Tíminn - 25.05.1951, Side 8

Tíminn - 25.05.1951, Side 8
35. árgangur. Reykjavík, »A FÖRMJM VFGI“ I DAGi Ftfrirspurn um EItt«> saumavélar 25. maí 1951. 113. blað. í gaer hófust miklar flugæfingar yfir Niðurlöndum og Norðursjó á vegum Atlanshafsþjóð anna. Taka þátt í æfingunum um 500 flugvélar og eru allmargar þeirra frá flugvélamóður skipum á Norðursjó. Þessi mynd er af einu brezka flugvélamóðurskipinu sem tekur þátt í æfingunum. ing olíulind- anna er að hefjast Formaður nefndar þeirrar, sem sjá á um þjóðnýtingu oltu- lindanna í Persíu hefir boðið Bretum að tilnefna innan sex daga fulltrúa, er hafi hönd í bagga um úttekt eigna hins brezka félags og starfrækslu lindanna. Miki fjöldi faoga tekinn í Kóreu Hersveitir S. Þ. hafa síðustu tvo daga tekið fleiri fanga en þeir hafa getað flutt brott af bardagasvæðunum, og er nú bundið talsvert lið við gæzlu þeirra. Sóknartilraun, er kommún istar gerðu, virðist vera farin algerlega út um þúfur, og þótt þeir hafi varalið, kemur það ekki að gagni til nýrrar sókn ar, fyrr en nauðsynlegur und irbúningur hefir farið fram. V opnahléstillögur Johnsons birtar í Pravda Pravda og fleiri rússnesk blöö sögðu um siðustu helgi mjög rækilega frá tillögu demókrataþingmannsins Ed- wins C. Johnsons frá Koloradó um vopnahlé í Kóreu á árs- afmæli ófriðarins 25. júní. Þykir sem það kunni að vera bending um það, að Rússar séu ekki ótiileiðanleg:r að eiga hlutdeíld a5 slíkri friðargerð. Þetta er í fyrsta sk'.pti, að tillögur írá bandarískum mönnum um camninga og vopnahlé í Kóreu eru b'.rtar í rússneskum blöðunr um langt skei'ð. Johnson stakk upp á því, að báðir aðilar skyidu hörfa yfir 38. breiddarbauginn og hann verða látinn skipta yfir ráðasvæðum áfram. Verði þessir fulltrúar hins vegar ekki tilnefndir innan tilskilins tíma, munu fulltrú- ar persnesku stjórnarinnar einir fara með þessi mál. Taka við um mánaðamót Persastjórn býr sig undir það, að þjóðnýting lindanna hefjist seinnipartinn í næstu viku, og hefir öllu starfsfólki verið boðið að starfa áfram að olíuvinnslunni. Verði það hins vegar svo margt, er ekki tekur þvi boði, að ekki verði hægt að nýta lindirnar að fullu, verður sumum þeirra lokað í bili. Gera kröfu til skipa. Þá hafa Persar gert kröfu til fimmta hlutans af skipa- stóli brezka olíufélagsins og býggja þá kröfu sína á samn ingum frá 1908. Bretar hafa tekið þessum kröfum fjarri, og eigi Persar ekki kröfu til neins, fyrr en samningum ljúki árið 1993. Bretar hafa beðið stjórnir Tyrklands, Sýrlands og írak að leggja að Persum að taka upp samninga í einhverri mynd um olíulindirnar. Sundnámskeið við Sælingsdaíslaug Frá fréttaritara Tímans í Búðardal. Sundnámskeið hófst á föstudag við Sælingsdalslaug, og eru nemendurnir rösklega tuttugu, allir úr Vestur-Döl- um. Undirbúningur er hafinn að samnorrænu sundkeppn- Vertíðin í Grundar- firði betri en í fyrra Frá fréttaritara Tímans í Grundarfirði. Vetrarvertíð i Grundarfirði er um það bil að ljúka, þó róa tveir bátar ennþá og er afli þeirra 4—5 lestir í róðri. Vertíðin var mun betri en í fyrra, aflahæstur var Grund firðingur með um 420 lestir af slægðum fiski með haus. Skipstjóri á Grundfirðingi er Zophanias Cecilsson. M.b. Runólfur frá Grundar firði hefir farið tvær veiði- ferðir á lúðu að undanförnu og aflað sæmilega. Austf jar ðatogarinn væntanlegur Togari sá, einn af þejjja ný- byggðu í Bretlandi, sem Aust firðingar eiga að fá, er vænt- anlegur hingað til íands inn an tíðar. Var upphaflega gert ráð fyrir að togarinn kæmi I maí, en koma hans hefir dreg izt. Búið er nú að ráða Þorleif Jónsson úr Hafnarfirði fyrir framkvæmdastjóra útgerðar- innar og Þórð Sigurðsson skip stjóra af Seyðisfjarðartogar- anum ísólfi fyrir skipstjóra á hið nýja skip. Útgerðarstiórn skipsins sk'pa þeir Þorsteinn Jcnsson kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, sem er formaður og Arnþór Jeneen á Eskifirði og Guðlaugur Eyjólfsson kaupfélagsstjóri á Fáskrúðs- firði. ! innl, en lít'ð byrjað að keppa, enda samgönguerfiðleikar enn. Lokið var við að ryðja snjó af veginum um Svína- dal á þriðjudaginn, en hann c-r samt enn blautur og voncl ur yfirferðar. Út að Staðar- felii er enn ófært bílum. Stytt útgáfa af Björg- uninni við Látrabjarg Sýningar að byrja I Reykjavik Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi, Henry Hálfdánarson skrif- stofustjóri og Óskar (Hslason Ijósmyndari ræddu í gær við kvikmyndina Björguniii við Látra æ:, ^&ytt allmikið og gerður við hana láSon tók þessa mynd, sem kunn- fréttamenn og sýndií bjarg, sem hefir nú.