Tíminn - 03.06.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.06.1951, Blaðsíða 8
„A FÖRNIM VEGI“ t DAGí \ Verðlagilf og mutborðið 35. árgangur. Reykjavík, 3. júní 1951. 121. blaff. Víða mikið kal ■ tún-| um á Suðurlandi Blint fólk er á síðustu tímum farið aff læra nuddlækningar. IVlynd þessi er frá Danmörku og sýnir blinda konu, sem er að læra nudd. Tún í Árnessýslu er víða skammkalin eftir næturfrostin, sem komu ofan á sólbráðina á daginn, fyrst í vor. Eru í tún- iinum víða stórar, hvítar skellur, sem ekki kemur strá upp úr, og munu ekki gróa aff neinu gagni í sumar. Skorað á ítölsku stjórnina að birta úrslitatölur Fimm ítalskir þingmenn hafa krafizt þess, að innan- ríkisráðherraml láti birta úr- slitatölur í sveitarstjórnar- kosningunum á Norður-falíu. Hingað til hafa aðeins verið birtár bráðabirgðatölur, og sökuðu þingmennirnir ráð- herrann um það, að reyna að draga fjöður yfir atkvæða- tap, sem stjórnarflokkarnir hafi orðið fyrir við kosning- arnar, enda þótt fyrirkomu- lag kosninganna og lögleyfð kosningabandalög hafi orðið þess vör, að þeir hafi fengið mjög viða meirihluta fulltrúa. Yfirleitt lítur illa út með sprettu á túnunum. Þau eru ekki nema aðeins vel græn, þar sem þau eru þó ókalin, og miðar grasvexti ákaflega seint. Er hvort tveggja, að sól arlaust hefir verið í vor, og úrkoma mjög lítil, enda þótt suðlæg átt hafi verið um langt skeið. Klaki í jörðu. Jörðin er einnig mjög köld enn, því að klaki er ekki far- inn úr. Fyrir einni viku var sums staðar ekki nema skóflu stunga niður á klakann, og síðan önnur skóflustunga nið- ur í þíða jörð. Klakalagið er auðvitað mismunandi eftir aðstæðum, en yfirleitt verður enn nokkuð, þar til klakinn er horfinn, svo að jarðvegur- inn mun seint hlýna í sumar og spretta sennilega verða treg fram eftir. Guðrún Bi'imborg Úthagi. sýnir kvikmynd Frú Guðrún Brunborg er nýlega komin hingað til lands.! Hefir hún meðferðis norska! kvikmynd, sem hún hyggst| sýna hér á landi. Mynd þessi, sem heitir Við giftum okkur, var sýnd i Osló í vetur og fékk þar ágæta dóma. Fjallar hún um þá erfiðleika, sem verða á vegi ungs fólks, sem vill gifta sig og stofna sitt eigið heimili. Erfitt reynist að fá húsnæði og ýms önn- ur viðfangsefni krefjast úr- lausnar. Fyrst um sinn mun myndin verða sýnd hér í Tjarnarbíói, en hugmynd frúarinnar er að sýna hana, að því loknu úti á landi. Allur ágóði, sem verða kann af sýningunum rennur í sjóð þann, er frú Guðrún stofnaði fyrir nokkrum árum til styrkt ar íslenzkum og norskum stú dentum. Útjörð lítur til muna betur út en túnin, og er þar kominn nokkur gróður. Byrjað er að láta út kýr, og mun það að vísu vera í seinna lagi. Lélegur afli hjá Sevð isfjarðarhátnni Frá fréttaritara Tímans í Seyðisfirði. Lítils háttar síld veiddist í Seyðisfirði á dögunum, og kom bátur frá Neskaupstað til þess að reyna veiðar, en hélt aftur heim í gær með lítinn feng. Bátar frá Seyðisfirði fiska nú nauðalítið, jafnvel þótt beitt sé nýrri síld. Einn bátur, Valþór, er á lúðuveiðum austur í hafi, en afli er tregur. WV Í1»RÓTTAGREI!V TEKU\ EPP A ÍSLAADI: Fyrsta landskeppnin í hjólreiðum í kringum Akrafjall í sumar íþróttabandalag Akraness hefir gengizt fyrir því, að efnt verður til keppni í hjólreiðum hér á landi. Hefir Í.S.