Tíminn - 21.05.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 21. maí 1951. 110. blað, Jrá hafi tii heiía j stjórn Páls Halldórssonar organ leikara, og er aðgangur ókeypis V.'.V.V.V.V, ’.V.V.V.V.V, .v.v Útvarpið ■Útvarpið í dag: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegis- útvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón- leikar: Óperettulög (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar (plötur). 20.45 Erindi: Verða vandamál atvinnu lífsins leyst með aukinni tækni? I.: Stjórnmál, efnahagsmál og tækni (Gylfi Þ. Gíslason prófess or). 21.15 Tónleikar (plötur). 21.40 Upplestur: „Rekkjunaut- ar“, smásaga eftir Friðjón Stef- ánsson (höf. les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell lestar saltfisk í Eyjafirði. Arnarfell fór frá Vest mannaeyjum 17. þ.m. til ítalíu. Jökulfell fór frá Reykjavík 15. þ.m. áleiðis til New York. Eimskip: Brúarfoss kom til Grimsby 20.5., fer þaðan til Hamborgar. Dettifoss kom til Hull 19.5. Fjallfoss kom til Gautaborgar 18.5., fer þaðan 24.5> til Ant- werpen og Reykjavíkur. Gull- foss er í Kaupmannahöfn. Lag- arfoss fór frá New York 18.5. tii Reykjavíkur. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá Rykjavík 17.5. til New York. Katla er í Reykjavík. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja er í Reykjavik. Herðubreið verð ur á Akureyri í dag. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er norðan lands. Ármann á að fara frá Reykjavík í kvöld til Vestmanna eyja. Oddur var í Vestmanna- eyjum í gær. Árnað heilla Sextugur varð í gær, 21. maí, Jóhannes Erlendsson bóndi á Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu. Trúlofun. Á hvítasunnudag opinberuðu trúlofun sína Sigríður Haralds- dóttir, Miðey, Landeyjum, og Konráð Auðunsson, Dalsseli, Eyjafjöllum. r * Ur ýmsum áttum Gestir í bænum. Albert Guðmundsson, kaup- félagsstjóri, Sveinseyri, Bogi Þórðarson, kaupfélagsstjóri, Patreksfirði. Hafnarfjarðartogararnir. 1 síðustu viku setti Júni á land í Hafnarfirði 173 smálest- ir af saltfiski, 11 smálestir í fjrystihús og 24 lestir af fiski- mjöli. Júlí kom með 130 smá- lestir í bræðslu, 80 af saltfiski og 15 í frystihús. Bjarni riddari setti á land i Keflavik 247 lest ir í frystihús og bræðslu og Surprise kom til Hafnarfjarðar með 30 lestir af saltfiski og 360 í bræðslu. — Maí átti að landa í Englandi í gær, en fékk það ekki sökum offramboðs á fiski markaðinum. Gjöf. til bágstöddu fjölskyldunnar krónur 100,00 frá Amheiði Jóns dóttur. — Með þakklæti með- tekið. Björn Magnússon. Söngkvöld í Hallgrímskirkju. Kór Hallgrímskirkju í Reykja efnif til samsöhgs þar í kirkjunni í kvöld kl. 8,15, undir stjórn Páls Halldórssonar organ leikara, og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Á söngskránni eru 10 lög, eink um eftir erlend tónskáld, þar á meðal eru fjögur lög sungin af karlakór og ennfremur kantata fyrir þrjár einsöngsraddir eftir Buxtehude. Undrleik annast: Josef Felsmann og Óskar Cort- es (fiðlur), Jóhannes Eggerts- son (celló) og Jón Isleifsson (harmoníum). Kirkjukórinn átrti 10 ára af- mæli 7. apr. s. 1. og hélt.