Tíminn - 06.06.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.06.1951, Blaðsíða 4
«. TfMINN, miðvikudaginn 6. júní 1951. 123. blað. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Ný félagsbók DANMÖRK (Lönd og lýðir) eftir Kristinn Ármanns- son yfirkennara, er komin út. Bók þessi skiptist í 3 meginkafla, sem fjalla um landið, þjóðina og einstaka landshluta og merkisstaði. í henni er einn sérstakur mjög fróðlegur kafli um samskipti íslendinga og Dana. í bókinni eru alls 155 myndir, m.a. ýmsar myndir, sem hafa sérstakt sögulegt gildi fyrir íslendinga, eins og t.d. myndin af Östervoldgade 12, þar sem Jón Sig- urðsson átti heima. Bókin er 272 bls. að stærð eða ná- lega þriðjungi stærri en bækurnar um Noreg og Sví- þjóð, sem áður hafa komið út í þessum bókaflokki. Aðrar félagsbækur í ár verða Þjóðvinafélagsalmanakið 1952, Sögur eftir austurriska skáldið Stefán Zweig, Andvari 1951 og Alþingisrímurnar. Árgjaldið, sem fé- lagsmenn fá þessar 5 bækur fyrir, er 50 kr .eða 14 kr. hærra en s.l. ár. Hækkun þessi var óhjákvæmileg vegna hins gífurlega aukna útgáfukostnaðar, t.d. hefir pappír- inn hækkað meira en til helminga frá því í fyrra. Félagsbækurnar verða nú stærri að arkatölu heldur en s.l. ár og eykur það að sjálfsögðu einnig útgáfukostn- aðinn. — Vegna hins lága félagsgjalds undanfarin ár er nú fjárhagur útgáfunnar fremur erfiður. — Félags- menn eru því vinsamlegast beðnir að vitja sem fyrst hinnar nýju bókar um Danmörku og greiða um leið félagsgjaldið 1951, enda er það nú allt fallið í gjald- daga. — Gerið svo vel að athuga: Um leið og þér borg- ið 50 kr. árgjald, borgið þér í einu allar fimm félags- bækur þessa árs. Eins og áður verður hægt að fá sumar bókanna í bandi gegn aukagjaldi. Frestið ekki ;ið gera þessi kostakjör Nýir félagsmenn geta enn fengið allmikið af eldri félagsbókum, alls um 50 bækur fyrir 226 kr. Meðal þessara bóka eru úrvalsljóð islenzkra skálda, almanök Þjóðvinafélagsins, Heimskringla, erlend skáldrit og myndskreyttar landafræðibækur um Noreg og Sví- þjóð. — Þann 1. okt. n. k. mun verð sumra þessara bóka hækka, ef eitthvað verður þá óselt af þeim. Frestiö því ekki að gerast félagar og tryggja yður þar með eigu legt heimilisbókasafn við vægu verði. Bækur uin íþróttir Handknattleiks- og körfuknattleiksreglur ÍSÍ (ný útgáfa) kr. 10, Glímúlög ÍSÍ kr. 5, Sundreglur kr. 12,50, Tennis- og badmintonreglur kr. 5, Vaxtarrækt kr. 10, Leikreglur í frjálsum íþróttum kr. 10, Knattspyrnu- bókin kr. 12,50, Knattspyrnulög kr. 10. Árbækur í- þróttamanna 1942—’48 kr. 105 llar bækurnar. — Sund, kennslubók Jóns Pálssonar, kr. 30 og Frjálsar íþróttir, hin nýja handbók eftir Þorstein Einarsson og Stefán Kristjánsson, kr. 45. Ýmis forlagsrlt Fögur er foldin, erindasafn dr. Rögnvaldar Péturs- sonar; Saga íslendinga, 4.—7. b. (pantanir á skinnbandi teknar); Leikritasafn Menningarsjóðs (áskriftarverð kr. 30); Búvélar og ræktun (síðustu eintökin hafa nú verið bundin); Bréf Stephans G.; Ilíons- og Odys- seifskviða. Bókabúð Mennin^arsjóðs. \ annast aðalútsölu Útvarpsblaðsins, eina blaðsins í land- inu, sem sérstaklega fjallar um útvarpsmál. — Það birtir dagskrá Ríkisútvarpsins og kynnir hana, flytur viðtöl við útvarpsmenn og myndir af þeim, gaman- þætti, raddir hlustenda o.m.fl. — Áskrifendur geri svo vel að greiða áskriftargjaldið til næsta umboðsmanns eða senda það beint til aðalútsölunnar. — Eldri ár- gangar Útvarpstíðindanna fást við mjög vægu verði. — Bókabúðin hefir einnig til sölu fjölbreytt úrval bóka frá ýmsum útgefendum, m.a. Nýtt söngvasafn, Sturl- ungu, I.