Tíminn - 23.05.1951, Page 4

Tíminn - 23.05.1951, Page 4
4. TÍ.MINN, miðvikudaginn 23. maí 1951. 111. blað. ÚTVARPIÐ OG ÞJÓÐIN Niðurlag. Ég veit, að það er að vissu leyti neikvætt að finna að, það er líkt þeim manni, sem á eina hendina og þiggur einungis og gefur aldrei, en vinur er sá, sem til vamms segir. Nú er ekki svo að skilja, að utvarpið hafi ekki á þeim cveim áratugum, sem það hefir starfað, margt ágætt sagt, og margt stórvel gert. 'p>að er mér ljúft og skylt að viðurkenna og þakka. En það er nú svona, að góðar frétt- ir eru engar fréttir, og barn- :ið þegir, þegar það hefir nóg og gott að drekka. Ég vil þó nú segja það, að .nargt hefir mér þótt gott og maðslegt á að hlýða, bæði íú og áður. Þó finnst mér minna um tilþrif í vetur í skemmtiefni og erindaflutn- aigi, en oft áður, t.d. kvöld- vökunum. Útvarpsleikritin eru mis- .jöfn, og þau útlendu mörg eru fjarlæg okkur að efni og (istgildi þeirra nýtur sín oft ekki, vegna þess, hve illt er ið greina orð og hljómblæ. Þó hlustunarskilyrði séu góð, þar sem ég á heima, þá er oað svo að, að góðan og skýr- an framburð og fylling í mál- :ómi þarf til þess að fuU not verði að, þegar fljótt er tal- að og stundum hljómlist eða annar hávaði, er jafnframt nðhafður. Mér finnst of lítið af ísl. .eikritum flutt í útvarpið, .íema þá gamanþættir, sem góðir eru fyrir sig, ef vel eru samdir og skrípalæti og af- tcáralegar lýsingar ekki allt of áberandi. Tvö leikrit, nýlega flutt, tel eg með ágætum, Páskamessa og Jólanótt, eftir sr. Gunn- ar Árnason á Æsustöðum. Þar er vel haldið á efni og vandað að gerð. Raunhæf lýs :ing á nútíma og fortíð, sem gott og gagnlegt er að skyggn ast um í og bera saman. Þá vil ég nefna hin frá- bæru erindi er Ari Arnalds hefir^flutt nú í vetur og áð ar. Þar sem flutningur og með ierð efnisins, hefir gefið efni pví, er flutt er, innra líf, dul magni blandin þjóðsagna kynngi, þar sem hugir hlust- enda reika á takmörkum veru ieika og skáldskapar og eru báðum fótum í tveim heim um þeim sem flestum er ljúft að dvelja. Þá hafa frásagnir úr at- hafnalífinu, bæði að fornu og nýju oft tekist vel og veitt hiustendum ánægju, en þar er of sjaldan á strá stigið. Furðusögur og frásagnir bæði af erlendum og innlend ím ferðalögum, hafa oft veitt þeim mikla ánægju og jppbót útþrár sinnar, sem aldrei útrás fékk í eigin ferð- um. Vil ég sérstaklega minnast prýðilegrar frásagnar Frí- manns Jónassonar skólastj crá heimsókn hans á dansk- an herragarð sj. sumar. Sams konar erindi Hallgríms Jón assonar bróður hans, hafa og verið með ágætum flutt og efni tilsvarandi. Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á margt annað á- gætt og gott, sem flutt hefir verið. En einn man og metur petta mest og bezt, annar nitt. — Hljómlistin er það útvarps efni, sem langrúmfrekust hef eftir Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal ir verið í dagskránni bæði fyrr og síðar. Þar er æði mikill munur, að flestum mun finnast, á efni og yndi því er í boði er. Allt frá veini og gauli jáss- ins, sem dregur sálarlífið nið ur á tilfinninga- og vitsmuna svið dýraríkisins og upp til unaðslegustu söngtöfra, sem lyftir huga og önd yfir úlf- gráan hversdagsleikann í æðra veldi unaðar og friðar, sem bregður ljóma