Tíminn - 23.05.1951, Síða 6

Tíminn - 23.05.1951, Síða 6
B. ',r,=ríiifwn'« TÍMINN, miðvikudaginn 23. maí 1951. 111. blað. La Traviata Sýnd kl. 9. Lcyndardómur íbúðarinnar Sýnd kl. 5 og 7. TRIPOLI-BÍÓ Sjentilmaður (Alias a Gentleman) Spennandi og bráðskemmti- leg amerísk sakamálamynd með hinum óviðjafnlega Vallace Beery Tom Drake Dorothy Patrick Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. NÝJA BÍÓ ATÖMÖVDIN Austurbæjarbíð Champion Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Glwfaxi Sýnd kl. 5. Blár himinn (Blue Skies) Bráðskemmtileg ný amerísk söngva- og músíkmynd í eðli legum litum. 32 lög eftir Irving Berlin eru sungin og leikin í myndinni. Aðalhlutverk: Bing Crosby Fred Astaire Joan Caulfield Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ MÚSÍk- prófessorinn með Danny Kaye. (Mr. Drake’s duck) Það er engin prentvilla að nefna þessa mynd „Atóm- öndina“, því að hún segir frá furðulegustu önd, sem uppi hefir verið. Myndin er tekin undir snjallri stjórn Val Guest’s, en auk þess hefir hermálaráðuneyti Breta að- stoðað við töku myndarinn- ar til þess að gera hana sem eðlilegasta á þessari atómöld, sem við lifum á. Aðalhlutverk: Douglas Fairbanks jr., Yolande Donlan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÖ HAFNARFIROI Sigur rauðu akurliljunnar (The Elusive Pimpernel) Mjög spennandi og glæsileg ný stórmynd í eðliiegum lit- um, byggð á einni af hinum mörgu ódauðlegu sögum Bar- oness Orczy um Rauðu Akur- liljuna. David Niven Margaret Leigthon ______Sýnd kl. 9.___ KvennguIIið Sýnd kl. 7. ÖÖ.ÖÖÖÖÖÖÖÖI JmuAiungJO&ultíal ato áejtaÁ! 0Céu/éUj$id% Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Bendum 1 póstkröfu. Geram við straujárn •( ðnnur helmlUstækl Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Síml 5184. .j—< Sýnd kl. 9. Spámaðurinn (When’s Your Birthday) með skopleikaranum Joe E. Brown. Sýnd kl. 5 og 7. HAFNARBÍÖ Konungar jassins Nýjar amerískar jass- og söngvamyndir, þar sem með- al annara koma fram: Caunt Basie og hljómsveit'— King Cole tríó — Woody Herman og hljómsveit — Mills Broth ers — Gene Krupa og hljóm- sveit — Fats Waller — Lena Horne — Andrews systur o.fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN \ * gerlr ekkl feoð á undan aér. Þelr, sem era hyggnJr, tryggja strax hjá SamvinnutrygglnKum >♦♦•••♦♦••••♦•• Auglýsingasimi TMMS er 81300 Aakr i ftarsimf t TI WINIV ms ♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•I Ltvarpið og þjóðin (Framhald af 4. síðu.) sjálfa sig í nútíð og fortíð. Þessir eftirlætissöngvar okkar miðaldra íslendinga heyrast nú alltof sjaldan. Á stríðsárunum stofnaði Páll ísólfsson þjóðkórinn, í því augnamiði, að hamla á móti óhollum erlendum áhrif um á hættutímum. Vann hann sér ástsældir þjóðarinn ar með þessu verki, og var þjóðkórsins sárt saknað, er hann hætti söng sínum. En ég vil spyrja, er nú minni þörf en þá á því, að hamla á móti óæskilegum erlendum áhrifum á þjóðlíf vort? Og víst er um það, að meira mætti vera flutt af þjóðlegu efni, bæði ljóðum og lögum en nú er. En spurning er mér. Væri ekki stundum þögnin betri, en þessi tímafreki