu. K.R. sendir einnig fimm keppendur. Ungm. Keflavíkur sendir fjóra kepp endur, en Í.R., Fimleikaf. Hafnarfjarðar og Ungmenna félag Reykjavíkur sendir þrjá keppendur hvert. Keppt er í þriggja og fimm manna sveitum. Ármann hef ir gefið bikar til keppni í 3ja manna sveitahlaupinu, en Eggert Kristjánsson bikar í 5 manna keppnina. S. 1. ár sigr aði KR í báðum sveitakeppn unum. Það hefir verið venja að drengjahlaupið færi fram fyrsta sunnudag í sumri, en í ár varð að fresta hlaupinu um nokkurn tíma vegna ó- færðar. Þjóðnýting fiskveiði félaganna við Kaspíahaf Nú er röðin komin að Rúss um og styrjuhrognunum í Persíu. Margir þingmenn í annarri deild persneska þings ins hafa borið fram frum- varp um þjóðnýtingu fisk- veiðifélaganna við Kaspíahaf, þar sem meðal annars eru framleidd eftirsóttustu styrju hrogn í heiminum. Eru félög þessi nú undir rússneskum yfirráðum. ítök þau, sem Rússar hafa þarna, renna út næsta ár, og þá er áætlunin, að þjóðnýt- ingin hefjist. Aflalítið í Húsavík Frá fréttaritara Tímans í Húsavík. Afli línubáta má heita eng inn. Einn bátur, Smári, hef- ir farið út með vörpu, og kom hann með dálítinn afla í gær. Smára rak upp í vetur, en nú hefir viðgerð farið fram á honum. Fyrri tilraunir. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti, að gróður frá Eld- landinu er fluttur til íslands. Fyrir nokkrum árum fékk Hákon Bjarnason skógræktar stjóri sendar hingað til lands nokkrar plöntur af beykiteg- undum þeim, sem vaxa á Eldlandinu. En hvort tveggja var, að plönturnar voru lengi á leiðinni og því illa farnar, er þær komu hingað, móttak- an ýmsum vandkvæðum bund in, meðal annars vegna þess, að þær komu hingað að haustlagi, er þær eðli sínu samkvæmt áttu að fara að laufgast. Fór svo, að ekki lifði nema ein planta af þess ari sendingu. Síðar fékk Hákon Bjarna- son sent fræ af beykitegund- um frá Eldlandi, og var því sáð á Tumastöðum. Kom upp af því um 200 plöntur, sem lifa. Skyndivetwr. Nú fæst hins vegar svo mik ið af fræi og plöntum, að hægt verður að gera í all stór um stíl tilraun með hinn eld- lenzka gróður. Vandalaus er móttakan þó ekki, því að láta verður plönturnar fá eins konar skyndivetur, áður en þær verða gróðursettar úti, væntanlega seint í júnímán- uði. Churchill frestar Bandaríkjaförinni Churchill hefir tilkynnt, að hann muni fresta för sinni til Bandaríkjanna. För þessi var ráðgerð í júní, en nú seg ir hann að vegna nýrra at- burða sé sér erfitt að takast för þessa á hendur. Ræðu þeirri, sem hann ætlaði að flytja í Pennsylvaníuháskóla hefir því verið aflýst. Talið er, að Churchill telji ekki heppilegt að hann flytji ræðu þessa meðan hinar miklu æs ingar ríkja í Bandaríkjunum vegna fráviknihgar Mac Art- hurs. Mjög bætt aðstaöa til heilsu gæzlu i Elliheimilinu Grund Ein kjallaraálma hússins hefir verið inn- réttuð og' húin ýnisuni tækjnm í |>essu skyni . ••#' Hinn ötuli forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík, Gísli Sigurbjörnsson lætur ekki staðar numið við að búa sem bés^lThaginn fyrir gamla fólkið, sem heim ili hans gistir, og bætist oftast einhver nýjung á hverju ári og stundum fleiri en ein. Nú hefir hann í samstarfi við Iækna heimilisins og aðra stuðningsmenn stofnað ofurlitla lieilsugæzlustöð í húsakynnum heimilisins og gafst blaða- mönnum færi á að skoða hana í gær. Þetta er fréttaritari Associat cd Press, William Oatis, sem tekinn var fastur í Prag á dögunum sakaður um rangar fréttir og njósnir. Franska stjórn in fallin Frumvarp frönsku stjórnar innar um breytingar á kosn- ingalögunum var fellt í full- trúadeild franska þingsins í gær og munaði aðeins 3 at- kvæðum. Hlaut frumvarpið 308 atkvæði en 311 voru á móti. Queuille forsætisráð- herra hafði lýst því yfir, að j hann teldi fellingu frumvarps ins sem vantraust á stjórn- ina og síðdegis í gær afhenti hann forsetanum lausnar- beiðni sína fyrir hönd sína og ráðuneytis síns. Forsetinn mun að líkindum neita að taka lausnarbeiðnina gilda. Skotf æraskip springur í Gíbraltar í gær varð geysileg spreng ing í brezku skotíæraskipi, sem verið var að skipa upp úr í Gíbraltar. Tættist skipið sundur og kviknaði í þvi og hafnarbakkanum. Sex menn létust en