Tíminn - 14.06.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.06.1951, Blaðsíða 8
„ERLEIVT TFfRLIT“ t DAG: tiommúnistar dæmdir 85. árgangur. ReykjavJk, »» A FÖRJMin \EGI“ t DAG: Kirhjjugarðurinn við Ljósvallagötu 14. júní 1951. 130. blaff. I¥ý-sjálenzk kona segir frá: Frumbyggjar Nýja-Sfá- lands að deyja út Leigiibílstjóri í smábæ í fimm ár. en ferðast ná um heiminn nieðal esperantista Fyrir fáum dögum kom hingað til lands gestur, sem er kominn langt að. Er það kona ein frá Nýja-Sjálandi, sem ferð a*t hefir víða um Evrópulönd, ni'i í hart nær tvö ár. Fór aff heiman frá sér til Ástralíu og þaðan út í heiminn til að kynn- ast fólki sem hcfir áhuga á esperanto eins og hún. Patricia de Cleene var leigu bílstjóri í smábæ einum, sem Palmerston North heitir, um 100 kílómetra frá Wellington, áður en hún lagði upp í þetta ævintýrarika ferðalag. Hún gerðist leigubílstjóri í byrjun styrjalc-arinnar, en það gerðu þá margar konur í Nýja-Sjá- landi, og kunnu vel við starf- ið margar hverjar. Cleene er annars af belgisk um uppruna. Sjálf er hún að vísu fædd á Nýja-Sjálandi og einnig móðir hennar, en afi hennar og amma komu frá Belgíu og settust að á lítt byggðu landi, þar sem nú er bærinn Palmerston North. Alnumiff Iand. — Nýja-Sjáland er dásam- legt land, segir Cleene. Hiti er þar mun minni en í Ástralíu og náttúruauðlegð mikil. En ekki skyldu menn samt fara þangað í landaleit með þrið fyrir augum að fá stórt og ónumið land til um- ráða. Landið er sem sagt allt numið og meira en það. Fjalla héruð og aðrir lítið gróðursæl- ir staðir, sem ónumdir eru, sýnast ekki fýsilegir til land- náms, og eru það þvi bæirnir, sem taka við fólksfjölguninni þar, eins og víða annars stað- j ar. Vikukaup verkamanns er 7 sterlingspund á viku fyrir 40 stunda vinnu, en kílóið af smj örinu kostar rösklega hálft sterlingspund. Virðist því svipað hlutfall milli kaups og smjörverðs þar og hér. Verðlag er samt ört hækk- andi, þar eins og annars stað- ar. — í Nýja-Sjálandi er vinnu- vikan eins og áður er sagt 40 stundir og ekki almennt unn- ið á laugardögum og sunnu- dögum. Eru jafnvel flestar Sýrlendingar mót- mæla landnámi Gyðinga í Galileu Sýrlendingar hafa mótmælt harðlega þelrri ákvörðun hers höfðíngja S. Þ. þar eystra, að Gýðingum sé á ný leyft að hefja áveituframkvæmdir á Jöndum þeim, sem þeir eiga í Galileu. Telja Sýrlendingar betta brot á samþykktum, sem gerð •ar háfá verið, og muni á éftir fara ný óöld, og róstur með manndrápum og hryðjuverk- um. Óttast Arabar mjög á- gengni Gyðinga á þessum slóð um og finnst enda Palestínu hafi verið rænt frá hinum arabiska kynstofni, sem þar hafði búið um mjög langan aldur. búðir lokaðar alla laugardaga. Skattar allháir. Almannatryggingar eru í góðu lagi, en skattar og opin- ber gjöld í hærra lagi. Laun- þegar finna þó minna fyrir þeim vegna þess, að þeir fá aldrei í hendur þá peninga, sem fara til greiðslu gjald- anna, heldur tekur húsbónd- inn þá af kaupinu um leið og borgað er út. Verða láglauna- verkamenn að greiða sem svarar 7% af tekjum sínum í skatta og opinber gjöld. Barnalífeyrir er greiddur með öllum börnum, hvort held ur þau eru aðeins eitt eða fleiri. Sjúklingar fá greiddan allan kostnað við sjúkravist og þar að auki vasapeninga til að kaupa fyrir sitthvað smá- legt, svo sem dagblöð, vindl- inga, bréfsefni