Tíminn - 29.05.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1951, Blaðsíða 5
116. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 29. maí 1951. 5, ÞrUfjud. 29. mat - ———— ", — ....— . Verndun fiski- miðanna Ftæðimenn segja, að vm það bil helmingur mannkyns ins búi við matvælaskort og fái ekki nóg að borða Jafn- framt kemur mönnum sam- an uih það, að matvælaástand ið sé alvarlegasta áhyggju- efni mannkynsins ekki sízt vegna þess, aö hungrið í heiminum er einnver helzta orsök ófriða, svo að styrjald- arhættan í allri sinni ógn vofir yfir hrjáðu mannkyn- inu meðan hungurvofan helg ar sé mikinn hluta heimsins. Þegar á þetta er litið er það Ijóst, að rányrkjan er versti óvinur og raunverulega mesta böl mannkynsins og menningarínnar. Það er ekki aðeins rétt að hafa þetta í huga, heldur blátt áfram skylt að hugsa um þetta, i sambandi við hagnýt íngu fiskjmiðanna kringum ísland. Þar hefir verið rekin skefjalaus rányrkja. Með henni er stefnt að eyðingu miðanna og útrýmingu nytja fiska þar. Á þann hátt hefir verið unnið að því, að gera matvælaástand framtíðarinn ar verra og allar framtíðar- horfur mannkynsins óglæsi- legri. Það þarf ekki að fjölyrða um það, að skefjalaus botn- vörpuveiði á landgrunni ís- lands er hin mesta og versta skammsýni og gjöreyðing hin versta rányrkja. Allar menningarþjóðir hljóta að skilja það, Allar friðelskandi þjóðir ættu líka að gera sér ljóst, að með slíkri rányrkju er verið að grafa grunninn undan friðarvonum framtíðar innar. Slik rányrkja er öfug- þróun í þjónustu dauðans og leggur sitt lóð á þá vogarskál, sem ver gegnir, þar sem öll hamingja og framtíð mann- kynsins er í húfi. Sterkustu rökin fyrir hóflegri veiði og skynsamlegri friðun og vernd á íslandsmiðum eru einmitt þetta, að mannkynið má ekki við því, að matvæla- ástandi heimsins sé bre.vtt til hins verra. Þau rök eru líka svo mikilvæg, að þau yfir- gnæfa allar aðrar röksemdir og öll önnur sjónarmið. íslendingar ættu að hafa aðstöðu til að skilja þetta öðr um betur, svo mjög sem þeir eiga atvinnu sína og afkomu undir því, að miðin verði ekki eyðilögð. Það er ekki nóg, að geta tekið þátt í þeirri rán- yrkju ,meðan hún fer fram. Aðalatriðið er að koma þar á skynsamlegri vinnubrögð- um. Þar er eðlilegt, að íslend ingar hafi forustuhlutverk, en annars má talsvert meta menningarþroska og fram- sýni þjóða eftir því hvernig þær líta á þessi mál og taka á þeim. Þess eru mörg dæmi, að menn hafi spillt framtíð sinni með skammsýnni gróðahyggju líðandi stundar, jafnt einstak lingar, sem heilar þjóðir. Þar ættu nú að vera til alveg nóg víti til varnaðar. Hér er því ekki til að svara, að menn hafi enga reynslu til að styðj ast við. Sú reynsla ér þegar meira en nóg fyrir hvern þann, sem á annað borð er Ferðalöngum fagnað Ég var einn þeirra forvitnu, er með nokkurri eftirvænt- ingu fór á fund I Austurbæj- arbíói s.l. þriðjudagskvöld. Tilefnið var, að nokkrir i(sam stilltir úrvals-menn“ úr liði kommúnista voru nýkomnir heim úr mikilli ferðareisu til hins marg-umtalaða og um- deilda fýrirheitna lands, fyrir austan „járntjald“ Rússlands. Þeir höfðu farið á vegum hins nýstofnaöa félags, sem þeir kalla: „Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkj- anna“ — MÍR. Þeir komu fram með mikl- um virðuleik. Bak við ræðu- stólinn voru tveir fánar dregn ir að hún, ísl. fáninn og hinn rauði þrautbrúkaði baráttu- fáni, sem einnig oft áður hef- ir blaktað við hlið hins, og