Tíminn - 06.06.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.06.1951, Blaðsíða 5
123. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 6. júní 1951. 5. mtm Miðvihud. G. jjúní Alþýðublaðið óvirðir launþega Alþbl. heldur áfram bar áttu sinni gegn þvi, að bænd ur fái vísitöluhækkun á mjólk' urverð. Nú bregður það á það' ráð, að reka upp kveinstafi sára og segir launþega ekki hafa efni á að kaupa mjólk á hinu nýja verði. Þeir neyðist til að minnka við sig mjólk-; urkaup, sem nemur hinni nýju hækkun eða að minnsta kosti 13 aurum af henni. Alþbl. hefir hins vegar ekk ert talað um það, að bændur eða aðrir ættu erfitt með að borga hækkað kaup, — þó að ekki væri nema vísitöiu- hækkun. Þó má gera ráð fyrir því, að sama lögmál gildi á báðum sviðunum og einhvers staðar séu þau takmörk, sem ekki borgi sig að fara yfir. Ekki er Alþbl. höfðinglegt þegar það býður bændum vináttu og samúð launþega. Það boð gerir blaðið fyrir laun þeganna hönd með því skil- yrði, að bændur vinni fyrir lægra kaupi en allir launþeg ar aðrir. Vilji þeir ekki sætta sig við það, segir Alþýðublað- ið að það þýði fortöpun vin- áttu sinna manna. Bændur munu sennilega brosa í kampinn að þessum stórmælum Alþbl. En hætt er við því, að mörgum fátæk- um verkamanni, sem betur kann að meta ærlegt starf en ritstjórn Alþýðublaðsins, þyki skömm til koma þeirra grútarsála, sem gera slík til- boð í hans nafni, — umboðs- laust þó . Verðlagsgrundvöllur sá, sem gilt hefir og gildir enn, miðast við það, að bændur beri yfirleitt úr býtum það mikil laun, að kjör þeirra séu hliðstæð kjörum ófaglærðra verkamanna. Afurðaverðið hefir þannig verið miðað við það, að bændur hefðu lægstu verkamannskaup fyrir vinnu sína. Síðustu mánuði liðins árs hækkaði kaupgjald sam- kvæmt vísitölu um 8 stig, — úr 115 í 123 — án þess að bændur fengju vegna þess nokkra hækkun á mjólkur- verði, svo að þeim yrði launa bót að. Þessi 8 stig er enn eftir að bæta þeivn. Þau eru forskot, sem launþegar hafa umfram bændur. Um þessi mánaðamót gekk í gildi 9 stiga hækkun á launa greiðslum til margra laun- þega, þrátt fyrir þær breyt- ingar, sem gerðar voru á geng islækkunarlögunum í vetur. Þær kauphækkanir virðast vera nákvæmlega jafn lög- legar eða ólöglegar og hækk- un mjólkurinnar. Það sýnir svo réttlætistil- finningu verkalýðsblaðanna svokölluðu, að þeim kemur hjartanlega saman um það, að bændur hafi enga veröleika til að fá vlsitöluhækkun á tekjur sínar, þegar það sé heilagur réttur launþega. Öðrum megin eru menn með heilagan rétt. Hitium megin eru óverðugir og rétt- lausir menn . Svo þykist Alþbl. mæla fyr- ir munn launþega og segir við bændur: ERLENT YFIRLIT: jí Skipting jarðeigna á italíu Skipting óræktaðs lands milli landbiinað- arverkamanna á Italiu er stefnuniál flokks de Gasperi forsætisráðherra, Kristilegra jafnaðarmanna. f Kalabríu er byrjað á slíkum framkvæmdum. Norska blaðið Verdens Gang hefir nýlega birt frásögn eftir fréttaritara sinn, Hans Bauer, um skiptingu jarðnæðis á Italíu. Bauer var sjálfur viðstaddur þegar Caglioti prófessor afhenti frumbýlingunum land það, sem þeim var úthlutað til nýbýla- myndunar. Hér fer á eftir frá- sögn Bauers um þetta mál: Blóðbragð af nafninu. Það er blóðbragð af nafninu Melissa í Italíusögu síðustu ára. Þar var það, sem nokkur þús- und soltinna landbúnaðarverka manna réðust í það 1949, að taka sjálfir í sínar