Tíminn - 23.05.1951, Qupperneq 5

Tíminn - 23.05.1951, Qupperneq 5
111. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 23. maí 1951. 'itmtti MiSvihud. 23. maí Verðbólga og gengíslækkun MeÖ samningum þeim um kaupgjaldsmál, sem nú hafa verið undirritaðir, vænta ýmsir að tryggður sé vinnu- friöur í landinu árlangt. Á þeim grundvelli líta menn á þessa lausn sem góö tíöindi, enda er það óneitanlega meg inatriði í búskap þjóðarinn- ar, að vinnufriður haldist og hún vinni fyrir sér. Tíminn hefir varað við al- mennri vísitöluhækkun á kaupgjald og almennri kaup- hækkun, eins og sakir standa. Að vísu er talsverður munur á því, sem nú hefir verið sam ið um, og sjálfvirkri, mánaö- arlegri vísitöluhækkun á öll laun, en þó hefir verið samið um almenna launahækkun á þriggja mánaða fresti og á vísitalan þar ein öllu að ráða. Með því er verðbólguskrúfan sett í gang. Það er satt, að með þess- um samningum, er breytt hlutfalli í launagreiðslum láglaunamönnum í hag og stefnt að því, að sú jöfnun aukist hlutfallslega hverju sinni sem ný kaupgjaldsvísi- tala gengur i gildi. Enginn veit á þessu stigi hve mikil sú jöfnun verður á þessu ári, sem samið er um. En hvernig er með vinnu- friðinn? Er hann tryggður? Ef að líkum lætur og út- gerð og aflabrögð verða svip- uð því, sem skynsamlegt virð- ist að gera ráð fyrir, er gefinn hlutur að útgerðarmenn munu telja þörf frekari og fyllri aðgerða af hálfu ríkis- ins svo að grundvöllur verði fyrir útgerð næsta vetur eft- ir tvær kauphækkanir. Þá verður enn á ný að leita nýrra ráða. Ríkið verður að leggja á nýja skatta eða veita útgerð- inni ný fríðindi til verðhækk unar, en þær ráðstafanir all ar herða svo enn á verðbólgu- skrúfunni, svo að hún vinn- ur fijótar. Þetta er ekki glæsileg spá, en því miður er þetta ekki annað en það, sem blasir beint við augum. En ef til vill vilja verka- iýðssamtökin búa sig undir það, að taka útgerðina sjálf i eigin hendur á komandi vetri til að afstýra þessum ólögnuði? Ef til vill treysta þau sér til að finna rekstrar- form og gera út, á þann hátt, aö útgerðin rísi undir kaup- gjaldi því, sem þá verður í landinu. ilætt er við því. að kaup- hækkanir þær, sem nu hafa verið samþykktar, valdi í bili falskri kaupgetu, eða innan- landskaupgetu, sem kaupget- an út á við og gjafir auk þess, sem hún endist, geta ekki fullnægt. Fari svo, og til þess eru miklar líkur, kalla menn á ný yfir sig hömlur og höft á verzlun og viðskiptum, með öllum þeim aflei.ðingurr, sem sliku fylgir, fylgt hefir og hlýtur að fylgja. Það er satt, að ekki er ó- hugsandi að einhver óvænt höpp beri að höndum, svo að betur rætist úr en á horfist nú. Vera kynni að þetta skrimti, svo að undir yrði ris- ið, ef þetta ár yrði eitthvert sérstakt veltiár í framleiðslu ERLENT YFIRLIT: Verð friðarins Ræða eftir Warren Austen, fulltrúa Banda* Ræða eftir Warren Austin, fulltrúa Banda- Hér fer á eftir fimmta erindið í erindafl jkki Sameinuðu þjóð- anna: V«.rð friðarins. Erindi þetta fiutti Warren Austin full- trúi Bandaríkjanna. Fyrir nær hundrað sjötíu og fimm árum sagði Benjamín Franklín, einn af brautryð.jend- um Bandaríkjanna, við félaga sína í uppreisninni gegn Eng- lendingum: „Ef við ekki höng- um allir saman, verðum við vissulega hengdir hver í sínu lagi“. Fyrir rúmlega hálfum mán- uði fórust Truman forseta þann ig orð: „Bezta leiðin til að forða árásarhættunni er sú, að hinar friðelsku þjóðir standi saman. Ef þær standa ekki saman, eru allar líkur á því, að á þær verði ráðist eina og eina í senn“. Hin mörgu riki, sem börðust fyrir því, að sameinast í eina þjóðarheild, sönnuðu þetta. Rík in, sem styðja baráttu Samein- uðu þjóðanna í Kóreu, eru nú svipað á vegi