Tíminn - 24.05.1951, Side 1

Tíminn - 24.05.1951, Side 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsókn ar f lokkurinn -------———-—---------- f Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 24. maí 1951. 112. blað'. Akvegur, en ekki skipaskurðuil l»essi mynd er tekin á fjallvegi einum í nágrenni Reykjavík ur fyrir nokkrum dögum. Vorleysingarnar fara víða illa með vegina og þarna verður að aka milli snjóskafla á báða bóga eftir djúpu vatni á sjálfum veginum. (Ljósm. Guðni Þórðarson) ÞORLAKSHÖFN: Mikill afli og háir afla-J hlutir í vertíðarlok Vcrtíðaraflinn varð þar um 5000 skippund cn var uni 3000 í fyrra Á vetrarvertíðarlokum í Þorlákshöfn er mikill afli kominn á land og háir aflahlutir þeirra, sem unnið hafa að öflun fisksins úr sjónum og vinnslu hans í landi. En nú búið að gera upp til fullnustu afla báta þar, miðað við lokadaginn. Gáfu sig sjálfir fram og játuðu á sig þjófnaðinn Hafnarfirði Slálu pcninguninn í »la»ði. cn iðruðusf gcrða sinna. cr aftur rann af {*citn Þeir, sem valdir eru að hvarfi peninganna á Nönnugötu í Hafnarfirði, eru nú fundnir. Gáfu þeir sig sjálfir fram við rannsóknarlögregluna í Reykjavík í gaer. Er slíkt fátítt, og verður dómur .sá, sem þeir hljóta, væntanlega .stórum vægari en orðið hefði, ef komizt hefði upp um þá á annan hátt. Þarna höfðu verið að verki tveir ungir menn úr Reykja- vík, er eigi hafa áður komið við sögu hjá lögreglunni. Voru þeir drukknir syðra þessa nótt og fóru inn í húsið í þeim er indagerðum að hitta þar stúlku, sem annar pilturinn þekkti. Er þeir fundu hana ekki, varð þeim á að fremja það óhappaverk að stela pen ingunum úr herbergi hinnar sofandi konu. Sáu að sér, er af þeim rann Piltarnir skiptu þýfinu nú á milli sín og héldu áfram að drekka um helgina. En er af þeim rann, setti að þeim ugg og hugarvil vegna þess verkn aðar, sem þeir höfðu framið. Hafði verið nokkra daga í haldi hafnfirzk stúlka, sem saklaus var grunuð um þjófn aðinn. Ræddu þeir málið sín á milli, og varð það að ráði, að þeir fóru á fund lögregl- unnar og skýrðu frá, hvað þeir höfðu gert, þar eð þeim þótti brotið ekki verða bætt á annan hátt en taka afleiðing unum að fullu, enda þótt eng inn grunur hefði á þá fallið og talsvert hugrekki þyrfti til að stíga slíkt spor. Islandsgííman á föstudaginn Íslandsglíman verður háð næstkomandi föstudagskvöld í Í.B.R.-húsinu við Háloga- land. Þátttakendur verða að þessu sinni ellefu frá þremur félögum, fjórir frá Ármanni, þeir Rúnar Guðmundsson nú verandi glímukóngur íslands, Steinn Guðn'-dndsson, Anton Högnason og Grétar Sigurðs son, fimm frá Ungmennafé- lagi Reykjavíkur, þeir Erling ur Jónsson, Gunnar Ólafsson, Guðmundur Jónsson, Magnús Hákonarson og Hilmar Bjarnason, og loks tveir frá ungmennafélaginu Vöku í Villingaholtshreppi, þeir Gísli Guðmundsson og Sigur- jón Guðmimdsson. Sá, sem ber sigur af hólmi verður glimukóngur íslands. Veitt verða þrenn fegurðarglímu- verðlaun. Má búast við, að íslands- glíman verði fjölsótt, að áhorf endum. Þeir voru búnir að borga Björn Ólafs bankafulltrúi hefir beðið Tímann að geta þess, að auglýsingar þær um. nauðungaruppboð á ýmsum at. vinnufyrirtækjum, sem birt- ust i síðasta Lögbirtingar- blaði, haíi komið þar vegna mistaka, þar eð hlutaðeig- andi fyrirtæki hafi verði búin að standa í skilum með greiðsl urnar, áður en blaðið kom út. Hafj láðst að afturkalla aug- lýsingarnar. Stærri vélarnar lítið skemmdar Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Allar stærri vélar í fiski mjölsverksmiðjunni á ísa- firði eru taldar lítið skemmdar eftir brunann, sem varð í fyrrinótt. Raf- lagnir allar og leiðslur eru ónýtar, og í