Tíminn - 24.05.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.05.1951, Blaðsíða 3
112. blað. TÍMINN. fimmtudaginn 24. maí 1951. 3. i ísiendingajpætÍLr Dánarminning: Guðmundur Einarsson frá Stöðlum f dag verður til grafar bor- inn á Selfossi Guðmundur Einarsson bóndi frá Stöðlum í Ölfusi. Hann var fæddur í Þorleifskoti í Hraungerðis- hreppi 13. október 1892. Son- ur hjónanna Einars Pálsson- ar og Sigríðar Sigurðardótt- ur. Elstur af fjórum syst- kinum, sem nú eru öll dáin, nema Páll, hárskerameistari í Reykjavík. Ungur fluttist Guðmundur með foreldrum sinum að Geirakoti í Sandvíkurhreppi. Hjá þeim ólst hann upp og tók við búi að föður sínum látnum. Á uppvaxtarárum Guðmundar voru búskapar- hættir með svipuðu sniði, eins og þeir höfðu verið frá ómunatíð, en breytingin var í aðsigi, ungmennafélögin voru að rísa upp. Guðmundur heitinn var einn af fyrstu stofnendum ungmennafélags ins í sveitinni og reyndist góð ur félagi og glaðlyndur. Á ungdómsárum Guðmund ar var það venja að ungir bændasynir á þessum slóðum færu í verið. Guðmundur reri margar vertíðir í Þorlákshöfn, Stokkseyri og víðar, og þótti ágætur sjómaður, röskur og góður drengur. Á þeim árum var ferðum haldið uppi milli Suðurlandsundirlendis og Reykjavikur með hestvögn- um. Voru það ekki nema dugn aðarmenn og harðfengir, sem tóku að sér vöruflutninga á vetrum á þeim slóðum. Guð- mundur heitinn tók mikinn þátt i þeim ferðalögum ásamt Björkurmönnum, sem voru alþekktir dugnaðar- og ferða- menn á þeim árum. Nú er fennt í spor ferða- mannanna, sem brutust yfir Hellisheiði með hesta og vagna um hávetur í hríðar- byljum og hörkufrostum. Það var hörð barátta og oft teflt á tæpasta vaðið. Guðmundur heitinn bjó fá ár i Geirakoti en fluttist að Stekkum í sömu sveit og síðar að Stöðlum í Ölfusi. Hann fór vel með allar skepnur og hafði sérstakt yndi af hestum, enda hesta- maður mikill og tamninga. Guðmundur var kvæntur Guðrúnu Pálsdóttur, ágætri konu. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru uppkomin: Bjarney Ingveldur, Sigríður Guðrún og Einar. Guðmundur andaðist í Stöðlum 14. maí s. 1. — Góð- ur drengur er dáinn, horf- inn. Blessuð sé minning hans. S. Vorþing umdæmisftúku Suðurlands Vorþing Umdæmisstúku Suðurlands var háð í félags- heimili templara á Akranesi dagana 19. og 21. maí s.l. — Þingið hófst með guðsþjón- ustu í Akraneskirkju, þar sem séra Leó Júlíusson prédikaði. Þingið sóttu um 100 fulltrúar. í umdæmi Umdæmisstúku Suðurlands, sem nær yfir allt Suður- og Suðvesturland.eru starfandi 6 þingstúkur, 28 und irstúkur, 30 barnastúkur með samtals 7148 félögum. Um- dæmistemplar var endurkos- inn Sverrir Jónsson. Aðrir í framkvæmdanefnd fyrir næsta ár voru kosin: Þor- steinn J. Sigurðsson, Páll Jóns son, Guðrún Sigurðardóttir, Páll Kolbeins, Sigurður Guð- mundsson, Kristjana Bene- diktsdóttir og Guðgeir Jóns- son, öll úr Reykjavík. Guðjón Magnússon, Sigríður Sæland og Kristinn Magnússon úr Hafnarfirði. Þingið samþykkti margar ályktanir í áfengis- og reglumálum, m.a. þessar: 1. Vorþing Umdæmisstúku Suðurlands skorar á Stór- stúku íslands og alla bind- indissinnaða menn i landinu að beita sér fyrir því, að kveðn ar verði niður allar kröfur um gerð á sterkari öltegund, en nú er til sölu í landinu. 