Tíminn - 25.05.1951, Page 5

Tíminn - 25.05.1951, Page 5
113. blaS. TÍMINN, föstudaginu 25. maí 1951. 5. Á ég að hlæja eða gráta? cftir Pétur Sigurðsson. ritstjóra Erfitt árferði kennir Um allt land er nú voryrkja sveitafólksins hafin eða að hefjast. Snjórinn er óðum að hverfa og klaki að þiðna úr jörðu í hinum snjóléttari sveitum. Vorið kallar til starfa. Þegar litið er um öxl og búnaðarsaga síðustu ára rak- in, þar sem hún hefir verið erfiðust, er ýmislegt merki- legt að sjá. Óþurrkarnir aust- an lands í fyrrasumar voru svo miklir, að nærri hlaut að ganga þollyndi venjulegra manna, sem bjuggu þannig, að þeir urðu að þurrka hey sitt við sól og vind. Svo kom á eftir hinn snjóþyngsti og erfiðastí vetur, sem menn muna, og það i ýmsum sveit- um, þar sem bændur hafa fjárbú stór, og eru vanir mik- illi vetrarbeit. Það má sannarlega segja, þegar alls þessa ér gætt, að vel hafi verið frá þessu kom' | izt. Bændur héldu bústofni sínum og hann er nú yfir- leitt vel fram genginn. Að því leyti hefir tekist að afstýra beinu hallæri og landauðn. j En þetta hefir kostað ógur-; legt fé. Óþurrkarnir, harðind in og bjargráðin hafa kostað bændurna austanlands og is- lenzka þjóðarbúið í heild stór' fé. Erfitt er að segja með vissu hve mikill sá kostnað-] ur er, en ekki myndi vanta' afar mikið á hundrað millj., ef allt væri talið. Nú er það verkefni næsta áfangans, að búast þannig um að bændur þurfi ekki að gjalda slíkt afhroð, þó að svipað eða samskonar tíðar- far beri þeim að höndum öðru sinni. Túnin spruttu með eðli| legum hætti aústan lands í fyrra. Mennina brast tökin,! að nota sér gjafir þeirra. Það var upphaf allra þessara erf. iðleika. Það hefði verið allt annað, að mæta vetrinum' með nóg og góð hey eins og sprettan og ræktunin leyfði Hvað kostar andvaraleysið? Stærri syndir eru ekki til en kæruleysi og andvaraleysi. Hvað fengu Bandaríkin og England fyrir það að sofa í andvaraleysi á árunum, er möndulveldin og Japan voru1 að brýna hnífinn á háls þjóð anna? Roosevelt og Churchill lýstu því yfir, frammi fyrir öllum heiminum, eftir siðustu heimsstyrjöld, að hefðu Bandaríkin og England vakað og verið á verði, þá hefði mátt afstýra þvi ægilega blóðbaði. En hvers vegna sváfu þessi stórveldi í andvaraleysi? Þau ólu bæði nöðru við hjartar- rætur sínar, nöðru, sem spúði eitri og svæfði. Lýðræðisríkin ala yfirleitt slíka nöðru við brjóst sér. Hvers vegna leit England hálfopnum vonaraug um til Hitlers, er hann var að hefjast til valda? Það var eig inhagsmunahyggja vissra vaidamanna í þjóðfélaginu, sem óttuðust hættu sósíalism ans og settu sinn hag ofar öryggi og vélferð þjóðarinnar. Sjálfsagt hefir þetta verið gert 1 ömurlegri blindni. En hagsmimahyggjan blindar menn. Hvers vegna létu Banda- rikjamenn Japönum i té vopn og efni til vígbúnaðar, þau ár- in, sem þeir herjuðu á Kína? Seinast var Bandaríkjaþjóðin orðin svo æst út i þessar að- farir, að stjórnin þorði ekki annað en lýsa yfir því, að eftirleiðis fengju Japanir ekk ert frá Bandaríkjunum til vopnagerðar, nema fyrir milli göngu rikisstjórnarinnar. En svo sannaðist það, er ár var liðið, að það ár höfðu Japan- ir fengið meira frá Bandaríkj unum éh nokkur önnur undan farin ár. Hvílík blindni og ill örlög Svo greiddu Japanir á sínum tíma Bandaríkjunum vel úti látið hnefahögg. Frægur