og fleira. Frumbyggjar landsins. íbúar Nýja-Sjálands eru nú sem næst ein milljón og 750 þúsund. Þar af er fámennur þjóðflokkur frumbyggja lands ins. Fer þeim nú ört fækk- andi, auk þess sem þeir blanda blóði við innflytjend- urna og virðast ætla að deyja út, ásamt hinni sérstæðu menningu og lifnaðarháttum. Frumbyggjar Nýja-Sjálands, Maórarnir, eru nú taldir um 63 þúsundir. Hafast þeir eink- um við í héraði einu nálægt jarðhitasvæðunum í Arótóa. Þegar hvitir menn komu til landsins, voru þeir mannæt- ur, sem bjuggu við frumleg lífsskilyrði og eintrjánings- lega menningu. Nú hafa þeir i ýmsu tekið upp siði hvítra manna, hafa lagt mannátið alveg á hilluna eftir þvi sem bezt verður vit- að, nema einhverjir blóti á laun. Þeir eiga sina eigin full- trúa á löggjafarþingi þjóðar- innar og stjórnarvöldin virða sérstöðu þeirra og vilja stuðia að viðhaldi kynstofnsins. Braut innflytjandans þyrnum stráff. Þótt fólki líði yfirleitt vel á Nýja-Sjálandi, skyldi enginn leita fyrirhyggjulaust til Nýja-Sjáiands í leit að auð og hamingju. Sú bi-aut er þar þyrnum stráð, ekki síður en annars staðar. Þó að tiltölu- lega auðvelt sé að fá þar at- vinnu, er húsnæðisleysi mik- ið og oftást mjög há leiga, ef það fæst á annaó borð. Sættir í síma- vinnudeilunni Sættir hafa nú tekizt í deilu símavinnumanna og samning ar verið gerðir um kaup og kjör, og verkfalli þeirra verið aflýst. Bændur í Norð- firði biðja um hey rétt fyrir sólstöðurnar Iimistaða á sauðfó o*i vctrargaddur á túnum Þó fariff sé að nálgast sólstöffurnar er vetrarlegt um að litast í sumum döl- um Austurlands. Til dæmis var á þremur dalabæjun- um í Norðfirði, Fannadal, Hólum og Seldal, ekki kom in nema hnottajörð fyrir þetta kuldakast. Vetrar- gaddurinn liggur ennþá á túnunum þar, og hafa bændurnir því ekki getað byrjað vallarávinnsluna ennþá. Hríðarveður hefir verið þar undanfarna daga, og er kominn mikill snjór til viðbótar því, sem fyrir var. Innistaða hefir verið á sauðfé þar nú síðustu dagana. Frá Norðfirði var í fyrra dag spurzt fyrir um það hjá Stéttarsambandi bænda, hvort það ætti nokkuð af heyi fyrirliggj- andi. Mun þaff eiga eitt- hvað af heyi á Reyðarfirði, |sem látið verffur til þeirra, sem mesta hafa þörfina. En vonandi kemur ekki til i þess að hefja þurfi hey- ! flutninga austur á ný. Sauðféð vænna síðan afréttirnar lokuðust Bændur í Miðfirði auka sauðfjárraoktina Bændur í Miðfirði eru að hverfa aftur til aukinnar sauð- f járræktar, sagði Guðm. Jóhannesson á Urriðaá í Miðfirði er I I blaðamaður frá Tímanum hitti hann í fyrradag. Hraustur og arðsamur fjárstofn hefir aftur vakið trú bænda á sauðfjár- i ræktinni, eftir alla erfiðleika sjúkdómsáranna. Samningaumleitanir hefjast í Teheran Viðræður fulltrúa Persíu- stjórnar og fulltrúa brezku stjórnarinnar um olíudeiluna munu hefjast í Teheran i dag. Nokkrar líkur eru taldar til þess, að samkomulag kunni að komast á, en þjóðnýting olíulindanna nái samt sem áð (Framhald á 2. síðu.) Betra fé, þegar afréttar- liindin eru lokuð. Annars hefir brugðið svo undarlega við hjá Miðfirðing- um, að haustþungi dilkanna hefir vaxið eftir að afréttar- löndin voru afgirt og hætt að sleppa fénu á þau. Þegar fjárskiptin fóru fram, misstu Miðfirðingar af afrétt- arlöndum sínum á Arnar- vatnsheiði og Tvídægru, þar sem þau eru sunnan