Tíminn - 25.05.1951, Page 6

Tíminn - 25.05.1951, Page 6
6. TÍMINN, fftstudaginn 25. maí 1951. 113. blaff. La Traviata Sýnd kl. 9. Leyndardómur íbúðarinnar Sýnd kl. 5 og 7. TRIPOLI-BÍÓ SJentilmaðnr (Alias a Gentleman) Spennandi og bráðskemmti- leg amerísk sakamálamynd með hinum óviðjafnlega Vallace Beery Tom Drake Dorothy Patrick Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. NÝJA BfÓ ATÓMONDHV (Mr. Drake’s duck) Það er engin prentvilla að nefna þessa mynd „Atóm- öndina“, þvi að hún segir frá furðulegustu önd, sem uppi hefir verið. Myndin er tekin undir snjallri stjórn Val Guest’s, en auk þess hefir hermálaráðuneyti Breta að- stoðað við töku myndarinn- ar til þess að gera hana sem eðlilegasta á þessari atómöld, sem- við lifum á. Aðalhlutverk: Douglas Fairbanks jr., Yolande Donlan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÖ HAFNARFIROI Siíi'ur rauðu aKurliljjunnar (The Elusive Pimpemel) Mjög spennandi og glæsileg ný stórmynd í eðlilegum lit- um, byggð á einni af hinum; mörgu ódauðlegu sögum Bar- oness Orczy um Rauðu Akur- liljuna. David Niven Margaret Leigthon ______Sýnd kl. 9. Kvenngullið Sýnd kl. 7. Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, & kr. 195,00. Sendum 1 pöstkröfu. Gerum við straujárn «g ðnnur heimllistækl Raftaekjaverxlunln LTÓS & HITI HT. Laugaveg 79. — Síml 5184. Austurbæjarbíó Kenjakona (The Strange Woman) Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Glófaxi Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Blár himinn (Blue Skies) Bráðskemmtileg ný amerísk söngva- og músíkmynd í eðli legum litum. 32 lög eftir Irving Berlin eru sungin og leikin í myndinni. Aðalhlutverk: Bing Crosby Fred Astaire Joan Caulfield Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Hin heimsfræga ítalska verð launakvikmynd: Reiðhjóla- þjófurinn (The Bicycle Thief) Aðalhlutverk: Lamberto Maggiorami Enzo Stoiola (9 ára) Myndin er með dönskum skýringartexta. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÖ Konungar jassins Nýjar amerískar jass- og söngvamyndir, þar sem með- al annara koma fram: Caunt Basie og hljómsveit — King Cole trió — Woody Herman og hljómsveit — Mills Broth ers — Gene Krupa og hljóm- sveit — Fats Waller — Lena Horne — Andrews systur o.fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN gerlr ekkl boff á undan iér. Þeir, icm eni hygyrnfr, tryggja atrax hjá Samvinnutryselnsum Bergnr Jónsson Hálaflutnlngsskrifatofa Laugaveg 65. Blml 5833. Helma: V'taatlg 14- Anglýsingasimi TIMMS er 81300 VIÐSKIPTI HÚS»IBÚDIR LÓÐIR • JARDIR SKIP • BIFREIDAR FASTEICNA SÖLU MIÐSTÖÐIN Lœkjargölu 10 B SÍMI 6530 Á ég að hlæja eða gráta? (Framhald af 5. síðu.i að ég sé að níða Bandarikin? Nei. Ég hef átt heima 10 ár í Ameríku og mér er mjög hlýtt til bæði lands og þjóðar. Það skal skýrt tekið fram. En vin ir manns geta líka drýgt stór syndir, syndir andvaraleysis og glapræðis. Þegar við, litlu karlarnir, erum búnir að undr ast þetta árum saman, kemur nú loks einn af þingmönnum Bandaríkjanna, Walter H. Judd, fram á ritvöllinn í Reader’s .Digest, og skrifar