stödd. Blessun friðarins fæst og verð ur einungis varðveitt með hreysti og fórnarvilja. Öryggi gegn óeirðum, glæpum og of- beldi krefst stöðugt og sleitu- laust óbrigðuls viðbúnaðar til varnar og gagnráðstafana. Veik leiki sjálfsánægju, síngirni, sun&rung, innilokunarstefnu og ábyrgðárleysis gæti leitt slíka stórþjóð sem Bandarikjamenn, og mikla stofnun eins og Sam- einuðu þjóðirnar út í þriðju heimsstyrjöldina og þær glata frelsinu. Styrjaldarviðbúnaður er eitt af frumskilyrðum friðarins. Ekk ert nema fyllsti styrkur, eining og samvinna getur bjargað okk- ur. Friður, sem keyptur er með því, að láta undan árás, er sví- virðileg gildra. Þar að auki get- ur sá friður aðeins orðið skamm vinnur. Friður samfara frelsi er einn verður þeirra fórna, sem menn hafa fært fyrir hann og færa enn. Við, þjóðirnar, höfum varð- veitt réttindi okkar til að breyta eins og okkur sýnist — eða, eins og oftast vill verða, að við höfumst ekki að, ef okkur býður svo við að horfa — en við höfum greitt þessa þjóðelsku vora dýru verði. Sameinuðu þjóðirnar spruttu upp úr siðustu heimsstyrjöld, hlutverk þeirra er að koma á reglu í heiminum. Ég held að Sameinuðu þjóð- irnar muni ná árangri á þvi sviði. Þær hafa þegar leyst mikið verk af hendi. Samt geta þær ekki lokið hinu glæsilega ætlun arverki sínu nema með sam- heldni og samvinnu þjóðanna. Við verðum að vera svo sam- heldnir, jafnt þegar á reynir og þegar álitið er, að árásarmaður hiki við og hugsi, hvort hann getur hætt á að beita valdi eða hóta ofbeldi. Ef slík samtök hefðu verið til á fyrra helmingi þessarar aldar, hefði mikið spar azt við það. Heimsvaldasjúkar áætlanir um styrjaldir eru ekki framkvæmdar nema veikleikinn sé svo augijós að hætta megi á skyndiárás, eða svipaðar aðferð- ir. Stjórnirnar, sem ábyrgar voru fyrir báðum heimsstyrjöld- unum, litu svo á, að hin frið- hneigðu lönd væru sundruð af ótta, úrræðaleysi og blind fyrir hinu raunverulega ástandi áður en leikurinn hófst. Vanmáttur Kóreulýðveldisins var ómótstæði leg freisting fyrir heimsvalda- stefnu kommúnista. Okkur hefir miðað langt á- leiðis frá því við upphaf síðustu heimsstyrjaldar. Við eigum enn langt eftir. Sameinuðu þjóðirnar hafa sýnt, að þær voru færar um að 1 stöðva árás í Kóreu. Eins og Haile Selassie Abyssiniukeisari sagði við menn sína, þegar þeir lögðu af stað til Kóreu 12. apríl: „Minnist þess, að þið eruð nú , í þann veginn að hefja greiðslu ' á skuld fyrir ættjörð ykkar, sem | var frelsuð, ekki eingöngu með blóði sona hennar, heldur líka með blóði tryggra bandamanna, sem einnig eru meðlimir Sam- einuðu þjóðanna. Minnist þess einnig, að um leið og þið greiðið þessa skuld, leggið þið grundvöll inn að allsherjarkerfi félagsör- yggis fyrir hönd föðurlands ykk ar og ailra annarra þjóða í heiminum, hvort sem þær eru stórar eða smáar, voldugar eða vanmátta". Fimmtán ríki, einn fjórði bandalagsþjóðanna, hafa lagt fram lið til að halda uppi þeirri reglu, að sérhver þjóð, stór eða smá, hafi rétt til að vera frjáls og fullvalda. Meira en fimmtán lönd hafa stutt Sameinuðu þjóðirnr á ein- hvern hátt í viðleitni þeirra til varnar Kóreu. En siðferðisleg fordæming og virkur stuðning- ur nægir í sjálfu sér hvorugt til að hindra árásir. Stefna Sameinuðu þjóðanna, eins og hún var skilgreind 2. nóvember 1950, í samþykktinni „Friður með dáð“ var þessi: „Allsherjarþingið kveður svo á, að til þess að öðlast megi varan- legan frið og öryggi, sé með öllu óhjákvæmilegt að grípa tafar- laust til sameiginlegra aðgerða gegn árásum, hvar sem þær yrðu framdar.