Tíminn - 29.05.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.05.1951, Blaðsíða 4
í. TÍMINN, þrtðjudasinn 29. mai 1951. 11«. biað. Læknamál Djúpmanna Læknisleysi undanfarinna ára hefir skapað Djúpfólki og norðurhreppunum öryggis- leysi og stór óþægindi, og kostnaðarauka ef eitthvað hefir út af brugðið með heilsu fólks eða slys borið að hönd- um. Lækníssetur hefir verið í ógri í Ögurhreppi og var oyggður þar læknisbústaður /andaður og fullkominn, svo ;sem bezt mátti verða og hafa allir hreppar lagt þar nokkuð t'jármagn til. — En um mörg undanfarin ár hefir þetta veg iega hús staðið kalt og yfir- gefið. Nú er svo komið, að ekki er útlit fyrir að læknis- setur þetta verði notað leng- ír 1 því upphaflega augna- miði, sém það var til ætlað, þar sem nú ennþá einu sinni uefir verið breytt til um lækn tshéraðið, og það nefnt Súða- vikurlæknishérað, með lækn- issetri i Súðavík, — og er nú í uþpsiglingu læknisbústaðar byggingarmál þar. Ef byggðir nefðu verið læknisbústaðir á dllum þeim stöðum, sem lækn «rinn hefði verið staðsettur a í hvert skipti, væru þeir minnst fimm, dýr og vönduð nús, svo sem bezt hentaði slikum manni, helzt með sjúkraskýli — og öðrum þæg- indum — væru þessir bústað- ir nú, og undanfarin ár allir .ómir og niðurgrotnuðu hver a sínum stað, engum að gagni, en öllum til fjárhagslegs cjóns, þeim, er til þeirra hefðu iagt fjármuni og erfiði. Allt- af er verið að breyta lækníshér aðinu, en aldrei verið fastur læknir nema ár og ár, og nú i seinni tíð enginn. Nú í vet- ur hefir verið leitað til hrepp anna innan héraðsins um pátttöku í byggingu læknis- oústaðar i Súðavík. — Þessir sömu hreppar eru áður búnir að leggja fé til núverandi læknisbústaðar í Ögri — góðs og vandaðs húss. — En nú er það svo, að Súða- vík sem læknissetur mun vera einhver óheppilegasti staður i'yrir læknissetur i þessu hér- aði, nema fyrir Súðvikinga sjálfa, en það er lítið þorp, sem stórbatnað hefir aðstaða hjá að vitja læknis til ísa- i'jarðar, þar sem nýverið hef ir skapast þaöan akvegasam- band til ísafjarðar. Engin vissa er heldur fyrir þ.ví, að iæknir fáist frekar í Súðavík en Ögur né haldist þar nokk uð, enda stórum óhægara um læknisvitjun þangað en til ísafjarðar, ef læknirinn væri þar staðsettur, þótt illt sé. Að staðsetja lækni í Súðavík nú, og breyta læknishéraðinu úr Ögurhéraði í Súðavíkur- hérað virðist því aðeins vera handahófsfálm út í loftið gert, án nokkurs frekara ör- yggis fyrir fólkið í héraðinu eða framtíð þess. Það eru eng in skilyrði fyrir hendi til þess að ná í lækni frá Súðavík, nema að fá til þess bát frá ísafirði, og þá er það bein- línis krókur og töf að fara eftir lækni inn í Súðavík, ínnan úr Djúpi, eða að norðan nvort sem ætti að sækja hann — úr Sléttu- eða Grunna- vikurhreppi. í Súðavik er engra farkosta völ til læknisferða, aðeins 2— i fiskibátar, sem sjóróðra stunda, þegar veður leyfir, og pótt jafnvel læknisferja Sig. Bjarnasonar kæmist upp, er ekki betri hafnarskilyrði fyrir oftir Jens í Kaldalóni slíka ferju í Súðavík en í Ögri — eða bara einhvers- staðar, og enda tilgangslaus ferjan sjálf, nema launaður yrði fastráðinn ferjumaður við hana allt árið. — En það virðist vera nokkuð flottar framkvæmdir, að byggja hvern tóeknisbústaðinn eftir annan, og legja hinn í eyði um leið, sem fyrir er, og væri því reynandi að fara að hafa þá síðustu á hjólum eða með flotholti undir, svo hægra væri að færa þá úr stað, svo