2. Þingið flytur mennta- málaráðherra þakkir fyrir til skipun um bindindissemi í skólum landsins og skorar á fræðslumálastjórn og mennta málaráðuneytið að sjá til þess að aukin verði bindindis- fræðsla 1 skólum og þar að lútandi reglugerð verði vel framfylgt. Þingið þakkar Áfengisvarn arnefnd Reykjavíkur fyrir ár- vakurt og markvisst starf að undanförnu. 4. Þingið lýsir megnri óá- nægju yfir því, að ríkisstjórn- in skuli enn ekki hafa fram- kvæmt viðeigandi aðgerðir til þess, að lögin um héraðs- bönn geti komið til fram- kvæmda. Að þingi loknu bauð stúk- an Akurblómið á Akranesi fulltrúum til kaffisamsætis. Rómuðu fulltrúar mjög hin- ar ágætu viðtökur á Akranesi. Sóttvarnir borga sig í ársskýrslu sinni fyrir 1949 reiknaði enskur héraðslæknir, C. Fraser Brockington, hvern- ig fjárhagsleg útkoma á sótt- vörnum gegn barnaveiki væri í héraði hans, West Riding í Yorkshire. Kostnaður við með ferð á barnaveikissjúklingum hafði minnkað um £ 75.000 (ca. 3.5 millj. kr.) frá því sem var milli 1935 og 1939. Enn fremur féll niður kostnaður við spítaladeild með 256 rúm- um, sem nam £ 53.600 árlega. Mannslíf, sem spöruðust, voru samkvæmt útreikningi hag- fræðinga metin á £ 43.000 ár- lega. Heildarsparnaður varð 750 þús. kr. Á móti þessu kom kostnaður við bólusetningar, £ 10.000, eða kr. 450.000.00. Ó- talið er þá þjáningar sjúkling anna og aðstandenda, vinnu- tap og hins vegar hagnaður £ 172.000 á ári, eða 7 millj. þjóðfélagsins af að fólk, sem annars hefði þurft að hjúkra sjúklingum og hreinsa í kring um þá, getur unnið að fram- leiðslu landsins. Þessar tölur voru aðeins fyrir eitt hérað í Englandi. (Úr fréttabréfi um heil- brigðismál). Engl.-Portúgal 5:2 Nýlega fór fram landsleik- ur í knattspyrnu milli Eng- lands og Portúgal og var keppt í Liverpool. Englendingar sigr uðu með 5—2, en það gefur engan veginn rétta hugmynd um gang leiksins, og eins og sá sagði, sem lýsti leiknum í enska útvarpið, að úrslitin væru blátt áfram hlægileg. En það er nú einu sinni svo með knattspyrnuna að takmark leiksins er að skora mörk, og það eru þau, sem telja. Portú- galar sýndu mikla yfirburði allan fyrri hálfleikinn og megnið af þeim seinni nema síðustu mínúturnar, sem Bret ar skoruðu þrjú mörk á. Þrátt fyrir yfirburði Portúgals skor uðu Bretar fyrsta markið (Mil burn) en Portúgalar jöfnuðu stuttu seinna. Bretar náðu aftur forustunni og aftur jöfn uðu Portúgalar. Þegar um 15 mínútur voru eftir af leikn- um, sagði þulurinn, að Bretar yrðu nú sennilega að sætta sig við tap, og væri það þá fyrsti tapleikur þeirra í lands leik á enskri grund. En þá skeði það óvænta. Finney lék upp með knöttinn frá miðju, lék á marga mótherja, og tókst að skora frábært mark. Við markið féllu Portúgalar saman, og eftir nokkrar mín- útur skoraði Milburn fjórða markið. Þegar ein mínúta var eftir spyrnti markmaður Eng lands, Williams, mjög langt frá marki, og náði Milburn knettinum upp við vítateig, lék á 2—3 mótherja og sendi hann tii Hassal,. sem skoraði fimmta mark Englands. í enska liðinu voru þessir menn talið frá markmanni. Williams — Ramsey — Eckerley — Nicolnson — Taylor — Co- burn — Finney — Hassal — Milburn — Pearson og Met- calfs. Beztu menn liðsins voru bakverðirnir Ramsey og Eck- ersley og í framlínunni bar Finney mjög af hinum. Guðinn, sem. brást Guðinn, sem brást. Sex staðreyndir um kommún- isma eftir Arthur Koestler, Ignazio Silone, Richard Wright, André Gide, Louis Fischer og Stephen