girðing- ar þeirra, sem fénu er haldið norðanvið. Sunnan við afrétt- arlöndin er svo önnur girðing og á svæðið á milli girðing- anna að vera algerlega sauð- laust. Þar hafa Miðfirðingar stóð sitt á sumrin og nota af- réttarlöndin á þann hátt. Ýmsar orsakir. Mönnum er það ljóst, að aukinn vænleiki dilkanna get ur átt margháttaðar orsakir, og ekki er að vita, nema dilk- 1 arnir yrðu ennþá vænni, ef l þeir nytu sumarhaganna á afréttinum, í stað þess að vera í heimahögum allt sumarijS. I En féð er ennþá miklu færra en það var meðan sauðfjár- ræktin gekk að óskum, og menn hafa tamið sér betri meðferð i umgengni við hinn sjúka fjárstofn. Forustukynin nær útdauð. Mönnum líkar vestfirzka féð vel, en á því er samt sá galli, að forustufé er ekki til meðal þess. Mun það nú vand fundið og segja þeir, sem fróð astir eru í fjárræktinni, að það muni varla til nema á örfáum bæjum á Austurlandi. Hrossaeignin viðsjárverð. Á sauðfjárveikisárunum breyttu margir búnaðarhátt- um sínum og lögðu aukna á- herzlu á nautpenings- og hrossarækt. Erfiðleikar við langa mjólkurflutninga, eink- um að vetrarlagi, gera mjólk- urframleiðslu þó torvelda fyr ir Miðfirðinga, og um hrossa- ræktina er það að segja, að þrátt fyrir mikinn markað fyrir kjötið, er afraksturinn minni en margir myndu halda. Hins vegar finnst mörg um girnilegt að eiga mörg hross meðan tíð er góð að sum arlagi, en þegar vetrarríkið- kemur til sögunnar, verða margir miður ánægðir með hrossaeignina. Til eru bæir í Vestur-Húnavatnssýslu, sem hafa um og yfir 100 hross, en algengast mun vera að þau séu 30—40 á bæ. I biriusiaugar i rusan naia ser ui uægrauvaiar ouio tn í fangabúðunum þessa líkingu af Kóreu. Hér sjást greinilega vegir og járnbrautir, sem liggja um landið. Þýzkur kenniraaður í heimsókn á Islandi Hingað er kominn til lands ins þýzkur prestur og prófast ur, Horst Schubring að nafni, frá Giessen í Hessen. Hann er sendur hingað af hálfu kirkju sinnar, til þess að flytja lútersku þjóðkirkjunni á ís- landi og biskupi hennar kveðj ur trúbræðranna í landi sínu og tengja bræðraböndin fast ar milli kirknanna. Auk þess er erindi hans hingað að komast í samband við þá Þjóðverja, sem hér dveljast. Hann mun halda guðsþjónustur fyrir þá hér í bænum og reyna að heim- sækja sem flesta landa sína úti um land. Það eru vinsam leg tilmæli hans, að menn láti berast til þýzka fólksins, sem dvelur hér á landi, að hann sé hér staddur og óski eftir, að þeir landar hans, sem fundi hans vilja ná, setji sig í sam- band við hann. Hann býr á gamla Stúdentagarði (sími 5918). Einnig má snúa sér til séra Sigurbjörns Á. Gíslason ar, Ási, Sólvallagötu (sími 3236). Séra Schubring lætur í ljós mikla gleði yfir því að hafa fengið tækifæri til þess að koma hingað til lands. Fyrstu tildrög þessarar heimsóknar voru þau, að séra Sigurbjörn Á. Gislason hitti dr. Martin Niemöller á fundi í Skotlandi 1947 og kom þá í ljós, að þessi mikli og ágæti leiðtogi þýzku lcirkjunnar. hafði ríkan hug á þvi að heimsækja ísland. Var það m. a. af því, að hon- um var kunnugt um, að prédik anir hans, sem ollu því, að hann var hnepptur í fanga- búðir nazista, höfðu verið befnar hér út honum og starfi hans til styrktar (Fylg þú mér, Rvik 1945). En dr. Nie- möller, sem tuá er kirkjufor- (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.