Tíminn - 30.05.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 30. mai 1951. 117. blað. flk Frjáls verkalýðshreyfing Enn er 1. mai upprunninn. Ég mun halda þeirri venju, sem i heiðri hefir veriS með okkar þjóð að undanförnu, að félagsmálaráðherra hefir flutt nokkur ávarpsorð á þessum nátíðisdegi verkalýðssamtak- anna. Þessum degi sem verka lýðssamtök flestra ríkja um neim allan hafa valið sér sem helgidag — og sem bar- áttudag fyrir því, að koma hugsjónum sínum og kröfum jm bætt kjör, verkafólki til handa, í framkvæmd. Jafn- t'ramt minnast verkalýðssam- cökin, þennan dag, þeirra sigra, sem unnist hafa og pakka forustumönnum sínum :fyrr og síðar mikil störf. Þegar ég, hinn 1. mai 1950, talaði hér úr útvarpssal í til- 'afní af hátíðisdegi verkalýðs- areyfingarinnar, benti ég á 3að, að greinilegt væri, að ^erkalýðshreyfíng allra landa og þá einnig þessa lands, itæði nú augljóslega á merki legum vegamótum. Ég benti i, að verkalýðshreyfingunni aefði tekist víðast hvar, að aá þeirri aðstöðu í kaupgjalds nálum, að hún gæti tryggt neðlimum sínum hæfilega aátt kaup fyrir störf þeirra, 'Jg henni hefði tekist að ícoma fram ýmsum öðrum um pótum, s. s. betri aðbúð við \únnu, ýmiskonar tryggíng- im og tæknilegum umbótum. Ég benti á það, að með þessu /æri mikilsverðum áfanga aáð í þróun þessarar félags- nálahreyfingar og að mjög /afasamt væri, að mikið /engra yrði komist eftir Ieið kauphækkunarstefnunnar, pví að henni hljóta að vera cakmörk sett, þar sem eru framleiðslugeta og sölumögu leikar framleiðslu þeirrar, sem starfað er að. Ég er enn sömu skoðunar og ég var þá um þetta efni, og mér virðist, sem það ár, sem liðið er siðan, hafi enn á ný staðfest, að þetta álit mitt sé rétt. , Frjáls verkalýðshreyfing er glæsilegt aðalsmerki frjáls þjóðfélags", er haft eftir ein um forvígismanni verkalýðs- hreyfingarinnar, og er það réttmæli. Frjáls verkalýðssam tök, sem starfa jafnhliða að heill sinnar stéttar og heill þjóðarheildarinnar eru viss- iega starfsemi, sem verður þjóðunum til blessunar og margvíslegs þroska. En gæta verkalýðssamtökin þessa tví- þætta verkefnis jafnan svo vel sem skyldi? Þvi miður virð íst það svo, sem nokkuð oresti á um slíkt oft og tíð- am. Stundarhagsmunir, sem oft reynast blekking, ráða oft ar en skyldi of miklu. Þegar verkalýðssamtökin eru kom- :in á það stig, að þau ráða óvo til einhliða öllu kaup- gjaldi, veltur á miklu að þau fari vel með það mikla vald, sem þau ráða yfir í ósam- ur. Ef þau þá beita því afli sem þau ráði yfir í ósam- ræmi við hagsmuni þjóðfélags neildarinnar og um fram það sem gjaldþol atvinnuveganna leyfir, skapast hættulegt á- stand, sem getur haft upp- lausn þjóðfélagsins í för með sér, ef of langt er gengið. Er þá frjáls verkalýðsstarfsemi að sjálfsögðu í mikilli hættu ijg verður að lokum einræðis óflum að bráð. V er kalýðssamtök f r j álsr a þjóða eiga að vera hvort- cveggja í senn, brjóstvörn hins vinnandi fólks gegn lífskjara .... ,|,T>fW:-im#¥'..r^líil1-Hill Avarp Sleiuþiríms StcinJiórssonar forsaúis ráðherra í útvarpinu 1. maí skerðingu utanaðkomandi afla, og skjólgarður um frelsi hins einstaka manns innan samtakanna, svo að einstak- lingurinn verði ekki að vélar- hluta í þessum þýðingar- miklu samtökum - ósjálfstæð ur og ósjálfbjarga. Þessu tvíþætta verkefni getur verkalýðshreyfingin