Tíminn - 03.06.1951, Blaðsíða 5
121. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 3. júni 1951.
5.
Sunnud. 3. júní
Hvaö segir biblían um
«4MRi
Sjómannadagurinn
í dag er sjómannadagurinn,
— sá sunnudagur ársins, sem
helgaður hefir verið sjó-
mannastéttinni. Ef að vanda
lætur munu menn fá að heyra
í dag margar hátíðlegar ræð-
ur um hetjur hafsins, mikil-
vægi sjómannastéttarinnar,
og svo framvegis.
Það er nú eins með það og
hina ágætu setningu í stíln-
um fræga um hafið, að það
væri ómissandi fyrir alla, sem
ætluðu til Ameríku, því að
þangað yrði ekki komizt land-
veg. ______________________
Þetta var að sönnu skrifað
áður en flugferðir hófust, en
ekki breytir það þvi, að ey-
þjóðin þarf hafsins og far-
mannanna við enn þann dag ’
í dag, og þvi fremur, sem hún
lifir að verulegu leyti á fiski-
veiðum. I
Hér skal forðast að viðhafa
nokkurn meting stétta í milli,1
enda mála sannast, að engin 1
stétt er svo þörf, að hún geri
aðrar óþarfar.
Vel mega sjómenn heyra lof ,
sitt og er engum rangt gert til j
eða á þá hallað fyrir því, en,
þörf er góðra starfsmanna (
með manndóm og atorku og
fleiri manndyggðir í öðrum
stéttum líka.
En á degi sjómannanna
megum við vel leiða hugann
að öðrum raunhæfari efnum
en fagurgala einum. Vel
mætti þjóð þeirra þá hugleiða
hvernig búið er að atvinnu-
vegi sjómannanna. Það er
engan veginn smávægilegt
umhugsunarefni, og meira
vert fyrir sjómannastéttina
en mörg fagurmæli og skála-
ræður.
Það mun oft hafa legið
nærri hin síðustu ár, að hluta
sjómenn á fiskibátum væru
lægst launuðu starfsmenn á
íslandi og jafnvel langsam-
lega það, ef litið er á vinnu-
tíma þeirra. Hér skal ekki
fjölyrða um aðbúð sjómanna
í verstöðvum, þar sem bátar
hafa viðlegu, en dæmi eru enn
til þess, að sjómenn hafi þar
ekkert athvarf á landi en búi
algjörlega í bátum sínum, og
má þá nærri geta, að ekki búa
allir við munað, þótt ein-
hverja verbúð hafi.
Þá gæti það eflaust verið
umhugsunarefni fyrir þá, sem
mesta trú hafa á kauphækk-
unum sem kjarabótum, hvern
ig þeir ætla að tengja þá þró-
un við afkomu útvegsins og
hlutasjómanna. Um það væri
ekki illa þegið að fá eina ræðu
eða blaðagrein.
Þjóðin verður að skilja það,
að allar framleiðslustéttir og
allir þarflegir og góðir starfs-
menn eiga samstöðu. Það eru
of fáar hendur í dag, sem
vinna fyrir þessari þjóð. Þeim
verður að fjölga með því að
gæta þess, að vel sé unnið og
allir hafi fullt starf við skrif-
stofuvinnu, milliliðastörf og
aðra þjónustu. Á þessi störf
skal engin óvirðing lögð. Þau
eru nauðsynleg, rétt eins og
sjómennskan. En vel skyldi
þess gætt, að binda ekki við
þau fleira fólk en þarf.
Um það er vert að hugsa á
degi sjómannanna, því að það
bitnar með fullum þunga á
framleiðslustéttunum, ef aðr-
(Framhald af 4. síðu.)
Þegar hann rökræðir við farí-
seana, gengur hann oftast út
frá þeirra eigin skilningi á
hinum einstöku ritningar-
grenum og sigrar þá þannig
á þeim velli, er þeir sjálfir
hafa haslað.
Orðum sínum eignaði Jesú
guðdómlegan uppruna, eins
og raunar allri sinni tilveru.
Þau eru frá guði. „Ræða
hans var Guðs kraftur,“ seg-
ir einn af rithöfundum forn-
kirkjunar. Sjálfur kallaði f
hann sig „mann, sem talar til j
yðar sannleikann," sem ég
heyrði hjá guði.“ Hann líkti
guðsorði prédikunar sinnar
við sæðið, sem sáðmaðurinn
varpar á akurinn. Þar á það
að bera sinn ávöxt. —■ Einn-
ig verkin, sem hann vinnur,
eru i innsta eðli sínu orð og
opinberun guðs.