Spend- er. Stærð: 323 bls. 21X13 sm. Verð kr. 48.00 innb. Þetta rit eru frásagnir sex manna, sem fylgt hafa komm únistum að málum, en horfið frá fylgi við þá. Það hefir oft verið sagt, að menn, sem yrðu viðskila við flokka sína, væru sizt trúverð ugri en aðrir um innra ástand þeirra. Enda þótt þeir væru margs vísir frá fyrri árum, hefðu þeir oft ríka tilhneig- ingu til að skeyta skapi sínu á fyrri félögum, því að menn fara nú einu sinni ekki úr flokki, nema þeir telji sig hafa einhverja ástæðu til þess, og sízt þeir, sem verið hafa eld- heitir baráttumenn. Það er bæði alkunnugt og andstyggilegt fyrirbrigði, að ef menn færa sig yfir fyrir járn tjaldið svo kallaða á annan hvorn veg, þykja þeir löngum gjörbreytast, svo að nærri ligg ur hreinni ummyndun. Menn eins og Clementis, sem iengi hafa verið svívirtir í mörgum sögn af andlegum þroskaferli nokkurra manna. Á þann hátt er hún heimild um andlegt líf og menningu. Og það er alltaf hollt að fylgjast með slíku, alveg jafnt hvort sem menn þróast til kommúnisma eða frá honum. Það er engu að síður nauðsynlegt að kynn- ast því, hvernig sjúkdómar haga sér, þó að menn vilji kalla þróunina sjúkdóm. Það er fróðlegt fyrir þá, sem halda að menn taki skoðanir af sjálfu sér og falli jafn auð- veldlega frá þeim aftur, að lesa þessa bók. Sennilega geta þeir einir ályktað svo, sem aldrei hafa haft neina skoðun sjálfir. Allir hlutir hljóta að eiga sér orsök. Og það mun vera óhætt að líta á þessar frásagnir sem heiðarlegar til- raunir höfundanna til að gera grein fyrir því, hvers vegna þeir urðu kommúnistar og hvers vegna þeir hættu að vera kommúnistar. Og það er ekki ómerkileg saga. í fyrsta lagi blasir það alls staðar við í bókinni, hvernig ranglæti, ójöfnuður og forrétt indi vekur andúð heiðarlegra manna á ríkjandi skipulagi. Það er neyðin og réttlætisþrá- in, sem vekur menn til að blöðum Vesturlanda, fá allt í ( leita annars betra en ríkjandi einu uppreisn æru, ef þeir' er. Og þá var það kommúnism falla í ónáð heima fyrir. inn, sem menn mændu um * Osigurinn í Þýzkal. Mönnum hefir að vonum orð ið mjög tíðrætt um hinn mikla ósigur Þýzkalandsfara Fram og Víkings í fyrsta leik þeirra í Þýzkalandi við úrvalslið frá Neðri-Rínarbyggðum, 10—0 er langt frá því að vera glæsileg taia í knattspyrnuleik. Ástæð an til þessa mikla taps er fyrst og fremst sú, að knatt- spyrnumenn okkar erú ekki komnir í nógu mikla æfingu, til að standa í hinum ágætu Þjóðverjum, sem hafa sýnt ó- trúlega framför eftir styrjöld ina og eru nú meðal beztu knattspyrnuþjóða Evrópu. T. d. hafa brezku atvinnuliðin heimsótt Þýzkaland að undan förnu og oftast beðið herfileg an ósigur, og ekki ætti þó að vera hægt að kemrnT um æf- ingaleysi hjá þeim, eftir átta mánaða keppnistímabil. Þá má þess einnig geta, að þýzk knattspyrnulið hafa að und- anförnu Jieppt í Englandi og vallt borið sigur úr býtum, m. a. sigraði þýzkt íið l.