Tíminn - 25.05.1951, Side 1

Tíminn - 25.05.1951, Side 1
r *■ i Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgeíandi: í Framsóknarílokkurinn ' —■»— ........—... —................ 35. árgangur. Reykjavík, föstudaginn 25. maí 1951. Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda ! 113. blað. Hafnarframkvæmdir í Rifi fyrir 1,5 miljónir króna í sumar Verksmiðjubruninn á ísafirði Ráðsíert að bygg'ja ííarð ofan á rifið. en ekki vænzt að úttt'erð geti hafizt í haust í ráði er, að á sumri því, sem nú fer í hönd, verði hafizt handa um miklar verklegar framkvæmdir við hafnargerð í Rifi á Snæfellsnesi. Samþykkti síðasta Alþingi, að þar yrði byggð Iandshöfn og er ákveðið að vinna þar fyrir hálfa aðra miljón króna í sumar. Séra Oskar Þorláks- son hlaut lögmæta kosningu Frestskosningunuhi í dóm- kirkjusöfnuöinum lauk svo, að séra Óskar J. Þorláksson frá Siglufirði hlaut lögmæta kosningu með 2519 atkvæð- um, en séra Þorgrimur Sig- urðsson á Staðarstað hlau-t 1844 atkvæði. 46 atkvæðaseðl ar voru auðir, en sjö ógildir. — Alls voru 7441 á kjörskrá. Tíminn býður séra Óskar veikominn i kennimannssess við dómkirkjuna í höfuðstað landsins. Hafnarnefnd óskipuð. Samkvæmt ákvörðun al- þingis verður skipuð sérstök hafnarnefnd til að hafa um- sjón með þessum framkvæmd um, eins og venja er til með landshafnir. Þessi nefnd hef- ir þó ekki ennþá verið skipuð, en menn vænta þess, að við- komandi ráðherra skipi hana alveg næstu daga, þvi að fyrr verður að sjálfsögðu ekki hafizt handa um þessar fram kvæmdir í Rifi, sem ætlunin er að koma vel á veg í sum- ar. Vestra ríkir mikill áhugi fyrir þessum framkvæmdum. Alveg sérstaklega eru það þó íbúar Hellissands, sem líta vonaraugum til hinnar nýju hafnar í Rifi og telja með til komu hepnar munu skipta al veg um aðstöðu til útgerðar á utanverðu Snæfellsnesi. Byrjunarfram- kvæmdir. Byrjunarframkvæmdir þær í Rifi, sem unnar voru með dýpkunarskipinu Gretti, munu ennþá vera í fullu gildi, eða svo til, þótt menn Túnin í Fljótum ekki enn komin undan snjó Seilingarliár skafi við liesthúshorninð á ein imi bænum, og fénaður afstaðar á gjöf Frá fréttaritara Tímans í Haganesvík. Miki'l sniór er enn í Fljótum, þótt tíð hafi verið góð um skeið og mikið hlánað, og má enn segja, að þegar litið er yfir byggð- arlaa,ið, séu ekki komnir upp úr nema hæstu hólar og börð. Minni er snjórinn þó vestan til. 1 Mið-Fljótum sér víða ekki á túnin að kaila. 1 Hvammi sér enn hvergi á túnið, og á Helgustöðum eru aðeins tveir eða þrír hólkoll ar kcmnir upp úr. Að Lamba nesreykjum er enn seilingar hæð upp á skaflinn við Jiest- húshornið. Miklavatn enn gengt. Miklavatn er enn á ís, og er farið yfir það á skíðum, eins og á vetrardegi, en hins vegar er ísinn tekinn mjög að meyrna og eyðast. Á öðru vatni í ná- munda við Haganesvík er ísinn á förum. hafi óttazt í fyrstu, að Jljótt kynni að bera sand að aftur, þegar verkinu var hætt um tíma. Töldu Hellissandsbúar þá, að með auknum greftrj og til tölulega litlum framkvæmd- um öðrum væri hægt að hefja útgerð og róðra miðlung- stórra þilfarsbáta úr Rifi ogí skapa þannig byrjunarað- stöðu fyrír útgerð þaðan. Ekki aðstaða til útgerðar úr Rifi í haust. Framkvæmdir þær, sem í sumar á að gera þarna, mið- ast við stærri áform. Er á- kveðið að byggja í sumar mik (Framhald á 2. síðu.) Þcssi mynd var tekin aðfaranótt miðvikudags, er eldurinn í fiskimjölsvcrksmiðju hlutafélagsins Fiskimjöl á ísafirði _var hvað mestur. — Atvinnutjón ísfirðinga vegna brunans verður mjög mikið. I* Hefir farið 94 Hekluferðir Páll Arason bifreiðastjóri ætlar að efna til Hekluferðar um. næstu helgi. Páll