rithöfundur og spek ingur, Lin Yutang, lærður Kín verji í Bandaríkjunum, ritaði bók 1943, sem heitir: Between Tears and Laughter — Á ég að hlægja eða gráta. Þar er djarflega haldið á málum, hár beittur sannleikurinn sagður, flett ofan af stjórnmálaspill- dofa, veit ekki, hvort hann á að hlægja eða gráta. hlægja að skrípaleiknum eða gráta yfir illum örlögum, er sjáan- lega vofa yfir andvaralausum stórveldum, sem þykjast ætla að vernda mannréttindi, frelsi og allt það, sem er frjálsum manni dýrmætast. Slík blindni og sjálfskapar- víti þjóða minnir á gömlu vís- una: Mér er í minni stundin, þá Marbendill hló. Blíð var baugahrundin, er bóndinn kom af sjó. Kyssti hún laufalundinn, en i lymskan unlir bjó. Sinn saklausa hundinn sverðabaldur sló. Bóndinn kyssti sína ótrúu konu, en sló trygga hundinn sinn, sem flaðraði upp um' hann. Þannig hafa lýðræðisríkin farið að, gert gælur við svik- arann, ýmist blinda eigingirni og hagsmunahyggju eða land ráðastarfsemi leiguþýja, sem reyna að dylja með blekking- um ótrúmennsku sína, en þau hafa staðið hjá, þótt svipan hafi dunið á þeim þjóðum, er góðs var að vænta af. Þegar Roosevelt var að semja við Stalin og gefa hon- um loforð um eitt og annað eftir styrjöldina, þá var með honum í för háttsettur maður í stjórnarráði Bandaríkjanna, sem flestir hugðu vera trúan sinni þjóð, en var þá njósnari Rússa. Það sönnuðu mikil og afar yfirgripsmikil málaferli skömmu síðar. Einn i svikara klíkunni kærði sig loks sjálf- an. „Hreinsanirnar“ í Rúss- landi opnuðu augun á honum, en svo grandalaus var Banda ríkjastjórn þá, að Roosevelt hló og trúði víst engu, þegar hinn seki kærði sjálfan sig. Árin, sem ég var í Ameríku, 1929—1930, náði ég í bók, sem heitir The Rising Tidc of Coulor — Gula hættan í vexti. Höfundur þeirrar bókar, Lotrop Stoddard, vitnar í rit, sem Japanir höfðu gefið út, þá fyrir 50 árum. Þar segja þeir, að Ameríka sé eins og þroskuð melóna, tilbúin að ingu, þjóðir aðvaraðar, og sneiðast niður. Gætu þeir sagðar fyrir illar afleiðingar treyst því, að aðrar þjóðir andvaraleysisins. Þessi spaki sætu hjá, þá mundu þeir haf og snjalli rithöfundur, vel að ast að strax. En þar sem þeir sér i stjórnmálum og félags-' geti ekki treyst því, ætli þeir málum bæði Austurlanda og að taka Kína fyrst, og svo Vesturlanda, stendur högg- muni þeir nota Kína sem sinn óneytanlega. Stærsta mál bændanna er að gera heyskap sinn óháð- an tíðarfarinu, sem mest má verða. Það er auðvitað erfitt að gera grassprettu óháða veðráttu, en hitt kunna menn, að gera nýtingu heyj- anna örugga. Miklu væri nú þjóðin rikari, — einkum sveit irnar austan lands. — ef vot- heysgerð hefði staðið þar á háu stigi síðastliðið ár. Þá hefði ekki þurft að flýtja þangað aðkeypt fóður með ærnum tilkostnaði fyrir þá töðu, sem grotnaði niður á túnunum. Það má ef til vill segja, að islenzkir bændur hafi ekki alltaf lagt mesta áherzlu á það, sem mestu máli skipti, eða látið það ganga fyrir, sem fyrst átti að vera. Þó er hitt mest um vért, að yfirleítt lifa þeir hóflega og leggja allt sitt lausafé í framkvæmdír búskapnum til bóta. Nú munu allir sjá, að örugg hey verkun á þar að vera efst á blaði. Mikil og dýr verkfæri, vönduð og góð hús og meira að segja slétt tún í beztu rækt gefa ekkert af sér, þeg- ar nýtingin bregzt. Undir henni er allt hitt