Kenningu sína ritaði Jesús
ekki á bækur og blöð. En
munnlega bárust orð hans
með postulunum, sem hann
valdi til þess að vera vottar
sínir meðal mannanna. Og
hann hét því, að eftir að
hann væri frá þeim farinn,
mundi hann senda þeim heil-
agan anda sinn, til þess að i
fræða og áminna. „Þegar
huggarinn kemur, sem ég
mun senda yður frá föðurn-
um, sannleiksandinn, sem út-
gengur frá föðurnum, hann
mun bera mér vitni, en þér
skuluð og vitni bera, því að
þér hafið frá upphafi frá mér
verið.“ (Jóh. 15,26—27).
,t! wT * * i* "*'■
Þörf fyrir nýja testamentið.
Þegar fram liðu stundir,
dreifðust sendiboðar Krists út
um heiminn. Orð Guðs —
hinn guðdómlegi boðsskapur
— efldist og útbreiddist, segir
postulasagah. Þá fundu menn
fljótt þörfina fyrir að skrá-
setja bæði orð Jesú og frá-
sögur úr lífi hans. Eins og
vænta mátti, hafði það mest
gildi, sem frá honum sjálfum
var komið, og þar næst post-
ulunum, sem sjálfir höfðu
heyrt hann og séð. En í öllu
þessu fundu menn orð guðs.
Þess vegna segir Páll: „Þegar
þér veittuð viðtöku því orði,
sem vér boðuðum um guð, þá
tókuð þér ekki við því, sem
manna orði, heldur sem guðs
orði — eins og það í sannleika
er — sem og sýnir kraft sinn
í yður, sem trúið.“ (I. Þess.
2,15.)
Forn-kirkjan vejur og hafnar.
Hvað eftir annað vitna höf.
nýja testamentisins til þess,
sem postularnir höfðu kennt,
og hvetja kristna menn til
þess að fylgja því, sem þeir
höfðu kennt og þrédikað. -—
Smám saman verður til urm-
ull af guðspjöllum, bréfum
og spádómsritum, svo að ef
vér hefðum hér fyrir framan
ar stéttir eru fjölmennar uin
of.
Við þvi verður ekki gert, að
sjómennska hvers konar kalli
menn frá heimilum sínum og
henni fylgi stundum mann-
raunir nokkrar. Um það munu
sjómenn ekki sakast eða
kvarta. En hitt skyldu þeir
hugleiða, sem á landi vinna,
að vilji þeir nokkurs meta
þjónustustarfið á sjónum, þá
ættu þeir að sýna það í verki
með því að velja sér þarfleg
störf og vinna þau vel. Sú á-
kvörðun og efndir hennar er
öllum ræðum betri.
oss öll þau rit, sem kristnir
menn á fyrstu og annarri öld
lásu sér til uppbyggingar eða
notuðu við guðsþjónustur,
væri það margfalt stærri bók
en nýja testamentið. En á
annarri öld fara leiðtogar
kirkjunnar að velja og hafna,
og að öllu samanlögðu ræður
sú meginregla, hvort ritin eru
frá frumvottunum runnin eða
ekki. Nokkur ágreiningur er
að vísu um ýms ritin. T. d.
voru til menn, sem vildu
hafna 2. Pétursbréfi, og aðrir,
sem ekki töldu Hebreabréfið
eiga þar heima. En ég tel víst,
að þeir, sem á annað
borð kynna sér þau
guðspjöll og bréf, sem
afgangs urðu, muni fljótt
komast að raun um, hvernig
guðleg handleiðsla birtist í
vali fornkirkjunnar. En um
leið undirstrikaði kirkjan
þann hinn rétta skilning, að
eðli sínu samkvæmt ætti bib-
lían að vera hinn uppruna-
legí boðskapur Krists og post-
ulanna, — . orð . guðs til
mannanna. Rit, sem er inn-
blásið af guðs anda og krafti,
— boðskapur frá guði til
mannanna. Án þessarar bók-
ar getur heimurinn ekki verið,
ef hann á að þekkja guðs
vilja — guðs kærleika og náð,
— guðs fyrirgefningu og fyr-
irheit. Og þó að vér þekkt-
um enga aðra bók en hana,
mundum vér vita það, sem
máli skiptir um það, sem guð
hefir gert og vill gera fyrir
syndugan heim.
Nú kann einhver að vilja
segja, að biblían komi heim-
inum að litlu haldi, þrátt fyr-
ir allt. í fyrsta lagi megi gera
ráð fyrir því, að jafnvel post-
ulum og þeirra lærisveinum
geti skjátlazt í mörgu, og í
öðru lagi sé það ekki á almenn
ings færi að skilja ritningarn-
ar og greina þar kjarna frá
umbúðum.