plötuslátt- ur, sem eyrun hafa of sjald- an frið fyrir. Hvenær eigum við að hugsa? Máske eiga fáir út- valdir að hugsa hér eftir fyr- ir fjöldann, og vélarnar bæði að vinna, skemmta og jafn- vel hugsa fyrir andlegum og efnislegum þörfum vorum. — Þá er þáttur útvarpsins á með ferð og verndun móðurmáls- ins. Útvarpið á að vera háskóli þjóðarinnar í meðferð tung- unnar. Málsmekk og málsmeðferð og kunnáttu í að tala íslenzkt mál hefir hrakað svo á síð- ustu tveim áratugum, að ótta gefur þeim, sem aldir eru upp á þeim tímum, sem beztu synir þjóðarinnar vörðu orku sinni til að útrýma síð- ustu leyfunum af álögum þeim, er undirokun erlends valds hafði lagt á móðurmál ið, íslenzkuna. Þá voru ávextir æfistarfs snillinganna: Svein bjarnar Egilssonar, Konráðs og Jónasar, að ná til allrar þjóðarinnar og setja kórón- una á æfistarf þeirra. Þá vildi fólkið læra af kennurum sínum bæði málvöndun og annað. En nú? Nú er af kæruleysi og leti málinu stórlega dag- lega misboðið í ræðu og riti. Þágufallssýki, t orðskrípi út- lend og innlend, tæpitunga, grófyrði og smekkleysisleg hugtakabrengl veður uppi, og fólkið vill ekki bæta hér um, sumir, sem mest af andlegu fóðri þjóðarinnar tilreiða dag lega fyrir fólkið, virðast ekki gefa sér tíma til þess að gefa meðferð tungunnar hinn minnsta gaum, ef þeir eiga þá sumir snefil af viti og vilja til slíks. Sé að þessu fundið, heyrist oft: „Þetta er nógu gott, það skilst.“ Þarna er eitt aðalhlutverk útvarpsins. Það getur verið og á að vera áhrifamesti skóli þjóð- arinnar i málvöndun. Þar á í öllu, smáu og stóru, að fylgja fast eftir og aldrei slaka á kröfunum. Bæði í fréttaflutningi, tilkynning- um og öðru útvarpsefni, verð ur málið að vera óaðfinnan- legt, bæði að orðfæri og fram burði. Þarna má aldrei slaka á klónni. Mmningarspjöld Krabbamclnsfélags Reykjavíkur íást 1 Verzluninni Remedia, Austurstræti 7 og 1 skrifstofu Elli- og hj úkrunarheimilis- lns Grund. inn. Seinna fer ég með Erlendi til Noregs, og þá skal ég flytja heim til ykkar ílátin, sem þið fáið fyrir vinnuna. Ingibjörg þorði ekki að líta á Erlend. Hún hélt, að hann sæi þá fögnuðinn í svip hennar. Að fá að halda á hrífu — finna heyilm í vitunum! Og svo ílátin! Erlendur hlaut þó að skilja, að þau urðu að fá ílátin. Erlendur hugsaði sig um. Þetta var góð uppástunga. En honum var ósjálfrátt í nöp við þennan granna, sem virtist hyllast til þess að gera honum gramt í geði. — Hvað er langt í Akkafjall? — Fjögurra stunda leið. Þið getið komið með mér núna, þvi að ein ratið þið ekki þangað. Klukkustund síðar lokaði Erlendur dyrum bjálkakofans. Hann var ekki i góðu skapi, en nauðsyn krafði, að hann léti undan síga að sinni. Hann hafði séð svo mikið af fjalllend- inu, að hann vissi, að það myndi verða erfitt að fara einn síns liðs til kaupstaðarins í Noregi. Árni í Akkafjalli stefndi beint á brekkuna. Hann virtist ekki ganga hratt, en Ingibjörg og Erlendur urðu að hafa sig öll við, svo að þau drægust ekki aftur úr. Þótt Ingibjörg mæddist, fann hún, að í dag myndi hún ekki þreytast. Hana langaði til þess að syngja og hlæja. Heyskapur — fimm kýr! Það var þá