—II. (sérstakt verð fyrir félagsmenn), Ritsafn Jóns Trausta, Passíusálmana, ársritið Breiðfirðing, Öldina okkar og Garðagróður. Sendum bækur gegn póstkröfu. — Umboðsmenn um land allt. — Bókabúð og skrifstofa að Hverfisgötu 21. Símar: 80 282 og 3652. Pósthólf 1043. Stefán Pétursson við dyr leyndar- dómanna Alþbl. er með ýmsar full- yrðingar um verðlagsmál í gær og víkur þar ýmsum orð- um að mér. Þeim Stefáni Pét- urssyni og Helga Sæm. finnst ég vera státinn af litlu, þegar ég tala við þá háu herra. Með fullri hógværð langar mig þó til að ávarpa hátignirnar lít- illega. Meinti Alþbl. nokkuð af! því, sem það sagði aftur og j aftur í síðasta mánuði, aðj vísitöluuppbót á laun væri engin kauphækkun, heldur aðeins sjálfsögð ráðstöfun til að halda óbreyttu kaupi? Þessu óska ég að verði svar- að ákveðið með jái eða neii. Verði svarið já spyr ég aftur. Hvaða rök liggja til þess að lækka tekjur bænda með því að synja þeim um vísitöluhækkun til hálfs á við það, sem launþegar hafa j fengið siðan verðlag mjólk- ur var ákveðið í haust? Svari Alþbl. hins vegar fyrri spurningunni neitandi mun ég ekki sjá ástæðu til að ergja þessa menn með fleiri spurningum. Svo ætla ég þá að veita hinum margfróðu mönnum við Alþýðublaðið litla fræðslu ef þeirra lítillæti kynni að þiggja slíkt af einum fávísum „malbiksbónda.“ Gert er ráð fyrir að nýtt hrossakjöt komi á markað í þessum mánuði, enda er sum- arslátrun hrossa engin ný- lunda, — jafnvel ekki slátr- un í júni. Stefán Pétursson má ómögulega taka horfell- issögur úr Þjóðvilja Magnús- ar Kjartanssonar svo bók- staflega, aö hann haldi að allur hrossastofninn sé gjör- fallinn. Stóðhross eru yfir- leitt vel fram gengin og um sóistöður hafa þau tekið full- um sumarbata. Kjötverð það, sem auglýst hefir verið nú síðast, er sum- arverð, en eins og flestir vita, er sumarverð jafnan hærra en haustverðið. Og nú skal „malbiksbóndinn“ ljúka upp dyrum leyndardómanna fyr- ir Stefáni Péturssynf og segja honum á hverju það byggist. Það er nefnilega svo, að lömb og kálfar og trippi stækka með aldrinum eftir þvl sem lengra líður á sum- ar. Hins vegar ganga þessar skepnur yfirleitt sjálfala á sumrin, svo að eldi þeirra þann tíma kostar eigandann lítið. Fáir bændur myndu því fara að slátra fyrir Stefán Pétursson á miðju sumri eða fyrr, ef þeir fengju ekki meira verð fyrir hvert kg. en í sept- emberlok. Bændur vilja nefni lega fá jafnmargar krónur fyrir kálfinn í júní og í sept. eða október og til þess þurfa þeir fleiri krónur fyrir hvert kg. af því að þau eru færri Ef til dæmis 10 kg. í júní eiga að kosta jafnmiklð og 15 kg. í september, þá þarf hvert kg. í júní að vera dýrara. Þetta vona ég að Stefán Pétursson skilji, ef hann gefur sér næði til að hugsa um það í góðu tómi. Svo ætla ég þá ekki að þessu sinni að þreyta hin fagur- tignu Alþýðublaðshöfuð með því að nefna fleiri atriði. Það er léttast til skilnings að taka ekki of margt fyrir í einu. H. Kr. Bóndi sendir mér pistil þann, sem hér fer á eftir: „Furðuleg þykja mér viðbrögð verkalýðsblaðanna við mjólkur- hækkuninni. Bæði þessi blöð hafa margsinnis lýst því yfir, að kröfur launþega um vísitölu uppbót væri aðeins barátta fyrir óbreyttu kaupi og til þess ættu þeir helgan rétt. Þá hélt ég, að bændur ættu líka „helgan rétt“ á „óskertum launurn" fyrir sína vinnu. En það er nú eitthvað annað, en verkalýðsblöðin fall- ist á það, — hvað þá að þau beiti sér fyrir því. Þau segja þvert