vakið margvíslegar kenndir í hugúm viðstaddra íslendinga. Milli ræðnanna voru leikin rússnesk lög af plötum, er ferðalangarnir höfðu haft með sér heim. Ekki skal ég bera brigður á, að ferðafélagarnir hafi all- ir verið „úrvalsmenn, og sam- stilltir“, eins og Kristinn Andrésson orðaði það á fund inum, og þess vegna notið ferðarinnar eins vel og á varð kosið. Enda tóku fulltrúarnir það oft fram, að þeir ættu engin orð, sem rétt gætu túlk að þá heilbrigðu hrifni og bjartsýni til lífsins, sem þeir höfðu öðlazt í hinum aust- ræna friðarins heimi. Hitt mun og hafa valdið nokkru um dásemdir alls þess, sem fyrir augu þeirra félaga bar, að svo virtist, eftir frá- sögnum þeirra að dæma, að þeir hefðu verið fyrirfram á- kveðrtir í því, að hrífast af öllu jafnt austur þar. Ekki get ég haldið, að sé sérstak- lega einkennandi fyrir stór- borgir Rússlands þótt fyrir augu beri: Glæsilegar nú- tímabyggingar, gamlir hús- kumbaldar síðan um aldamót, stórglæsileg leikhús með full- kominni leiklist, gamlar kirkj ur með þröngsýnar kreddu- kenningar, verksmiðjur, rann sóknarstofur, barnaleikvelli o. s. frv. Ekki heldur þótt þar sé til sæmilega búið og ánægt fólk, sem þráir framfarir og frið. Meira að segja, hér norður á hjara veraldar á úthafseyj- unni íslandi „undir auðvalds- skipulagi, stjórnað af aftur- haldsseggjum, og leppstjórn erlendra ríkja“ eins og það er orðað á máli Þjóðviljans — sjáum viö vel búna lífsglaða þjóð, sem þrátt fyrir allt, sem á milli ber, hjálpast að því að nema og byggja land sitt. Það er verið að framkvæma stórvirki á íslandi í dag: Mik- ið land er ræst og ræktað. Orka i ám og fossum beizluð og virkjuð til farsældar og framfara. Úr iðrum jarðar flutt vatn og gufa, sem megn ar að breyta köldum hreys- um í hlýja gróðurreiti, þar sem vaxið geta suðræn aldin og fagur gróður o. s. frv. Og það sem mest er um vert: Ennþá er þjóðinni fært að framkvæma slíka upp- byggingu án þess, að orsakað hafi verulega frelsisskerð- ingu eínstaklinganna, né blóð bað og byltingu, sem annars staðar þekkist. — Einn hinna rússnesku sendimanna gat þess, að þeg ar verið væri að framkvæma slíka uppbyggingu fyrir heild ina, sem í Ráðstjórnarríkjun- um, yrði ekki hjá þvi kom- izt að sniðgartga ýmsar ósk- ir einstaklinga. — Svo var nú það. Við þekkjum hvað slíkt heitir hér úti á íslandi á máli Þjóðviljáns. 11 Þegar fjárhagsafkoma ísl. þjóðarinnar er þannig, ým- issa orsaka vegna, að ekki er hægt að verða við öllum kröf um, sem gerðar eru á hendur þess opinbera, eru valdhafarn ir kallaðir „böðlar“ og „kúg- arar“ alþýðunnar, sem „steli“ af henni launum og tilbúin sé með „rýtinginn“ í bakið o. i s. frv. Verulegt undrunaref ni finnst mér það ekki vera, * þótt verið sé að láta niðurj nýja vél í skiptum fyrir gamla i rússneskri verksmiðju. Hitt má minna á, og er um- hugsunarefni, ekki siður fyrir sósíalista en aðra, enda gátu sendimennirnir þess, að mik- ill hluti verksmiðjufólksins, eða 48%, voru konur. Margar giftar og hefðu börnin einnig i verksmiðjubyggingunni. — Ég tel ekki sennilegt, að margir íslendingar, ekki held ur heittrúuðustu Rússadýrk- endur, myndu fagna því, að sú þróun yrði hér heima, að eiginmenn yrðu að hafa kon- ur sínar í verksmiðjuvinnu, en börnin á uppeldisstofnunum fjarri heimilunum, þótt ann- ars staðar sé slíkt e. t. v. tal- ið, að „byrjað sé á réttum enda“ i uppbyggingu þjóðfé- laganna. Þrátt fyrir allt, sem aflaga fer í uppeldismálum okkar,get um við fagnað