Tíminn - 21.05.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1951, Blaðsíða 3
110. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 21. maí 1951. 3, / slendingaþættir Dánarminning: Ingibjörg Bjömsdóttir, Rangá Fædd 28.6. 1904, d. 1.12. 1950. Ingibjörg var fædd og upp- alin að Rangá í Hróarstungu. Þar er fagurt umhverfi. Lag- arfljót rennur hjá garði, stundum spegilslétt og glamp andi, öðru sinni úfið og grátt, en stöðugt rennur það áfram — áfram, hægt en öruggt. Foreldrar Ingibjargar voru þau Björn Hallsson, hrepp- stjóri og fyrrverandi alþing- ismaður á Rangá, og fyrri kona hans, Hólmfríður Ei- ríksdóttir frá Bót. Rangárheimilið, þar sem Ingibjörg ólst upp, var menni legt mjög. Þar var mann- margt og gestkvæmt. Athafn ir sátu 1 fyrirrúmi. Alltaf var eitthvað að gerast í sambandi við búskapinn, sveitarstörf, eða opinber mál. Húsbóndinn, faðirinn, athafnamaðurinn hafði mörgu að sinna. Hús- hóðirin, mild og hlý, hafði líka í mörg horn að líta, enda voru börnin sjö. Þegar Ingibjörg hafði aldur til, fór hún til náms í Kvenna skólann í Reykjavík. Að því námi loknu kom hún heim. Eftir að móðir hennar andað ist árið 1924, veitti hún, ásamt systrum sínum, heimili föður feíns forstöðu um hríð, eða þar til hann kvæntist núlifandi konu sinni Soffíu Hallgríms- dóttur, árið 1926. Siðan hefir Ingibjörg ýmist dvalizt heima á Rangá, eða gegnt störfum annars staðar. í nokkra vet- ur var hún ráðskona við Mat- arfélag Eiðaskóla. S. 1. 2 ár vann hún á saumastofu K.H. B. á Reyðarfirði. Þar var hún, þegar dauðinn skyndilega og óvænt, kvaddi hana á brott. Ingibjörg var mjög vel greind, lundin einbeitt og á- kveðin. Framkoma hennar öll var í samræmi við það, fas- laus, en einarðleg. Hún var trygglynd og traust. Lika átti hún sína viðkvæmu strengi. Verk sín öll vann hún af dugnaði, fyrirhyggju og hag- sýni. Það voru henni með- fæddir eiginleikar. Öllu, sem henni var falið að gera, og hún tók að sér að vinna, var borgið. Þjóðfélagslegur skaði er það, þegar slíkar konur, sem karlar, eru kvaddir á braut um aldur fram. Rangárheimilin og æsku- stöðvarnar voru Ingibjörgu alltaf mjög kær. Þangað þurfti hún stöðugt að skreppa öðru hvoru, þegar hún dvaldi fjarri. Á lágum hól, neðan við Rangárbæinn, er dálítill af- girtur blettur, undurfagur, — heimilisgrafreiturinn. Sá blett ur mun Ingibjörgu hafa verið hjartfólgnastur hér á jörðu. Hún átti líka sinn þátt í, að fegra hann og prýða. Nú hvíla jarðneskar leifar hennar þar. Yfir öllu liggur mjöllin, þykk og mjúk. En bráðum kemur vorið. Klakaböndin leysast. Trén í lundinum fagra laufgast, og blómin brosa á móti sólinni á ný. Hægt en hljóðlega heldur lífið áfram, líkt og Lagarfljótið. Ég þakka þér, frænka mín, góða samfylgd. Ég bið þess að guð, sem lætur blómin gróa, láti einnig vaxa blóm á leið þinni handan við hið ókunna haf. 21. marz, 1951, Stefán Pétursson. og sjálfsagt Öigurleif á Lýt- ingsstöðum ef hún er