Tíminn - 21.05.1951, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
! Skrifstofur í Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300 i
! Prentsmiðjan Edda
35. árgangur.
Reykjavik, þriðjudaginn 21. mai 1951.
110. blað.
Ileilög Jóhanna hefir nú verið sýnd 22 sinnum, og hafa um
tío þúsund manns séð leikinn. í kvöld verður þessi leikur
sýndur i síðasta sinn, þar eð Anna Borg er á förum héðan. —
Myndin hér að ofan sýnir Önnu Borg í gervi jungfrúarinnar
og Lárus Pálsson í gervi Karls prins.
Samnorr. sundkeppn
in hófst í fyrradag
Þegar samnorræna sundkeppnin hófst hér á sunnudaginn
hlöktu fánar allra Norðurlandanna við hún á Sundhöllinni.
Þátttaka varð mikil strax fyrsta daginn, bæði hér í Reykja-
vík og úti á landi, þar sem til liefir frétzt, en tölur um þátt-
tökuna verða ekki birtar fyrr en keppninni er að fullu lokið
í öllum Norðurlöndunum.
Reykjavík.
í Sundhöllinn hér stabk sér
fyrstur til sunds Jón Pálsson
sundkennari, en i Sundlaug-
unum voru meðal annarra í
lyrsta hópnum Þorgeir Svein
bjarnarson forstjóri Sundhall
arinnar, Erlingur Pálsson yfir
lögregluþjónn og Björn Ólafs
son menntamálaráðherra.
Sem almennust þátttaka.
Keppninni lýkur 10. júní, og
ætti fóik, hvar sem er á land
inu, ekki að draga það að
byrja æfingar. Allt veltur á
því, að þátttakan verði sem
almennust. Framkvæmda-
nefnd er í hverju héraði, sem
annast allar framkvæmdir og
fyrirgreiðslu í sambandí við
keppnina. Er það mjög áríð-
andi, að fólk úti á landi, sem
nokkrar líkur eru til að þátt
geti tekið í keppninni, setji
sig sem fyrst í samband við
þessar nefndir, og byrji sem
fyrst æfingar í samráði við
þær. Það ætti að vera metn
aðarmál sveitanna, að þeirra
hlutur yrði sem stærstur. Kjör
orðið ætti að vera: Ég skal!
Sundkeppnin hófst
með viðhöfn á
Akureyri
Norræna sundkeppnin
hcfst á Akureyri á sunnudag
inn með nokkurri viðhöfn. Ár
mann Dalmannssoní íþrótta-
kennari og formaður nefndar
þeirrar, sem sér um keppn-
ina á Akureyrí, setti hana með
stuttri ræðu.
Fyrstir luku sundinu nem-
endur úr manhtaskðlanum og
gagnfræðaskólanum. En marg
ir aðrir Akureyringar luku
sundinu strax á sunnudag eða
í gær.
Sjötugnr bóndi —
sjö ára barn
Simskeyti frá fréttaritara
Tímans á ísafirði.
Þegar samnorræna sund-
keppnin hófst hér á ísafirði
(Framhald á 2. síðu.)
Verkföllin að leysast og
vinna að hefjast að nýju
Verkalýðsfélfigin ®g vinnuveitcitdiir smn-
þykktu í sí'aer þá lansn, að ^reití verði vísl-
tölupiilmt á Dagsbriínarkaup með endiir-
skoðun á þriggja mánaða fresti. — Betur
lannaðar stéttir fá söntu krónntiilu
Samið við starfs-
stúlknafélagið á
sunnudaginn
Hin víðtæku verkföll, scm hafin voru, leystust í gær með
þeim hætti, að samkomulag varð um það, samkvæmt mála-
miðlunartillögu sáttasemjara ríkisins, að niu vísitölustigaupp-
bót skal greítt á kaup Dagsbrúnarverkamanna, en sfðan endur
skoðisl og leiðréttist á þriggja mánaða fresti, og fái þeir, sem
bctur eru íaunaðir, sömu krónutölu í uppbót á laun og Dags-
brúnarmenn.
Samþykkt af báðum aðilum.
í gær var atkvæðagreiðsla
um þetta meðal verkalýðsfé-
laganna og vinnuveitenda, og
samþykktu báðir aðilar þess-
ar tillögur. Stjórn Vinnuveit-
endasambandsins samþykkti
tiUöguna og deildir þess höfðu
flestar samþykkt hana í gær
með verulegum meirihluta, og
yfirleitt má segja, að yfir-
gnæfandi meirihluti atkvæða
í verkalýðsfélögunum væri
með þessari lausn. Dagsbrún
hélt fund sinn í Gamla bíói,
og var húsið troðfullt, líklega
um átta hundruð manns á
fundinum. Greiddu nær allir
fundarmenn atkvæði með
þessari lausn, en aðeins fjór-
ir á móti. í mörgum félögum
var lausnin samþykkt ein-
róma, en annars staðar voru
fáein mótatkvæði. Einna
mest var mótstaðan hlutfalls
lega í Félagi járniðnaðar-
manna.