svo bezt sinnt, að á því ríki glöggur skilningur hjá fyrir- svarsmönnum samtakanna. Verkalýðshreyfing, sem fjötr ar einstaklingana, innan sam takanna við kerfisbundið og stundum kreddukenndar og hsattulegar) félagsmálaskoð- anir, eyðileggur grundvöll samtakanna — frelsið — og er þá ekkj langt eftir ófarið til fullkomnins einræðis. Sá munur á verkalýðs- hreyfingu hjá frjálsum þjóð- um og ófrjálsum, 'að í hinum frjálsu löndiun stefnir verka lýðshreyfingin að því, að gera hvern einstakling sjálf- stæðan og óháðari með þvi að skapa honum betri lífs- kjör, m. a. með hærra kaup- gjaldi, styttri vinnutíma, — í einu orði sagt gera hann óháðari og veita honum þann ,ig meiri hlutdeild í afrakstri þjóðfélagsheildarinnar. En í ríki, þar sem frelsið hefir ver | ið afnumið, eru verkalýðsfélög in eins og öll önnur samtök, mánast tæki hins opinbera til meiri afskiptasemi og kúgun ar á einstaklingnum, sem í samtökunum eru. Þess eru ekki fá dæmi frá einræðis- Iöndum, að ehistaklingurinn missir jafnvel skömmtunar- seðla sína, ef hann sýnir yfir stjórn verkalýðshreyfingar- innar nokkurn mótþróa eða fellst ekki skilyrðislaust á jkröfur þeirra. Það er alvar- jlegur og hættulegur misskiln 'ingur, ef menn halda að verkalýðshreyfing einhvers lands geti verið frjáls eftir að frelsi annarra hefir verið útrýmt þar. Eg benti á það 1. maí í fyrra, að nauðsynlegt væri að breyta um stefnu hér á landi, að þvi er vinnudeilur snertir. Ég sýndi þá fram á, að það hefði þráfaldlega komið fyr- ir að verkföll mjög fámenna stétta hefðu orsakað stór- felda stöðvun atvinnulífsins og vinnutap einnig hjá stétt- iim, sem höfðu fullkomlega viðunandi samninga og kærðu sig ekki um breytingar. Slíkt nær nauðvitíað engri átt, og það er mjög vafasamt að hægt sé að kalla þau ríki fullkomin réttarríki, þar sem slíkir hlutir gerast hvað eft- ir annað. Órétturinn og tjón ið, sem af hlýst verður marg fallt meira, en það sem nokk urntíma getur unnist. Ég tel að verkalýðssamtökin verði að vera varkár í þessum efn- um og varast að beita afli sínu á þann hátt. Ríkisstjórnin vill eiga hlut að því, að verkalýðshreyfing- in hér á landi og atvinnurek- endur leitist við að finna grundvöll að heildarsamning um fyrir hinar ýmsu starfs- greinar, svo til þess komi ekki að vinnudeilur einstakra hópa skapi langvarandi vinnu stöðvun, ef vinnudeilan ann- ars er ekki almenn. Af þeirri ástæðu hefir rikisstjórnin átt hlut að því að nefndir frá Alþýðusambandi íslands og Vinnuveitendasambandi ís- lands ræddust við um grund- völl að heildarsamningum milli þessara höfuðsamtaka. Þvj meiri ástæöa er til þess fyrir hið opinbera ríkisvaldið, að hlutast til um að slíkir heildarsamningar verði upp teknir, sem ríkissjóður og rikisstofnanir, svo og sveitar félög landsins, gerast í síaukn um mæli atvinnurekendur á ýmsum sviðum, og hlýtur því að skipta það miklu hvernig ýmsar vinnudeilur eru leystar og hvort þær standa lengur eða skemur. Á síðast liðnu ári gerðist at burður hér á landi, sem greinilega benti til þess, að verkföll eiga tæpast lengur rétt á sér sem „lausn“ á vinnudeilu. Ég á þar við tog- araverkfallið, sem stóð frá þvi í júlíbyrjun og fram i nóvember. Á því verkfalli skaðaðist þjóðarheildin um geysilegar fjárhæðir og þeir, sem í verkfallinu áttu — tog arasj ómennirnir — höfðu upp úr þessari