hendur með of- beldi land gósseigendanna. Kom múnistar æstu þessa öreiga til þeirra framkvæmda. Lögreglan reyndi að vernda eignarréttinn. Hún notaði skotvopn sín og nokkrir menn voru drepnir. Þessir atburðir ollu ókyrrð víða um Suður-ftalíu. f Apulíu og á Sikiley var mikil ólga og uppþot. Ríkisstjórnin átti mjög úr vöndu að ráða. Lögin voru brotin og það varð að koma á ró og kyrrð í landinu. Hins veg ar var ekki hægt að loka aug- unum fyrir því, að ástandið var alveg óviðunandi. Kristilegir jafnaðarmenn, flokkur de Gasperis, hafði á stefnuskrá sinni endurbætur á jarðeignalöggjöf landsins. Það var stefnumál stjórnarinnar. En í samstarfi við de Gasperi og flokk hans voru aðrir, sem voru málinu andvígir. Það gekk því í þófi og framkvæmdir drógust á langinn. Allt fór í athugun og rannsóknir. En mannvígin í Melissa sýndu, að hér varð eitthvað að gera áður en losnað hefði sú skriða, sem ekki yrði stöðvuð. Misheppnað eignarnám. En reynsla öreiganna af land- tökunni var ekki góð. Jarðnæðið, sem þeir höfðu lagt hald á, var þeim ekki nóg. Hvað stoðaði jörðin þá, ef þá vantaði útsæði, verkfæri, vatn, vegi og húsnæði? Æsingamennirnir gátu ekki bætt úr þessu með ræðum sín- um um helgan rétt og arðrán. Byltingarmenn drógu sig sjálf- krafa til baka. Byltingasöngvarn ir þögnuðu og rauðu fánarnir hurfu. irvrirnil Ríkisvaldið hjálpar öreigunum. Antonio Segni landbúnaðar- ráðherra í stjórn de Gasperis er flokksbróðir hans. Hann er rót- tækur umbótamaður í þjóðfé- lagsskoðunum. Hann beitti sér fyrir því við de Gasperi, að þeir kæmu fram sérstökum lögum um skiptingu jarðeigna í Kala- bríu. Þannig komu þau til lög in um skiptingu lands á háslétt unni Sila, sem liggur í 1200 metra hæð og hallar niður að Jóniska hafi. Segni valdi prófess or nokkurn í efnafræði við há- skólann í Róm til að veita fram kvæmdinni forstöðu. Það var Kalabríumaður, Vincenzo Cagli- oti að nafni. Veturinn 1949—50 var snjóa- vetur á Italíu. Þá sáu íbúarnir í Sila lágan, grannvaxinn mann, sem batt langar fjalir undir fæt ur sér, þar sem hann fór um snjóinn. Þeir höfðu aldrei séð skíðamann fyrr. Undrun þeirra varð þó ennþá meiri vegna þessa manns. Þetta var Caglioti pró- fessor, fulltrúi ríkisstjórnarinn- ar. Ríkisvaldið hafði birzt þess- um mönnum í líkingu skatt- heimtumanns og lögreglu, en hér kom það í gervi hjálpar- manns öreiganna til að koma fótum undir þá. Ríkið ætlaði að hjálpa fátæklingunum! Ekki var nú sagan sennileg. En prófessor inn bugaðist hvorki af tor- tryggni né öðru. Hann valdi sér nokkra samstarfsmenn og fyllti þá eldmóði áhugans. Til að stjórna daglegri framkvæmd til undirbúnings deilingu landsins valdi hann verkfræðing frá Napólí. Hann valdi sér aftur menn eftir þeim reglum að þar væri enginn eldri en 35 ára og enginn þyngri en 70 kg. Þeir, sem fara yfir þessi takmörk, er hætt við að tæpast verði nógu brattgengir og brekkusæknir í misjöfnum veðrum. Landið, sem fannst. Skipting landsins varð að byggjast á samvizkusamri at- hugun og nákvæmri þekkingu. Það kom fljótt í ljós, að ekki mátti treysta gömlum skýrslum. Ræktanlegt land reyndist 30 þús und hekturum stærra en fram hafði verið taliö. Af því landi höfðu eigendurnir svikizt um all ar skattgreiðslur. Veiðilönd barónsins og bjargarleysi fólksins. Það eru 534 þúsund hektarar lands, sem skipt er upp í Sila. Þar af voru 145 þúsund ha. eign 37 jarða. Ein sóknin er 