Tíminn - 30.05.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.05.1951, Blaðsíða 6
TÍMINN, migvikudaginn 30. maí 1951. 117. blað. B. Sýnd kl. 9. Allra síðasta sinn. Sanibi litli lappi Sýnd kl. 5 og 7. TRIPOLI-BÍÓ Morðingjar moðal vor Mjög áhrifarík og efnismikil þýzk stórmynd. Þetta er álit- in ein allra bezta myndin, sem Þjóðverjar hafa búið til eftir styrjöldina. Aðalhlutverk: Hildegard Knef, W. Borchert. Danskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. NÝJA BfÓ Vesallngarnir Hin mikilfenglega ameríska stórmynd eftir samnefndri sögu Victor’s Hugo. Aðalhlutverk: Fredric March, Charles Laughton, Sir Cedric Hardwicke. Sýnd kl. 5 og 9. BÆJARBÍÓ HAFNARFIROI Blár himinn Bráðskemmtileg ný amerísk söngva- og músíkmynd, í eðli legum litum. 32 lög eftir Irv- ing Berlin eru sungin og leik in í myndinni. Aðalhlutverk: Bing Crosby, Fred Astaire, Joan Caulfield. Sýnd kl. 7 og 9. 0Ctu/élG4Ícf% Anglýsingasíml TÍMMS er 81300 JmuAjusujJoéluAjuiA. ta áestoA: Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum 1 póstkröfu. Gerum vlð atraujárn «g önnur helmilistseki Raftækjaverzlunln UÓS & HITI HJT. Laugaveg 79. — Siml 5184. Austnrbæjarbíó Hermaðurinn frá Kentucky Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Austurlensk æfintýri (Saigon) Afarspennandi ný amerísk mynd, er gerist í Austurlönd- um. Aðalhlutverk: Alan Ladd Veronica Lake Bönnuð bömum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA Hin heimsfræga ítalska verð launakvikmynd: Reiðhjúla- þjófurinn (The Bicycle Thief) Aðalhlutverk: Lamberto Maggiorami Enzo Stoiola (9 ára) Myndin er með dönskum skýringartexta. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Tíðiinlalaust á vest urvígstöðvnnnm (All quat on the vestem Front). Amerísk stórmynd gerð eftir samnefndri sögu Erich Maria Remarque. Aðalhlutverk: Lew Ayres Louis Wolheim Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Myndin er ekki fyrir taugaveiklað fólk. Aakriftarafivnfi TIB1INI¥ Auglýsingasími TÍMANS er 81300 Bergnr Jónsson ■álaflutnfngnkrtfstefs Laugaveg 65. Slml 58SS. Helma: Vitaatlg 14. VIDSKIPTI HÚS • iBÚÐIR LÓÐIR • JARÐIR SKIP • BIFREIÐAR flt EINNIG Vcrðbríf Vitryggmgar Aiiglýsingastarfsemi FASTEIGNA SÖLU MIÐSTÖÐIN Lækjargötu 10 B SÍMI 6530 Orðsending til skálda og rithöf unda Svo er mál vaxið, að mér hefir verið falið að skrifa ís- lenzka bókmenntasögu frá upphafi allt til vorra daga fyrir American Scandinavian Foundation í New York. Hef ég að miklu leyti lokið yfir- liti um fornöldina og mun vinna að tímabilinu eftir siða skipti og fram á þennan dag hér heima í sumar. í sambandi við 19. og 20. aldar bókmenntasögu mina (History of Icelandic Prose Writers 1800—1940) sendu flestir þálifandi skáldsagna- höfundar mér upplýsingar um æviferil sinn og margir bæk- ur, — og kann ég þeim miklar þakkir fyrir það. Á sama hátt reyndi ég að safna gögnum um byrjandi skáldsagnahöf- unda á tímabilinu 1928—38 og varð allvel ágengt, um þá skrifaði ég greinina „Frá þeim yngri“ l Tímariti Þjóðræknis félagsins 1939. Nú er það áskorun mín til þeirra höfunda, ekki sízt ljóð skáldanna, sem ekki hafa skrifað mér upplýsingar um æviferil sinn, einkum hinn bókmenntalega, að gera það helzt sem fyrst og senda mér til Háskólans. í öðru lagi þætti mér mjög vænt um, ef þeir vildu senda mér bækur sínar um leið. Háskóla íslands, 20.5. 1951, Stefán Einarsson. Erlcnt yfirlit (Pramhald af 5. síðn.i allra nauðsynlegasta. Það var ekki hægt að sinna nema for- gangskröfum. Og þá verða kröf umar margar, þegar ástæður leyfa að sinna einhverju öðru en því allra brýnasta. Með samningum, sem gerðir voru um síðustu mánaðamót, á vinnufriður að vera tryggður í Finnlandi. Og sannarlega er nóg að gera, svo að þjóðin hefir ekki ráð á því fremur öðrum þjóðum, að eyða kröftum sín- um í ófrjóar deilur. Sá friður, sem byggist á kaup- og kjara- samningunum á líka sinn góða þátt í bjartsýni finnsku þjóðar innar, því að vinnudeilur og vinnustöðvanir eru lamandi og ónáttúrlegar með hverri þjóð, sem fleiri verkefni kalla að, en nokkur tök eru á að sinna í einu. Hælið, scin vantar (Framhald af 5 síðu.y geymdir í heimahúsum. Auk þess er ástæða til að minna menn vel á það, hvernig á- statt er í þessum málum, svo að heilbrigt almenningsálit Ieggi eðlilegan þrýsting á framkvæmdir samkvæmt nefndum lögum. Ö-f-Z. Útvegsmenn