þá dag- inn hátíðlegan með samsæti. Voru kórnum þar þökkuð störf hans og honum fluttar árnaðar óskir, og sömuleiðis söngstjór- anum. Formaður sóknarnefnd- ar, Sigurbjörn Þorkelsson, af- henti kórnum myndarlega pen- ingagjöf frá sóknarnefndinni í viðurkenningarskyni. Kórstjórn skipa nú: Sverrir Kjartansson form., Baldur Pálmason ritari og Þorkell Kristjánsson gjaldkeri. Söngstjóri hefir Páll Halldórs- son verið frá stofnun kórsins og safnaðarins. Kórinn heldur annan sam- söng að hálfu leyti með öðrum viðfangsefnum á fimmtudags- kvöldið kemur. Verða þá sung- in fimm lög eftir íslenzk tón- skáld. FELAGSLlF F.R.I.—F.Í.R.R. Víðavangshlaup meistaramóts ins fer fram sunnudaginn 3. júní í sambandi við Drengja- mót Ármanns. Hlaupið hefst á Iþróttavellinum og lýkur þar. Vegalengdin er um 4 km. Öll- um félögum innan F.R.I. og l.S.t. er heimil þátttaka og tilkynnist Þorbirni Péturssyni form. Frjáls íþróttadeildar Ármanns hjá Veiðarfæraverzl. Geysi, fyrir 31. maí. Stjórn F.R.Í. F.R.l.—Ármann—F.Í.R.R. Drengjamót Ármanns fer fram dagana 1.—2. júní n. k. Föstudaginn 1. júní verður keppt í 80 m. hl., 1500 m. hl„ kúluvarpi, spjótkasti, hástökki og langstökki. Laugardaginn 2. júní 400 m. og 3000 m. hl„ stang arstökki, þrístökki, kringlukasti, sleggjukasti og 1000 m. boð- hlaupi. Þátttökutilkynningar sendist eigi síðar en 26. maí itl Bjarna Linnet c/o Pósthúsið. Frjálsíþróttadeild Ármanns. Sjötugur bóndi (Framhald af 1. síðu.) s. 1. sunnudag, blöktu fánar allra Nörðurlandanna við hún á Sundhöllinni. Fyrst syntu hinn sjötugi öldungur, Þor- steinn Kjarval, bóndi á Kjar- valsstöðum, og sjö ára telpa, Þórdís Jóhannsdóttir. Síðan fóru fram ýms skemmtiat- riði, svo sem skyrtu- og buxna boðsund. Áhorfendur voru eins margir og húsrúm frek- ast leyfði. Framkvæmdanefnd sund- keppninnar á ísafirði skipa: Guttormur Sigurbjörnsson, Baldvin Árnason og Garðar Guðmundsson. fluylýAiÍ í Tmahutn fl ftrnum Cegi: VINNA OG AFKOMA í lok síðustu viku var talsverður uggur í mönnum um það, að fram eftir þessu sumri myndi enginn í okkar landi telja við eiga að snerta skófluskapt eða önnur verkfæri, fremur en í fyrrasumar þótti tiltækilegt að senda togarana á fiskimiðin, nema þá örfáa. Á þessu hefir þó orðið farsælli lausn, og er þess að vænta, að nú megi um hrið haldast vinnufriður í landinu. Tjón af þessum síðustu átökum eru líka orðið nægjanleg fyr ir ýmsa aðila, meðal annars fyrir fjölda bænda, sem á engan hátt hafa komið nærri þeim deilum, sem staðið hafa yfir, og eru alsaklausir af því að eiga í nokkrum útistöðum við þá, sem hafa leikið þá svo grátt. ★ ★ ★ En nú, þegar aftur verður tekið til vinnu, og lífið flæðir á ný í eðlilega farvegi, er hollt að minnast þess, að allt, sem við njótum og höfum til ráðstöfunar, er af- rakstur vinnunnar. Ef við störfum vel og afköstum miklu, getum við gert okkur vonir um að hafa eitthvað handa á milli, en gerum við það ekki, erum við dæmdir til eymdar og vesaldóms og verðum til langframa betli- þjóð við lítinn orðstír meðal samfélags þjóðanna. Það tjón, sem af lélegum afköstum og litlum afrakstri hlýzt, verður ekki bætt með verkföllum, heldur þvert á móti hlýtur æ að þrengja meira að okkur. ★ ★ ★ Um þessa