ý'i norskur texti. Óskar. ugt er, fyrir þremur ájrjíni síðan, og hefir hún vcrið sýnd í sinni upprunalegu mýatf, undanfarin ár í flestum kvik myndahúsum Iandsins ylð Jádæma góða aðsókn. a&Fx" Hafa tekjurnar af sýj^ing- um þessum orðið Slysavarna félaginu ómetanlegur stýfXur, og stendur félagið í nflkilli þakkarskuld við Óskar Qiisja- son, sagði Jón Oddgeir féjns- son. 'SJi Myndin stytt í Noregíál^ Fyrir rúmu ári síða$|iV'ár það, að norska björgtíffisíté- lagið gerði Slysavarnafélagi íslands það tilboð, að stytta myndina og setja í hana tal og tóna og láta Slysavarna- félaginu í té fjögur eintök af myndinni þannig breyttri, gegn því, að fá að hafa á henni sýningar fyrir slysa- varnadeildirnar í Noregi. Telja má víst, að myndin þannig breytt, henti betur til sýningar erlendis, auk þess að bæði Danir og Svíar hafa full not af hinum norska texta. En íslendingar munu sakna margs þess, er úr hefir ver- ið klippt. Slysavarnafélagið tók að sjálfsögðu þessu boði, og hef ir það nú fengið fyrsta ein- takið af myndinni í þessu breytta formi og verður fyrsta sýningin á henni i dag kl. 3 í Tjarnarbíói. Tekur sýning- in nú aðeins 35 mínútur, en áður en hún var stytt hátt á aðra klukkustund. Þar sem myndin er orðin þetta stutt, er ekki hægt að stofna til sýninga á henni einni, og verður því sýnd um leið stutt norsk mynd, er sýnir björgun arstarfsemi Norðmanna, og má búast við að sýningar á þessum myndum verði látnar fylgjast að nú fyrst um sinn. Misskilningur. Þau leiðinlegu mistök hafa (Framhald á 7. síðu.) Sjónarmið leigu- bílstjórans Bifreiðarstjórinn, sem ók leigubilnum með piltunum þremur, sem sagt var frá í blaðinu í gær, í sambandi við atburð, sem gerðist á Hafnar fjarðarvegi, kom i ritstjórnar skrifstofu Tímans í gær og skýrði atburðinn frá sínu sjónarmiði. Tók hann það skýrt fram, að sér hefði verið ómögulegt að koma í veg fyrir það, að farþegar hans vildu skipta sér af stúlkunum tveimur 1 fylgd með karlmönnunum. Virtist honum fara vel á með einum farþega sínum og ann arri stúlkunni og sá því ekki ástæðu til að skipta sér af samskiptum þeirra fyrst í stað. Leiddust þau um sinn í góðu yfirlæti, þrátt fyrir ó- ánægju hinna þriggja fylgd- armanna. Um slagsmálin, sem urðu er stúlkurnar og piltarnir þrír fóru inn í hinn bílinn, vissi hann ekki fyrr en á eftir. þeg ar farþegar hans komu aft- ur í bílinn, sem hafði farið nokkuð fram úr hópnum þá síðasta spölinn. Ólafsvíkurbátar öfluðu 1358 lestir Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Vetrarvertið er lokið í Ólafs vík. Afli bátanna var 1358 lestir í 334 róðrum. Meðaiafli í róðri var 4 lestir. Aflahæsti báturinn er Hálfdán, skip- stjóri Guðni Sumarliðason, fór 72 róðra og fékk 333 íest- ir. Afli annarra báta er; Egill 292 lestir í 67 róðrum, Björn Jörundsson, — Snæfell 272 lesitr í 59 róðrum, Víkingur með 246 lestir í 72 róðrum og Erlingur með 239 lestir í 64 róðrum. Meðalhásetahlutur er áætlaður 10 þúsund krón- ur. Rúmlega helmingur afl- ans var frystur, hitt var salt- að og hert. Dragnótaveiðin hefst í júni, og verða 8 bátar (Framhald á 2. síðu.) Skylda bæjarráðsins að gera ráðstaíanir Á fundi, sem haldinn var f Mæðrafélaginu 16. maí s. 1. voru eftirfarandi tillögur sam þykktar: „Fundur í Mæðrafélaginu haldinn 16. maí að Aðalstræti 12, vítir skeytingarleysi háttv. bæjarstjórnar Reykjavikur í húsnæðismálunum. Þar eð fjöldi útburðarbeiðna liggur nú þegar hjá borgarfógeta tel . ar fundurinn það skyldu bæjarí élagsins að gera nú þeg ar ráðstafanir til þess að | koma því fólki til hjálpar, sem boriö er út á götuna“. I „Fundu í Mæðrafélaginu ! haldinn 16. maí að Aðalstræti 12 telur fullvíst að barnmörgu | fjöiskyldurnar verði harðast I úti og aö verkamaður, sem hefir meira en meðal fjöl- skyldu á framfæri, eigi ill- mögulegt með að afla sér hús næðis. Fundurinn skorar því á háttv. bæjarstjórn Reykjavík ur að hefja nú þegar undir- búning að byggingu leigu- íbúða, er séu sérstaklega mið ai$ar við þarfir barnaícsks og séu ekki minni en þriggja herbergja íbúðir".

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.