heima og heil og óbrotin! Já — ef salt hugsjónanna dofnar ekki, eru flestar leiðir færar. Sig- urleif hefir verið félagslynd og hefir starfað mikið í kven- félagi innan og utan sveitar sinnar. Er henni vel lagið að flytja mál sín, einörð og kann vel að vera með höfðingjum. Er hún fyrir margra hluta sakir ein svipmesta kona Holtasveitar. Á þessu merka afmæli hennar flyt ég henni einlægar þakkir mínar fyrir það Ijós, er hún hefir látið mér skína frá sál sinni um nærri þrjá áratugi. Guð hefir gefið henni trú rækið hjarta og Hvítasunnu kraft til að geta vitnað um trú sína, með allri djörfung. Og leiði nú guð þetta barn sitt í ljúfum friði síðustu elliá- fangann, að hinu læsta hliði, er lýkst upp í dauðanum. - Þar inni fyrir hlýtur læri- sveinstryggðin og Kristsholl- ustan sín laun Og á æfigöng- unni er bezt fyrir hverja konu að vera reiðubúin að fara til kirkju — í ýmsum skilnirgi — og að setja ekkert fyrir sig hrakviðri lífsins! Sigurleif! Guð blessi þig og kvöldstundir þínar. R. Ó. Vormót ÍR: Huseby kastaði kringlu 48,55 m. Hindrunarhlaiipið vakti mikla athygli Áttræð: Sigurleif Sigurðardóttir, Lýtingsstöðum Sigurleif fæddist 9. maí I Eystri-Garðsauka árið 1871. Komin af merku bændafólki. Faðir hennar var ágætur for maður, en andaðist á miðjum aldri. Sigurleif fór snemma úr sinni æskubyggð og var nokkur ár i Reykjavík. Var í vist hjá „heldra fólki" og hvar vetna vel metin. Var hún snemma gerfileg blómarós og litu hana ungir sveinar hýru auga. Nornir eða dísir örlag- anna létu hana þó eigi verða Reykjavíkurfrú, heldur sveita konu í Holtum austur. Hún átti frændfólk í Efri-Holtum, í Lýtingsstöðum. Þar var þá Jón yngismaður Þórðarson og Gísli bróðir hans. Fór Sigur- leif kaupakona til þeirra. Báð um mun þeim bræðrum hafa litist vel á frændstúlkuna og jafnvel tekizt nokkuð fastar á um reipin, er þeir reyndu sig í gamni og alvöru, — vegna ungu stúlkunnar. En hvort sem Jón vann leikinn með reipin eða ei, er hitt vist, að hann vann meyna til eignar og Sigurleif varð húsfreyja hans. Átti-hún þá mikið starf fyrir höndum. Þeim hjónum varð 6 barna auðið og eru þau börn flest á lífi. Farnaðist þeim hjónum vel, þótt and- streymi og vanheilsa sækti þau heim eins og flesta aðra. Jón í Lýtingsstöðum var á- Glitfaxa-slysið gætis maður um margt og svo glaðvær og fyndinn að mann gat kitlað af gamni hans. Ég segi fyrir mig, að ég minnist hans sem sólargeisla í mínu lífi og geymi fagra mynd af honum í huga mín- um. Jón andaðist árið 1932 úr krabbameini og horfði æðrulaust fram yfir ætternis stapann af fremsta hlunn. — Sigurleif bjó þá um hríð sem ekkja. En nú er hún hjá Katrínu dóttur sinni á Lýt- ingsstöðum og nýtur ágætr- ar heilsu og eru fáar konur, þótt yngri séu, er þurfa við hana að keppa í fráleik. Að sjálfsögðu er það sem nú er ritað, eins og léleg húsvitjun á bæ hennar og mætti tína margt fleira frásagnarvert úr búnaðarsögu hennar. Sigurleif er