því, að mæður núverandi og komandi kyn- slóð íslendinga eiga flestar þess kost að búa sig undir það veglega starf, að mynda sjálfar sitt eigið heimili, þar sem þær síðan í flestum til- fellum njóta velvilja og virð- ingar, og oft verður þeirra friðar- og helgireitur og mynd ar trausta hornsteina þjóð- félagsins. Eitt af því, sem ferðalang- arnir töldu athyglisvert var það, að í Rússlandi starfaði fjöldi kvenna og aldraðs fólks að margs konar opinberri þjónustu. En eru slík fyrir- bæri fremur táknræn fyrir Rússland en önnur hin stóru herveldi nútímans, sem hafa mikinn hluta karlmanna á bezta aldurskeiði við her- og vígbúnaðarstörf. Það, sem mér fannst helzt eftirtektarvert af frásögnum nefndarinnar var þetta: Góð umgengni og mikið hreinlæti, sérstaklega í ýmsum opin- berum umferðarsvöðvum, húsaleiga og læknishjálp ó- dýr, víða fullkominn at'hún- aður í skólum, og árai gur ýmsra nemenda í samra^mi við hann, eftir verkefnamynd um þeirra að dæma. Og síðast en ekki sízt frásögn læknis- íns um hógværð og lítillæti blaðanna, sem „forðast allar æsifréttir“. Ekki skal míg furða, þött mikil viðbrigði hafi það Verið fyrir doktor- inn, eftir lestur hins 4ja síða friðarblaðs í Austurvegi, að líta t.d. í hið 8-síðu „frjálsa“ Noröurlandablað, Þjóðvilj- ann á íslandi, sem hér slær út öll met i stríðsæsingafrétt- um. Svo að segja daglega flyt ur það blað lesendum sínum blóðbaðsmyndir hinna stríð- andi þjóða, og venjulega til þess, að færa á verri veg mál- stað andstæðinga sinna, auk þess sem blaðið ver miklu rúmi i þeim augljósa tilgangi, að vekja úlfúð og óánægju al mennings, alveg eins og engu síður, þótt verið sé að gangá til móts við þess eigin kröf- ur: Hér eru reyndar öfgar á báða bóga, en hvergi meiri en í þeim andlegú fóðurhrakn- ingi, sem daglega er hrúgað upp á síðum Þjóðviljans. Hér er því ærið verk að vinna til úrbóta fyrir sendi- sveina ,,MÍR“. — Ég fagna því, að fjölmarg ir íslendingar hafa nú það ^ rúman fjárhag og tíma, að' þeir geta ferðast vítt um loft, \ lög og lönd og átt þess kost1 að færa sinni eigin þjóð til1 baka eitthvað af þeim menn- 1 ingarverðmætum, er ýmist verða með efnahagslegum mælikvarða mæld, eða á and- legum vogarskálum vegin. Hins vegar harma ég það, að svo merkileg félagsstofnun sem „MÍR“ gæti verið, skuli nota aðstöðu sína í svo ríkum mæli til þess að vera hápóli- tískt áróðurstæki, sem hinn umræddi Austurbæjarbíós- fuixiur sýndi. Ó. J. þess umkomin að geta nokk- uð lært af fenginni reynslu. Landhelgismál íslendinga er að vísu stórkostlegt hags- munamál fyrir íslendinga sjálfa, en það er eins og engu síður aiþjóðlegt vandamál, þar sem skammsýn gróða- hyggja líðandi stundar tog- ast á við framsýna ráðdeild og skynsamlega menningu. í þeim átökum er frjálsum menningarþjóðum ósamboðin nema ein afstaða. Þess vegna ætti sigur í þessu máli að vera öruggur. Raddir nábáonna í tilefni af umræðum blaða um stjórn bæjarmál- efna ísafjarðar, birtir Alþ.bl. þetta yfirlit: „Þeir eru ófeimnir, Sjálfstæð ismenn, að hrósa sér í Morg- unblaðinu af stjórn sinni á bæjarmálefnum fsafjarðar. En hvað segja ísfirðingar sjálfir og hvernig er ástandið á ísa- firði? „Framfaratímabil“ Sjálf stæðisflokksins er sex ára stjórn hans á bæjarmálefnum ísfirðinga. A þesu tímabili hef- ur það skeð, að haldin var vígsluhátíð undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins á sundhöll, leikfimishúsi og bæjarbóka- safni, er Alþýðuflokkurinn var að ljúka við