á lífið . Flestir hlustenda eru því miður svo tónmenntaðir, að þeir fái að fullu notið hinn- ar svokölluðu æðri tónlistar. Þó mun þar með ástundun og góðum vilja nokkuð mega komast áleiðis í auknum skilningi á tónmennt. A síðari hluta nitjándu aldar og fram á þá 20. sungu góðskáldin íslenzku ættjarð- arást, frelsi og framfarahug- sjónir inn í sál þjóðarinnar í ágætum ljóðum, bæði frum- sömdum og þýddum og tón- skáldin sömdu lög við þessi ljóð, sem eru sál af sál þjóð- arinnar og þessi Ijóð og þessi lög bæði innlend og erlend, hefir fólkið í þessu landi sungið og numið, eru svo sam slungin gróandanum í þjóðlíf inu, að án þeirra væri hann allur annar. í ljóðunum reistu skáldin merkið, sem keppa átti að, hvöttu til baráttunn- ar og söngurinn lýsti upp leiðina, stælti viljann og hjálpaði þjóðinni að finna (Framhald á 6. síðu.) ■ Kurteisisheimsókn Valtýs Stefánssonar Valtýr Stefánsson Morgunblaðsritstjóri hefir fundið hvöt hjá sér til að geta skipaútgerðar samvinnumanna í helgi- dagspistium sínum í Morgunblaðinu. Ekki er þessi kveðja á aðra lund. en búast mátti við úr horni því. Lengst af hefir Valtýr þessi reynzt lítill stuðningsmaður samvinnusamtak- anna í landinu, og ekki svo vitað sé, glaðst yfir þeim sigrum, sem bændur og vcrkamenn hafa unnið í baráttu fyrir bættum lífskjörum á grundvelli samvinnustefnunnar. Hann lítur einnig skip samvinnumanna óhýru auga. Finnst það lítils virði að samvinnufélögin, geta orðið sjálfum sér nóg I flutningum milli landa og við strendur íslands. Valtýr harmar það, að bændur leggja fé I skipakaup, sem tryggja afkomu þeirra betur, og skapa þeim skilyrði til að fá vörurnar beint frá útlöndum til heimahafna. Valtýr Stefánsson veit það ofur vel, að skipakostur samvinnumanna er alltof lítlll, til að fullnægja þörfum samvinnusamtakanna. Hann veit það lika, að samvinnumönnum er hagur að því að leigja frysti- skip sitt f.vrir háa íeigu til Ameríku, þann tima ársins, sem fiutningar með frystar afurðir eru tiitölulega minnstir hér heiraa. Og þarna er einmitt komið að meginkjarna málsins. Valtýr vill ekki, og hefir aldrei viljað, að hagur samvinnustefnunn- ar í landinu batni. Þess vegna er hann á móti því, að sam- vinnumenn leggi fé í skipakaup og aðrar framkvæmdir, sem trygsrja betri afkomu og bætt lífskjör fólksins I landinu. Þess vegna vill hann ekki að samvinnumenn leigi skip sitt fyrir háa leigu til Ameríku þann tíma, sem þörfin fyrir sérhæfa flutninga þess er minnst. Valtýr og félagar hans eru svarnir óvinir alls þess, sem betur horfir fyrir samvinnustefnunni x landinu. Morgunblaðið hefir verið varað við því hér í blað- Undanfarna daga hafa menn talað mest um verkfallið og enn eru þau mál á vörum manna. Verkfall er ófögnuður, sem flest um ægir og nærri liggur, að sumum finnist allt betra en verk fall og vinnustöðvun. Flest er að minnsta kosti betra en sú ónáttúra. En misjafnlega líta menn á þann sigur, sem nú hefir verið unninn. Alþýðusambandið ætti nú að fara að láta sina menn vinna að því, að ákveða launahlutfall milli einstakra starfsstétta. Þó að sízt skuli ég hafa á móti því, að hlutfall almennra verka- manna sé nokkuð leiðrétt eins og nú hefir verið gert, er hægt að ganga of langt í því lika,.að jafna laun. Ég