Í. nú veitt Akurnesingum leyfi til að halda á Akranesi landsmót í hjól- rciðum. Verður landsmótið haidið síðari hluta sumars. Blaða maður frá Tímanum átti í gær viðtal við Guðmund Svein- björnsson, formann íþróttabandalagsins á Akranesi, um þessa nýstárlegu íþróttakeppni. Vinsæl íþrótt erlendis. Hjólreiðarnar eru vinsæl iþrótt erlendis. í mörgum löndum meginlandsins er reiðhjólið svo algengt farar- tæki, að næstum hver full- tíða maður og kona fer á hjóli einhvern tíma ævinnar. Þau lönd, sem flötust eru, svo sem Danmörk og Holland, eiga flesta hjólreiðamenn, þó að hjólreiðar sem íþrótt sé jafn vel meira stunduð í fjöll óttari löndum, svo sem Ítalíu, Frakklandi og Sviss, þar sem árlega eru haldnar hjólreiða- keppnir, sem vekja alþjóðar- athygli og meira en það. Þar tekur keppnin stund- um marga daga og hjólreiða- mennirnir eru dáðar hetjur, þegar þeir koma heim með sigur fyrir land sitt eða hér- að. Til dæmis er vinsælasti i- þróttamaðurinn á Ítalíu hjól reiðakappi, sem Cobbi heitir, og má sjá nafn hans víða krotað á byggingar og brýr. við, að keppt verði jafnframt í miklu lengri leiðum í hjól- reiðum hér á landi, og hefir þannig verið talað um hjól- reiðakeppni milli Akraness og Akureyrar. Mál Gestelev-ilronjíj- anna enn úntkljáð Barnavrendarnefndin á Fjóni í Danmörku hefir úr- skurðað sinn dóm í máli Gestelev-drengjanna tveggja, er í vor voru teknir með valdi frá heimili sínu á hinn harka- legasta hátt, svo að almenn andmæli vakti í Danmörku, eins og rakið hefir verið hér í blaðinu. Barnaverndarnefnd- in hélt fast við fyrri aðgerðir í þessu máli, og er málið enn á dagskrá í Danmörku og veita blöðin barnaverndarnefnd- inni hinar hörðustu ákúrur fyrir þvermóðsku og tillits- leysi. Kennari drengjanna hefir Bréf frá Truman — en enginn bilbugur á Persum Öldungadeild persneska þingsins ræddi á lokuðum fundi í gærmorgun persónu- legt bréf, sem Mossadegh for- sætisráðherra hefir borizt frá Truman Bandaríkjaforseta. — Síðar í gær átti að verða fund ur í fulltrúadeildinni. Því hefir verið lýst yfir af persneskum embættismönn- um, að ekki komi til mála, að hvikað verði frá fyrri á- kvörðunum persneska þings- ins um þjóðnýtingu olíulind- anna, enda þótt Bandaríkja- menn leggi hart að Persum að taka upp samninga i ein- hverri mynd við Breta. barizt ótrauðlega fyrir þvi, að málið fengi annan endi, en segir, að það sé eins og að hrópa niður í brunn að tala við barnaverndarnefndina. Málinu hefir verið áfrýjað til barnavérndarráðsins í Kaupmannahöfn. Hið nyja felagsheimili K. R. var vígt í gær Íþróttasvæðið verður tekið í notkun á niiðju sumri o«' verður vígsluleikur á g'ras- vellinum við norska liðið Válerengen í gær var félagsheimili Knattspyrnuféiags Reykjavíkur viff Kaplaskjólsveg vigt Er þetta hluti af væntanlegri byggingu, sem nú er tekin í notkun, en bygging þessa hluta hússins var hafin fyrir 15 mánuðum, og hefir verkið því gengið mjög vel. Borgarstjórinn, Gunnar Thoroddsen, íþróttafulltrúinn og ýmsir forustumenn íþróttasamtakanna voru viðstaddir vígslu athöfnina. Sneri sér til Í..S.