um: The Mistakes that led to Korea. — Yfirsjónirnar, sem greiddu veg Kóreustyrjöld- inni. Höfundur þessarar rit- greinar er mjög kunnugur þar eystra. Hann var árum sam- an læknir i Kína, 1925—1931, og aftur 1934—1938. Þegar Japanir réðust inn i Kína fór hann heim til Bandaríkjanna og ferðaðist sem fyrirlesari um landið í tvö ár og reyndi að vekja þjóðina til meðvitund ar um japönsku hættuna. Hann varð þingmaður 1942 og er í áliti í Washington sem hinn fróði maður um málefni Austurlanda. í ritgerð sinni skiptir hann yfirsjónum Bandaríkjanna niður í 5 megin afglöp. Fyrsta glapræðið var það, að í lok Evrópustyrjaldarinnar 1945, keyptu Bandaríkin Rússa til þátttöku í stríðinu við Japani fyrir það að láta þeim eftir yfirráð yfir aðalhöfnunum í Mansjúríu og járnbrautakerf- inu, þrátt fyrir það, að á ráð- stefnunni í Kairó hafði því verið lofað afdráttarlaust, að Kína skyldi fá aftur Mans- júríu. Einnig höfðu Bandarík in látið Rússum eftir yfirráða svæði Kínverja í Mansjúríu, án þess að hafa til þess nokk- urra heimild eða hafa Kína með í ráðum. Slíkt glapræði og sviksemi er siðferðísbrot, sem ævinlega hefnir sín, og fitanda Bandaríkin nú, fimm árum síðar, andspænis þriðju heimsstyr j öldinni. Rússar hafa kunnað að notfæra sér Mansjúríú. (Framhald) ,,Mjwlkurbú“ Alþýðnflokkgins (Framhald af 5. síðuj mjólkurframleiðslu fyrir fs- firðinga? Þaff mun ekki verffa hörfaff frá þvi að ræffa þessi mál við Alþbl., því að í sambandi við þau getur ýmislegt eftirtektaé vert koYnið upp. Ö+Z. 4. é »4^ Anglvslngasími TÍM AIVS pr 81300 •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< iti V ÞJÓDLEÍKHÚSID Föstudag kl. 20.00. Imyndunarveikin eftir Moliére. Anna Borg leikur sem geptur. Leikstjóri: Óskar Borg. Uppselt. Laugardag kl. 20.00. Imyndnnarveikm Sunnudag kl. 20.00 tmyndnnarveikin Aðgóngumiðar seldir frá kl. 13,15 tll 20,00 daginn fyrir sýn- lngardag og sýnlngardag. Sími 80004. & hættulegt fyrir líf og heilsu að steypa sér í ána þar. Mann- eskja var þó ekki fiskur. Ingibjörg horfði niður í vatnið. Það snardýpkaði, er dró frá bakkanum, en næst landi var það grunnt. Hún óð út í, þar til vatnið tók henni í hné. Rauðar varir hennar voru orðnar bláleitar, og kuldi vatnsins nísti hana. Hún þvoði samt andlitið með vatni, sem hún jós upp með lóf- unum, og beit á jaxlinn, svo að tennurnar glömruðú ekki í munni hennar. Siðan óð hún aftur til lands. Þegar vatnið tók að þorna á líkama hennar, færðist ljúfur ylur í hör- undið. Þreytan hafði rénað, og hún fann það sér til á- nægju, að hún dró andann dýpra en áður. En hún naut þessa ekki lengi. Það dreif að henni mýflugur, sem réðust umsvifalaust á hinn liljuhvita líkama hennar. Ingibjörg var búin að klæða sig, er Ella synti aftur til lands. Hún vatt vatnið úr hári sér, braut grein af hríslu og barði frá sér mýbitið. Hún spurði, hvort Ingibjörg kynni ekki að synda. Nei. Það kunni Ingibjörg ekki. — Það verður þú að læra. Pabbi segir, að sá, sem ekki geti bjargað sér á sundi, sé sjálfsmorðingi. — Hvenær lærðir þú að synda? — Það man ég ekki. Sá, sem getur lært