“ Samþykktin var gerð með fjörutíu og sjö atkvæðum gegn fimm. Sameinuðu þjóðirnar verða að vera viðbúnar að senda fram heri til að stöðva árás hvar sem ,i Warren Austin. er. I annarri samþykkt, sem eða afurðasöiu. Til þess eru þó engar líkur, sem enn eru sjáanlegar, og það er fjarri öliu venjuiegu viti að gera ráð íj'rir slíku eða treysta á það. Það eru því miklu mestar líkur til þess, að með þeim samningum, sem nú hafa ver ið gerðir, sé stigið óneillaspor, efnahagsmálum íslend- inga í mikla tvísýnu. Suri- um virðist eflaust, að með því að setja skrúfu verðbólg- unnar enn af stað á sjálf- virkan hátt svo sem hér er gert, sé í raun og veru ákveð- in ný gengislækkun íslenzkra peninga,. Það er að minnsta kosti ekkj ofmælt, að þessi samningur sé undirbúningur nýrrar gengislækkunar, enda þótt þeir, sem mest hafa fyrir honum barizt, þykist fáu mótfallnari, en einmitt gengislækkun. Það eru engar likur til þess, að útflutnings- tekjur þjóðarinnar aukist svo á þessu ári, að þær risi und- ir hinni nýju kauphækkun og ef svo er ekki, hlýtur hún að koma fram sem gengislækk- un. Það er náttúrulögmál.sem ekki verður undan komizt. Það ætti svo að liggja í aug um uppi, svo að ekkl þurfi um að ræða, hversu fánýtt úrræði það er, að ætla að sigr ast á dýrtíð með gengislækk- un, en það eru einmitt mest- ar líkur til, að hér sé það slík ur sigur, sem verkaiýöshreyf- ingin hefir unnið. Það er hætt við, að not hennar af sigrin- um verði ekki jafn stór og sig urinn sjálfur er nú sagður í blöðum verkalýðsflokkanna. nefnd var „Sameining í þágu friðarins" mælti allsherjarþing bandalagsins með því, að hver bandalagsþjóð hafi innan herja sinna sérstakar deildir, sem séu æfðar, útbúnar og þannig skipu- lagðar, að þær geti án tafar, í samræmi við stjórnlagsvenjur viðkomandi lands, verði reiðu- búnar til þjónustu við Samein- uðu þjóðirnar sem herdeild þeirra eða herdeildir, eftir til- lögu frá öryggisráði eða alls- herjarþingi". Ekkert land hefir svo fáum hermönnum á að skipa, að það geti ekki fundið einhverja til þjónustu við hinn sameiginlega málstað. „Margar hendur vinna létt verk“, þetta er gamall máls- háttur og það er verk fyrir marg ar hendur að koma á sameigin- legu öryggi fyrir okkur öll. Við skulum ekki blekkja sjálf okkur með því að halda, að við getum haft það gott og látið annan aðila, eitthvert annað ríki, sjá fyrir öryggi okkar allra. Engin þjóð, jafnvel ekki Banda- ríkin, er nógu voldug til að vinna það verk ein. Hið eina, sem hindrar vel vopn aðan áfásaraðila í því að gera árás, er vissa um það, að snúist hann gegn einni af hinum sam- einuðu þjóðum, muni hann vissu lega verða að mæta andstöðu allra þeirra þjóða í heiminum, sem trúa á frelsið. Hann má ekki vera í hinum minnsta vafa. Von hans um sig ur verður að dvína áður en hleypt er af einni einustu byssu. Aðeins með þessu móti getur von mannkynsins um frið orðið að veruleika. Ég veit hversu erfitt það er fyrir fólk að gera sér ljóst, að árás á aðrar þjóðir mörg þúsund mílur í burtu feli í sér bráða hættu fyrir frelsi þess sjálfs. Það er svo auðvelt að telja sjálf um sér trú um að það, sem við ber hinum megin á hnettinum, hafi litla eða enga þýðingu fyr- ir okkur sjálf. Þess vegna segir maður, sem svo — kannske árásarmaðurinn leggi árar í bát fyrir fullt og allt, þegar þessari viðureign lýk ur. Kannske það nægi að fara einhvern vegmn öðru vísi að. Eða menn segja — land okkar niun vera færara um að leggja sirn skerf af mörkum í þágu hins sameiginlega málsstaðar einhvern tíma seinna, þegar við erum öflugri fjárhagslega og bet ur vopnum búnir. Og maður hug leiðir bresti fórnardýrsins og í hverju þeim er áfátt, sem hafa farið þvi til hjálpar. Með þessu reynir maður að skjóta sér und- an þeirri iliu nauðsyn að hefjast handa. Það, sem við verðum að gera okkur grein fyrir, hvern dag og