er kunn ur fyrir dugnað sinn i ferðum um fjöll og óbyggðir og hefir m,eðal annars farið 94 ferðir að Heklu. Verður þetta því 95. ferðin hans þangað. Lagt verður af stað úr Reykjavík kl. 2 á laugardag og ekið austur í Næfurholt og gengið þaðan á fjallið á sunnudag. Komið verður aft- ur tjl bæjarins á sunnudags- kvöld. Nokkur sæti eru laus í þessa ferð, og er Páll til viðtals i síma 7641. Tvær snjóýtur ryöja veginn um Fjúrlr stórir fiulningabíiar flyíja daglogai féðnrbæii og liey u|)|i á Héraft * • \ Frá fréttaritara Tímans á Reyðarfirði Undanfarna daga hafa fjórir síórir flutningabílar farift með flutning aðaliega hey og fóðurbæti upp á Hérað, og er nú unnið að því að ryðja snjó af veginum yfir Fagradal. Ófaert til Hofsóss. Bílvegurinn milli Hofsóss og Haganesvíkur er ekki orðlnn fær, en frá Haganesvik er fært á bílum inn á Ketilás. Mun líða nokkuð, þar til saragöngurnar komast í sumarhorf. Fénaður á gjöf. Fénaður allur er vitanlega á gjöí, bæði sauðfé og hross. Sauð burður er byrjaður fyrir viku og gengur ágætlega, en fé verð ur ekki sleppt af gjöf eða úr húsi, fyrr en sauðburöur er bú- inn. Margir Keflavíkur- bátar enn við línu Frá fréttaritara Tímans í Keflavík. Margir Keflavíkurbátar eru enn við línuveiðar og róa dag hvern. Fiska þeir sæmilega eftir því, sem við er að bú- ast, eða 8—10 skippund í róðri. Ráðgert er að flestir eða allir bátanna hætti línu- veiðum um næstu helgi. Tveir Keflavíku/I'útar eru kompir á lúðuveiðar og sá þriðji að búast til þeirra. Sá báturinn, sem búinn er að vera við þessar veiðar síð an um mánaðamót, Keflvík- ingur, var búinn að fá 20 smálestir í afla um miðjan mánuðinn. Heyflutningum * að ijúka Heyflutningum er nú að mestu lokið. Vólskipið O.ddur kom með hey til Reyöarfjarð ar í fyrradag, og er þaö lík- lega síðasti framurinn þang- að. Er þegar búið að fl-ytja meginhluta þessa heys upp á Hérað. Hey er víða lítiö handa kúm, þar sem bændur neydd ust til að gefa fénu af kúa- fóðrinu, en annars eru alls staðar eystra komnir upp hag ar handa sauðfé og harðind- in loksins liðin hjá. Flutningar yfir Fagradal Flutningabílarnir, sem fara nú daglega yfir Fagradal, eru stórir og sterkir með drif á öllum hjólum, en sækist þó seint. Eru þeir venjulega um átta klukkustundir á dalnum — leið, sem ekin er á hálf- tima að sumarlagi. Bilarnir flytja 4—5 smálestir í hverri ferð. Eru þeir hlaðnir þannig, að fórubætir og búðarvarning ur er látinn neðst á flutninga pallana, en heyinu síðan stafl að ofaná. Vegurinn ruddur. Undanfarna daga hafa jarð ýtur unnið að því að ryðja snjó af veginum yfir Fagra- dal, en langt er enn í iand að því verki sé lokið. Frost er enn um nætur uppi á dalnum og lítil snjóbráð. Hins vegar bráðnar fyrr, þar sem lægra er, og eru ýtur þar (Framhald á 2. síðu.) Tólf mörk á móti einu íslenzka knattspyrnuliðið, Fram-Víkingur, keppti í gær i Dússeldorf i Þýzkalandi og fóru leikar þannig, að Þj.óð- verjar sigruðu með 12 mörk- um gegn einu, er íslending- unum tólcst að skora. Skíðanámskeið og skíðamót í Fljótum Frá fréttaritara Timans 1 Haganesvik. Skíðanámskeið er nýafstað ið hér í Fljótum. Hófst það 23. apríl ,en lauk 18. mai með skíðamóti, sem Skíðafélag Fljótamanna gekkst fyrir. Sigurvegari í svigi karla varð Sigurjón Steinsson á Nefsstöðum, en í svigi kvenna Erla Hannesdóttir á Melbreiö. í átta kílómetra skíöagöngu drengja sigraði Benedikt Sig urjónsson á Steinavöllum, en í þrettán kílómetra göngu drengja Sigurjón Hallgrims- son á Knappsstöðum. í sextán kilómetra göngu karla vann sigur Jónas Hallgrimsson á. Knappsstöðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.