Í. íþróttabandalagið á Akra- nesi sneri sér til stjórnar í. S.í. í apríl s.l. og bað um leyfi til að mega hafa meistara- keppni í hjólreiðum á Akra- nesi. Var jafnframt mælzt til þess, að meistarakeppni í þess ari grein yrði jafnan háð á Akranesi og bent á það, að heppilegt sé, að miðstöð í- þróttanna væri ekki að öllu leyti í Reykjavík og ekki væru allar meistakeppnir háðar þar. Í.S.Í. gat ekki fallizt á það, að til að byrja með yrði um meistarakeppni að ræða, en hefir nú gefið Akurnesing- um leyfi til að efna til lands- keppni í þessari nýstárlegu í- þróttagrein, og verður hún háð seint í sumar, eftir að nauðsynlegum undirbúningi er lokið. Hjólað í kringum Akraf jall. Þegar er nokkurn veginn ákveðið, hvernig þessari fyrstu landskeppni í hjólreið um, verður háttað. Aðal keppnin verður hringferð I kringum Akrafjall, sem er um 33 km. leiff eftir þjóðveg inum. Er það heppileg leið fyrir keppnina og tilbreyt- ingarríkur akvegur, án þess þó aff um mikið af.erfiðum brekkum sé að ræða. Styttri vegalengdir. Jafnframt þessari löngu og erfiðu keppni er svo ráðgert, að hafa keppni á tveimur skemmri vegalengdum, á 3 og 10 kílómetra leið. Verður þá einnig keppt á þjóðveginum undir Akrafjalli. Langlciðarkeppni? Síðar meir má svo búast Fyrstur tók til máls for- maður K.R., Erlendur Ó. Pét- ursson og er hann hafði lok- ið ræðu sinnir sýndi formað- ur húsnefndar, Gísli Halldórs son, gestunum húsið og lýsti því nokkuð. Þessi hluti bygg- ingarinnar er 338 fm. og 1130 rm. í því eru búningsherbergi fyrir 60 manns, íbúð fyrir húsvörð og vallarvörð og einn ig bað. Viðbótarbyggingin verður mun stærrf, en í henni verð- ur íþróttasalur og fleira. — Einnig tóku til máls Gunnar Thoroddsen og Þorsteinn Einarsson. íþróttasvæðið. Áætlað er að á miðju sumri verði hægt að taka íþrótta- svæðið í notkun, en við það var hafin vinna fyrir rúmum tveimur árum. Eru það þrír grasveilir og hlaupabraut. — Fyrirhugað er að fyrsti knatt spyrnuleikurinn þar verði við norska knattspyrnuliðið Vál- erengen, sem er væntanlegt hingað á vegum K.R. í sumar. Verður það fyrsti leikurinn, sem fer fram á grasvelli hér á landi. Með vígslu þessa nýja fé- lagsheimilis síns hefir K.R. náð mikilvægum áfanga í fé- lagsstarfsemi sinni, og það verður félaginu mikill styrk- ur í framtíðinni. Kosning’ar á írlandi um «*arð gengnar Kosningar hafa farið fram á írlandi, og lauk þeim með því, að flokkur le Valera fékk kosna 69 þingmenn, flokkur Costellos, sem farið hefir með stjórn, 64, og óháðir þing- menn eru fjórtán. Óháðir hafa stutt stjórn Costellos, en nú er óvíst, hvor- um aðilanum þeir muni veita brautargengi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.