Tíminn - 24.05.1951, Side 2

Tíminn - 24.05.1951, Side 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 24. mai 1951. 112. blað. ')tá hafi til heiía * Arnab hellla Útvarpib Útvarpið í dag: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.15—13.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegis- útvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón-1 leikar: Danslög (plötur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Benjamino Gigli syngur (plötur). 20.45 Dagskrá Kvenfélagasambands Islands. — Úr endurminningum alþýðu- konu (frú Svava Þorleifsdóttir flytur). 21.10 Tónleikar: Páll Is, ólfsson leikur á orgel (plötur). 21.25 Frá útlöndum (Benedikt Gröndal ritstjóri). 21.40 Sinfón- ískir tónleikar (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Framhald sinfónískra tónleika. 22.50. Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell fór frá Akureyri 22. þ.m. áleiðis til Grikklands. Arnarfell er væntanlegt til Gíbraltar í dag á leið sinni til ítalíu. Jökulfell er væntanlegt til New York í fyrramálið frá Reykjavík. Eimskip: Brúarfoss kom til Grimsby 20.5., fer þaðan til Hamborgar. Dettifoss kom til Hull 19.5., fer þaðan til London og aftur til Hull, Leith sg Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Kaupmanna- hafnar 22.5. Goðafoss kom til Rotterdam 21.5., fer þaðan 25.5. til Antwerpen og Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá New York 18. 5. til Reykjavíkur. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá Reykjavík 17.5. til New York. Katla er í Reykjavík. Flugferbir Flugfélag Islands: Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Sauðárkróks, Blönduóss og Siglufjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Fagurhólsmýrar, Kirkjubæjarklausturs og Siglu- fjarðar. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Osló og Kaupmannahafnar kl. 8.00 á laugardagsmorgun. r * Ur ýmsum áttum Samsöngur Hallgrímskirkju- kórsins. — Breytt söngskrá. Kór Hallgrímskirkju heldur síðari samsöng sinn á þessu vori þar í kirkjunni í kvöld kl. 8,15, undir stjórn Páls Halldórsson- ar. Aðgangur er sem fyrr ókeyp is og öllum heimill. Fyrri samsöngurinn fór fram í fyrrakvöld,'og var kirkjan nær fullsetin. Söngskráin í kvöld er að hálfu leyti önnur en síðast, og eru við fangsefnin þessi: 1. Fjögur göm ul kirkjulög eftir Gesius, Gum- pelzhaimer, Othmayr og Tele- mann, sungin af karlakór. — 2. Kantata fyrir þrjár söngraddir og fjögur hljóðfæri eftir Buxte- hude. Einsöngvarar: Matthildur Pálsdóttir, Margrét Eggertsdótt ir og Sverrir Kjartansson, og undirleikarar: Josef Felzmann, Óskar Cortes, Jóhannes Egg- ertsson og Kristinn Ingvarsson. — 3. Fimm íslenzk sálmalög eft ir Friðrik Bjarnason, Isólf Páls- son, Jónas Tómasson, Kristin Ingyarsson og Pál ísólfsson. Sextugur. Sextugur er í dag Ágúst Fr. Guðmundsson skósmíðameist- ari. Hann er fæddur á Sauðár- króki 24. maí 1891 en fluttist til Reykjavíkur 16 ára gamall árið 1906 og hefir jafnan verið Reykvíkingur síðan. Lærði hann fyrst skósmíði í verkstæði Lár- usar G. Lúðvíkssonar og lauk því námi 1910 og vann síðan allmörg ár þar, unz hann stofn aði sitt eigið fyrirtæki, sem hann hefir rekið síðan um ná- lega 30 ára skeið. Ágúst hefir verið templar nokkuð á annan áratug og reynzt þar ötull maður og ör- uggur til liðsinnis. Kona Ágústs er Maíendína Kristjánsdóttir og eiga þau sjö uppkomiri börn. Útflutningurinn. í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir rösklega 38 miljónir króna, og var freðfiskurinn þar þyngstur á metunum, en þar næst kom ísfiskur. Sú þjóð, sem mest keypti af íslenzkum afurðum í aprílmán- uði, var Bretar, en næstir voru Israelsmenn. Bretar keyptu ís- lenzkar vörur fyrir ellefu milj- ónir króna í þessum mánuði, en ísraelsmenn fyrir rúmlega átta miljónir. * A tferhum tieqi: „Sigur” verka- lýðsins Þó að Þjóðviljinn og Alþýðu blaðið séu um fátt sammála, þá er sigursöngur þeirra sam hljóða út af vísitölubaráttu verkalýðsfélaganna. Nú í heil an áratug hefir sífellt borið mikið á þessu skrumi um kjarabætúr, sem unnist hafi fyrir verkalýðinn. En hvar eru , nú allar þessar kjarabætur? Er afkoman betri en fyrir 10 árum? Nei, krónufjölgun með lausri vísitölu er að mestu leyti blekking og skrum. Nú t. d. hækka sennilega land- búnaðarvörurnar, og taka þá meirihlutann af „sigrinum“, svo kemur hækkun tekju- skattsins o. fl. og tekur sitt. Eftir verður lítill eða enginn hluti, nema