hlið málsins hafa vafalaust ýmsir hugsað, og ef vitundin um þetta er runnin nógu mörgum í merg og bein, munum við efalaust rétt okkur úr kútnum, áður en langt um líður. Séu aftur á móti margir okkar þess óminnugir, sökkvum við smátt og smátt dýpra í svaðið, líkt og bílarnir sukku dýpra og dýpra í hvörfin í Ölfusveginum, sem ekki hlaut viðgerð, þegar þess var þörf. Þá er eftir sama úrræðið og sagt er, að sumir af verkfallsbílstjórunum eystra hafi haft: að biðja um ýt una til þess að draga sig upp úr. Með örðrum orðum biðja um meiri styrk og aukna framfærslu af þeim, sem ekki ber skylda til þess að framfæra okkur og tileínka sér að full aðstöðu ómagans, sem þiggur með velþóknun viðurværi sitt frá öðrum án þess að hirða um að bjarga sér sjálfum. Þeir, sem mest í mæna í átt sólarupprisunn ar ættu að minnsta kosti ekki að vinna kappsamleg- ast að þvi, að þau verði að síðustu hin íslenzku örlög. J. H. ,Gullfoss‘ fer frá Reykjavík laugardaginn 9. júní kl. 12 á hádegi til Leith og Kaup- mannahafnar. Pantaðir farseðlar skulu sóttir eigi síðar en þriðjudaginn 29. maí, ann ars verða þeir seldir öðrum. Það skal tekið fram, að farþegar þurfa að sýna fullgild vegabréf, þeg- ar farseðlar eru sóttir. H.f. Eimskipafálag Íslands .Y.YAVAV.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.'.V.V.V.V.V.1 I tHntninmMnmniitimmimtuunnnKinHHnawntinHtiKnnwtf-uuiiig Úrvals birkiplöntur Sérstaklega valdar birkiplöntur til sölu í trjáræktar- stöð Hermanns Jónassonar við Fossvogslæk í Fossvogi. ^nmiimnmmmmmHtHHHnHHHHKsttitntnmHtHnntatntmttnnMniH Sjómenn og skipshafnir sem hug hafa á að taka þátt í íþróttakeppni Sjómanna dagsins,, kappróðri, sundi og reiptogi, eru beðnar að gefa sig hið fyrsta fram við Böðvar Steinþórsson á skrií stofu Sjómannadagsráðs, Grófin 1. (Gengið inn frá Tryggvagötu). — Sími 80 788 kl. 11—12 og 16—17. Fulltrúaráð Sjómannadagsins. V/.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V.V.'.V; Sundnámskeið í Sundhöll Reykjavíkur 2 í f kvöld hefjast í Sundhöll Reykjavíkur sundnámskeið Jj ■; fyrir fólk, sem vill æfa sig fyrir samnorrænu sund- í keppnina. / < ■: ;• Sértími verður fyrir konur frá kl. 9—9.45 síðd. / £ Uppl. i Sundhöllinni. Sími 4059. VVVtVAW.VAMiW.W.V.’.ViW.'/ASWiVV.V.WWflAV Alúðarfyllstu þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- Iát og jarðarför SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR frá Miðengi Aðstandendur Alúðarfyllstu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við andlát og útför konu minnar og móður okkar GUÐBJARGAR H. BRYNJÓLFSDÓTTUR húsfreyju á Tóftum og veittu henni hjálp í veikindum hennar. Sighvatur Einarsson börn og tengdabörn Forðizt eldinn og eignatjón Framlelðum og seljpm flestar tegundlr handslökkvi tækja. Önnumst endurhleðsln á slökkvitækjum. Leitlð upp- lýsinga. Kolsýruhleðslan s.f. Siml 3381 Tryggvagötu 10 Varahlutir í vindrafstöðvar (Wincharg- er) eru væntanlegar til lands ins i sumar. — Vindrafstöðvaeigendur sendi pantanir sem fyrst til G. Marteinsson, Pósthólf 781, Reykjavík, eða Véla- og raftækjaverzlunin, Tryggvagötu”~237"Sími 81 27Ö!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.