vel viti borin og sköruleg kona og aldrei myrk í máli um skoðanir sínar. Er það öllum samferðamönnum hennar ljóst, að hún er hvorttveggja í senn: Sanntrúuð Framsókn arflokkskona og heil og ein- læg í sinni guðstrú og Krists- hollustu. Fáir hafa verið trygg ari sinni kirkju en hún, svo að mér hlýnar um hjártað, er ég minnist trúmennsku hennar í helgigöngunni. í vetrarhrakviðrum á messu- degi er vissara að hita kirkju ofninn. Fáeinir munu koma CX ttiö'iaí.z.utJ' Yfir landi sorti sveif sígur gandur niður. Lifir andi, drífa dreif dauðans branda kliður. Glitfaxi týndist með tuttugu manns tapaður, hrapaði í djúpið. Með kristilegt hugarfar kærleik- ans nú klökkvaðir biðjendur krjúpið. Heilagir guðsenglar byggi ykkur bru með björtustu vonir og lifand' trú. Lyftu þér sál yfir hverfleikans húm inn í himneskan geislandi ljóma nú getur þú sveimað um geim- anna rúm og glatt þig við dýrðlega hljóma. — Reynum að hlusta sálnanna söng. Saknandi ástvina biðin er löng. Sálirnar ferðast um sólkerfa geim þar son guðs mun leiðina vísa hann læknar og styður, er Ijós- gjafi þeim sem langar að vaxa og rísa upp yfir jarðneskan sorta að sól í sælunnar heimkynni, kærleik- ans ból. Ég trúi þær fljúgi sém hugur manns hratt um háloft og jarðneskar byggðir biðjandi unnendur geta þær glatt glæðandi farsælar dyggðir. Um geimlofta sólir og grasanna fræ andar guðlegur máttur með heilögum blæ. Við biðjum af hjarta um blessun og náð fyrir börn, sem úr líkömum klæðast. Lífið er vaxandi lögmálum háð. f lífsheima sálirnar fæðast. Þó hérna sé ástvina harmurinn sár má hamingjan veita oss gleðileg ár. Við alföður biðjum um ástríkan þrótt fyrir ekkjur og sorgmædda vini. — Dauðinn mun reynast sem draumur um nótt fyrir dagsbirtu sólroða skini. Þá halda menn áfram í hamingju leit Á seinni hluta vormóts Í.R. í frjálsum íþróttum náðist góður árangur í mörgum grein um, þrátt fyrir að veður var afar óhagstætt til keppni. Fyrst og fremst er árangurinn í kringlukastinu athyglisverð- ur, þar sem þrír menn köst- uðu yfir 45 m. Friðrik náði forustunni í 4. umferð, en þá sýndi Huseby strax í næstu umferð hve mikill keppnis- maður hann er, og kastaði 48,55 m. Keppt var í fyrsta skipti hér á landi í 3000 m. hindrunarhlaupi og vakti það mikla athygli og er skemmti- leg grein fyrir áhorfenlur. Ei- ríkur Haraldsson sigraði hljóp ar grein. Árangurinn er nátt- fyrsta íslenzka metið í þess- ari grtin. Árangurinn er nátt úrlega ekki góður, en efa laust verður þetta met bætt oft í sumar. Úrslit í einstökum grein- um: 200 m. hlaup. 1. Hörður Haraldsson Á. 21.9 2. Trausti Eyjólfsson KR 23.2 3. Sveinn Björnsson KR 23.9 200 m. hlaup drengja. 1. Þorvaldur Óskarss. ÍR 23.5 2. Ól. Örn Arnarson ÍR 24.2 3. Jóh. Guðmundsson ÍR 25.2 Kringlukast. 1. Gunnar Huseby KR 48.55 m 2. Friðrik Guðm.ss. KR 45.28 3. Þorst. Löve ÍR 45.08 1000 m. hlaup. 1. Sig. Guðnason ÍR. 2:48.6 2. Einar Sigurðss. KR 2:50.8 3. Helgi Veturliðas. Á 2:54.3 5000 m. hlaup. 