19,400 ha. og af því landi voru 11 þúsund ha. fimm manna eign. íbúarnir voru hins vegar 5 þúsund. Þar höfðu verkamennirnir ekki at- vinnu nema 180 daga á árinu, og daglaunin voru andvirði þriggja kg. af brauði. En á bar- ónssetrinu voru 3000 hektarar ræktanlegs lands ósnert, svo að baróninn gæti stundað þar fugla veiðar og villisvínaveiðar. Framkvæmd eignarnámsins. Það er einungis ræktanleg en óræktuð jörð, sem þarna er tek in eignarnámi og skipt upp. Kristilegir jafnaðarmenn viður- kenna eignarréttinn, en þeir segja, að eignarréttinum fylgi skylda til að nota eignina og láta hana bera ávöxt fyrir al- menning. Sá, sem bregzt þeirri skyldu, hefir fyrirgert eignar- rétti sínum. Stórbændur fá að halda 300 ha. landi, ökrum og beitarlandi. Gósseigendum þykir lítið borgað fyrir landið, sem tekið er eignarnámi, en þeir fá 20 þúsund til 115 þúsund lírur fyrir ha. eftir gæðum landsins. Ríkisvaldið vitnaði til þess, hvers virði eigendurnir sjálfir töidu þetta land, þegar þeir áttu að greiða skatt af því. „Varla fara þeir að halda því fram, að þeir hafi svikið undan skatti árum saman“, segja embættismenn skattstjórnarinnar sakleysislega. Aðeins byrjunin. En þó að þessi úthlutun jarð næðis í Kalabríu sé aðeins lítil- fjörleg byrjun á þeirri áætlun, sem ná skal til landsins alls, og , hefst fyrir alvöru upp úr næstu Vincenzo Caglioti prófessor. áramótum, kostar hún þó ríkis- sjóðinn verulegt fé. Þar munar ekki mest um sjálfa skiptinguna og beinan kostnað við hana. Miklu meira munar um ýms framlög, svo að nýbýlingarnir geti komið fótum undir sig. Þeir þurfa hús, verkfæri, útsæði og bústofn. Það þarf að huga fyrir vatni og vegasambandi. Og það þarf að veita frumbýlingunum tæknilegar leiðbeiningar. Þess vegna hafa bændur norðan frá Toscana verið fengnir til að kenna Kalabríumönnum að erja jörðina. Framkvæmdirnar í Sila kosta 30 milljónir líra úr opin- berum sjóðum. Kommúnismi, sem stafar af vanfóSrun. Blaðamenn spurðu Caglioti Raddir nábúanna Alþbl. spjallar um sjálfshól kommúnista, vegna Nýsköpun arinnar og segir í því tilefni, eftir að hafa vitnað í tiltekin ummæli: ,,Og auðvitað er ekkert auð- veldara, en að gefa sjálfum sér slíkan vitnisburð. Hitt er mesti misskilningur, ef komm- únistar halda, að þar með sé sjálfshólið og lygin orðin að Islandssögu. Þegar hún verður skrifuð, það er að segja saga þeirra ára, sem hér um ræðir, verða áróðursgreinar Þjóðvilj- ans ekki taldar nein alvarleg heimild; og jafnvel þótt Einar kunni að hafa haldið einhverja af sínum mörgu froðumælsku ræðum í september 1944, þá er hætt við því, að hún verði heldur ekki talin neitt sérstak lega „historisk“, frekar en aðr ar ræður hans. Hugmynd ný- sköpunarinnar hafði nefnilega verið rædd árum saman áður en sú ræða var haldin, og fram kvæmd hennar alllengi verið undirbúin með stofnun nýbygg ingarsjóða útgerðarinnar fyrr á ófriðarárunum. En um ný- sköpunarstjórnina svo nefndu sjálfa er það að segja, að kom múnistar tóku sæti í henni án þess að gera nýsköpun atvinnu lífsins að nokkru skilyrði; þeir settust yfirleitt skilyrðislaust í þá stjórn; svo „óðfúsir" voru þeir i „jötunheima“ auðvalds- ins“. Þetta eru réttmæt ummæli hjá Alþbl. og engin ástæða til að hæla sér af því, þó að eitt- hvað fé hafi farið til gagn- legra hluta þegar tekjur ís- lendinga voru mestar. Ef þið hættið að taka lægsta verkamannskaup fyr- ir að framleiða handa okkur mjólk. getur okkur þótl vænt um ykkur. Þá skuluð þið hafa samúð okkar. En ef þið ætlið að hafa kaup eins og lægsti launaflokkur innan samtaka verkalýðsins, þá þýðir það fullan fjandskap af okkar hálfu. Þetta er feigðargaul blaðs, sem einu sinni kenndist við alþýðuna, en er algjörlega hætt að skiija hugsunarhátt og iifskjör a.