að byggja er hann lét af völdum. Lokið var viðbótarbyggingu við gagn- fræðaskólahús og húsmæðra- skólabyggingu, sem áður var langt komið að byggja meðan Alþýðuflokkurinn hafði völd- in. Sex ár hefir það tekið í- haldið að ramma niður járn- þil til hafnargerðar, er Al- þýðuflokkurinn hafði keypt og er því verki þó enn langt frá lokið. Loks fann Sjálfstæðisflokk- urinn á ísafirði upp á því snjallræði að ætla að bæta úr vatnsskorti i bænum með því að grafa stóra safnþró, sem átti að vera fyrir vatn, uppi í Hlíð. Grafið var og grafið fyrir á annað hundrað þúsund krónur, en botn fannst eng- inn i gryfjunni, og loks var hætt við gröftinn. Þegar bú- ið var að eyða í þetta undar- (Framhald á 6. siðu.) Misskyggnir sendimenn Nýkomin er heim til Dan- merkur sendinefnd, sem boð- in hafðj verið til Rússlands. Sendimönnum ber ekki á milli um það sem þeir sáu, svo að vitað sé, en þeir hafa nokkuð mismunandi skilning á því.. Sumum sendimönnum of- bauð sú fræðsla, sem rúss- neskum almenningi er veitt um árásarundirbúning vest- rænna þjóða. Þeim fannst, að sá áróður ætti sér þann til gang, að réttlæta árás .af hálfu Rússa. Því yrði þá trú- að, að hún væri nauðsynleg sjálfsvörn, heldur en að láta andstæðinginn verða fyrri til. Auðvitað voru sumir sendi mennirnir sannfærðir um það, að friðarvilji Rússa væri sann ur og einlægur, jafnt hjá al- þýðu sem æðstu stjórnend- um. Það er að vonum dálítið erf itt fyrir einstaka fulltrúa frá friðsamri smáþjóð eins og Dönum, að gleypa við þeim kenningum, að þeir séu nú þegar innlimaðir í árásarkerf ið og undirbúi kappsamlega ofbeldisárás. Sumum sendimanna þótti það óálitlegt, hvað lögreglu- lið var víða á vegi þeirra, svo sem í skemmtigörðum og á bókasöfnum. Einn þeirra fé- laga heitir Arne Hermann. Hann segir, að hátíðahöldin í Moskvu 1. maí hafi haft mest áhrif á sig. í fjórar klukkustundir horfðu menn á hersýningu. Flugvélar drundu í lofti og múgurinn æpti af hrifningu. Það var áhrifamikið fyrir friðarsinna að horfa á. Arne Hermann .segir svo frá, að þeir ungu mennirnir í samfylgd hans hafi verið beðnir að skrifa greinar í blað æskulýðsfylkingarinnar „Kos momolsku Pravda“. Hann skrifaði um áhrif 1. maí há- tíðahaldanna. Sú grein var stytt. Þegar hún birtist var hún þrjár línur einar og efni hennar á þá leið, að höfundur hefði með áhuga fylgzt með hátíðahöldunum og litið á þau frá sjónarmiði friðarvin- arins. Arne Hermann segist hafa séð margt í þessari ferð og koma vonsvikinn heim. Þetta getur orðið okkur til umhugsunar. Stundum eru í sendinefndum menn, . sem draga ályktanir af því, sem þeir sjá, en gleypa ekki at- hugasemdalaust allt, sem þeim er sagt, og láta þar við sitja. André Gide fór á sínum tíma til Rússlands. .Hann hafði bundið miklar vonir við stjórnarhætti og menningu þar í landi. Honum var tekið með kostum og kynjum. En hann sá allt í öðru og daprara ljósi síðan. Hann fann ekki það, sem hann leitaði að. í Rússlandi sér stjórnand- inn aldrei annað en sínar eig in skoðanir í blöðunum og heyrir aldrei annað en sínar eigin skoðanir í ræðum. Rit- skoðun stjórnarinnar gætir þess, . að annað komi ekki fram. Arne Hermann fann hvernig háttað er hinu fr jálsa orði austur þar. Greinin hans varð það eitt, að með hrifn- ingu og áhuga hefði hann fylgzt með af áhuga friðar- sinnans. Það var ekki rúm fyrír annað. — Það er aldrei rúm fyrir gagnrýni j rúss- nesku blöðunum. Ö+Z.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.