Tíminn - 03.05.1951, Blaðsíða 6
6.
TÍMINN, fimmtudaginn 3. maí 1951.
97. blaS.
Paradis
piparsveinaima
Sýnd kl. 9.
Lína langsokkur
Bráðfyndin mynd gerð eftir
samnefndri sögu í íslenzkri
þýðingu.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
TRIPOLI-BÍÓ
Öður Síberíu
(Rapsodie Siberienne)
Þessi gullfallega rússneska
litmynd verður sýnd aftur
vegna fjölda áskorana.
_______Sýnd kl. 9. t
Gissur gerist
Cowboy
(Out West)
Sprenghlægileg ný, amerísk <
^kopmynd um Gissur gull-1
rass cfg Rasmínu í hinu villta ,
vestri.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
NÝJA BÍÓ
S V \ »
Djörf og afburðavel leikin
sænsk mynd með dönskum
texta. — Aðalhlutverk:
Birgit Tengroth,
Sture Lagerwall.
Sýnd kl. 7 og 9.
IVýít sumar „Show4
Músík- söngva- teiknimyndir
eínnig fræði- og ævintýra-
myndir. Allt nýjar myndir.
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f. h.
HAFNARFIROI
BÆJARBfÓ
Nóttin langa
Skopleikur eftir
JÓHANNES STEINSSON
Leikstjóri: Einar Pálsson.
Sýning í kvöld kl. 8,30.
Næstsíðasta sýning.
Sími 9184.
Rafmagnsofnar, nýkomnlr
1000 wött, á kr. 195,00.
Sendum 1 pðstkröfu.
Gerum við straujárn og
önnur heimilistækl
Raftækjaverzlunin
LJÓS & HITI H.F.
Laugaveg 79. — Sími 5184.
Austnrbæjarbíó
Fjsirsjóðir
f jallanna
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 9.
Cba pl in-sy r pa
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Sala hefst kl. 11 f. h.
TJARNARBÍÓ
Rig'olotto
Ópera í fjórum þáttum eftir
Giuseppe Verdi. Sungin og
leikin af listamönnum við
óperuna í Rómaborg.
Hlj óms veitarst j óri: Tullio
Serafin. — Söngvarar:
Mario Filippeschi
Tito Gobbi
Lina Pagliuhi
Sýnd kj, 7 og 9,
Ævintýri í
járnbrautarvinnii
Viðburðarík og sþennandi
sænsk kvikmynd.
Aðalhlutverk:
Victor Sjöström,
.Tohn Elfström.
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f. h.
GAMLA BÍÓ
Ilctjan hcnnar
(A Southern Yankee)
Sprenghlægileg og spennandi
ný amerísk gamanmynd.
Red Skelton,
Brian Donlevy,
Arlene Dahl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ÖNknbuNka
Sýnd kl. 3.
HAFNARBÍÓ
Sonur
Hróa hattar
(The Bandit of Sherwood
Forest)
Spennandi amerísk ævintýra
mynd í litum um son Hróa
Hattar og afrek hans.
Aðalhlutverk:
Cornel Wilde,
Anita Louise,
Edgar Buchanan.
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Danskur texti.
Sala hefst kl. 11 f .h.
I AckrlftarsíiMf t
TIHINIV
13»
Erlcnt yfirlit
(Framhald af 5. síðuu
dæmi og veldi. Hann er orðinn
gamall nú, gimsteinakóngur-
inn, og sonur hans, Harry Opp-
enheimer, hefir nýlega byrjað að
yfirtaka hans mörgu áhuga-
mál. Hið núverandi verð á gulli
og gimsteinum er skemmtilegur
endir á ævintýralegum ferli, er
hefir fært sir Ernest frá fátæku
Gyðingaheimili í Þýzkalandi um
London til suður- afríkönsku
gull- og gimsteinanámanna.
Hinn stóri maður þar niður frá
varð hann, þegar hann 1929
eignaðist De Beers, sem í byrj-
un aldarinnar hafði verið stofn
að af engum öðrum en Cecil
Rhodes, manninum, sem opn-
aði Suður-Afríku.