þýðumanna. Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljum flestar tegundir handslökkvl tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Tryggvagötu 10 Kolsýruhleðslan s.f. Siml 3381 Greinargerð um ágreining landssímans og símalagningamanna. Samningar á milli póst- og símamálastjórnarinnar og Fé lags símalagningamanna strönduðu á eftirfarandi atrið um: 1. Félag símalagninga- manna krafðist almenns for- gangsréttar til að gera upp efni og til viðhalds verkfæra og þess háttar. Eóst- og símamálastjórnin. vildi veita þeim slíkan for- gangsrétt aðeins á fagvinnu- sviði þeirra, en ekki umfram það, sem eðlilegt er að þeir hafi lært eða eru hæfari til en aðrir. Þannig sé t. d. ekki hægt að gefa þeim forgangs- rétt til uppgerðar efnis, sem þeir yfirleitt eru ekki kunnug ir eða þess sem eðlilegt er að starfsmenn efnisvörzlunnar geri, og ekki til viðgerða á verkfærum, sem fellur undir fagvinnu handiðnaðarmanna eða annarra sérfróðra manna o. þ. 1., enda hefðu símalagn- ingamenn ekki lært til slíkra verka og aldrei haft forgangs rétt til þeirra. 2*. Félag simalagninga- manna krafðist að fá greitt fullt kaup (eins og fyrir vinnu) allan tímann, sem fer í hreinar langferðir, þ. e. ekki aðeins venjulegt dagvinnu- kaup, heldur einnig eftirvinnu og næturvinnukaup. Hafa þeir visað til þess, að þeim hafi stundum eða jafnvel oft ver- ið greitt það af hlutaðeigandi verkstjórum jafnvel á ferðum með skipum. Póst- og símamálastjórnin hefir ekki talið sér fært að greiða meira en venjulegt dag kaup í hreinum langferðum, þegar ekki er unnið, enda taki þær ekki óeðlilega langan tíma miðað við venjulegar á- ætlunarferðir. Hefir verið bent á, að hafi einhverntíma verið greidd eftirvinnu- og næturvinnukaup í hreinum langferðum af verkstjórum á vegum landssímans, hafi það sennilega verið gert af alveg sérstökum ástæðum og án heimildar eða vitundar póst- og símamálastjórnarinnar, enda hafi hún áður á fundum með verkstjórum tekið fram, að slíkt megi ekki gera. 3. Félag símalagninga- manna krafðist að fá greidd- an fæðis- og gistikostnað að fullu samkvæmt reikningi I lengri línuferðum út frá tjöld- um. Póst- og símamálastjórnin leggur simalagningamönnum til tjöld, bedda, matarílát, á- höld til upphitunar tjalda, kostar mataraðdrætti og mat reiðslu, en simalagningamenn kosta sjálfir efni í matinn með greiðslu til matarfélags síns, sem hefir undanfarið numið 12—15 krónum á dag. Póst- og símamálastjórnin taldi sig ekki geta greitt að fullu fæðis- og gistikostnað I slikum tilfellum, heldur ætti nefndar 12—15 krónur að koma til frádráttar, þar sem landssíminn hefði annars kostnað af mönnunum á tveim stöðum, en þeir högnuð ust annars um nefndar 12—15 krónur á dag í línuferðunum miðað við hina, sem búa 1 tjöldunum. Hins vegar hefir póst- og símamálastjórnin vilj að greiða fæðis- og gistikostn að að fullu á þeim árstíma, þegar ekki er hægt að hafa viðlegu með matarfélagi. Á síðasta samningafundi með (Framhald á 6. siðu.) ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.