á móti, að það sé árás á lífskjör alþýðunnar í landinu, að laun mannanna eru ekki enn skert í hlutfalli við launatekjur annarra. Hvernig á nú að skilja þetta? Varla geta blaðamennirnir ver ið svo nautheimskir, að þeir skilji það ekki, að almenn verð hækkun nær til bænda eins og annarra. Stígvél bóndans og ann ar fatnaður, kornvörur, kaffi og sykur hækkar allt í verði hjá honum eins og öðrum. Reksturs vörur hækka líka eins og engu síður. Ætti þá bóndinn einn manna að taka á sjálfan sig þessa hækkun og búa þannig við kjararýrnun þegar aðrir fá fleiri krónur, svo að þeir haldi „ó- breyttum launum“? Jafnvel þó að blaðamenn væru nú svo heimskir, að þeim finndist þetta eðlilegt, þá eiga þeir menn yfir sér. Það þarf enginn að segja mér, að Einar Olgeirsson, Ásmundur á Reyðar- á, Ásgeir Ásgeirsson og Stefán Jóhann séu þau erkinaut að skilja þetta ekki. En hvað veld- ur þá? Mér er að detta í hug að þess- ir flokkar séu orðnir langþreytt ir á fylgisleysi sínu í sveitum og ætli nú að vinna nýja sigra i Reykjavik og öðrum kaupstöð um þá með því að hefja kross- ferð gegn bændum. Nú myndi eiga að telja launþegum trú um það, að bændurnir séu einhverj ir arðræningjaf og forréttinda- stétt, en ekki alþýðustétt, sem á að eiga samstarf og hafa sam ráð við aðrar alþýðustéttir um að ákveða kjör sín. Bændur, verkamenn og sjómenn eiga í félagi að ákveða kjör sín í fullu samstarfi. Þá, og þá fyrst, verður hér farsæl alþýðustjórn og alþýðu- lýðveldi, ef svo mætti segja. En þessir eitruðu labbakútar, sem bera róg milli bænda og verka- manna, eru sannarlega sárgræti legar eiturplöntur. Ekki trúi ég því, að þessir flokkar verði svo djarfir að bjóða fram við aukakosningarn ar í Mýrasýslu? Mýrasýsla er hreint landbúnaðarhérað. Þó að Borgarnes sé að vísu myndarlegt þorp, lifir það á verzlun, sam- göngum, iðnaði og annarri þjón ustu fyrir landbúnaðinn. Þess vegna hafa Borgnesingar góða aðstöðu til að skilja bændur og menn finna meiri þörf á öðru en borgarastyrjöld við þá. Ég held það sé ómögulegt, að flokkur Þjóðviljans og Alþýðu- blaðsins fái meðmælendur í Mýrasýslu í sumar, slíkan ó- þokka sem blöðin hafa sýnt mál um bændanna. Og það er strax nokkur ávinningur, fyrst hugar farið er svona, að þeir hagi sér þá svo hispurslaust, að þeir þori ekki að sýna sig í sveitum". Fáu hefi ég hér við að bæta. Ég held nú samt að Alþbl. hafi skýrt frá því, að Aðalsteinn Hall dórsson ætti að vera frambjóð andi Alþfl. í Mýrasýslu. Hitt má vel vera eins og bóndi spá- ir, að sú ferð sé honum forsend- ing, og hann fái enga meðmæl- endur. Vel get ég fallizt á það, að engin ástæða sé til þess, að sveitahérað leggi sendimönnum Þjv. og Alþbl. til meðmælendur. Það væri þá ef þeir fengju víxil hjá íhaldinu með uppáskrift sinna húsbænda, í von um að eitthvað reittist þá af Andrési Pétri til léttis. — En við sjáum til. Starkaður gamli. Aðalfundur Útvegsbanka íslands verður haldinn í húsi bankans í Reykjavík föstudag- inn 15. júní, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbankans siðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1950. | . 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 5. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrif- stofu bankans frá 11. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bank- ans hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrif- stofu bankans. Reykjavík, 1. maí 1951 F. h .fulltrúaráðsins Stefán Jóh. Stefánsson Lárus Fjeldsted

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.