löngu stöðvun að- [eins smávægilegar breyting- ar á kjörum sínum, miðað við það tjón sem stöðvunin olli. Hér við bætist þaö, að þjóðar heildin átti raunar flest skip ir>, sem stöðvuð voru, eða hafðj keypt þau og látið í té með hinum hagkvæmustu kjörum. Þegar slikt gerist, að mikilvægir þættir atvinnulífs þjóðfélagsins stöðvast um lengri tíma, líða alhr við það — verkamenn, vinnuveitend- ur og þjóðin öll. — En sé svo að þetta sjóuarmið sé viður- kennt, þá verður líka að finna ráð til þess að koma í veg fyrir að slíkar ógnir endur- taki sig. Hið ákjösanlegasta er að mc ð frjólsu móti — sam starfi verkafólks og atvinnu- rekenda megt komast úr slík um ógör.gum. Ég skýrði frá því í ræðu minni 1. maí í fyrra, að þá lægi fyrir Alþingi frumvarp, að samþykkt frá Alþjóðavinnu málastofnuninni um félaga- frelsi og verndun þess. Al- þingi samþykkti þetta frum- varp og nú hefir tsland gerst aðili að þessari alþjóðasam- þykkt. Það er ljóst merki um frelsishneigð íslendinga, að þetta er fyrsta samþykkt AJ- þj óðavinnumálastofnunarinn ar, sem ísland gerist aðili að. Það er athygiisvert að ennþá eru það aðeins Bretland, Nor- egur, Danmörk og SvíþjóíT auk íslands, sem gerst hafa aðil- ar að samþykktinni um fé- lagafrelsi og verndun þess. Það er næsta táknrænt fyrir vora tíma, að það skuli þurfa að tryggja með alþjóðasam- þykktum jafn sjálfsagt atriði og félagsfrelsi. En sannleik- urinn er sá, að félagsfrelsið er nú óðum að hverfa og hrammur einræðis og kúgun ar að leggjast á fleiri og fleiri þjóðlönd. Því miður hefir verkalýðs- hreyfing ýmsra landa stund- um ekki gætt þess hófs, sem þurfti og því sumstaðar orð- ið bæði beint og óbeint tíl þess að greiða götu einræðis (Framhald á 7. síðu.) Þegar gengið er um götur Reykjavíkur á heigidögum eða síðari hluta dags um þessar mundir, má víða sjá menn að vinnu í görðum sinum. Garð- arnir við húsin verða mörgum manni heppilegt verkefni um þetta leyti árs. Tiltölulega lítill garður getur tekið við mikilli vinnu og mikilli umhyggju. Og sú umhyggja borgar sig, því að það er sálubót að vinna í garð- inum sínum og leggja rækt við hann. w 'IT; ýi<F "IT'HW •<*) Þeir menn, sem koma frá innisetu, skrifstofuvinnu eða verksmiðjustörfum, eiga oft góða og glaða stund í garðinum sínum. Hreyfingin úti er þeim holl. Þó er hitt meira virði, að hugur þeirra finnur sér svölun og hvíld við ræktunarstörfin. Um þá hlið málsins hugsa menn ekki alltaf sem skyldi, en ein- mitt þannig eru þessir litlu blettir ómetanleg heilsubót. Menn sitja við þreytandi störf að deginum. Ýmis konar arg og þras lýir suma. Störfin eru misjöfn og sumum fylgja margs konar áhyggjur. Það er gott að geta varpað þvi öllu af sér heima í garðinum hjá blómunum sínum og trjánum. Að eiga þannig athvarf, þar sem menn geta gert sér til dundurs eitthvað ,sem þeir hafa gaman af, hefir mörgum manni fært frið í sál og bætt andlega heilsu hans. Ræktunar störfunum fylgja töfrar, svo að þau ná föstum tökum á hug flestra ,sem á annað borð gefa sig við þeim. Og þá eiga menn þar sínar heimavígstöðvar, ef svo má segja, þar sem þeir vinna sína sigra, svo að við tölum mál okkar herskáu tíma. Það má raunar vel, því að lífið er barátta. Sumir menn koma ef til vill með beizkju í huga frá störf- um sínum úti við. Ef til vill hafa þeir átt þau skipti við einhvern, að þeim sé