vil benda mönn- um á það, að hefði verið gerður árið 1942 samningur eins og sá, sem nú var gerður, og hann verið í gildi síðan, væri nú svo að segja enginn munur á kaup- gjaldi. Tveggja króna, fimm eða í mesta lagi tiu króna munur á dagkaupi er orðinn hverfandi lítill munur nú, þó að það væri mikill munur þá. Út á þessa braut hefir nú verið farið og það á þann hátt, að enginn veit hve langt verður komið eftir eitt ár. Enginn veit hvað hin nýja vísitöluuppbót samkvæmt þessum samningi verður þá orðinn mikill hluti af laununum. Hitt vitum við, að hækkunin 1. desember hlýtur að verða talsverð að óbreyttu á- standi á heimsmarkaði, því að þá koma fram áhrif af nýju verðlagi á landbúnaðarvörum, en það verðlag byggist bæði á kauphækkunum frá því í haust, en þar eiga bændur nú þegar inni 7% hækkun, sem aðrir hafa notið mánuðum saman, og svo koma kauphækkanirnar núna til viðbótar. Bændur vinna sinn sigur í haust og hann er eigin- lega tryggður þeim í lögum landsins, svo að þegar verkalýð urinn vinnur sigur fyrir sig, er hann jafnframt að vinna sigur fyrir bændur. — Ég nota hér víðtekið orðalag. Það er því fyrir sjáanlegt, að verðlag landbúnað arafurða hlýtur að hækka og sennilega allverulega. Það hefir svo sin áhrif á kaupið 1. desem- ber. Vetrarvertíðin gerir svo sínar kröfur eins og vant er. Þá verð- ur einhvern veginn að bæta út- gerðinni upp, svo að hún rísi undir sigrum bænda og launa- manna. Og þá mun útgerðin vinna sína sigra og þeir munu líka verða glæsilegir. Hins vegar hljóta þeir, ef að likum lætur, að koma fram sem nýir skattar eða tollar á þjóðinni í einhverju formi. Þetta verður því eins og hinir sigrarnir ný og almenn verðhækkun, — eins og Ólafur Thors sagði forðum, að dýrtíðin væri tæki til auðjöfnunar. Og sigur útgerðarinnar leiðir svo væntanlega af sér nýjan stór- sigur fyrir launamenn 1. marz. Þetta getur ekki öðru vísi verið. Einn sigur býður öðrum heim samkvæmt hinum nýja samn- ingi. En þegar sigrarnir 1. marz 1952 eru farnir að hafa sín á- hrif, gæti ég trúað að sumum þætti óþægilega vera farið að raskast hlutfall milli hinna ýmsu launahópa, því að vísitölu uppbótin verður jafnmargar krónur hjá öllum. Það er því fyllilega tímabært að benda Alþýðusambandinu á þetta, að það ætti að hafa á- kveðnar tillögur um laimahlut- fall starfshópanna tilbúnar eftir árið, nema það vilji láta mun- inn á laununum þurrkast út. Á þetta bendi ég nú, þvi að mér virðist allt snúast á þá sveif, að hin mikla sigurganga alþýðunn ar geri þetta óhjákvæmilegt. Og það kynni að fara svo, að þess- ar aðgerðir þyldu ekki lengri bið en til næsta vors. Starkaður gamli. inu, að f jandskapast við skipaútgerð samvinnumanna. Mál- j staður Valtýs þolir það heldur ekki. Hefir ekki sá hinn sami Valtýr xagt blessun sína yfir það, að varið sé óhemju f járhæð- um til að byggja stærsta skip íslendinga, sem er til lítiHa beinna þjóðhagslegra nytja. Og hefir það ekki líka verið leigt út í heim. Sú var tíðin að bændur áttu fé sitt í Eim- skip. ICú munu aðrir hafa þar tögl og hagldir, og ekki munu það verða bændur, sem hirða gróðann af Casablancaferð- um Oult^oss í vetur, ef um gróða hefir verið að ræða. Þess vegna er það, að Valtýr þarf ekki að ætla sér að kenna Þorsteini kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði, sem nýtur þess sér- staka heiðurs að vera formaður útgerðarstjórnar hins nýja skips samvinnumanna. Hann veit það, sem Valtýr líka veit, en Ixzt ekki vita, í helgidagspistlum sínum, að ef bændur landsins sjá ekki sínu farborða, tryggja ekki samtök sín í verzlun og siglingum, getur svo farið að votheystóftir þær, * sem Valtýr hefir nú mestan áhuga fyrir verði aldrei byggð- J ar, heldur fari fé bændanna þá til að fylla vasa þeirra ,sem . reka gróðafélögin í Reykjavík. Andspænis þeirri staðreynd er ekki gott að vita. nema að Valtýr velji sunnudagspistilinn sinn tU að varpa fyrir borð áhyggjunum af votheysgryfjum bændanna vegna annríkisins við að vernda sérréttindi þau, sem skjólstæðtngar hans hafa skapað handa sér, meðal ann- ars með aðstoð hans sjálfs og Morgunblaðsins. SUk voru líka eyrnamörkin á kurteisisheimsókn Valtýs ttl samvinnuskip- anna í sunnudagspistli hans í fyrradag. Sigurður Benediktsson. Stjórnlagakosningar (Framhald af 3. síðu.) hendur, skal hún endurskoða talningu atkvæðanna og síð- an reikna út heildaratkvæða tölur.fyrir allt landið. Ef einhver stjórnarskrártil- laga fær hreinan meirihluta allra greiddra aðalatkvæða, er hún þar með rétt kjörin stjórnarskrá. Ef svo er ekki, verður að umreikna atkvæða- tölurnar. Það skal gei;t á eftir farandi hátt: Fyrst el- fund- in sú tillaga, sem hefir feng- ið fæst atkvæði. Þá eru þau atkvæði, sem hún hefir feng- ið, flutt yfir á hinar tillög- urnar eftir því sem 1. varaat- kvæði sérhvers kjörseðils seg- ir til um. Þessi tillaga er þá úr sögunni. Því næst skal finna þá tillögu, sem þá hefir fæst atkvæði, og flytja þau atkvæði á sama hátt og áður eftir því, sem 1. eða 2. vara- atkvæði segir til um. Hafi áð- ur verið búið að strika út þá tillögu, sem fékk 1. varaat- kvæði, gildir 2. varaatkvæði. Þannig skal halda áfram að umreikna atkvæðatölurnar, unz einhver stjórnarskrártil- lagan hefir fengið hreinan meiri hluta. Allar atkvæðatölur og út- reikninga þeim viðkomandi, skal landskjörstjórn birta í blaði sínu. Allir kjósendur eru jafnrétt- háir með tilliti til búsetu. — Engin atkvæði verða sama sem ónýt, þótt þau falh á fylg islitlar tillögur. Allar öfga- stefnur einangrast sjálfkrafa. Flokkshagsmunasemi mun eiga erfitt uppdráttar. Stjórn arskráin verður heilsteypt og sjálfri sér samkvæm en ekki hrærigrautur mismunandi skoðana. Sérhver kjósandi öðl ast mikil réttindi, en þeim réttindum fylgja einnig mikl- ar skyldur. Kópsvatni 6. maí 1951, Guðmundur Jónsson. Ég hygg, að þessi aðferð til lausnar á stjórnarskrármál- inu hafi mikla kosti. Þjóðar- viljinn kemur ótvírætt í Ijós. Hvaft er orðið af jafnaðarstefnunni? (Framhald af 3. síðu.) grun um það, að annað menn - ingarhlutverk muni blaði því fremur ætlað, en forusta jafn aðarstefnu á íslandi, hvað sem vinir mínir við Alþýðu- blaðið segja um það. Það er svo engu síður hægt að jafna lífskjörin upp á við líka, þó að við unum ekki því ómagaframfæri, sem marga hrekur á vonarvöl, þar sem ríkismenn sitja yfir hlut þeirra. En hvað er orðið af jafn- aðarstefnunni? H. Kr. Nýja sendibílastöðin hefir afgreiðslu á Bæjarbíla- stöðinnl, Aðalstræti 16. Sími 1395. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.