Höfundar nýja testamentisins
leiðrétta hver annan.
Ef vér krefjum nýja testa-
mentið sjálft svars við þessum
vandamálum, — þá er það
svar tiltölulega einfalt. Höf-
undar nýja testamentisins
virðast finna skekkjur hver
hjá öðrum. Einn guðspjalla-
maðurinn lagar til það, sem
annar hefir sagt. Og Postula
sagan lýsir því glöggt, hvern-
ig sjálfir postularnir gátu háð
harðar deilur um þýðingar
mikil atriði. En einnig slík
frásögn verður oss vitnis-
burður um það, hvernig guðs
andi leiðir mennina gegnum
harða baráttu, — og hvernig
hinn mannlegi skilningur
lærir að sveigja sig fyrir anda
og krafti hins upprisna
Krists. Með því er biblían að
sýna oss, að á öllum tímum
og einnig á vorum dögum,
kostar það baráttu og umbylt
ingar, þegar elfur andans ryð-
ur sér braut i hugarheimi
mannanna.
Guðfræðin útskýrir biblíuna.
Það er einnig rétt, að hjálp-
arlaust getur ekki hver og
einn tileinkað sér kenningar
biblíunnar. En biblían sjálf
staðfestir það, að til þess að
skilja og tileinka sér boðskap
Krists, þarf guðfræði að koma
til skjalanna. Nýja testament
ið sýnir oss, hvernig hinn
gyðinglega menntaði höfund-
ur Hebreabréfsins, hinn grískt
hugsandi höf. Jóhannesguð-
spjalls og faríseinn Páll post-
uli túlka Krist á þann veg, að
hann verði lesendum hvers
um sig skiljanlegur, — eins og
sama ljósið brotnar í mörgum
litum. Guðfræðileg vísindi eru
raunar hin mannlega hlið í
boðskapnum, en af þessu sjá-
um vér, að biblían sjálf telur
fagnaðarerindið ekki geta án
guðfræðinnar verið. Þess
vegna er guðfræðin tignust
allra vísindagreina í inínum
augum, að hún hefir það við-
fangsefni að útskýra opinber-
un Krists, og það segi ég með
fullri virðingu fyrir þeim
vísindum, sem helguð eru
nátturunni, bókmenntum eða
öðru, sem menningunni heyr-
ir til. — Hitt er svo annað
mál, að alveg eins og ólærður
maður getur notið dásemda
náttúrunnar og hagnýtt orku
hennar, þannig getur sérhver
sá, er leitar Krists í biblíunni,
fundið hann þar, ef hann
þráir hann af hjarta.
Einu sinni var konungur,
sem sendi unnustu sinni járn-
kúlu að gjöf. Hin viðkvæma
aðalsmær móðgaðist af slíkri
gjöf og varpaði henni á gólf-
ið. Við það hrökk kúlan í tvo
hluta, og silfurkúla kom í ljós.
Innan í henni fann hún fagr-
an hring — hið dýrasta
djásn.
Margur er sá, sem varpar
biblíunni frá sér. En hver sá,
sem gefur henni nánari gæt-
ur og skyggnist innst í leynd-
ardóm hennar, mun þar finna
hið dýrmætasta djásn, sem
guð hefir mönnunum veitt —
hans heilaga og sáluhjálplega
orð í Kristi Jesú.
Amen.
Raddir nábúanna
Mbl. birtir forustugrein um
landbúnaðarmál og landnám
og segir þar meðal annars:
„Þrátt fyrir nýbýlamyndanir
hefir byggðum jörðum á land-
inu verið að fækka undanfarin
ár. Nýbýlin hafa ekki fyllt upp
í skörðin, sem orðið hafa í
byggðina þegar jarðir hafa far
ið í eyði. Þetta sést ef áthugað
ar eru skýrslur um byggðar
jarðir annars vegar og tölu
eyðijarða hins vegar.
Árið 1932 hefir tala byggðra
jarða verið 5741, árið 1942 5863
og árið 1950 5593. Sömu ár eru
eyðijarðir 474, 636 og 1024.
Myndun nýbýla er sjálfsögð
og skynsamleg, þar sem skil-
yrði eru góð. En hið nýja land
nám, sem Islertdingum er lífs-
nauðsyn að hefja í sveitum
landsins, verður að vera miklu
víðtækara. Það hlýtur fyrst og
fremst að byggjast á aukinni
ræktun, bættum húsakosti og
alhliða umbótum á þeim jörð-
um, sem nú eru byggðar. Að
þessu landnámi verður þjóðin
að beina kröftum sínum í vax-
andi mæli“.