Undir stjórn Oppenheimers er
De Beers orðið að mestu ein-
okun í heiminum. I dag hefir
það umsjón með 95 prósent af
gimsteinaframleiðslu heims-
ins. Þegar gimsteinaverðið fell-
ur dregur félagið úr framleiðsl-
unni, þangað til minnkandi
framboð verður til þess, að verð
ið stígur. Þegar markaðurinn
lítur betur út, setur það fleiri
námur í gang. Alla tíð reynir
það, að hafa framboðið minna
en eftirspurnina — og verðið
samsvarandi hátt. Til eru þeir,
sem halda því fram, að ef ein-
okun Oppenheimers yrði hætt,
yrðu gimsteinar svo ódýrir, að
hver sæmilega stæður maður
gæti fyllt fingur konu sinnar af
þeim. Það er nefnilega nóg til
af gimsteinum í hinum suður-
afríkönsku námum. Þeir eru
ekki sjaldgæfir. Fágæti þeirra —
og dýrmæti — er aðeins vegna
Oppenheimers og hans undra-
verða De Beers.
Skyldur fylgja valdinu.
Og því eru gimsteinarnir enn
þá að eins hluti af hinu oppen-
heimerska riki. Gegnum annað
félag, Anglo-American Corpora-
tion of South Africa, stjórnar
hann stöðugt stærri hluta af
gullframleiðslu Suður-Afríku og
áhugamál hans verða stöðugt
fleiri, frá járnbrautum til mat-
vælafyrirtækja.
Með ríkidæmi sitt er Oppen-
heimer frjálslyndur maður. Hjá
gullnámunum nálægt Oden-
daalsrust, „þar er mesti námu-
iðnaður í heiminum", segir
hann, heíir hann notað 3 millj-
arða króna til að koma upp ný-
tízku bæ fyrir 100,000 innfædda
verkamenn, sem vinna auðæfin
úr jörðinni. Og sonur hans og
erfingi, Harry Oppenheimer,
hefir tekið sæti hans sem frjáls
lyndur meðlimur í suður-afrík-
anska þinginu.
Opinberlega viðurkennir þjóð
höfðinginn Oppenheimer, að
valdinu fylgja skyldur. En getur
maður vænzt þess, að þeir geti
innt þær skyldur af hendi, sem
hljóta að fylgja svo miklum
jarðneskum auðæfum?
ttbrciðið Tímann.
Nýja sendibílastöðin
hefir afgreiðslu á Bæjarbíla-
stöðinni, Aðalstræti 16. Sími
1395. —
>♦♦♦♦♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦
-\Vj>! fr'tjy-
ÞJÓDLEIKHÚSID
Fimmtudag kl. 20 00.
Sölinnaðiir dcyr
eftir Arthur Miller.
Leikstjóri: Indriði Waage.
Föstudag kl. 20.00.
Heilög Jóhanna
eftir B. Shaw.
Anna Borg í aðalhlutverki.
Leikstjóri: Haraldur Björnsson.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn-
ingardag og sýningardag.
Tekið á raótl pöntunum.
Sími 80000.
í
■:
.W.*.V.WAWWAWV%V.VAW.VAmWi^WM'
^JJeitln
Bernhard Nordh:
'onci
VEIÐIMANNS
5. DAGUR
5
.V.V.V.V.V.V.’.WW.W.'.V.W.V.V.V.V.V.VAV
árbakkannn, því að í miðri ánni var svo mikill straumur, á3
þau hefðu ekki komið bátnum á móti honum. Það var með
herkjum, að hann mjakaðist áfram í lygnunni við bakkann.
Ingibjörg sat kófsveitt undir árum, en í skutnum stóð Er-
lendur með langa stöng í hendi og stjakaði. Straum.mn þyngdi
sífellt, og allt í einu hrópaði Erlendur eitthvað.
Ingibjörg lagðist af alefli á hægri árina, og þegar kænan
kenndi grunns, spratt hún á fætur og stökk í laitd. ogJtogaði
í fangalínuna af öllum kröftum. Henni skrikaði fótur, eii svo
náði hún aftur viðspyrnu og gat haldið bátnumrErlehdur
kom L.enni til hjálpar, og eftir nokkra stund höfðu þau dreg-
farkost sinn svo langt upp, að þau gátu sleppt honum og
kastað mæðinni. Þau litu upp til fossins, sem steyptist hvít-
löðrandi fram af klettabrún. Þarna var illur farartálmi, en
þó ekki óvæntur. Fyrir nokkrum dögum hafði þeim í gisti-
staö verið sagt frá Úlfafossinum, og um morguninn höfðu
þau verið vöruð við vinstri árbakkanum, því að þeim megin
var varla fært upp fyrir fossinn með léttan bagga á baki,
hvað þá að báturinn yrði þar dreginn upp.