trúin á blekking- arnar. En verðbólgan hefir aukizt og undirbúningnum hraðað fyrir nýtt gengisfall. Gengis- fall er auðvitað ekkert annað en staðfesting á því, að áður hefir verið grafið undan verð gildi peninganna. En verðgildi peninganna er það, sem öllu skiptir, en ekki svo eða svo stórir pappírshaugar. Hvað ætli sá dagur heiti, sem verkamenn byrja á að •beita samtökum sínum til þess að gera krónuna verðmeiri og geta þá á eftir hrósað sigri raunverulegra kjarbóta, en ekki blekkingum, er fundnar hafa verið upp og viðhaldið til þess að sefja grunnhyggið launafólk til þess að grafa grundvöllinn undan sinni eig in velmegun. Kári. Stimpilinn á loft! Ungfrú ein kveður sér hljóðs, og það vandamál, sem hún hugsar nú um er það, hvort það sé nægilega tryggt, að fólk, sem er miður að sér I sundíþróttinni, geti ekki fengið aðra til þess að senda fyrir sig. En vitanlega vill hún ekki, að neitt svindl eigi sér stað í milliríkjakeppni — það er annað þótt landarnir leiki smávegis hver á annan. ★ ★ ★ _____________ „Nú ber fólk hér ekki lengur nein vegabréf eða per- sónuskírteini, eins og á stríðsárunum," segir ungfrúin, „og litlar líkur til þess, að úr því rætist fyrr en sam- norræna sundkeppnin er um garð gengin. En það eru fleiri ráð: Það mætti til dæmis hugsa sér, að við sund- laugina stæðj einhver með stimpil og túsk og stimplaði sundfólkið á lendarnar, um leið og það kæmi upp úr, eins og dýralæknarnir stimpla kjötskrokkana í slátur- tíðinni. Þetta yrði síðan aðalsmerki, sem allir hylltust til að láta mest á bera á baðstaðnum í Skerjafirði í sumar. Ég vona þó, að það yxi ekki upp nein strípalinga hreyfing í landinu af þessum sökum. Allt í alft ætti þetta að verða anzj skemmtileg nýjung, þótt sumt af því, sem stimpilinn fengi yrði nú kannske bannsett hrossaket. Mér er sem ég sæi hann húsbónda minn hérna í skrifstofunum með stimplinum á einum fitu- keppnum. Eða þá frúna hans. Það eru minnst fjögur hundruð pund af bezta keti í hjónarúminu á því heim- ili, og á alla prýði skilið“. Það er synd að segja annað en þetta sé hugsandi þjóð. En frá eigin brjósti vil ég bæta við, hvort ekki sé var- hugavert að gefa upp tölur um það, hve margir eru búnir að synda. Það er hægt eftir þeim að reikna út stigatölu íslands. .. . i. . -am.;. / J. H. RJÚPUR HERÐUBREIÐ Sími 2678 BÆNDUR Húðir og skinn eru nú í háu verði. Vandið því sem bezt alla verkun þeirra. Umfram allt verður að vanda vel fláninguna. Hver hnífrispa eða skurður í húðina gerir hana verðminni. Farið hreinlega með húðirnar, þegar slátrað er og látið þær kólna sem fyrst, án þess að holdrosinn skurni. Saltið húðirnar strax eftir að þær eru orðnar kaldar og áður en holdrosinn byrjar að þorna. Sé dregið að salta, gengur saltið ekki eins vel inn í húðina, en það er skilyrði fyrir góðri geymslu að húðin gegnumsaltist á sem skemmstum tíma. Þegar saltað er, verður vandlega að breiða úr öllum skækl- um og jöðrum og dreifa saltinu vel yfir alla húðina. — Eftir því sem skinnið er þykkra þarf meira salt. Fyrir hver 3 kg. af hráhúðarvigt þarf sem næst 1 kg. af salti. Mikið salt gerir aldrei skaða og er því betra að salta of mikið en of lítið. Notið ávallt hreint salt. Nýsaltaðar húðir má ekki brjóta saman í búnt til að geyma þannig. Þær eiga að liggja flatar, lítið eitt hall- andi, svo að hið blóði blandaða vatn, sem saltið dregur úr húðinni, geti runnið burt. Má salta þannig hverja húðina ofan á aðra í stafla og snúa holdrosanum upp á hverri húð. Húðirnar verða að liggja þannig 1 stafla þar til þær eru gegnsaltaðar, en það tekur venjulega 1—2 vikur. Þá má, þegar hentugt þykir, taka þær upp og búnta til flutnings eða geymslu. Athugið leiðbeiningar þessar nákvæmlega hver og einn og leitist við að fara eftir þeim í öllum greinum. Það tryggir yður hæst verð fyrir húðirnar. Samband ísl.samvinnufélaga tnttmmrnnninntnnnmimuÞMumata Úrvals birkiplöntur Sérstaklega valdar birkiplöntur til sölu í trjáræktar- ?l stöð Hermanns Jónassonar við Fossvogslæk í Fossvogi. ■.VV.V.'.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.VA i Vörubílstjórafél. ÞRÚTTUR \ I; Þessa árs merki á bifreiðar félagsmanna verða af- í hent á stöðinni frá og með deginum i dag til 10. n. m. í Athugið að öllum félagsmönnum ber að hafa merkt I; £ bifreiðar sínar fyrir 10. júní. ^ "■ Stjórnin ■! ’lw/.v/.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.www’. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.