að ganga, getur líka lært að synda. Þú skalt byrja strax á morgun. Ég segi pabba, að við ætlum að verja einni klukkustund á dag til sunds. Ingibjörg var ekki eins áköf og Ella. Hún fann, að hún var ekki til þess fallin að vera langdvölum á degi hverjum í köldu vatni. Það gegndi öðru máli um Ellu. Það var miklu kaldara blóð í henni, og slíkt fólk varð ekki einu sinni vart við kulda. Erlendur var alveg að sálast, er þær Ella og Ingibjörg komu frá vatninu. Honum sýndist grasið ekki lengur grænt — það var ýmist svart eða rautt. Hendur og fætur hreyfði hann eiginlega ósjálfrátt, samkvæmt sömu lögum og lætur hanann fljúga, þ'egar búið er að höggva hann. Þeir höfðu verið að láta sátu á börurnar, en þegar Erlendur leit við, varð hann þess var, að gamli maðurinn var skyndilega á bak og burt. Þegar hann aðgætti betur, sá hann, að gamli maðurinn hljóp í áttina niður að vatninu með byssu í hend- inni. Byssan hafði staðið daglangt reist upp við hríslu. Þetta var raunar ekki eina byssan, sem var við höndina á enginu. Báðir bræðurnir höfðu haft með sér byssu. Nýbýlingarnir fóru sjaldan að heiman, án þess að hafa með sér skotvopn. Það var of gremjulegt að missa af góðri bráð vegna þess, að ekki var skotvopn tiltækt. Svo kvað við skot. Þá færðist líf í Erlend, því að byssu- skot vakti ávallt athygli hans. Hann rölti af stað niður að vatninu, en þegar hann kom niður á vatnsbakkann, var hann rétt að segja dottinn um fatadruslur, sem lágu þar. Erlendur starði í kringum sig. Gamla manninn sá hann hvergi. En í næstu andrá skaut höfði hans upp úr vatninu, og Erlendi flaug helzt í hug, að hann hefði skyndilega geggj- ast af öllum þrældómnum. Það flaut eitthvað úti á vatninu, og þangað synti Jónas, þreif það og sneri svo aftur til lands. Hann skreiddist más- andi upp á bakkann með fugl í hendinni. Erlendur vissi ekki, hvort heldur þetta var hrafnsönd eða korpönd. Reyndar sá hann varla fuglinn. Athygli hans beindist öll að frumbýl- ingnum, sem var kafloðinn, líkt og api. Þéttur hárvöxtur huldi bringu hans, bak og axlir — meira að segja fætur og handleggi. Hann var líkari skógardýri en manni. Jónas fleygði frá sér hrafnsöndinni og skálmaði fram og aftur á vatnsbakkanum. Mýbitinu virtist hann alls ekki gefa neinn gaum, enda gat það varla komizt að hörundinu til þess að stinga þennan loðinbjörn. Hann hlóð byssuna að nýju, og ekkert benti til þess, að þetta væri annað en hann gerði dag hvern, ef svo bar undir. Það var ekki annað en sjálfsagt að gefa gætur að öllu, sem orðið gat að mat, jafnt mitt í mestu önnum. Þegar hann var búinn að hlaða byss- una, sneri hann sér loks að Erlendi. — í vatnið með þig, strákur! sagði hann, og skolaðu af þér svitann. Við gerum ekki meira í dag. Erlendur fór ekki í vatnið. Hann þvoði að vísu hendur sinar og andlit, en skeytti því annars engu, þótt gamli mað- urinn tautaði. Það var þó alltaf munur á manni og dýri, og skynsamt fólk sóttist ekki eftir því að fá lungnabólgu. Ingibjörg fylgdist með Ellu að gerðinu, sem kýrnar voru

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.