hægt væri að elta lækninn með þeim, eftir því sem hérað inu yrði breytt í hvert skipti, því það er ósennilegt að hér- aðsbúar hafi vilja eða bol- magn til sífelldra læknisbú- staöabygginga, sem þó óvíst er um að nokkru sinni verði læknisbústaður að byggingu lokinni. — En úr því að læknishéraðið var fært svona utarlega i Djúpið, er engu betra fyrir Inn- Djúpið né norðurhrepp,- ana að læknir sitji i Súðavík en á ísafirði, og enda þótt ísa fjarðarlæknir eigi að þjóna þessu læknishéraði, að ein- hverju leyti, mun sá læknir að sjálfsögðu vísa á hinn, sé hann fyrir hendi — heima og óforfallaður. — Það sjá allir, sem þessum málum eru kunn ugir, að ef þarf að fá bát stóran og góðan frá ísafirði í vondu veðri til þess að flytja lækninn norður í fjörð eða inn í Djúp, þá ef það stór töf að fara eftir honum til Súða- vikur, og alveg óvíst að hægt sé að koma honum þar um borð í bát í stormi og byl. Hér er því ekki annað að sjá, en allt sé á sömu bókina lært, er horfir til umbóta og örygg ís þessu héraði — fálm og ráðleysi. — Ég teldi öllu heppilegri lausn á þessu máli að sæmi- ] lega góð bújörð yrði keypt á góðum stað hér í Djúpinu, fyrir læknissetur, og mætti' benda á, að flestir eða allir prestar i sveitum landsins' munu hafa til afnota bújarð- ir góðar, og ættu læknar ekki' síður að hafa áhuga og að-j stöðu til nokkurs búskapar, og myndi frekar halda þeim kyrrum á sama stað, er þeir hefðu eitthvað slíkt til að hugsa um á milli þess sem þeir sinntu sýnum störfum. En að hringla með læknisbú- staði eins og hér er gert er ófæra öllum til handá. Það er svo dýrt og kostnaðarsamt fyrir alla aðila, að byggja nýja og nýja læknisbústaði, sem nú munu ekki kosta und ir 2—3 hundruð þús. kr. að slíkt á sér engan stað — og þar sem þó ekki er meira ör- yggi í til frambúðar en hér er um að ræða, kemur það ekki til mála. ;i OPIÐ BRÉF til sr. Péturs Magnússonar í Vallanesi Bréf mitt dagsett 17. apríl í Reykjavík, og þér sent beina leið, heim til þín, álítur þú, að ekki gefi tilefni til neinna umræðna. Það, sem ég minntist á þar, án þess að rökstyðja mál mitt, áleit ég að myndi standa svo skýrt fyrir þínum eigin sál- arsjónum, að fyllri skýringa væri ekki þörf. Út í einstök atriði í því bréfi, mun ég ekki fara hér, en þar sem það er með öllu vonlaust, að ég biðji afsökun ar á neinu því, er í bréfinu stendur, vil ég taka hér upp byrjun og endi á því; þar er innifalinn mergurinn máls- ins. Á þeim atriðum vil ég gefa nokkuð fyllri skýringu, ef ske kynni, að þú þá teldir májið komið á þoJanlegan umræðugrundvöll. „Það er nú alllangur tími liðinn síðan ég tilkynnti þér, að ég óskaði eftir að mæta þér á opinberum vettvangi. Ó trúlega langdregið og erfitt ferðalag hindraði það, að ég kæmist til höfuöstaðarins, áð ur en þú yfirgafst hann. Þar með fjaraði út áhugi minn fyrir þvi í bili, því að ég hafði gengið út frá þvi, að við mynd um ræðast Við frammi fyrir biskupnum. Ég var ein af örfáum sókn arbörnum þínum, sem hlust- uðu á erindi þitt í útvarpinu um Júdas Iskaríot. Eftir það áleit ég mælinn fullan af neikvæðum gjöfum til handa sóknarbörnum þínum. Til þess, að jafna sem bezt yfir svik Júdasar, dirfist þú að vitna í orð Jesú Krist, máli þínu til stuðnings. Röksemda færsla þín var þessi: Þar sem Jesú ávarpaði Júdas sem vin, þegar hann sagði. „Vinur, svíkur þú mannsins son með kossi“ þá hafi ekki getaö ver ið um verulega synd að ræða frá Júdasar hendi, því