komið. Þess* vegna má þann þáttinn sízt vanta í. Það er hægt að leiða glögg rök að því, að votheyshlöður 'eru ekki lengi að bjarga frá skemmdum fullu andvirði sinur þegar óþurrkar ganga. Hitt er jafnvíst fyrir þvi, að þær verða ekki byggðar úr engu og fyrir ekki neitt. Hér er enn komið að þvi vanda- máli, hve geysilega áríðandi það er, að landbúnaðinn skorti ekki fjármagn til að koma í kring allra nauðsyn- legustu framkvæmdum. Áfálla söm verður hín nýja ræktun, sem nú hefir víða verið undir búin með miklum stórhug og myndarskap, ef lífgrös þau, sem þar vaxa, eiga að vera háð duttlungum íslenzkrar úrkomu, að því er nýtingu snertir. Það er tvennt, sem ótíðin austan lands sýnir og sann- ar. Annað er afburðaþrek þess fólks, sem háð hefir lífsbar- áttu sína við þessi skilyrði án þess að æðrast eða ör- vænta. Sá einn, sem reynt hefir eitthvað líkt þessu, get- ur skilið til fulls hvílik þrek- raun það er. En þar hefir fólk ið eystra ekki bilað né brugð- izt. í annan stað sýnir þetta ár eftirminnilega og glöggt hvað þjóðin á mikið undir því, að landbúnaður hennar geti verið árviss. Reynslán sýnir svo ljóst, sem verða má, að þjððin er í hættu stödd, ef landbúnaður hennar fær ekki það, sem hann þarf. Þegar þessa er gætt, eru von ir tit, að svo kunni að fara, að tjónið af ótíðinni vinnist upp og miklu meira en það. Það er ekki lengi gert, aðeins ef þjóðin í heild ber gæfu til að læra af því, sem orðið er. KIL IL SUNG, leiðíogi kommúnistaflokks Norður-Kóreu. — Hann er 38 ára, framaður í Moskvu. stríðshest, „and far shall we ride“ — langt skulum við kom ast, stendur þar. Þetta var áætlun Japana. og þeir reyndu að koma henni í framkvæmd, en þeim tókst það ekki. Aftur á móti hefir Rússum nú tekizt þetta að géta gert Kína að eins konar striðshesti sinum með aðstoð kinverskra kommúnista. Þetta sá Lin Yutang fyrirfram, að svo mundi fara sökum and- varaleysis Bandaríkjanna. Og þess vegna skrifar hann bók ina: Á ég að hlægja eða gráta. Nú höfum við, hér norður á íslandl, rætt þetta undrandi við kunningja okkar við kaffi borðið, að Bandaríkin skyldu horfa aðgerðalausir á, að kom múnistar næðu Kína á sitt vald. Við erum engir stjórn- málaspekingar, en svo aug- ljðst virtist þetta vera, að það hefir vakið undrun okkar og gert mann orðlausan. Heldur nú kannske einhver, íFramhald á 6. siðu.) Raddir nábáonna Alþbl. birtir forustugrein um dýrtíð og dýrtíðaruppbót og endar hana með þessum orðum: „Timinn segir, að stefna verkalýðsins sé að sigrast á dýrtíð með gengislækkun. Heyr á endemi! Þetta er einmitt sú stefna, sem Framsóknarflokk- urinn og íhaldið hafa fylgt í stjórnarsamvinnu sinni i al- gerri andstöðu við verkalýðinn, sem hefir varað við henni og fordæmt hana, en talað fyrir dumbum eyrum afturhaldsins. En sé það boðskapur Tímans, að ríkisstjórnin muni ekki una því, að verkalýðurinn losi sig við drápsklyfjar afturhaldsins, en hyggi á nýja gengislækkun — nýtt spor lengra út á óheilla brautina, þá er skriffinnum hans og forustumönnum Fram sóknarflokksins óhætt að gera sér ljóst nú þegar, að verkalýðs hreyfingin lætur ekki bjóða sér þvílíkt. Hún er staðráðin í að slá skjaldborg um lífskjör sín og afkomu og hafnar fyrir fram öllum nýjum drápsklyfj- um afturhaldsins. En hún er að sjálfsögðu reiðubúin til sam- vinnu við alla þá aðila, sem vilja lækna