1. Stef. Gunnarsson Á. 16:53.8 2. Victor Múnch Á 16:55.4 300 m. hindrunarhlaup 1. Eiríkur Helgason Á 10:51.0 2. Hörður Hafliðas. Á 10:54.8 3. Guðm. Bjarnason 11:06.8 1000 m. boðhlaup. 1. Sveit Ármanns 2:06.0 2. Drengjasveit ÍR 2:12.9 Þrístökk 1. Kári Sólmundarson. 13.58 2. Bjarni Olsen 12.87 3. Bjarni Linnet Á. 12J7 Stangarstökk 1. Torfi Bryngeirss. KR 3.80 2. Kolbeinn Kristinss. 3.60 m. Sleggjukast. 1. Gunnar Huseby KR 43.26 2. Páll Jónsson KR 40.85 Leiðrétting í grein mína í Tímanum um „Dýralækningamálin" höfðu slæðst nokkrar prent- villur, en sérstaklega voru margar setningar í greininni, sem voru vitlaust prentaðar. Þessar prentvillur voru, í staðinn fyrir síldarmjöl stóð síldarmjör, í staðinn fyrir að fjölga dýralæknum stóð fjörga Þar sem brenglast hafa setn ingar í greininni, vil ég leit- ast við að útskýra efni fyrr- nefndrar greinar: Búfræðileg leiðbeiningar- starfsemi dýralækna gæti komið í góðar þarfir td. á Vest fjörðum og Dalasýslu, sérstak lega vegna þess að dýralækn ar yfirleitt hafa á námsárun- um kynnt sér mjög rækilega að sjón og reynd landbúnað- arstarfsemi hjá öðrum þjóð- um. Dýralæknar á íslandi eru fáir vegna þess, að á und- anförnum árum hafa starfs- skilyrði þeirra og launakjör ekki verið sambærileg við kjör annarra lækna í land inu. — Dýralæknar þjóna í héruðum, sem eru mörg lækn ishéruð, en samt eru laun þeirra miklu lægri en laun héraðslækna. Þegar héraðslæknar þjóna tveim læknishéruðum, sem þó eru lítill hluti þess svæð- is, sem dýralæknir þjónar, þá fær héraðslæknirinn 50% launauppbót, eða hálf lækn- islaun til viðbótar fyrir við- komandi hérað. Dýralæknanám er mun dýr ara nám en læknanám vegna þess, að dýralæknisfræði er aðeins hægt að nema við er- lenda háskóla, en auk þess er dýralæknisnám og próf jafn erfitt og umfangsmikið og annað tæknanám. Þá var bent á það í grein- inni, að fjölgun á dýralækn- um væri fyrirsjáanlega lítil, þó fimm nýir dýralæknar bættust við að sex árum liðn- um, því þá myndu tveir starf- andi dýralæknar i landinu vera orðnir meir en 65 ára. En framtíðarhorfur fyrir dýra- lækna á íslandi verða líka að batna verulega, ef tryggt á að vera, að þfessir fimm dýra- læknanemar haldi áfram við sex ára dýralæknanám. Bragi Steingrímsson. En hugur vor lítið um takmörkin veit. Til föðurs á himnum í farsældar geim munu framandi sálirnar leita. Með fegurstu hugsun fylgjum við þeim. Guð faðir vill hamingju veita. Frá geislandi kærleikans hjart- anu hans skín heilagur Ijómi til sálar hvers manns. Bjarni Guðmundsson. Hörgsholti. Nýkomið: Ofnhanar y2.“ %“ og i“. Ilandlaugar með öllu tilheyrandi. Salernlsskálar Tvær gerðir. liinoleum Þakglnggar Þrjár gerðir. Flourescentlampar fyrir 2 perur. Hraðsnðupottar 6 lítra, verð kr. 278,25 og Pönnur fyrir rafmagnseldavélar. HELGI MAGNÚSSON & CO. Hafnarstræti 19. Sími 3184. H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.