að Jesús Kristur hafi alltaf á- varpað mennina sínum réttu nöfnum. Með þessum ályktunum þín um drýgir þú þá höfuðsynd, að afneita hinu kærleiksríka fyrirgefandi hugarfari Jesú Krists. Það hefir fyr komið í ljós, að þú skilur ekki orð hans og anda, skilur ekki frið ar og frelsishugsjón hans. Þú varðzt ekki prestur af þrá eftir að vinna fyrir ríki hans, heldur af þeirri einföldu á- stæðu, að þú varst atvinnu- laus, hafðir misst atvinnu, sem var algerlega óskyld prestsþjónustu". Bréfið end- aði þannig: .... enda hef ég kvartað við biskup um framferði þitt og lýst því yfir, að ég kann- ist ekki við þig sem prest. Mér er það hreinasta ráð- gáta, hvernig þú getur hugs- að þér að tala við væntanleg fermingarbörn og yfír söfn- uði þínum. Hvernig ætlar þú t. d. að útskýra fyrir börnun um þessa og þvílíkar ritning argreinar: „Hver sá sem hyggst að bjarga lífi sínu, hann mun týna því, en hver sem týnir lífi sínu min vegna og fagnaðarerindisins, hann mun finna það“. Þar sem þú álítur ekkert af þessu svaravert, éins og það er fram sett, finn ég mig knúða til þess, að birta hér út drátt úr því ,sem ég skrifaði nlður fáum dögum eftir að (Framhald á 7. síðu.) Þórarinn á Skúfi talar við ykkur í dag. Hann byrjar á vís- um um klambur og getur þess innan sviga, að árinni kenni illur ræðari: v' » »“* ' - Hér að hvarflar hugsunin hamra vill ún bragi, óðar smíða áhöidin ef í væru lagi — Smíðar efni götu glæs gengur, starfið brjálar andans belgur illa blæs inn á glæður sálar. Gríp ég mærðar hamars háls hrjái smíðar deigar, laus á skafti listin máls langt frá marki geigar. Efnislögun oft sig gaf ilia, smiðs að vaidi, líka sleppur löngum af lærdóms tangarhaldi. Stuðla götin slampast flá stikuð röngum málum, ljóða skrikar löðin á lögmálssteðja hálum. Þols er líka þjölin máð, þó að laga mætti, og mér sverfa sýndist ráð svo að nokkuð bætti. Tíminn flest á keyrir kaf kosta smíðin finu, ber ég því ei blygðun af brotaklambri mínu. Ljóðadund við litla gnægð léttir stundum trega, verður fundin hugarhægð, þó hljómi undarlega. Svo heldur hann ‘áfram og talar um tálknahyggju (Úr Þjóð sögu). I bylgjunum byltist nökkvi, og boðum svarrar í, en þó að sálin sökkvi hún syndir upp á ný. Þó heilagir hrökkvi af stólum og hverfi í gullroðin ský feigir, að friðarins skjólum. — Þeir fúna ekki jörðínni í. Og götvaðir glæpahundar, sem gerðu illverk óleynt, og forhertir féllu til grundar þeir fúnuðu líka seint. Upprisu heilagir hreppa, og hoppa með englum í kring. — Að afturgang illmenni keppa, og eiga við djöflana þing. Á milli er hafdýpis hylur, og hérna fúna menn vel lifandi, lagsi þú skilur, og lyppa sig þegjandi í hel. En hvernig sem hrönnin þér hrindir og hyldýpið sekkurðu í, sálin á tálknunum syndir. Hún syndir upp á ný. Þetta látum við okkur nægja í dag. Starkaður gamli. nntnKmtrainmiinnnnnnraKnxiiiiunnTnmmannntnmnnnnanTr Við seljum: 30% og 40% ost í heildsölu. HERÐUBREIÐ Sími 2678. Kæru sveitungar! Innilegt þakklæti færi ég ykkur öllum, sem styrktuð mig og veittuð mér hjálp í veikindum mínum og fjar- veru s. 1. vetur. Guðmundur Guðmundsson, Kolstöðum. Hjartans þakklæti fyrir hjálp og samúð við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR EINARSSONAR, Stöðlum, Ölfusi. Aðstandendur. Hjartanlega þökkum við öllum, er auðsýndu samúð við fráfall og jarðarför KRISTÍNAR VIGFÚSDÓTTUR frá Skálpastöðum. Vandamenn. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.