meinsemd verð- bólgunnar og gera raunhæfar ráðstafanir til að binda enda á öngþveiti efnahagsmál- anna“. Reynslan mun leiða í ljós, hvernig úrræðin gefast. En fortíðin vitnar um úrræða- semi Alþfl. þegar Stefán Jó- ' hann hafði stjómarforustuna. Hvers vegna var hjólinu þá ekki snúið við og verðlag í landinu lækkað? Þá mun Alþfl. hafa fundizt, að verð- iagsmálin væru ekki öll í hönd um ríkisstjórnarinnar is- lenzku, enda sýndist þá Emil Jónssyni að ótímabær kaup- hækkun væri glæpsamleg. Alþbl. ræðir nokkuð um kúa bú ísfirðinga í gær. Það breytir litlu um afkomu búskapar raunverulega, hvork menn hafa ætlazt til að hann yrði tekjugrein eða ekki. Bú- kolla átti víst að bera sig og fór þó flatt. Þó að ræktun ísfirðinga á Seljalandsbúinu væri að vísu unnin við erfið skilyrði eru þau þó ekki einsdæmi í tún- rækt á Vestfjörðum. Hitt er þó meira vert, að öll sú rækt- un er löngu unnin og engar byrðar frá henni hvíla nú á búinu. Auk þess vita menn. að ræktunarskuldir frá . því kringum 1930 væru yfirleitt engar drápsklyfjar nú, eftir allar þær „kjarabætur“, sem hafa haft sín áhrif á gildi pen inganna. Búrekstur ísaf jarðarbæjar þarf ekki að vera hallarekstur í dag vegna stofnkostnaðar Seljalandsbúsins og erfiðra ræktunarskilyrða þar. Ritstjóra Alþbl. ferst hlægi- lega óhönduglega, þegar hann er að segja þeim, sem þetta skrifar, að kynna sér málin betur, meðan hann rembist sjálfur við þessa rökfræði. Svo mætti þá þessu næst biðja ritstjóra Alþbl. að skýra frá því, hversu mikil nýrækt hafi verið unnin á kúabúum ísafjarðarkaupstaðar síðustu fimm ár. Sá fróði maður læt- ur víst ckki standa á svörum. Alþbl. segir, að nú þurfi að leggja fé, — mikið fé, — í þennan búskap til þess að hann beri sig. Bæjarfélagið geti það ekki og því verði að leita til einstaklinga. Ekki skal því mótmælt, að bæjar- sjóður sé illa stæður eftir stjórn fjármálamanna flokks- ins, en frekar mun þó vera treyst á annað til að bjarga búrekstrinum en ný og mikil fjárframlög. Ætli það sé ekki meira atriði í þessu sambandi, að fá fólk, sem mjólkar kýrn- ar án þess að heimta nætur- vinnutaxta og tímakaup fyrir það? Það er fróðlegt .að ræða þessi mál öll, ef satt er sagt frá, og ekki reynt að leiða menn á villigötur með öðru eins rugli og því, að löngu greiddur stofnkostnaður leiði af sér taprekstur, eins og Alþb.I segir nú. Það stunda fleiri búskap og mjólkurfram leiðslu í Skutulsfirði en ísa- fjarðarkaupstaður einn. Það er ekki ófróðlegt að bera sam an það, sem sambærilegt er, og meta svo hin ýmsu reksturs form. Kúabú ísfirðinga er sízt verr á vegi statt tæknilega en gengur .og gerist um bú bænda. Skuldir þær ,sem stafa af ólestri Sjálfstæðismanna mun bærinn varla leigja með. búunum, þótt hann vildi. Eins er það með skuldir vegna kaupa og ræktunar eða bygg- inga. Þær verður hann sjálf- ur að bera, hvort sem hann rekur búin eða ekki. Og hvers vegna hefir þá ekki bæjarfé- lagið sömu skilyrði og einstak- ir bændur til að reka búin hallalaust frá deginum í dag? Er ekki Alþbl. stundum að tala um gróða bænda almennt af mjólkurframleiðslu? Hvers vegna er þá Alþýðu- flokkurinn á ísafirði frábit- inn því að láta þessa tekju- lind streyma í sinn bæjarsjóð? Hvers vegna á einkafjir- magnið endilega að græða á (Framhald á 6. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.