-deildar liðið Burnley fyrir stuttu með 3—1 í leik, sem Þjóðverjarnir voru alls ráðandi í, enda er það óvenjulegt að Burnley fái á sig þrjú mörk í einum leik, en vörn liðsins er talin sú traustasta í Englandi. Þessu er slegið hér fram til að sýna, að fleiri geta beðið ósigur fyrir þýzkum knattspyrnuliðum en íslendingar. Það var. alltaf vit Amerískur fréttamaður, sem hleypur frá fyrri húsbændum, og gengur á mála hjá Rúss- um, til að svívirða Bandaríkin, er þá allt í einu orðinn gull- vönduð persóna, svo að hvert hans orð er sem guðinnblásið þaðan i frá. Og alls konar strokumenn frá Rússaveldi, þykja hinir öruggustu heim- íldarmenn og trúverðugir í bezta lagi, enda þótt þeir hafi verið næsta fáfengilegar per- sónur þangað til. Þegar þannig er ástatt, er það að vonum, að ýmsum þyki girnileg atvinna að vera á- róðursmeistari fyrir annan hvorn þeirra aðila, sem hér eigast við. Á Vesturlöndum er þetta því blómlegra, sem þar hafa talsmenn beggja skjól og friðland, svo að þar er nánast gagnkvæm nauðsyn að geta teflt manni gegn manni. Guðinn, sem brást, er ekki venjulegt áróðursrit af þessu tagi. Þeir sex menn, sem þar segja sögu sína, eru ekki venju legir mútuþrælar. Meðal þeirra eru kunnir rithöfundar og vísindamenn. Þar eru menn eins og Arthur Koestler og André Gide. Það er óhætt að slá því föstu, að í þessari bók tala menn af einlægni yfirleitt. Við skulum háfa það í huga, að hér eru ekki venjulegir stjórn málamenn á ferð i atkvæða- leit eða á kjósendaveiðum. Þar með er vitanlega ekki sagt, að þeim skjátlist ekki né skeiki í ályktunum. En bókin er frá- að af þeim mönnum, sem stóðu fyrir þessari utanför, að það myndi verða við ofurefli að etja í Þýzkalandi, og til- gangur fararinnar var ein- göngu í því fólgin, að gefa þátttakendunum tækifæri til að læra af hinum ágætu Þjóð verjum. Þá ber þess einnig að geta að hér er um gagnkvæmt boð að ræða og Þjóðverjarnir standa straum af öllum kostn aði í sambandi við förina og er því um litla gjaldeyris- eyðslu að ræða. skeið til, í þeirri von, að þar væri hið frelsandi afl. Þeir, sem skrifa þessa bók, eru rithöfundar og skáld, sem komast í snertingu við stjórn- málin af því þau varða allt mánnlíf. Þeir eru ekki stjórn- málamenn, sem verða rithöf- undar vegna þess að baráttan krefst þess. André Gide fór til Rúss- lands, en kom heim vonsvik- inn. Ekki var það af þvf, að honum væri ekki sýnt neitt, sem myndarbragur væri á. En hann segir meðal annars frá á þessa leið: „Það, sem ég dáðist einkum að í Rússlandi, var hin furðan lega löngun í menntun og menningu. En það dapurlega við þetta er, að menntun sú, sem almenningur verður að- njótandi, fræðir hann einung ís um það, sem hvetur hann til að hrósa sjálfum sér af ástandinu í landinu og telja að Sovétríkin séu öllum fremri. Menningin miðar að- eins að einu marki, dýrkun Sovétríkjanna, hún er ekki hlutlaus, og gagnrýnandi könn un er engin til. Mér er vel kunnugt, að Rússar látast halda uppi sjálfsgagnrýni og gera mikið úr henni. í fyrstu trúði ég á hana, vonaði, að hún gæti borið góðan ávöxt, ef henni væri beitt heiðarlega. En ég varð þess bráðlega á- skynja að gagnrýnin var ekki fólgin í öðru en að spyrja, hvort þessi eða hin starfsemi væri í samræmi við stefnu flokksins. Það er ekki flokks- stefnan, sem er gagnrýnd held ur einungis sú spurning, hvort einhver tiltekin skoðun komi heim við þessa helgu línu eða ekki. Ekkert hugarástand er hættulegra en þetta eða væn legra til að stofna raunveru- legri menningu i voða. Sovét- þegnar vita bókstaflega ekk- ert um neitt utan landamær anna og — það sem verra er — þeir hafa verið sannfærðir um, að allt í öðrum löndum sé mun lakara en það, sem heima er. Enda þótt þeir hafi ekki á- huga fyrir því, sem er efst á (Framnald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.