gramt í geði. Vera má, að þeir hafi verið bornir ráðum í félagsmálum og hlutur þeirra gerður lítill. Ef til vill hafa frændur þeirra, tengda- menn eða nágrannar komið illa og ómaklega fram við þá. Allt þetta og margt fleira getur fyllt hugann beizkju og eitraðri gremju. Þá er það oft sálubót að fara að vinna í garðinum sínum. Eftir félagsskap við vini sina þar um stund og þjónustu við þá, hefir margur maðurinn hugsað eitthvað likt því, sem fram kemur hjá Einari Bene- diktssyni: „Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barizt er móti. Þótt kasti þeir grjóti og hati og hóti við hverja smásál ég er í sátt.“ Vera má, að þeim finnist þá sjálfum, að gremja sin fyrir nokkru síðan sé orðin óskiljan- leg. Þeir hafi miklað fyriv sér allt sem miður fór og imyndað sér mikið af því, sem angraði þá. Ef menn fara að leita eftir misgjörðum og móðgunum, tekst þeim oftast eitthvað að finna. Það veit enginn hvílík áhrif garðarnir litlu við húsin í Reykjavík hafa til að göfga menn og gera þá sáttfúsari og betri. Störfin þar koma mönn- um í jafnvægi eftir rót dags- ins, svo að menn verða sjálf- um sér nógir, eins og það er orðað, verða með sjálfum sér og þeirra góða og rétta eðli fær notið sín. Á þann hátt hafa þessir litlu blettir mikla þýð- ingu. Sá, sem fór út í garðinn sinn, æstur vegna þess hvernig mágur hans gat látið, kemur þaðan ef til vill aftur rólegur og glaður og hugsar sem svo, að manninum sé nú raunar vorkun eða þá, að hann sé nú einu sinni búinn að venja sig á þetta og geti ekki öðru vísi verið. Hann ráði ekki við þetta, manntetrið. Aðalatriðið er það, að sá, sem fengið hefir frið í hjartað, er ákveðinn og sann- færðm: um það, að þetta, sem honum fannst rétt áðan ægi- legt ólán að búa við, sé ekki nema smámunir, sem vel megi þola og þurfi reyndar ekki að gera sér neitt til. Svo við töium með einföld- um orðum um leyndardóm þess ara undra, þá er þaö bara þetta, að garðurinn með störfum sín um og gróðri, veitir þeim, sem til hans leitar andlega fullnæg- ingu, svo að hann verður sjálf- stæðari og óháðari glysi og hé- góma heimsins. Þetta er ósköp einfalt, en það er engu síður merkilegt og mikilvægt fyrir því. Þess vegna er gott að fara í garðinn sinn og gleyma áhy.ggj um hégómans. Menn ganga sannarlega með fullum kröft- um að verkefnum morgundags- ins með eðlilegum áhuga á þeim, þó að þeir hafi átt sér hvildar- stund og losnað undan okinu. Sumum mönnum hefir tekizt að gera garðana sína að eins konar helgilundum. Það er orð- in hefð, að finna þar hvíld og frið. Minningarnar og töfra- máttur hins liðna tekur þann, sem þar er kunnugur, á vald sitt, svo að hugurinn leitar þess ástands, sem hann er vanur að hafa þar. Þegar heimilið allt, — öll fjölskyldan, — er sam- hent um að gera garðinn við húsið að slikum helgilundi, má sannarlega segja, að garðurinn sé mikilsvirði, þó að hann verði aldrei metinn til fjár. Starkaður gamli. Konan mín ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR bankaritari andaðist í Landspítalanum 28. þ. m. Sæmundur Eggertsson iiiiii«h«amwm»8)iiiim»mim>«ninim«wmmagin»iiiiin«a>3»t BYGGINGAFÉLAG VERKAMANNA 2ja herbergja íbúð til sölu í I. byggingaflokki. — Félagsmenn sendi um- sóknir fyrir 10. júní í skrifstofu félagsins, Stórholti 16. STJÓRNIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.