steinbygging- unni sviðnaði nokkuð, eink um efra loft og rjáfur. Verksmiðjan verður ó- starfhæf i marga mánuði af völdum brunans, og verð ur atvinnutjón mjög mikið og tilfinnanlegt. Atkvæðatalning í prestskosningunum Talning atkvæða, sem greidd voru í prestskosning- unum í Reykjavík á sunnu- daginn, fer fram í dag í húsa kynnum nýja þjóðminjasnfns ins. Mun talningin hefjast kl. níu að morgni. Ærnar í Reykjanes- hyrnu lifðu vet- urinn af Ærnar tvær, sem gengu úti í Reykjaneshyrnu á Ströndum í vetur í einum harðasta vetri, sem komtð hefir um marga áratugi, náðust heim hálfan mánuð af sumri, símar fréttaritari Tímans í Trékyllisvík. Voru ærnar í furðanlegum hold- um og dafna nú vel. — Þær cru eign Jóns Magnússon- ar, bónda á Hjalla. Samkvæmt simtali, sem blaðamaður frá Timanum átti við Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra í gær, hafa sjómenn á stærri vélbátun- um, sem þaðan hafa gengið, fengið góða aflahluti, og mikl ar sjávarafurðir bíða útflutn ings í hinni nýendurreistu höfn. ,,Biskuparnir“. „Biskuparnir“ fjórir, eign hlutafélagsins Meitilsins i Þoriákshöfn, sóttu sjóinn fast og vel og fengu mikinn afla. Aflahæsti báturinn í Þorláks höfn á þessari vertíð varð Þoriákur með 976 skippund og hásetahlutir að upphæð 19.900 kr. Skipstjóri á þeim bát er Friðrik Friðriksson korninn af þekktri formanna ætt í Árnessýslu. Næst kemur svo ísleifur með 917 skippund og 18.700 króna hásetahluti. Þá Ög- mundur með 763 skippund með 15.400 krónur í háseta- hluti og Bryniólfur með 678 skippund og 13.500 krónur í hásetahluti. Útilegubátar. Viktoría, sem var útilegu- (Framhald á 7. sí'ðu.) Áttu eftir tvö þús- und krónur. Jafnframt því, að þeir ját- uðu sekt sína, afhentu þeir tvö þúsund krónur, sem ó- eyddar voru af þýfinu. Hitt höíðu þeir drukkið út eða eytt á annan hátt, áður en af þeim rann, svó að þeim veittist færi á að hugsa ráð sitt. Voru það um þrjú þús- und og fimm hundruð krón- ur, er þannig höfðu farið i súginn. ÞaÖ fé munu þeir hafa fullan hug á að endur- greiða, er þeir hafa unnið sér fyrir því. — Nöfnum mann- anna mun lögreglan vitaskuld halda stranglega leyndum, þegar svona var við brugðizt. Lögregluþjónninn ófundinn Lögregluþjónninn frá Siglu firði, sem hvarf hér í bænum fyrir nokkru, er enn ófundinn, þrátt fyrir mikla leit að hon um. Hefir ekkert til hans spurzt eða ferða hans. Tún í Trékyllisvík hvítsviðin af kali Óttast, að löðnfcngiir verði víða rýr Frá fréttaritara Tímans í Trékyllisvík. Það er ekki annað sýnna, en tún hér uni slóöir séu stór- kalin, og þar sem þau eru flatlend sést enn ekki bóla á grænu strái, enda þótt gróður sé að byrja að koma í úthögum. Sviðið land. í Trékyllisvík voru svella- lög mikil á túnum í vetur, og virðist gaddurinn hafa sviðið þau gersamlega, svo að menn búast helzt við því, að víða komi varla eða ekki upp sting andi strá í sumar. Þar sem halli er meiri á túnum og meiri snjór lá á í vetur, er hins vegar farinn að lifna gróður. Mun þetta vera svo víða á Ströndum. Hvernig fer um heyskapinn?. Verði töðufengur sáralítill í sumar, horfir illa um heyöfl un eftir þennan mikla gjafa vetur, sem nú er liðinn, jafn vel þótt góð spretta kunni að verða í úthaga. Enn ófært bílum í Dýrafirði Frá fréttaritara Tímans í Dýrafirði. Við Dýrafjörð norðanverð- an er ekki enn orðið bilfært á milli bæja sökum snjóa, en vegir þar munu verða ruddir bráðlega. Allir bændur þar höfðu næg hey, þó veturinn væri langur og strangur. Sauðfé er enn á húsi og stendur sauðburður yfir og gengur vel. Jörðin kemur klakalaus undan gadd inum og grær því fljótt, ef tíð verður hagstæð áíram.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.