Ingibjörg tíndi saman þurrar greinar og sprek og kveikti
eld, þar sem hún steikti urriða og sauð þunnan graut. Á meö-
an tók Erlendur farangur þeirra upp úr báthum ög' :skipti
honum í fjórar byrðar. Sög, lítinn glugga og gæruúlpu lét
hann liggja eftir í bátnum.
Þau hvíldu sig aöeins stutta stund, er þau höfðu matazt.
Það beið þeirra erfitt verk, þvi að nær tveir kílómetrar yoru
upp þangað, sem áin var fær báti. Þau lögðu bæði byrðar á
bak sér og þræddu ógreinilegan slóðann, sem hlykkjaðist á
milli kletta og runna.
Fossdynurinn lét hátt í eyrum þessara ú’tlaga. Slóðinn lá
eftir sjálfri klettabrúninni, og úðinn frá fossinpm .þyrlaðist
yfir þau. Ingibjörgu veittist erfitt að hafa augun af vell-
andi iðunni niðri í gljúfrinu. Sá, sem þar lenti,. þurfti ekki
að kvíða langlífi. Hún kallaði til Erlends um að ganga ekki
tæpt á brúninni, og hún dró andann djúpt, er hún íoks sleit
augun frá hamförum árinnar í gljúfraþrönginni. Hun' fann,
að nú lagöi á móti henni hinn fyrsta andblæ hins mikla
ævintýris, sem beið hennar. Nú skelfdist hún í fyrsta skipti.
Það var harðbýlt land, sem þau voru á leið til. En svo beit
hún á jaxlinn og svipur hennar harðnaði. Nú Várð hún að
sýna, að hún var þroskuð kona. Fossinn — þau skyldu ekki
eiga náttból í fossinum. _ ...
í fjórar klukkustundir börðust þau kófsveitt við það að
koma bát og farangri upp fyrir fossinn. Erlendur stakk upp
á því, að þau hvíldu sig um hríð, en Ingibjörg vildi halda
áfram. Hún var orðin hálfringluð af fossniðnum og vildi
sem fyrst komast brott. Þau gátu hvilt sig ofar með ánni.
F'yrstu kílómetrana ofan við fossinn var áin svo straum-
þung, að Erlendur varð að beita orku sinni tih htos -ýtýasta
til þess að þoka bátnum áfram. Þau höfðu vafið dulum um
árahlummana, því að bæði voru orðin mjög sár i lófanum.
Erlendur gretti sig við og við. Það verkjaði ónotalega i
sárin. Hann sleppti árunum feginsamlega, þegar Ingibjörg
bauðst til þess að skipta við hann.
Áin breikkaði nú og varð að löngu vatni, þar sem dimm-
ur og skuggalegur grenisgógur óx beggja vegna. Hvergi
sáust mannabústaðir, en þau vissu, að á syðri vatnsbakk-
anum áttu að vera þrjár litlar byggðir. í norðvestri hillti
blá fjöll uppi við sjóndeildarhring.
Sólin seig æ lengra til vesturs, og Ingibjörg svipaðist eftir
hentugum stað, þar sem hún gæti kveikt eld. Þau voru orðin
svöng. Allt í einu kom ein byggðin í augsýn í krika við
skógivaxinn nesodda. Hún stýrði til lands.
Þarna voru fjögur lítil býli í dálitlu rjóðri í greniskóghium.
Þessi byggð var ekki gömul. Fyrir tæpum fimmtíu árum var
hér aðeins einn kofi, þar sem fyrsti nýbýlingurinh hafði
aðsetur sitt. Nú bjuggu hér tveir sona hans og einn tengda-
sonur. Fjórða býlið sat maður úr einni af grannbyggðunum.
Niðri í bátavörinni var maður að breiða net til þerris,
Hann var lágur vexti og gildur og andlit hans veðurbitið.
Hann hætti dundi sínu við netin, er hinn ókunni bátur
renndi að landi.
Erlendur heilsaði kumpánlega og sagði, hvaðan þau Ingi-
björg kæmu. .
— Ertu að leita þér að landi? spurði heimamaður.