Rafgeyma 6 volta og raf- magnsperur 6, 12, 32 og 110 volta fyrirliggjandi. Ýmsar stærðir. Véla- og raftækjaverzlunin, Tryggvagötu 23. Sími 81279. Anglýslngasíml Tínians er 81300 inni hendinni yfir hár Ingibjargar. Hann mælti ekki orð frá vörum, en svipur hans vitnaði ótvírætt um þakklátssemi hans. Orð hefðu ekki gert betur. Ella færði sig nær Ingibjörgu. Það var eitthvað, sem brauzt um innan í henni, og allt í einu sagði hún: — Ef þú gætir kennt mér að lesa! — Við getum reynt. Erlendur var þegar farinn út, og Ingibjörg bað Árna að láta systur sína fá mjóa spýtu. Þær urðu að hafa eitthvað til þess að benda á stafina með. Óskin var uppfyllt, en það var ekki svo auðvelt að byrja. Fyrst var að þekkja bókstaf- ina, en þeir voru skrami líkir hver öðrum: A, B, C. Og svo var biblían heldur ekki stafrófskver. Þó byrjuðu þær ótrauð- ar. Ingibjörg benti. Svona var nú a, og þarna var annað a. Eftir skamma stund gat Ella bent á stórt og lítið a, hvar sem þann bókstaf var að finna á blaðsíðunum. Þá var byrj- að á næsta staf, og Ella rýndi hugfangin á þetta nýja teikn. Jú — þarna var eitt, og þarna annað — mörg b. Árni stóð fyrir aftan stúlkurnar. Hann mælti ekki orð af vörum, en augnaráðið sýndi, að hann fylgdist vel meö kennslunni, ekki síður en systirin. Það hafði oft verið bolla- lagt, að þeir Ólafur færi í einhvern skóla austur í kaupstöð- unum og lærðu að lesa og krota nafnið sitt. En þeir höfðu aldrei getað farið að heiman, og löngunin til slíks fyrirtækis ekkj heldur verið ýkjamikil. Hin seinni ár hafði aldrei verið á þetta minnzt. Fullorðinn maður settist ekki á skólabekk með krökkum og unglingum. Með glottandi krakkahvolpa allt í kring gat slíkri skólagöngu hæglega illa lyktað. Eftir klukkustundar bendingar og stagl var Ella orðin alveg ringluð. En henni hafði samt orðið talsvert ágengt. Hún þekkti orðið sjö stafi, og vissi, hvernig nafnið Abel var stafað. Það hafði verið skýjað um morguninn, en um hádegis- bilið tók sólin að skína. Erlendur kom haltrandi upp frá vatninu. Hann hafði snúið annan fótinn, en samt sem áður var hann ekki eins önugur á svipinn og venjulega. Nú þurfti hann að minnsta kosti ekki að sinna heyi. Kona Jónasar leit á fótinn, sem snúizt hafði, þuklaði hann og kreisti, svo að Erlendur stundi við. Hún fullyrti, að þetta væri ekki neitt alvarlegt. Hún sagðist skyldi leggja grös við hann um kvöldið, er Erlendur færi að sofa. Ella mátti ekki vera að því að fara upp í hvamminn, þar sem lækningaurtirnar uxu. En Ingbijörg slóst samt hiklaust í för með Árna, sem gerður var út af örkinni til þess að sækja þær. í fylgd með honum var engin hætta á ferðum. Hún var hýrleg til augnanna og hún hoppaði þúfu af þúfu inn brekk- urnar. Við foss í litlum læk, sem féll niður brekkurnar, var mylla þeirra í Akkafjalli. Hún var ákaflega einföld og óbrotin að gerð, en hér var samt sem áður hægt að mala korn til heim- ilisþarfa. Ingibjörg skoðaði hana vandlega, og Árni hleypti á hana vatni, svo að kvarnarhjólið tók að snúast. Tveir steinar snerust hvor við annan, og ískruðu við, því að þeir fengu að þessu sinni ekkert korn að mala. Árni sagði henni, að það væru fimmtán ár síðan þessi mylla var smiðuð. Steinarnir voru frá Noregi. Þau áttu aðeins stutta viðdvöl hjá myllunni, en héldu síð- an áfram löturhægt. Það var langt til kvölds, og fyrr átti ekki að nota hin safaríku blöð, sem þau voru að sækja. Árni valdi ekki heldur beinustu leið, heldur þræddi þær slóðir, sem greiðfærastar voru. Hann langaði líka til þess að sýna henni ýmislegt. Stundum lá leið þeirra um gisið birkikjarr og stundum um skóglausar tarekkur, þar sem Ingibjörg staldraði við og las blóm. En nú nálguðust þau háan hamar, og allt í einu hvarf Árni inn í kjarrið, sem óx undir klett- inum. Nokkrum mínútum síðar stóð Ingibjörg inni í stórum helli. Þangað inn seytlaði aðeins lítil ljósglæta, og það var undar- lega svalt þar inni. Hér bjó pabbi fyrsta veturinn í Akkafjalli, sagði Árni. Ingibjörgu varð orðfall. — Það er ómögulegt, sagði hún loks. — Það er samt satt, og hér geturðu séð, að steinarnir eru svartir af eldinum. Árni benti á steina á hellisgólfinu. Það leyndi sér ekki, að hér hafði einhvern tíma verið gerður eldur. Ingibjörg renndi augunum i kringum sig. Veggirnir voru rakir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.