ailmargir særðust. Nokkur herbergi í vestur- álmu heimilisins háfa verið innréttuð og búin t^ekjum í þessu skyni. AlfreðfGíslason læknir lýsti starfseminni nokkuð. Það var árið 1948, sem tekin var upp reglubund in heilsugæzla á vistfólki og starfsfólki heimilisins, þótt aðstaða væri ekki góð fyrr en nú. Þegar nýr vístmaður kemur á heimilið eða starfs- manneskja fer fram almenn læknisskoðun og síðan fer fram nákvæm skoðun einu sinni á ári. Finnist hins veg- ar eitthvað athugavert viö sjúkling við þessa skoðun er haft víðtæktra eftirlit með heilsu hans. Síðan þettá eftir lit var upp tekið hefir veik- indadögum starfsfólksins fækkað töluvert, þótt reynsl an sé ekki lengri. Nýjum áfanga náð. ’ Með tilkomu þessarar litlu heilsuverndarstöðvar— gamla fólksins er nýjum áfanga náð* i þeirri baráttu að fyrir- byggja sjúkdóma eða taka fyr ir þá á byrjunarstigi. Að vísu eru ekki öll tæki komin þarna enn en þau munu smátt og smátt bætast við. Er nú beðið eftir hentugu röntgentæki og gegnlýsingartæki sem væntanleg eru í sumar. — Annars hugsum við okk ur miklu lengra i framtíðinni sagöi Alfreð eða alhliða heilsugæzlustöð alls gamals fólks. Þegar hin mikla heilsu verndarstöð rís upp, verða þar væntanlega .sérstakar deildir 1 því augnamiði, þar Athyglisvert njósna- mál upp komið í Noregi Somir yfiríoringja norska flotans hancltek inn og sakaðnr am njósnir fyrir Hiíssa Njósnamál eitt kom upp í Noregi um siðustu helgi og hefir vakið geysimikla athygli. Snýst l>að um fyrrverandi Iiðsfor- ingja í norska sjóhernum, Per Danielsen, sem nú 'situr í fangelsi grunaður um hernaðarnjósnir í þágu Rússa. Lögreglan hefir fylgzt ná- kvæmlega með gerðum Dan- ielsens um nokkurt skeið. Lögreglan hafði komizt að þvi að hann átti fund með grun- 'samlegum manni í vagni í ! Holmenkollen-brautinni. Mað ur þessi var útlendingur. Ann ars hafa yíirvöldin neitað með öllu að gefa blöðunum tæm- andi upplýsingar um þetta mál. Sonur flotaforingjans. Per Danielsen er sdhur yfir manns norska flotans Daniel sens aðmíráls, sem varð fræg ur í stríðinu fyrir óvenjulega dirfsku og hörku í sjóhernaði norska flotans. Hann réð fyr ir deild norska fallbyssubáta, sem gerði ítrekaðar árásir og strandhögg á norsku strönd- ina meðan hernám Þjóðverja (Framhald á 2. síðu.) sem allt fólk, sem tekið er að reskjast getur leitað skoð unar og ráða til að koma í veg fyrir sjúkdóma og verj- ast ellisjúkdómum. Þar mun vonandi einnig verða séð fyr ir andlegri heilsuvernd eða geðheilsuvernd, sem er mjög mikils verð fyrir gamalt fólk. Ejós, nudd og líkamsæfingar. Ófeigur J. Ófeigsson, lækn ir lýsti nokkuð húsakynnum og tækjum í litlu heilsugæzlu stöðinni í kjallara elliheimil- isins. Markmiðið er að sjálf- sögðu að vernda og bæta heilsu gamla fólksins og starfsfólksins. Þar er lækn- ingastofa, þar sem skoðun fer fram, vigtun, mæling og meltingarathuganir og þar (Framhald á 7. síðu.) Hans Hansson kepp- ir í Hveradölum á morgun Á morgun (sunnudag) verö ur haldið svigmót í Hveradöl um er nefnist Hansson-mót. Er það kennt við hinn heims kunna sænska skíðamann. Hans Hansson, sem hér hefir dvalizt við kennslu undanfar ið á vegum Skíðaráðs Reykja vikur. Auk hans munu taka iþátt í því flestir beztu svig- menu landsins, en keppendur eru 13 talsins. Hansson hefir um ára skeið verið í íremstu röð svigmanna heimsins. Hann varð t. d. 6. í Alpa-tvíkeppninni á síðustu Ólympíuleikum og hefir tekið þátt í mörgum alþjóðamótum við góðan orðstír. Fimrp sinn um hefir hann verið sænskur meistari í svigi og í ár er hann brunmeistari Svíþjóðar. Hansson-mótlð hefst kl. 3 á morgun (sunnudag) viö Skíðaskálann í Hveradölum og verður keppninni sérstak- lega hagað þannig, að áhorf- endur geti fylgzt vel með henni, enda má búast viö fjöl menni, þar sem almenningi hér sunnanlands gefst sjald- an tækifæri til að vera áhorf endur að slíkri keppni. Meðal Islenzku þátttakend- anna eru íslandsmeistarinn í svigi, Haukur Sigurðsson frá ísafirði, íslandsmeistarinn í bruni, Ásgeir Eyýólfsson úr Reykjavík, Gísli Kristjánsson, Þórir Jónsson og Víðir Finn- bogason, Reykjavík og Ár- mann Þórðarson frá Ólafs- firöi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.