einhvers staðar vel gróinn blettur. Sá dagur átti kannske að koma, að á nýbýli þeirra væri stórt gripahús. Eftir tveggja tíma göngu komu þau að straumharðri á, sem brauzt fram í gegnum þröngt skarð. Vatnið steyptist hvítlöðrandi niður í djúpa hylji, en milli þeirra voru stríðir strengir. Árni sagði Erlendi að fylgja sér eftir. Síðan tók hann Ingibjörgu á öxlina og óð út í. Ingibjörg var alls ekki létt. Hungrið hafði ekki enn grennt þreklegar mjaðmir hennar. Vatnið tók manninum í þjóhnappa, en hann óð ekki að síður léttilega, þrátt fyrir byrði sína og talsverðan straum. Ingibjörg var rjóð í andliti, er Árni lét hana síga niður á bakkann hinum megin. Erlendur kom özlandi á eftir. Hann var þungbúinn á svipinn. , • . ; . , ; . | | . , ,' . ; VI. í Akkafjalli hafði verið býli i tuttugu og níu ár, og síð- ustu’niu árin hafði frumbýlingurinn orðið að greiða skatta og skyldur. Að því undanteknu hvað einn og einn Lappi sást þar stöku sinnum, höfðu ekki komið þangað nema tvisvar gestir þessi tuttugu og níu ár. í seinna skiptið komu sendimenn yfirvalda þangað til þess að gera býlið skattgilt. Sýslumaðurinn hafði farið þessa för, ásamt tveimur úttekt- armönnum, og þeir vonuðu allir, að þeir þyrftu aldrei að fara slíka ferð aftur. Þeir hefðu hvorki komizt þangað né það an, ef Jónas Pétursson hefði ekki hitt þá tíu mílum austan við býlið og síðan fylgt þeim til baka. Veglausari auðn var ekki til í öllu Lapplandi. Vestan og norðan við bæinn var há hamrahlíð, en aust- an við hann lágir hólar. Handan þeirra var fenjamýri, sem á svipstundu gat gleypt allt kvikt, sem hætti sér út í hana. Nokkra kílómetra sunnan við bæinn var lítið vatn, sem í runnu ár og lækir, er komu úr fjöllunum beggja megin skarðsins, sem lá vestur að landamærunum. Hér höfðu leið- ir Lappanna legið fyrr á tímum. En nú fór Nikulás ekki fram- ar með hjarðir sínar framhjá Akkafjalli, nema aðrar leiðir væru ófærar. Akkafjall var hættulegt, og eitt vorið höfðu dáið þar svo margir nýbornir hreinkálfar, að það var ekki einleikið. Það stoðaði ekki, þótt synir Nikulásar hefðu orð á því, að hreinburður hefði fyrr verið áfallasamur, er hríðar skullu á. Hygginn maður reynir að forða sér frá galdranorn- um og illum vættum. Á enginu við vatnið rakaði Ingibjörg hey og bar á hesjur. Sólin skein beint framan í hana. Skýlan var fallin aftur á herðar, og ljósir hárlokkar löfðu fram á sveitt ennið. Hún gaf sér varla tíma til þess að strjúka þá frá augunum. Hún gerði fáar óþarfa hreyfingar, því að hún varð að halda til móts við hina nítján ára gömlu dóttur frumbýlingsins. Ella var ekki eins hávaxin og Ingibjörg, en föngin, sem hún saxaði handa sér, sýndu, að það var styrkur á handleggjum henn- ar og baki. Stúlkurnar unnu báðar þegjandi, því að sá, sem lætur munninn ganga, er oftast smár til verka. Við og við renndi Ingibjörg augunum upp á teiginn, hinum megin við birki- runnana. Þar gengu tveir karlmenn að slætti á smáþýfðri mýri. Það voru Árni og Ólafur, bróðir hans. Á grundinni upp frá mýrinni, þar sem heyið hékk þurrt á vikugömlum hesj-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.