hvert augnablik, er það, að við erum, hvert og eitt, ábyrgt fyrir varðveizlu friðarins. „Verð friðarins" er sameigin- legur ábyrgðarhluti. Truman forseti hefir sagt: „Árás hvar sem er í heiminum stofnar friðnum í hættu alls staðar í heiminum". Mér virðist, að við verðum að taka upp sameiginlega steínu á þremur skyldum sviðum til að skapa raunverulega einingu. í fyrsta lagi — siðferðisleg eining. Með því á ég ekki ein- göngu við það, að við greiðum samhljóða atkvæði hjá Samein uðu þjóðunum. Ég á við annað og mun mikilsverðara. Við verð- um að hafa skilning á hinum sameiginlegu hagsmunum okk- ar. Við verðum að geta virt skoð anamun hvors annars til að komast að samkomulagi um það, sem er mest um vert fyrir okkur öll . . . Öryggi heimsins gegn styrjöldum. Þetta á jafnt við um einstaklinga og heilar þjóðir. Fólkið verður að vera sann- fært um það af hug og hjarta, að árás hvar sem er stofnar friðnum alls staðar í hættu. Menn verða að vera svo sann- færðir, að þeir séu sjálfir fúsir að fórna einhverju i þágu heild- arinnar, viðbúnir að ganga fram vegna þjóða í fjarlægum lönd- um og gera sér um leið grein fyrir, að sú gerð er nágrönnum og nánustu skyldmennum þeirra fyrir beztu. Þá vík ég að öðru sviði, þar sem meiri einingar er þörf, — fjárhagslegu hliðinni. Samein- uðu þjóðirnar og Bandaríkin hóf ust handa um að bæta lífskjörin viðs vegar með því að beita nú- tímatækni við akuryrkju og land búnað, i baráttunni við sjúk- dóma og í iðnaði. Jafnskjótt og við höfum komið á alþjóðaör- yggi að einhverju leyti vonast ég til að framkvæmdir á þessu sviði verði stórum auknar. Ég sé fyrir mér i náinni framtið, að löndin munu skiptast á sérfræðingum og tækniþekkingu. Hvorki hinn bezti visindamaður, né úrvals- korntegund, né almenn heil- brigði, geta lotið einokun stór- velda. Ég vona, að einhvern tíma munum við reyna það, að menntuð ungmenni og konur í öllum löndum verji með ánægju nokkrum árum ævi sinnar til að stuðla að því, að bæta kjör þjóðar sinnar og annarra þjóða víðs vegar um heim. Mikil kross ferð til hjálpar mannkyninu bíður aðeins anda þess, sem hrindir henni af stað. í þriðja og síðasta lagi er sú aðkallandi framkvæmd, sem allt annað hvilir á — sameining herja okkar til að koma í veg fyrir aðra heimsstyrjöld. Eins og ég hefi gefið í skyn, þá er ekki um það að ræða að fá að fljóta með, þegar allsherjar- öryggi er annars vegar. Annað hvort verðum við öll að fórna eða enginn okkar getur verið ör uggur. Þetta er ofur einfalt. Eng inn væntir þess, að hvert ríki leggi jafn mikið af mörkum til að brjóta árás á bak aftur eða til að hindra árásaraðilann í því að leggja nokkru sinni út í árásina. Við getum hins vegar vænzt þess, að hvert land leggi fram sinn skerf i réttu hlutfalli. Öryggi heimsins byggist ekki á framkvæmdum, sem örfá hinna svonefndu stórvelda taka sér fyrir hendur. Það byggist á sameiginlegum aðgerðum allra landa, jafnt smárra sem stórra. Enginn hugsanlegur árásaraðili mun leggja út í árás, ef hann veit að öll önnur ríki heimsins eru viðbúin til varnar á grund- vellinum „einn fyrir alla og all- ir fyrir einn“. Ef þetta er ekki fyrir hendi, mun það verða árás arríkinu sú hvöt, sem það sækist eftir. Með því að standa djarflega móti árásinni í Kóreu vinna Sameinuðu þjóðirnar að þvi að forða heiminum frá stærri árás strax á eftir. Það er sannfæring mín, að við verðum nú að auka og efla einingu herja okkar um leið og við styrkjum samheldni okkar siðferðis- og efnahags- lega. Tækifærið stendur okkur til boða. Vilji okkar til að grípa þetta tækifæri er — „Verð frið- arins“. Gjörizt áskrifendur aS j ZJúnanum Áskriftarsiml 232S

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.