Þetta er allt satt og rétt og
vert fyllstu athugunar en það
er sitthvað annað í sambandi
við þessa grein, sem betur verð
ur hugleitt seinna.
Raflagningaefni:
Vír, 1,5, 2,5, 4, 6 og 25 qmm.
Rofar, Tenglar, Samrofar,
Krónurofar, Loftadósir 4 og
6 stúta. Rofa- og tengladósir.
Tengidósir 2, 3 og 4 stúta. —
Undirlög, 3 stærðir. Loftdósa-
lok og krókar. Gúmmístreng-
ur 3x4 qmm. Antigronstreng-
ur, 3x1,5, 3x2,5, 3x4 qmm. og
margt fleira.
Véla- og raftækjaverzlunin
Tryggvagötu 23. Sími 81 279.
Paradís sjálfstæðis-
stefnunnar
Mbl. hefir rifjað upp gamla
kenningu sína um það, að
fylgi sitt í Reykjavík stafi af
því, að .þar sé menntun
manna á svo háu stigi en
gengisleysji Sjálfstæí} sflokks
ins norðan lands og austan
stafi af því, að þar þekki
menn svo lítið til hinnar á-
gætu stjórnar. í Reykjavik,
þar sem Sjálfstæðismenn
stjórna einir.
Stjórn Sjálfstæðismanna á
Reykjavíkurbæ er raunar
engin dásemd. Bærinn á eitt
sjúkrarúm eða tæplega það
fyrir þúsund íbúa en nýtur
þess, að sjúkrahús rikisins
eru í bænum. Til dæmis fvlla
drykkjuóðir menn úr Reykja-
vík Kleppsspítalann, svo að
geðveikir menn . austan af
landi komast þar ekki að.
Hins vegar hefir Reykjavík
urbær tekjustofna meiri en
sambærilegt er við önnur bæj
arfélög. Þar eru opinberar
skrifstofur ríiksins og tekur
Reykjavíkurbær þaðan drjúg-
ar útsvarstekjur með auð-
veldum hætti. En auk þess eru
hæstu . útsvarsgjaldendur I
Reykjavík verzlanir, sem
skipta við þjóðina alla en
greiða Reykjavíkurbæ ein-
um útsvar, svo sem Samband
ísl. samvinnufélaga og olíu-
félögin. Enn má nefna fyrir
tæki eins og Sláturfélag Suð-
urlands, Eimskipafélag ís-
lands, verzlanir Sveins í Völ-
undi og flugfélögin. Af þessu
er það ljóst, að Reykjavík lief
ir útsvarstekjur .af mikilli
þjónustu, sem aðrir landshlut
ar borga. Þrátt fyrir þessa sér
stöðu, mun nú vera svo kom-
ið, að óvíða séu útsvör miklu
þyngri en í Reykjavík. Þó að
útsvarsstiginn sé nokkru
hærri á einstökum stöðum, er
útsvarsbyrðin miðuð við mann
fjölda hvergi eins mikil. Það
er nú sannleikurinn um fjár-
málastjórnina í Reykjavík,
þar sem Sjálfstæðismenn
ráða einir eins og Mbl. segir.
Skýringarnar á fylgi flokk
anna eru allt aðrar en Mbl.
vill vera láta. Hitt er þó engu
síður umhugsunarvert í því
sambandi, að núverandi
stjórnskipun og kosningalög
er sá óskapnaður, að kjósend
ur standa þúsundum saman
ruglaðir og ráðvilltir þess
vegna. Menn geta ekki einu
sinni vitað hvort þeir kjósa
raunverulega andstæðing eða
fylgismann ríkisstjórnarinn-
ar, ofan á allan þann hræri-
graut, sem flokkaskipunin og
stjórnmálabaráttan að öðru
leyti veldur. Á slíkum tímum
verður það óneitanlega dá-
Iítið tilviljanakennt og tæki-
færisbundið . hver styrkleiki
flokkanna verður.
Paradísartrú Mbls. er liins
vegar ósköp loftkennd, eða vill
blaðið halda því fram, að fvlgi
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði
byggist á því, að þar stjórnar
Alþfl. einn og menn sjá hvé
vel það er gert? Sama skýr-
ing ætti þá líklega að vera á
völdum og fylgi kommúnista
í Neskaupstað.
Ö+Z.
Ragnar Jónsson
hæstaréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Slml 7752
Lögfræðistörf og eigniutn-
sýsla. j