Akranesbátar allir
hættir á línuveiöum
Akranesbátar eru nú ailir
hættir veiðum með linu.
Hættu þeir síðustu þeirra á
laugardag.
Aflahæsti báturinn yfir ver
tíðina er Sigurfari, skipstjóri
Ragnar Friðriksson, sem
mörg undanfarin ár hefir oft
ast verið aflakcngur á Akra-
nesi. Afli Sigurfara er 430 smá
lestir í 68 sjóferðum.
í fyrradag voru kaup- og
kjarasamning-ar gerðir við
starfsstúlknafélagiö Sókn,
sem í eru stúlkur er vinna i.
sjúkrahúsunum.
Þær sögðu upphaflega upp
samningum sínum um síðast-
liðin áramót, en samningar
drógust á langinn, þar til fyr
ir þremur Yikum. Var þá í að
alatriðum komið á samkomu
lag, er AlþýðusambandiÖ ósk:
aði þess, að samningamál.
starfsstúlknanna yrðu tengd.
hinni almennu verkfallsboð-
un. Starfsstúlkurnar frestuðu
hins vegar verkfallsboðnn.
sinni til dagsins i gær, þar
sem ófært þótti að láta koma
til vinnustöðvunar í sjúkra-
húsunum, og á sunnudaginn
voru svo samningar gerðir við
starfsstúlkurnar.
Stúlkurnar fengu litils hátt
(Framhald á 7. siðu.)
Lélegasta vetrarvertíð-
in í Stykkishólmi
Einnig iii'dovöii á griiiinniiðuniini í vor
Frá fréttaritara Timans í Stykkishólmi.
Nót, félag netavinnufólks.
Nót, félag netavinnufólks
hafði farið fram á nokkra
grunnkaupshækkun, og var
unnið að samningum við þaö
í gærkvöldi. Virtist allt benda
til þess að saman drægi með
samningsaðilum, enda mun
ekki mikið hafa borið á milli.
VinnHstöðvun hjá vega-
gerðinni lokið.
Um vinnustöðvunina hjá
vegagerðinni fóru fram við-
ræður í gær, og náðust í gær
kvöldi samningar om það at-
riði, er deilt var um.
Afnára söluskatts
og tolla á nanð-
synjavörum
Iðnrekendur samþykktu í
gær á fjölmennum fundi á-
skorun til þings og stjórnar
að afnema allan söluskatt og
lækka tolla á nauðsynjavör-
um, svo að komið verði í veg
fyrir hækkandi vísitölu og
vaxandi verðbólgu.
Vetrarvertíð sú, sem hér er i
dæmi eru um á Stykkishólmi
stærri bátum, og cnn sem kom
Larsenshjónin á
förura til Dan-
merkur
Martin Larsen, lektor og
blaðafulltrúi danska sendi-
ráðsins hér, og frú hans,
munu i sumar flytja aftur til
Danmerkur, þar sem lektorinn
tekur við störfum við dansk-
an menntaskóla. Samt sem áð
ur hyggst hann halda áfram
að kynna í Danmörku ís-
lenzkar bókmenntir og vinna
að þýðingum á þeim.
Frú Inger Larsen fer til Dan
merkur í næsta mánuði, en
Martin Larsen hyggst að
njóta sumarleyfis síns hér á
landi, og mun að þessu sinni
fara vestur í Dali og ef til vill
til Vestfjarða, þar sem hann
hefir litið ferðast áður. Vill
hann, áður en hann hverfur
(Framhald a 7. siðu.)
iú að cnda, er hin versta, scm
ifðan vetrarvertíð hófst þar á
9 er, eru grunnmiðin flskilaus.
Aldrei góður róður.
Það má segja, að í allan vet
ur íengist aldrei góður róður,
og varð mesti afli í róðri 7—8
lestir upp úr sjó. Enginn bát-
ur hér í Stykkishólmi mun
heldur hafa aflað fyrir kaup-
tryggingu, svo aö afkoma út-
gerðarinnar er hin bágborn-
asta.
Fiskleysi á
grunnmiðum
Um þetta leyti árs eru trillii
bátar oft búnir að fiska vel á
grunnmiðum, en nú bregður
svo við, að ekki hefir orðið
fisks vart þar. Hafa aflabrögð
in verið að tregðast undan-
farin ár, þó að nú keyri um
þverbak, er varla fæst uggi,
þar sem fyrir nokkrum árum
var mikil og árviss fiski-
gengd, sem gaf sjómönnum
í Stykkishólmi mikla björg i
bú. En þyngst kemur slíkt
niður á mönnum eftir jafn
lélega vötrarvertið og nú var,
þar sem ekkert fékkst i aðra
hönd.